Tíminn - 30.11.1971, Page 1
.J
EJ—Reykjavík, mánudag.
Heilbrigðis- og félagsmála-
nefnd efri deildar Alþingis
lagði í dag fram nefndarálit
um stjórnarfrumvarp til laga
um orlof. Meðal breytinga, sem
nefndin leggur til að gerðar
verði á frumvarpinu, er að
niður falli ákvæði um, að verka
lýðsfélögin og vinnuveitendur
geti samið uim annað orlof en
lögin gera ráð fyrir. Verði
frumvarpið samþykkt með
breytingum nefndarinnar mun
fjögurra vikna orlof því taka
gildi strax 1. janúar 1972.
Aðrar breytingar, sem nefnd
in gerir tillögur um, eru yfir
leitt í samræmi við kröfur full
trúa ASÍ í nefndinni, sem frum
varpið samdi, en sem ekki
náðu þá fram að ganga. Þann
ig er t. d. lagt til, að veita
skuli 21 dag í stað 18 á tíima
bilinu frá 2. maí til 15. sept
ember í stað 2. maí til 30.
september í frumvarpinu.
Þá gerir nefndin tillögur um
nokkrar minniháttar breyting-
ar.
Fékk 220 tonn
af góðri síld
ÞÓ—Reykjavík, mánudag.
Vélskipið örfiriséy frá Akra-
nesi fékk 220 tonn af mjög fall
figri síld á laugardaginn. Sildina
fékk skipið uppi í landsteinum í
Meðallandsbug. Örfirisey fór með
síldina til Akraness, þar sem síld
in var öll söltuð, og er töluvert
síðan svo stór síldarfarmur
hefur farið í söltun.
Nokkrir bátar hafa verið á
sildarmiðunum í Meðallandsbug
og hafa þeir kastað nokkuð mik
ið, en síldin hefur yfirleitt verið
það smá að bátarnir hafa orðið
að kasta henni. Blaðinu er kunn
ugt um einn bát, Höfrung III. Ak,
sem er á leið í land með síld.
Tíminn er
16 síður vegna
yfirvinnubanns
Lesendur Tímans eru vin-
samlega beðnir að athuga að
vegna yfirvinnubanns í prent-
smiðju, er ekki unnt að stækka
blaðið eftir þörfum. Tíminn
verður því að koma út í 16
síðum, þar til yfirvinnubann
inu lýkur.
Lesendur eru beðnir velvirð
ingar á því að lítið lesefni er
í blaðinu þessa dagana, og
eru lesendur beðnir að hafa
biðlund meðan þetta ástand
varir.
Langir samningafundir um helgina:
Takast á um aðalkröfurnar
Vinnuveitendasambandið samþykkti verkbannsheimild nær samhljóða
EJ—Reykjavík, mánudag.
ic Talið er, að á sáttafundunum
um helgina hafi lítillega glæðzt
vonir manna um, að ekki þurfi
að koma til verkfalla í yfirstand
andi kjaradeilu, þótt enn beri
mjög mikið á milli, t.d. hvað kaup
hækkun til launþega snertir.
if 75—80 verkalýðsfélög hafa
boðað verkfall, flest þeirra frá
og með næsta fimmtudegi, og í
dag samþykkti fjölmennur fundur
■LJB
Það er margt spiallað á göngunum á Loftleiðahótelinu þessa dagana, þar sem samningafundir fara fram.
Hér takast þeir í hendur 'Hjörtur Hjartar framkvæmd astjórl ((t.v.) og Jón Ingimarsson formaður Iðju á Akur-
eyri, en yzt til vinstri er Júlíus Valdimarsson framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélaganna.
(Tímamynd Gunnar)
Óvenjulengi fært til Austurlands:
Bílfært allt austur í
Neskaupstað - en
enn tepptir fyrir
sex bílar
vestan
í Vinnuveitendasambandi fslands
heimild til verkbannsboðunar. Enn
hefur ekki verið tekin um það
ákvörðun, með hvaða hætti verk
föll verða framkvæmd, ef til
þeirra kemur, en ljóst þykir þó, að
um víðtæka vinnustöðvun verður
að ræða ef til hennar kemur á
annað borð, þar sem atvinnurek
endur hafa verkbannsvopnið tii
reiðu.
Langir sáttafundir hafa verið
haldnir undanfarið. Sáttafundur
inn í gær stóð t. d. fram á nótt,
og nýr fundur hófst strax í morg
un. Sá fundur hélfr áfram í kvöld,
en síðdegis var enginn fundur,
þar sem vinnuveitendur héldu
félagsfund um verkbannsmálið.
Samkomulag mun hafa náðst
um það á sáttafundinum í gær-
kvöldi, að viðræðum um hinar
fjölmörgu og misjöfnu sérkröfur
verkalýðsfélaganna skuli frestað
þar til síðar. Þetta þýðir, að á
sáttafundunum geta aðilar ein-
beitt sér að meginkröfum verka
lýðshreyfingarinnar, sem eru sam
eiginlegar fyrir aðildarfélög ASÍ.
Gefur þetta auknar vonir um, að
það takizt að leysa kjaradeiluna
án vinnustöðvana.
Þær meginkröfur, sem hér um
ræðir, setti verkalýðshreyfingin
fram í september. Svo virðist sem
samkomulag hafi náðst um eina
þeirra, slysatryggingamar. Tvær
aðrar verða afgreiddar með lög-
gjöf á alþingi — vinnutímastytt
ingin og orlofslengingin —, þótt
gert sé ráð fyrir, að hægt sé
að semja um styttingu vinnutím
ans í áföngum, og enn sé deilt
um, hvað skuli teljast virkur
vinnutími.
Ekkert samkoroulag er hins
vegar enn um tvær stórar kröfur,
annars vegar kaupkröfuna, sem
felur í sér 20% kauphækkun aak
sérstakra hækkana fyrir láglauna
fólk, og svo kröfuna um kaup
tryggingu tímakaupsfólks.
Vinnuveitendur munu um helg
ina hafa gert tilboð hvað kaupið
snertir, en mikið bil er á njiUi
þessi tilboðs og kröfu verkalýðs
félaganna.
OÓ ÞÓ,— Reykjavík mánudag.
Bflalestin, sem tepptist í Gils
firði s. 1. föstudag vegna fann-
fergis, komst af stað vestur síð
degis í gær. Voru það níu stórir
vöruflutningabílar sem stöðvuð-
ust.
í dag komst bílalestin vestur
í Gufudalssveit. Snjóýta fer á
undan lestinni og ryður brautina.
Einnig cr veghefill bílunum til
aðstoðar.
Veður var orðið .'■æmilegt í
dag. Þrír bílanna, sem tepptir
voru, fóru til Króksfjarðarness,
en sex héldu áfram til ísafjarðar,
Bolungarvíkur og Patreksfjarðar.
Sæmileg færð er um flesta
vegi á Austurlandi, nema Odds-
skarð og Fjarðarheiði, meira að
segja Möðrudalsöræfi eru fæ.
og telst það til tíðinda, að þau
séu fær um þetta leyti árs.
Egill Jónsson, vegaverkstjóri
á Reyðarfirði sagði, að nýi vegar
kaflinn á Jökuldalsheiði ætti sinn
þátt í því. Ef enn væri notazt við
gamla veginn á Jökuldalsheiði, þá
væri hún örugglega kolófær. En
aðalástæðan fyrir því að Jökul
dalsheiðin er fær er sú, að tíð
in hefur verið sérstaklega hag-
stæð. Sagði Egill, að þegar nýi
vegarkaflinn á Jökuldal og brú
yrði komin á Gilsá næsta sumar,
mætti búast við því að vegurinn
norður héldist opinn langt fram
eftir haustinu, eins og nú hefði
gerzt.
Viggó Sigfinnsson, vöruflutn-
ingabílstjóri í Neskaupstað, sagði,
* þeir hefðu verið að koma til
S kaupstaðar á tveim bílum. Færð
in hefði verið sæmileg alla leið
ma austur. Þeir hefðu aðeins
tvisvar tafizt lítillega vegna
snjóa á leiðinni og var það neðst
á Jökuldal og í Oddsskarði í
morgun, en yfir Oddsskarð þurfti
að fylgja bílunum. Sagði Viggó
að nýi vegarkaflinn á Jökuldals
heiði hefði sitt gildi. Ef hann
væri ekki, þá mætti búast við
því að hciðin væri erfið yfirferð
ar.
Annars sagði Viggó, að hann
væri búinn að vera í vöruflutn
ingum í 9 ár og hefði það komið
fyrir einu sinni áður, að þeir
gætu stundað vöruflutningana
svona langt fram eftir vetri, en
það var 1963, og komu þeir úr síð
ustu ferðinni 15. des. Bflarnir
frá Viggó áttu að leggja af stað
suður í kvöld.
Þannig er enn langt frá því,
að samkomulag sé á næstu grös
um, en margir telja, að með ákvörð
uninni um að fresta frekari um-
ræðum um aukakröfurnar, vilji
allir aðilar einbeita sér að því
að ná samkomulagi um meginat-
riðin á þeim tíma, sem enn er
til stefnu. Hvort það tekst, er
engu hægt að spá um í dag.
Eins og áður segir, samþykktu
vinnuveitendur í Vinnuveitenda
sambandi íslands verkbannsheim
ild á fundi sínum í dag. Var yfir
gnæfandi meirihluti fylgjandi
heimildinni, eða félagsmenn með
tæplega 7000 atkvæði á bak við
sig — en í Vinnuveitendasamband
inu öllu munu vera um 8.700 at-
kvæði. Aðeins 95 atkvæði voru
á móti veitingu heimildarinnar,
og 143 sátu hjá.