Tíminn - 22.09.1971, Qupperneq 1

Tíminn - 22.09.1971, Qupperneq 1
~ ^ ~ FRTSmOSTOR » ^ ® FRYSTISKÁRkR * * fsJ? *. * HAFTÆKJADEllP, HArH«BmÍBt«t JWM8KS- ,A. 214. tbl. Miðvikudagur 22. september 1971 — 55. árg. TK—Reykjavík, þriðjudag. Ríkisstjórnin sendi í dag frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu-. „Ríkisstjórnin samþykkir að næsta stórframkvæmd í raforkumálum skuli vera virkjun í Tungnaá við Sigöldu, í samræmi við niðurstöður stjórnar Landsvirkjunar. Skal haga gerð útboðsgagna þannig, að hægt verði að bjóða meginhluta verksins út snemrna á árinu 1972 og miða framkvæmdir við að orkuframleiðsla geti hafizt á árinu 1975. Skal gert ráð fyrir því, að verkinu megi skipta í þrjá áfanga, en framkvæmda- hraðinn að öðru leyti miðaður við raforkumarkaðinn innanlands, stór- aukna húshitun með raforku og uppbyggingu f jölbreytts iðnaðar í eigu landsmanna sjálfra. Ennfremur samþykkir ríkisstjórnin, að hafinn skuli undirbúningur að lagningu orkuveitulínu frá Búrfellssvæðinu til Norð- urlands og gerð áætlun um samtengingu orkuveitusvæða um land allt. Jafnframt skal lögum um Landsvirkjun breytt þannig, að fyrirtækið verði sameign þjóðarinnar allrar.“ SENDIBÍLASTÖÐIN Hf Af þessu tilefni sneri Tíminn sér til Magnúsar Rjartanssonar, iðnaðarráðherra, og bað hann að skýra þessa ákvörðun ríkisstjórn aririnar nokkru nánar. Magnús Kjartansson sagði, að í þessari ályktun ríkisstjórnarinn ar um Stefnuna í, virkjunar- og rafvæðinganmólum nú á næstunni væru fólgnar mjög verulegar grundvallarbreytingar á stefnunni í þessum málum frá því sem verið hefur. Þarna er í fyrsta lagi tek- in ákvörðun um nýja stórvirkjun, án þess að sú ákvörðun sé á nokk um hátt tengd við samninga við erlendan aðila um orkusölu. Ennfremur sagði iðnaðarráð- herra: Þegar fyrrverandi ríkisstjórn tók ákvörðun um að nota heimild- ir Alþingis til virkjunar í Þjórsá við Búrfell, var sú ákvörðun al- gerlega bundin við Svissneska ál- hringinn og samriingarnir við svissneska hringinn voru alger forsenda þess að ráðizt yrði í virkjun. Og fyrrverandi ríkisstjórn lýsti áformunum um virkjun í Tungnaá á nákvæmlega sama hátt. Fyrrverandi iðnaðarráðherra sagði það margsinnis í kosninga- baráttunni í vor, að heimild Al- þingis til virkjana í Tungnaá yrði því aðeins hagnýtt, að það tækjust samningar við erlenda aðila um stóriðju. En nú er ríkisstjórnin að taka ákvörðun um að ráðast í þessa framkvæmd, þannig að hún sé miðuð við þarfir og áætlanir íslendinga einna. Þarna er um að ræða mjög veigamikla stefnu breytingu. Ástæðan til þess að ríkisstjómin leggur í svona stór virki er sú, að í málefnasamningi hennar eru ákvæði um að ríkis- stjórnin ætli sér að framkvæma mjög umfangsmikla iðnvæðingu, uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar í þágu landsmanna sjálfra. Til þess að hægt sé að framkvæma slík áform verður auðvitað að tryggja mikla raforku á hagkvæmu verði þannig að þetta tvennt mun hald ast í hendur hjá ríkisstjórninni, annars vegar þessi ákvörðun um stórvirkjun í Tungnaá og liins vegar ákvöi’ðunin um að byggja upp fjölbreyttan iðnað í eigu landsmanna sjálfra. Lína norður Einn liður í þessum áformum eru hugmyndirnar um verulega aukningu á raforku til húshitun- ar. Samkvæmt áætlun, sem Lands virkjun hefur gert, þá er gei't ráð fyrir því í sambandi við Sig- ölduvirkjun, að húshitun muni auk ast stig af stigi. Fyrsta kastið fram til 1975, þ.e. 1972—1975 þá muni hún aukast um 10 gígawattstundir á ári. Síðan er áætlað að hún geti aukizt um 40 gígawattstundir á hverju ári og þannig yrði hún komin upp í 320 gígawattstundir á ári árið 1982, sem vissulega er verulegt magn. Hins vegar eru þessi áform um aukningu hús- hitunar með raforku bundin við núverandi Landsvirkjunarsvæði og á því svæði eru eins og kunn ugt er uppi áform um hitaveitu, sem hagnýti jarðvarma. Þannig að markaður fyrir raforku til hús- hitunar er jafnvel öllu meiri ut- an núverandi Landsvirkjunarsvæð is. Þess vegna taldi ríkisstjórnin rétt að tengja þessa ákvörðun Dönsku kosningarnan Kemst Kristilegi þjdöar- flokkurinn í oddaaðstöðu? Myndin er tekin við fossinn við Sigóldu, sem mun minnka mjög við tilkomu virkjunarinnar. um virkjun Tungnaár við ákvörð un um að tengja saman orkuveitu svæðin um land allt og fyrsta skrefið í því yrði þá að leggja orkuveilulínu frá Búrfellssvæðinu til Norðurlands. Hér er einnig um mjög veiga- mikla stefnuyfirlýsingu að ræða. Með þessy er verið að leggja áherzlu á það, að stórvirki eins og virkjun í Tungnaá, algerlega á vegum íslendinga sjálfra, verður að vera sameiginlegt verkefni allr ar þjóðarinnar. Menn verða bæði vegna hagsmuna sinna og vegna metnaðar að skipuleggja raforku málin þannig, að íslendingar geti virkjað þarna og hagnýtt sér ork- una á eins hagkvæman hátt og hugsanlegt er. Og með slíkri sam tengingu eins og þarna er um að ræða, væri vafalaust hægt að auka húshitunina verulega frá þessum hugmyndum Landsvirkj- unar. Lögum um Landsvirkj- un verður breytt Af þessu mundi svo aftur leiða það, að um leið og Landsvirkjun er farin að taka þátt í orkufram leiðslu fyrir landið allt, þá verð ur að breyta lögum um fyrirtæk ið þannig, að það verði raunveru leg Landsvirkjun, eins og hug- myndin var raunar í upphafi, þ. e. a. s. sameign þjóðarinnar allr ar og að allir eigi hliðstæða aðild að þessu fyrirtæki. í sambandi við línuna norður og samtengingu orkuveitusvæða er ástæða til að leggja áherzlu á það einnig, að slík samtenging gerir kleift að síðar verði ráðizt í stórvirkjun t. d. fyrir norðan, því að slík orku- veitulína flytur að sjálfsögðu í báðar áttir. Það er ekki hægt að ráðast í stórvirkjun fyrir norðan í þágu íslendinga sjálfra, nema að hægt sé þá að hagnýta þann stóra marþ að, sem er hér á Suð-vesturlandi. Framhald á bls. 7. KJ—Reykjavík, þriðjudag. Þegar búið var að telja einn fimmta hluta atkvæða í dönsku kosningunum í kvöld, var því spáð að stjórnarflr'-.karnir þrír myndu tapa 12 þingsætum. Þeir höfðu 98 þingsæti, en var spáð 86 þing sætu ’i samtals. Kristilega þjóðar flokknum var spáð fjórum þing- mönnum, en þeir liöfðu engan þing mann áður. Þá var því spáð aö Jafnaðarmenn og SF myndu bæta vi'l' sig sex þingmönnum hvor flokkur, og myndu þeir þá hafa 85 þingmenn samlals cn stjórnar- flokkarnir núverandi 86. Áætlað er að 3.3 milljónir Dana hafi verið á kjörskrá, og að eitt- hvað í kring um þrjár milljónir hafi neytt atkvæðisréttar síns. Kjörsókn var mjög góð, en ekki var þó búizt við að hún hefði ver ið eins góð og 1968, þegar 89,3% neyttu atkvæðisréttar síns. Er talið að °skoranir stjórnm:' ir- ingja hafi haft mikið að segja nú. Jafnframt þingkosningunum fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það, hvort lækka ætti kosninga aldurinn úr tuttugu og einu ári í tuttugu ár. Fyrstu úrslitin sem bárust voru frá Christiansö við Bornholm og þar unnu bæði Jafnaðarmcnn og SF-menn á, en stjórnarflokkarnir töpuðu. Miðað við spána, þegar búið var að telja 20% atkvæða, þá mun flokkur forsætisráðherrans Hilm- ars Baunsgaard standa í stað, hvað þingmannatölu snertir, eða vera áfram með 27 þingmenn, en íhaldsflokkurinn mun tapa 7 Framhald á bls. 14. Verður Baunsgaard áfram við völd? LÍNA Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um virkjun við Sigöldu L NORDURLANDS Landsvirkjun verður „sameign þjóðarinnar allrar‘ ‘

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.