Tíminn - 22.09.1971, Page 10
10
TIMINN
MIÐVIKUDAGUR 22. scptember 1971
HALL CAINE:
GLATAÐI SONURINN
76
1.2 KAFLI.
Hinn stolti maður fann í fyrsta
sinni á ævinni til auðmýk-
ingar, sonur hans hafði framið
auvirðilegan glæp og átti yfir
höfði sér niðurlægjandi refsingu.
í fyrstu var hann rjóður, undr-
andi og fann sárt til smánarinn-
ar, honum datt helzt í hug, að
þagga rnálið niður, en þá kom
iamvizkan til skjalanna, hingað
til hafði hann reynt að vera rétt-
látur, hann afréð því að halda
þeirri stefnu, þar til yfir lyki,
hvað sem það kostaði hann. Ósk-
ar hafði brotið gegn lögunum og
varð því að þola refsingu sam-
kvæmt því. Það gat orðið allt að
átta ára fangelsisvist., það mundi
eyðileggja öll framtíðaráform
hans, gáfur hans kæmu að engum
notum, hann yrði ógæfumaður,
en hann yrði að afplána og þola
allar þjáningar. Þetta var skoð-
un landshöfðingjans sem dómara,
jg sem faðir, voru tilfinningar
hans ekki síður ákveðnar. Hér átti
í hlut eftirlætissonur hans, sem
hann hafði hampað alla tíð og
undirbúið glæsta framtíð, og hann
hafði framið glæp gegn landi
sínu og reitt, sig. á,Jað,vfaðir hans
mundi forða honum‘frá afleiðing-
unum, vegna þess að hann vissi,
að hann var stoltur og elskaði
hann. Sonur hans hafði ekki kært
sig um, þó að faðir hans yrði að
eyða hverjum eyri, sem hann
hafði þrælað fyrir og átti eftir að
vinna fyrir. Honum var sama,
hverju faðirinn yrði að fórna,
hann hafði kastað honum fyrir
varga, sem voru að vinna að því
að koma honum frá embætti.
Óskar var eigingjarn og tilfinn-
ingalaus, það sannaði þessi smán-
arlega framkoma hans, hann átti
skilið tvöfalda refsingu.
Landshöfðinginn var bitrari í
garð sonar síns, en hann hafði
nokkru sinni verið út í nokkurn
mann. Hann leið sálarkvalir.
Hann sat einn inni í skrifstofu
sinni langt fram á kvöld. Þar
var ekkert ljós nema bjarminn
frá opnum ofninum. Allt í einu
opnuðust dyrnar hljóðlega og
Anna kom inn, það leyndi sér
ekki, að hún hafði grátið. Þegar
landshöfðinginn sá konu sína,
fann hann til sektar vegna þess,
að hann hafði gleymt móður son-
ar síns, en eingöngu hugsað um
glæp sonar þeirra og afleiðingar
hans. Anna hafði heldur ekki hugs
að um sjálfa sig, hún settist hjá
ofninum og rkaraði í eldinn, hún
byrjaði að tala um Óskar. Hún
sagði:
— Hann er loksins sofnaður,
hann er laus við hörmungarnar í
bili. Stefán, hann fór upp í gamla
svefnherbergið sitt og Magnúsar.
Ég sat og hélt í hendina á hon-
um, þangað til'hann sofnaði, alveg
eins og ég gerði, þegar hann var
lítill og hafði verið óþægur, og þú
sendir hann í rúmið án þess að
fá kvöldmat. Hann er núna alveg
eins og hann var, veslings dreng-
urinn, ef þú sæir hann núna sof-
andi, þá mundir þér finnast allt
eins og í gamla daga, þegar þú
fórst upp með kerti og þurrkaðir
tárin af sofandi drengnum og
straukst hrokkna kollinn hans.
Stefán, manstu hvað hann var
fljótur að jafna sig í þá daga?
Morguninn eftir heyrði maður
hann ærslast og syngja, strax og
hann vaknaði.
— Já, Anna, hann var alltaf
grunnhygginn og hugsunarlaus og'
þannig verður hann alla ævi, eðli
hans er þannig, að ekkert hefur
alvarleg áhrif á hann.
— Þetta mun hafa varanleg
áhrif á hann, ef hann fær annað
tækifæri. mun hann snúa við blað
inu og taka ti! st.arfa í alvöru og
þá munu allar vonir þínar rætast
Hugsaðu þér. hversu hræðilegt< j
það væri fyrir okkur ef Magnús <
ákærði Óskar, Óskar yrði okkur
glataður og við gæturn aldrei lit-
ið Mag'nús réttu auga.
— Synir okkar hafa ærlð átt í
ófriði alveg frá blautu barnsbeini,
Anna mín.
— Segðu þetta ekki Stefán,
þeir elskuðu hvor annan, þegar
þeir voru litlir. það breyttist ekki
fyrr, en þeir voru oðnir fullorðn-
ir, og þá voru aðrir komnir í spil-
ið... að minnsta kosti ein mann-
eskja.. . ef til vill hefur hún kom-
ið öllum þessum vandræðum af
staö.
— Ilefur Óskar sagt það.
— Hann segir ekkert misjafnt
um nokkurn mann, það hefur
liann aldrei gert, en ef nú ein-
hver freistaði hans, og hann var
veikur á svellinu, og svo verður
hann að fara í fangelsi, en hún...
— En Anna, það er til veik-
lyndi, sem er illska, og slíkt verð-
ur að taka refsingu og þjáningar
út fyrir.
— Já, ég veit það, ég' lieyrði
þig segja þetta um sjómanninn,
scm myrti unnustu sína í drykkju-
æði, móðir hans var ekkja, hún
kom til mín og bað mig um að
biðja honum griða hjá þér, hún
sagði, að hann væri góður dreng-
ur og mundi aldrei gera neinum
mein ódrukkinn, þú þyrmdir lífi
han? og lézt hann í fangelsi, þú
hefðir átt að vita, h vernig aum-
inpn-j konan kyssti mig og grét af
gleði. En er stundir liðu fannst
henni, að sér hefði liðið betur, ef
veslings drengurinn hennar hefði
dáið, í stað þess að vera lokaður
inni ævilangt, hún gleymdi hon-
um aldrei, þegar elzta dóttir henn
ar gifti sig og húsið var fullt af
gestum. þá fóru hún afsíðis og
grét örlög sonarins, og á köldum
vetrarkvöldum, þegar hún var að
koma yngri drengjunum sínum í
í'úmið. þá varð henni alltaf liugs-
að til bróður þeirra, sem lá einn
um Reykjavíkur vikuna 18 sept.
— 24. okt. annast lngólfsapótek og
Laugarnes Apótek.
Næturvörzlu i Keflavík 22. sept.
annast Kjartan Ólafsson.
^FLAGSLÍF
er miðvikudagur 22. sept.
— Máritíusmessa
Árdegisháflæði í Rvík kl. 7.40
Tungl í liásuðri kl. 15.16
Ferðafélagsferðir.
Á föstudagskvöld:
Landmannalaugar — Jökulgil.
Á sunnudagsmorgun kl. 9,30 frá
B.S.Í.
Gönguferð í Grindaskörð með-Ein-
ari Ólafssyni.
Ferðafélag íslands, Öldugötu 3,
símar 19533 og 11798.
BLÖÐ OG TlMARIT
seglskipa: Hallgrímur Jónsson
þýddi. Hin aldna kempa, Elísberg
Pétursson: Helgi Hallvarðsson
skipherra. Fiarlæg saga um örlög
á sjó og móðurást: Örn Steinsson
Þýddi. Nokkrar ritgerðir nemenda
Stýrimannaskólans í Reykjavík.
Framhaldssagan Mary Dearo. Ekki
má tæma auðlindir hafsins. Eggja-
hvítuefni og fiskmjölsframleiðsla:
dr. Jónas Bjarnason Frívaktin o.fl.
■’TGLINGAR
-1 1111—Mll I IIIIÍUT—I—II » 1111 llU I :
Dísarfell fór í gær frá Þórshöfn til
Norrköping, Ventspils og Svend-
borgar. Litlafell er í olíuflutning-
um á Faxaflóa. Helgafell fer vænt-
anlega í dag frá Osló til Svend-
borgar. Stapafell kemur í dag til
Rotterdam. Mælifell átti að fara
í gær frá pasajes til La Pallice.
omSFNDING
HEILSUGÆZLA
Slysavarðstofan i Borgarsnitalan
am er opin allan sölarhringien
Siml 81212.
Slökkviliðið og sjúkrabifreiðii fvr
li Reykjavík og Rópavog slm'
11100
Sjúkrablfreið í Bafnaifirði simi
51336
Tannlæknavakt ei i Hetlsu'’erndar
stöðinnl. þai sem Slysavarðsio.
an vai, og ei opln iaugardaaa o<
sunnudaga kl 5—-6 e. h. — Sim
22411
Almennai appiýsingai um lækna
þjónnstn l horginnl eru gefnai
simsvara Læ'-nafélags Reyk.lavik
ur, slml 18888
Apótek Hafnartjarðai « °Pið s’
vlrkB dag tra Kl 9—7. i laugai
dögum kL 9—2 og a mnnudög
um og öðrum öelgldögum ei op
iB fré Ei 2—4
Nsetur- og helgidagavarzla læknn
Sjómannablaðið Víkingur 7.—8.
tbl. er komið út.
Efni m.a.: Ný ríkisstjórn: Örn Stein
son. Hugsjónir og veruleiki: Guð-
finnur Þorbjörnsson. Vöndum fisk-
framleiðsluna: Bergsteinn Berg-
steinsson fiskimatsstjóri. Sparisjóð-
ur vélstjóra í nýjum húsakynnum.
Ömurleg hrakningasaga frá tímum
Skipaútg'erð ríkisins.
Hekla er á Akureyri. Esja fer frá
Rvík kl. 20.00 í kvöld vestur um
land í hringferð. Herjólfur fer frá
Vestmannaeyjum kl. 10.30 f.h. til
Þorlákshafnar, þaðan aftur kl.
17.00 til Vestmannaeyja og þaðan
kl. 21.00 til Rvíkur. Baldur fer, til
Snæfellsness- og Breiðafjarðar-
hafna á morgun.
Skipadeild S.Í.S..
Arnarfell fer væntanlega í dag frá
Hull til Rvíkur. Jökulfell fór 17.
þ.m. frá New Bedford til Rvíkur.
Asprestakall.
Fótasnyrting fyrir eldra fólk í sókn-
inni (65 ára og eldra) er í Ásheim-
ilinu Hólsvegi 17 alla þriðjudaga
kl. 1 — 4. Pöntunum veitt móttaka
á sama tíma sími 84255.
Kvcnfélagið.
SÖFN OG SÝNINGAR
Sýning Ilandritastofiinnar'1
íslauds 1971,
Iíonungsbók eddukvæða og Flat-
eyjarbók, er opin á sunnudögum
kl, 1,30 — 4 e.h. í Arnagarði vi'ð
Suðurgötu. Aðgangur og sýningar-
skrá ókeypis.
Wb
RIDG
Það hefur nú sjaldan verið farið
út í bridgelögin í þessum þáttum og
þær sektir skýrðar, þegar einhver
segir ekki í réttri röð við bridge-
borðið.
En hér er smáspurning, sem þiö
hafið kannski gaman af að velta
fyrir ykkur. Suður opnar á einu
hjarta — og Austur segir Þá allt í
einu pass, án þess að Vestur eða
Nórður hafi nokkuð sagt. Hver er
hegningin?
Það er nú ýmislegt í sambandi
við þetta, en í heimahúsum gerir
fólk lítið við slíkum mistökum. Nú,
sektin er sú, að Austur verður að
segja pass, það sem eftir er sagna.
Vestur getur passað eða sagt, en
hann má ekki dobla (eða redobla),
þegar að honurn kemur. Og ef Vest-
ur passar og síðan kemur að hon-
um að eiga fyrsta útspil, þá má
spilarinn. sem spilar spilið, biðja
um eða banna útspil í einhverjum
ákveðnum lit.
Fyrir þá, sem taka þátt í keppn-
isbridge, er sjálfsagt, að kynna sér
sem bezt bridgeiögin og það er
ekkert athugavert við það að kalla
í keppnisstjóra og láta hann úr-
skurða um vafaatriði — rangt út-
spil eða sagnir í rangri röð. Til
þess eru keppnisstjórarnir.
í sjöttu'og síðustu einvígisskák
þein-a Fischers og Taimanov í
Vancouver í vor kom þessi staða
upp. Fischer hefur hvítt og á leik.
Hann leggur nú grunninn að vinn-
ing sínum.
ABCDEFGH
«
e»
22. Ildl — (á þennan hátt vinnur
hann peðið, t.d. 22. — e5? 23. Hxd4
— exd4?? 24. Rxd6f — eða 22. —
— Dd5? 23. c3 — e5? 24. cxd4 —
exd4 25. Rf6|). Taimanov lék því
22.------De5 23. Dd3 — Hf8 24.
Dxd4 — DxD 25. Hxd4 og Fischer
átti ekki í erfiðleikum með að
vinna skákina með peði yfir.
Taimanov gaf eftir 43 leiki.
(MiuiiiiiimmniiiiMiiMiiMiimiiiiimiHiiiiiiuiiiiifiiiiiiMiuiiiitiiiiiiii'iMoiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii'iiimiiuiiiiiiiiiniiiitiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiMiiiiiiiiiiMiiiiiiiMittiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiii
/íl GErMAt TOA POCTO/? /V/T////V
Wa/tam //ao/?.///o/v mAT yoi/V£ ta//£U oi/t
T//£ 01/LLET A//P &7VPPEP MS BLEED/NG,
//£'/.L PULL THPOUGH/
.„cjudaga — föstudaga 08.00 —
17.00 eingöngu i neyðartilfelluro
siraa 11510.
ivöld-, nætur og helgarvakt.
Mánudaga — fimm'udaga 17 00
_ 08.00 frá 'i 17.00 'östuclag ul
fcl. 08.00 mánudag Sími 21230
T<VÖ1d- O" 8"1"Tr,rörTli, í AoAfrV-
YES, AHPFOD 7HEF/E7H T/PS
/A/A MOHTH/ EACH T/ME, 7HEY
FNO/S' HW/C// STAGF ,’S PSALLY
CAPRY.WG AIOTOFCASHL/KE
TH/S ONE FVAS/
LA TED ■ T THEN SOMEONE
■....I WOFMNG FOR WEUS
FARCO HUST BE TELUNG THE
STAGE 8OB0EPS H'H/CH SH/P-
/HENT TO STOP/ JVE'// S7Ay
HEDE T/U THE.ROBBERS
ANP THE/R J//FORMER ARE
CAUGHT/
— Eg kem honum til læknis á háirtíma.
Hann hcfur það, fyrst kúlan er farin.
— Náðu ræning.jarnir peningunuin? — Já
og það í fimmla sinn á cinum niánuði og
n iimmmimMm m*i*
þeir vita alltaf einmitt hvaða vagn hefur
mest ínuanborðs. Seinna: Þá hlýtur ein-
hver, sem vinnur fyrir Wells Fargo, að
segja þeim, hvaða vagn þcir eiga að
IIIIIIMIMMIIIMIMIIIIIMMIMIMIIMMIMHMMmiMMIIMMIMIIMMIMIIIIIMIIIIIIMIIU
stöðva. Við verðum hér, þar til búið er
að handsama ræningjaua og hjálparmenn
þeirra.
l•l•lMmmmmmMlNMmlMMlllmmlllllmllll■lllllll■llllUlllllUllHnulllllp