Tíminn - 22.09.1971, Qupperneq 5

Tíminn - 22.09.1971, Qupperneq 5
JKiÐVIKUDAGUR 22. september 1971 . IMINN MEÐ MORGUN KAFFINU Sr. Guðmundur á Mosfelli var reglumaður mikill og hafði ógeð á vínnautn og di’ykkjuskap. Nú var það, að maður einn í sókn hans fékk sér ger, syk- ur og það, sem þurfti til fram- leiðslu í eigin þarfir. En Þar sem hann hafði engin suðu- tæki, varð hann að gera sér framleiðsluna að góðu ósoðna. Þetta frétti séra Guðmund- ur og hafði lítið álit á. Næst þegar þeir hittust, framleiðandinn og sr. Guðmund ur, gat hann ekki orða bund- izt og fór að finna að því, að hann skyldi vera að leggja sér þennan bölvaðan óþverra til munns. Þá varð hinum aö orði: „Veiztu, hvað vont það er? Ilefuröu smakkað á því?“ Þegar Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin, varð manni einum að orði: „Þetta hefur hann haft upp úr lúsinni.“ — Þarna sérðu hvað það er gott, að ég fékk þig til að hætta að reykja í tíma. Bóndi var að koma heim úr skreiðarferð og kom með þorskhausa, eins og gerðist í þá daga. Þegar húsfreyja sá þorsk- hausana, leizt henni ekki vel á þá, þótti þeir ekki vel verk- aðir og varð að orði: „Þér hefði verið nær að koma hauslaus en að koma með þetta.“ — Satt að segja vil ég heldur, að þú byrjaðir að reykja aftur, Tóti minn. Tveir rosknir bændur hitt- ust við kirkju og kysstust fast og mikiö. Sleipt var og blautt, þar sem báðir stóðu, enda urðu þeir fyrir því óhappi að þeir duttu báðir. Þegar þeir stóðu upp, sagði annar: „Ég ætlaði að k^'.ssa þig langtum meira, blessuð élskan Tvær konur ræddust við. Það var skömrnu eftir síðustu aldamót. Önnur spyr: „Af hverju ætli hann Sig- urður sé kallaður ráðunaut- ur?“ Iiin svarar: „Ætli það sé ekki vegna þess, að hann útvegaði þarfa- nautið í hreppinn?" ISPEGLI DENNI — Hvernig á ég að geta sofnað, þegar maginii i mér er glaðvak- DÆMALAU5I »idi? Bernadetta Devlin er hugrökk stúlka. Það hefur hún sýnt mörgum sinnum á sinni skömmu ævi. Hún er nú 23 ára og ný- búin að eignast dóttur. Hún leynir því ekki, að hún ætli ekki að giftast af þeirri ástæðu einni, en þetta þykir hið mesta reginhneyksli á írlandi. Heldur vill Bernadetta ekki segja, hver faðirinn sé, enda komi engum það við. En Bernadetta á samt bágt með að leyna því, að hún er ástfangin og glöð. Hún sést oft í fylgd með háum, glæsi- legum manni, sem heitir Eam- ann McCann. Hann er frá Lond- onderry og baráttumaður fyrir borgarréttindum eins og Berna- detta. Hvað annað? — ★ — ★ — Barbara Hutton, auðugasta kona heims, er nú að verða gömul. Hún klæðist mink og ekta perlum, en á engan mann. Ekkert béndir heldur til þess, að hún ætli að gifta sig í átt- unda sinn, beldur lætur hún sér nægja, að skipta um fylgi- sveina á ferðum sínum um heiminn. Nýlega var hún í Róm með Bandaríkjamanni að nafni Collin Fraser. — Maður verður hyggnari með árunum, sagði Barbara ný- lega í viðtali við Rómarblað. — í gegnum árin hef ég gifzt mönnum, sem ég myndi ekki einu sinni bjóða í kaffi í dag. Þessi athugasemd þykir lýsa Barböru sjálfri eins vel og eig- inmönnunum. — ★ — ★ — Picasso er nú 91 árs, en harla hress og kátur, þrátt fyrir ald- irrinn, ef dæma má eftir því, sem hann lét sér um munn fara fyrir skömmu: — Læknar halda, að þeir séu einhverjir guðir. En ef mað ur safnar saman öllu, sem lækna vísindin geta sagt með öruggri vissu, þá yrði það bara: „Hreint vatn, neytt í hófi, er hættu- laust.“ Og hér er Picasso að sóla sig í sumar. Danskur ljósmyndari, sem ný- lega var á ferðalagi í Brighton í Englandi, sat heilan dag með aðdráttarlinsu og miðaði á al- menningsvog eina, sem Þar stendur á götunni. Árangurinn varð margar skemmtilegar myndir, m.a. af litlum dreng, sem varð að stafla kössum upp á vogina til að sjá á vísana, og holdugri konu, sem stóð á öðr- um fæti á voginni og manni sem — ★ —★ — Hin kunna tízkudrottning Coco Chanel lézt á síðastliðnu ári og nú eru föt Þau, sem hún skapaði að verða eftirsótt sem safnmunir af hinum tryggu við- skiptavinum hennar. Einn þeirra var leikkonan Catherine Denevue, (Stúlkan með regn- hlífarnar) Á síðustu tízkusýn- ingu Chanels í janúar, keypti Catherine 11 módel sem kost- klóraði sér í höfðinu þyngdinni, en aðgætti að lítill drengur var að borða sælgætið sitt, sitjandi á voginni fyrir aftan hann. En við ákváðum að birta þessa, og textinn sem fylgdi með henni var á þessa leið. — Almáttugur minn, þú hefur þyngzt um 20 kíló. Þetta hljóta að vera fimm- burar. — ★ —★ — uðu svona um 120 þúsund krón- ur stykkið, Datherine getur þó ekki klæðzt þessum fötum fyrr en næsta sumar, þar sem þvílík ósköp af pöntunum bárust, að það tekur árið að afgreiða þær. Það skiptir erígu máli, því ChaneJ föt eru alltaf í tízku, hver svo sem síddin kann að !

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.