Tíminn - 08.10.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.10.1971, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 8. október 1971 TÍMINN 15 EDWARD ALBEE Þjóðleikhúsið: Nýtt leikrit eftir Albee Þann 15. þ.m. frumsýnir Þjóð- leikhúsið nýtt leikrii eftir banda- ríska leikritaskáldið Edward Al- bee. Leikurinn heitir Allt í garð- inum og er Baldvin Halldórsson leikstjóri. ÞVðing leiksins er gcrð af Óskari Ingimarssyni, en Gunn- ar Bjarnason er leikmynda- og búningateiknari. Höfundur leiksins, Edward Al- bee, er íslenzkum leikhúsgestum að góðu kunnur. Árið 1965 sýndi Þjóðleikhúsið hið stórbrotna leik- rit Albees Hver er hræddur við Virginíu Woolf, undir leikstjóm Baldvins Halldórssonar. Sýning þessi hlaut frábæra dóma allra, sem hana sáu, en sýningar urðu alls 71 á leikritinu. Árið 1967 sýndi Þjóðleikhúsið Dauði Bessie Smith eftir Albee og Leikfélag Reykjavíkur hefur ennfremur sýnt leikrit hans Saga í dýragarði. Allt í garðinum er því fjórða leik- ritið, sem sýnt er hér á landi eftir þennan höfund. Edward Albee er fæddur í Was- hington árið 1928. Hann byrjaði ungur að fást við skriftir — fyrsta leikrit sitt samdi hann 11 ára að eigin sögn. Hann var þó kom- inn um þrítugt þegar hann kvaddi sér hljóðs sem meiri háttar rit- höfundur með leiknum Saga úr dýragarði. Þá komu leikimir Dauði Bessie Smith, Sandkassinn og Ameríski draumurinn. En það er leikritið Hver er hræddur yið Virginíu Woolf, sem skipar hon- um í sess með helztu leikritaskáld um stmtímans, og seinni leikrit hans staðfesta það álit leikhús- manna. Hér verða talin nokkur af þeim leikritum, sem hann hefur skrif- að, eftir að hann lauk við Virginíu Woolf. The Ballad of the Sad Café, 1963, Tiny Alice, 1964, Mal- colm, 1965, A Delicate Balance, 1966. Allt í garðinn er eitt af síð- ustu leikritum hans. Það var frumsýnt í Plymouth Theatre í New York 16. nóvember árið 1967 og hlaut hástemmt lof gagn- rýnenda strax í upphafi. Clive Barnec skrifar meðal anpars eftir- farandi um leikinn í New York Times: „Edward Albee er ekki AUSTURSTRÆTI aðeins sá leikritahöfundur okkar, sem við væntum mest af, sá leik- ritahöfundur okkar, sem mestu lofar, sá leikritahöfundur sem á- hugaverðastur er, — hann er ein- faldlega okkar bezti leikritahöf- undur.“ Margir amerískir gagnrýn endur hafa skrifað álíka hástemm/ lof um þennan leik og höfund hans. Leikritið Allt í garðinum ger- ist á vorum dögum og fjallar nm vandamál í nægtaþjóðfélagi. Leik endur eru alls 11. Aðalhlutverkin eru leikin af Þóru Friðriksdóttur og Gunnari Eyjólfssyni, en auk þess fara leikararnir Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Erlinjfur Gíslason með stór hlutverk í leiknum. Leikritið Allt í garðin- um var nærri fuliæft s.l., vor og eins og fyrr segir verður frum- sýning á leiknum þann 15. þessa mánaðar. Myndin er af höfundi. Tilkynning til eigenda lands á HellisheiSi VegagerS ríkisins er að leggja hraðbraut yfir Hellisheiði, úr Hveradölum í Kamba. Mest af hrað- brautinni liggur á öðrum stað en núverandi þjóð- vegur. Þar sem ekki er fullljóst, hverjir eigá land það, sem undir hraðbrautina fer, er þeim tilmælum beint til þeirra, sem telja sig eigendur að því, að tilkynna undirrituðum skriflega, eig’ síðar en 10. nóv. n.k., hvar land þeirra liggur. Vegamálastjóri. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.