Tíminn - 14.11.1971, Blaðsíða 2
TIMINN
SUNNUDAGUR 14. nóvember 1971
illa fyrir barðinu á aflciðingum
þessarar lagasetningar. Margir
heimilisfeður voru hundeltir og
drepnir eða varpað í fangelsi.
Betra hefði verið ef einkvæni
hefði verið komið í kring á ann-
an hátt.
Nú á dögum er mjög erfitt að
þekkja mormóna frá öðru fólki.
þeir líta eins út og hegða sér á
sama hátt og aðrir. En þeir eru
(Tímamynd GE)
mjög félagslega sinnaðir. Þeir
leggja áherzlu á og ástunda sam-
vinnu og samhjálp.
— Var þetta lífsviðhorf þeirra
ekki ein meginástæðan fyrir fjöl-
kvæninu? Bar ekki karlmanni
skylda til að taka t.d. ekkjur upp
á sína arma ef þörf krafðist?
— Jú, fjölkvænið átti að ein-
hverju leyti rót sína að rekja til
slíkrar skyldu. En fyrir því voru
Ruth og Loftur Bjarnason
margan íslendinginn vestur um
hof á öldinni, sem leið.
— Flestir íslendimgar hafa
heyrt að mormónar ættu margar
konur, svaraði Loftur. Það er
löngu liðinn tími. Um 1885—’90
voru sett lög í Bandaríkjunum,
sem bönnuðu fjölkvæni, og var
þeirri lagasetningu fyrst og fremst
beint gegn mormónum. Margar
imormónafjölskyldur urðu mjög
mk
émm
§Pgp
«§§
Gerið 906 koup
í GEPJUfl Á
BB HHB
að ég tel einnig trúarlegar ástæð-
ur. En hin raunverulega ástæða
held ég að hafi verið, að fleiri
konur en karlar löðuðust að mor-
mónatrúboðunum, og varð það til
þess að um skeið voru þrisvar
sinnum fleiri konur en karlar í
Utah. Afleiðingin varð fjolkvæni.
— Þá hafa mormónar í hávegum
það sem þeir nefna ,,orð vizkunn-
ar“, en það segir svo fyrir, að þeir
skuli hvorki drekka sterka drykki
né reykja. Margir mormónar fara
mjög nákvæmlega eftir þessu boði
og snerta ekki einu sinni kaffi, te
eða kókakóla. Og flestir mormónar
neyta áfengis og tóbaks í hófi.
— Haldið þér þessa reglu sem
góður mormóni?
— Þetta er mér ekki trúarlegt
vandamál.. Ég drekk kaffi og aðra
álfka sterka drykki, stöku sinnum
fæ ég mér vindil og við sérstök
tækifæri sé ég ekkert á móti því
að drekka eitt eða tvö glös.
— Margir mormónar hafa það
fyrir sið að sleppa einni máltíð,
venjulega morgunmatnum, fyrsta
sunnudaginn í hverjum mánuði,
sem þeir kalla Fast Sunday. And-
virði máltíðarinnar gefa þeir fá-
tækum. Þessi siður er almennur
meðal þeirra, a.m.k. í Utah. Margir
kaþólskir hafa raunar sama sið en
venjulega á föstudagskvöldum.
— Hvað um íslenzk áhrif í
Utah?
— Það eru mjög margir ann-
arrar og þriðju kynslóðar Islend-
ingar í Utah, svo íslenzkra áhrifa
gætir nokbuð enn. í athugun hef-
ur verið að stofna aftur mormóna-
kirkju á íslandi, en tilkoma henn-
ar mundi auðvelda tengsl við land-
ið.
— Mormónar ástunda mjög ætt
fræði í tengslum við þá viðleitni
sína að láta skíra forfeður sína til
mormónatrúar.
— Mér finnst ættfræðiiðkun-
in ágætur siður, sagði Loftur. —
Ef þér spyrjið hins vegar, hvort
ég trúi á að forfeðurnir verði
sáluhólpnir með Þessu -móti, er
það annað mál. En margir læra
ýmislegt af þessu. Þeir fara að
hugsa um hvernig þetta fólk hafi
verið, sem það er að skrá á ættas«-
tölur, hvað Það hafi gert, og þa^
fram eftir götunum. Af þessu má
fræðast mikið um sögu og þjóðfé-
lagsfræði.
Þessi siður hefur raunar verið
stundaður innan flestra kristinna
trúarbragða. Við höfum einung-
is orðið frægari fyrir hann en
aðrir og líka ástundað hann meira.
Það eru meira að segja betri ætt-
artölur í Utah en á íslandi.
Við bundum senn endi á ánægju
legt spjall við þau hjón Loft og
Ruth Bjarnason.
— Við höfum notið heimsókn-
arinnar til íslands, sagði Loftur.
Ég hef hitt að máli marga fremstu
rithöfunda þjóðarinnar og hyggst
tala við fleiri. Og svo hef ég mik-
inn áhuga_ á að hitta ættingjana.
En aðalerindi okkar hingað var
að endurnýja kunningsskapinn við
fólkið, landið og bókmenntirnar.
S. J.
MAKSTU ÞESSA KIRKJU?
Einhverjir kannast við hana.
Og þeim þykir flestum vænt um
hana. Eða þótti, meðan hún var
til.
Nú er hún horfin, brunnin til
ösku, kirkjan á Breiðabólstað á
Skógarströnd.
Hún var ekki stórt musteri né
íburðarmikið. En hún hafði verið
helgidómur lítillar sóknar í nær
heila öld. Og aðrar aldir stóðu
kirkjur á sama grunni. Ein tók
við af annarri. Þar höfðu menn
komið saman á helgum, átt sínar
hátíðir og miklu stundir, bæði í
gleði og sorg.
Síðast var hringt til helgra tíða
á þessum stað 29. september sl.
Söfnuður yar kominn, beið prests-
ins síns, sem varð fyrir óvenju-
legri töf. Og í þann mund sem
messa hefði átt að vera hafin stóð
kirkjan í báli. Fólkið sá hana
brenna á andartaki að kalla, fékk
ekki að gert, engu varð bjargað.
Er sagan þar með öll? Verður
aldrei framar hringt til tíða á
Breiðabólstað?
Skógstrendingar geta ekki sætt
sig við það.
Þeir eru ekki orðnir margir
eftir í sveitinni. En þeir geta
ekki hugsað sér, að þetta bruna-
sár standi opið og ógróið. Þeim
finnst það væri eins konar feigð-
arboði yfir fagurri sveit, vilja
ekki samþykkja hann, vilja
hnekkja slíkri hugsun. Þeir hafa
ákveðið að reisa litla kirkju á
grunni þeirrar, sem brann. Þeir
standa sem einn maður saman um
það.
En þeir eru fáir og hafa orðið
fyrir miklu áfalli. Nú þurfa þeir
að finna það, að þeir séu ekki
einir með minningingar sínar og
drengilegu ákvörðun, og að skað-
inn tilfinnanlegi, sem þeir hafa
orðið fyrir, sé ekki öðrum gleymd
ur.
Margir, sem nú eiga ekki leng-
ur heima á Skógarströnd, eru
tengdir sveitinni ræktarböndum.
Margir þeirra eiga helgar minn-
ingar um Breiðabólstaðarkirkju og
legstaði ástvina sinna í garðinum
þar. Þeir þurfa að taka höndum
saman og hjálpa heimamönnum.
Og líklegt er, að ýmsir fleiri hafi
samúð með fátækri sókn, sem
missti kirkjuna sína svo voveif-
lega, og vilji rétta örvandi hönd.
Ég vil biðja þá velunnara Breiða
bólstaðarkirkju og Skógarstrand-
ar, sem vilja hugleiða þetta nánar
og geta komið því við, að koma
til fundar í Oddfellow-húsinu uppi,
Vonarstræti 10, Reykjavík í dag
sunnudag kl. 2 e. h.
Sigurbjörn Einarsson. .