Tíminn - 22.09.1971, Síða 8

Tíminn - 22.09.1971, Síða 8
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 22. september 1971 „Sóknin í fiskistofnana orðin það mikil, að nauðsynlegt er, að færa fiskveiði- lögsöguna út“ Rætt við Sigfús A. Schopha, fiskifræðing, um friðunaraðgerðir til verndunar íslenzkum fiski- stofni, einkum botnfiski. — Dr. Sigíús A. Schopka. Að undanförnu hefur verið rætt um það, að ofveiði eigi sér stað á ís- lenzkum fiskistofnum, og því sé brýn þörf á frekari friðunarað- gerðum til verndunar stofnunum. Hvert er álit þitt á þessu? — Ég tel, að þetta sé almennt rétt. Við sjáum hér á línuritinu, sem sýnir heildarveiði á botnfisk- um í hafinu umhverfis ísland und anfarin ár, að eftir stríð vex veiðin mjög mikið og nær há- mai-ki á árinu 1953 eða um það bil. Eftir það fer veiðin minnk- andi, þótt sveiflna gæti þar að vísu, en ef á heildina er litið, er tilhneigingin samt sú, að það afla magn, er fæst úr sjónum, fer minnkandi. Línuritið sýnir enn- fremur veiði íslendinga og ann- arra þjóða á íslandsmiðum. Við sjáum og, að aðrar þjóðir veiða nokkuð til jafns við okkur, en þó hefur hlutur íslendinga í heildar- veiðinni farið vaxandi nú upp á síðkastið. Það stafar af því, að sókn Breta á miðin hér við land minnkaði eftir 1965, vegna þess, að góð veiði í Barentshafi á þeim Srum lokkaði brezku skipin þang- að, og svo hafa hafísárin haft sitt að segja. Fyrst við erum famir að tala um sóknina, þá hefur aflamagnið alls ekki vexið f "Mnu samræmi við hana og tel c; ’• >ð merki um fullnýtingu bolnfiskastof ->"» >- — Tll hv. a friðunarrá'. at hefur verið gripið í sambandi við botnfiskveiðar hér við land? — Fyrst má telja 12 mílna fisk veiðilögsögu, þ.e. togurum er ó- heimil veiði innan hennar, nema á vissum árstímum og þá á viss- TAFLA Þorskaflinn af íslandsmiðum (smálestir) Ár Hlutur íslands Heildarafli 1955 315.438 538,130 1956 292.586 480.709 1957 247.087 451.909 1958 284.407 508.683 1959 284.259 452.504 1960 295.668 465.023 1961 233.874 374.645 1962 221.820 386.342 1963 232,839 402.002 1964 273.584 429.284 1965 233.483 393.598 1966 223,974 356.755 1967 193.449 345.022 1968 227.594 381.070 1-769 231.C30 406.411 1970 308,336 um, takmörkuðum svæðum. Þá hafa dragnóta- og botnvörpuveið- ar í Faxaflóa verið bannaðar. Þá eru í gildi reglur um lágmarks- stærð fisks, er landa má. Skv. þeim má ekki koma með að landi smærri þorsk en 34 cm langan og smærri ýsu en 31 om langa. Þá eru ákvæði um vissa möskva- stærð og fer hún eftir fisktegund- um og veiðarfærum. Þessar eru helztu friðunarráðstafanir, er m SIGFÚS A. SCHOPHA gerðar hafa verið til verndunar botnfiskastofninum, og þær, sem ég man eftir í svipinn. — Þú nefndir það áðan, að botnfiskastofnarnir væru fullnýtt- ir. Er eitthyað, sem bendir til f iögíU cJr.’.; ' .iiiubíl'ijÍ S1 þess, að stofnarnir séu í stórhættu miðað við óbreytta sókn í þá? — Hvað ýsustofninn snertir, þá er ekki að sjá, að neinir sterkir árgangar séu að vaxa upp, sem stajjcka myndu stofninn. Ýsuveið- HElUDARARfelfd«80TNFISK-A-.- AF JSUANDSWfHIMuud 'ARIN 1946-I9S9 400 300 in náði hámarki á árunum 1962— ‘63 og þá fékkst mesti ýsuafli, sem fengizt hefur á íslandsmið- um, tæp 120 þúsund tonn. Síðan hefur veiðin minnkað jafnt og þétt og 1970 veiddum við íslend- ingar u.þ.b. 30 þúsund tonn og ég geri ráð fyrir, að heildarafl- inn hafi numið tæplega 45 þús- undum tonna, þótt endanlegar töl ur um aflann liggi enn ekki íyrir. Þorskstofninn er einnig frekar á niðurleið. Ég tel, að þar sé of mikilli sókn um að kenna, þ.e. meira sé tekið af þorski en þorsk- stofninn þolir. Sem dæmi um of mikla sókn má nefna það, að dán- artala kynþroska þorsks, þ.e. þess þorsks, sem við veiðum hér við Suðvesturland, hefur hækkað á síðustu árum. Árleg dánartala er nú komin upp yfir 70%. Hún er sem sagt komin alveg upp að rauða strikinu og má alls ekki verða mikið hærri. Þá má og nefna það, að þorskur hefur nú minni möguleika á að hrygna en áður. Á árunum 1945—‘49 hrygndi þorskurinn að meðaltali 2,52 sinn um á ári. Á árunum 1965—‘69 hrygndi hann ekki nema 1,23 sinn um að meðaltali á ári. Þetta staf- ar af því, að þorskinum endist ekki aldur til að hrygna oftar, hann hefur áður orðið veiðinni að bráð. Áður fyrr kom oft fyrir, að þorskur náði 17—18 ára aldri en nú er það viðburður, að eldri þorskur en 13 ára veiðist. Þetta er einnig merki um mikla sókn í þorskstofninn. A árunum 1968— ‘70 eykst þorskveiði íslendinga talsvert. Það stafar einkum af því, að árið 1961 var mjög gott klak- ár við Grænland. Þaðan kemur svo þessi sterki árgangur, sem eykur veiðina þessi þrjú ár hér við land, þegar hann er 8—10 ára. íslenzki þorskurinn er því minni heldur en veiðin bendir til. Það er þess vegna mikið happdrætti, að þurfa að reiða sig að nokkru leyti á fisk annars staðar að, eink um vegna þess, að göngur Græn- landsþorsksins hingað til lands virðist vera háð skilyrðum við Grænland. — Ertu hræddur um það, að eins geti farið fyrir íslcnzka þorsk stofninum og sfldarstofninum, þ.e. að hann minnki veruiega að 6- breyttu ástandi? — Ég er ekki hræddur um það, að neitt svipað eigi sér stað inn- an þorskstofnsins og innan síldar stofnanna. Sfldin er torfumynd- andi fiskur og hún er veidd í nót, sem er stórvirkt veiðarfæri, og því auðveldara að ná til hennar. Það er mun verra að ná til þorsks ins, þar eð hann er það dreifður, og því vgíðist ekki mikið magn af honum í einu. — Nú er fyrirhuguð útfærsla á fiskveiðilögsögunni í 50 sjómflur. Hvaða friðunarráðstafanir telur þú nauðsynlegt, að gerðar verði samhliða útfærslunni? — Sem stendur er nokkuð erf- itt að svara þessari spurningu. Ég geri ráð fyrir, ef aðrar þjóðir virða þessa nýju lögsögu og yið losnurn þess vegna við flota þeirra af miðunum, að sú friðunaraðgerð sé nægjanleg til að leysa vand- ann a.m.k. í bráð. — Telurðu að okkur beri, um leið og við færum út, að loka ein- hverjum svæðum utan 12 milna lögsögunnar fyrir okkar eigin tog skipum? — Jú, ég tel að okkur beri að stefna að því a£ friða uppvaxtar- svæði þorsksins fyrir Norður- og NorðaUsturlandi. Það gæti orðið nauðsynlegt að takmarka veiðina að einhverju leyti á þeim svæð- um — Og af lokum, Sigfús. Tel- urðu að það sé brýn nauðsyn á að færa fiskveiðilögsöguna út, til að vernda íslenzka fiskistofna? — Ég tel, að sóknin sé orðin það mikil, að nauðsynlegt sé að færa hana út. ET.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.