Tíminn - 30.11.1971, Side 6

Tíminn - 30.11.1971, Side 6
6 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 30. nóvember 1971 I I Leyndarmál og læknisköllun, er saga af ungum manni, Bobby Merrick, sem er á hraðbraut til lífsspillingar. Hann bjargast frá drukknun með hjálp öndunar- tækis, sem Hudson heilaskurð- læknir á, en vegna fjarveru tækis- ins deyr hinn frægi læknir á sömu stundu. Þetta veldur örlagaskil- um. Ungi maðurinn finnur til sektar og snýr við blaðinu.. Hon- um verður það heilög köllun að bæta brot sitt með því að reyna að feta í fótspor hins fræga læknis. Líf Hudsons læknis er sem hulinn dómur, sem þó opin- berast í dagbók hans, sem rituð er á dulmáli. Þar opnast nýr heimur andlegs máttar. Sagari er einnig stórbrotin ástarsaga með hraðri atburðarás. Lloyd C. Douglas, höfundur sög- unnar, sem lézt 1951, rúmlega sjo- tugur að aldri, var lútherskur prestur í Bandaríkjunum og Kanada. Kenning hans um trúar- legan mátt viljans og sannfæring- ar um styrk orða, mannsins frá Nazaret, mátt gjafá og veglyndis, vakti mikla athygli á sínum tíma. Þessa kenningu boðaði hann meðal annars f skáldsögum sín- um. Einhver frægasta saga hans er Kyrtillinn, sem út kom hér á landi fyrir allmörgum árum og vakti mikla athygli og hlaut vin- sældir, sem enn lifa, enda er Kyrtillinn talinn einhver mesta söluskáldsaga á síðari áratugum í Bandaríkjunum. Einnig er skáld sagan Hinn mikli fiskimaður al- kunn., LEYNDARMÁL OG LÆKNIS- KÖLLUN ber öll beztu höfundar- einkenni hans, er í senn hröð og lífstrú, vettvangur heitra tilfinn- inga og mikilla örlaga og lofsöng- ur um ástina í sinni fegurstu mynd. Við málaferlin gegn Rinnan- flokknum sagði herfræðingurinn Knut Alming m.a.: „Norðan Vikna höfum við stöðvarnar tvær á Lúreyjarsvæð- inu, og þar af var önnur á Lúrey. Árangur þeirra var slíkur að þær áttu verulegan þátt í því, hve mörgum þýzkum skipum var sökkt við Nordlandsstrendur. Hin mikla loftárás á ströndina í október 1943 byggðist líka á upplýsingum þeirra“. í bók þesari segir frá norskum liðsforingja, John Kristofersen, sem í ágúst 1943 hélt frá Englandi til Norður-Noregs til að setja þar upp njósna- og sendistöð' fyrir Bandamenn. Hann hafði ekki lengi starfað, þegar Þjóðverjana fór að gruna, að ekki væri allt með felldu á þessum slóðum. Gerðu þeir út leiðangra ti. að reyna að hafa upp á hugsanleg- um njósnurum. Eftir margvíslega reynslu og erfiðleika sn ri John aftur til Englands, en vegna ýmislegra at- vika fór hann aftur til Noregs og lenti þar á sömu slóðum. Skömmu síðar gera Þjóðverjarnir mikla leit þarna og John verður að leggja á flótta, og tekst honum að komast í gegnum raðir Þjóð-1 verjanna og sleppa undan á undraverðan hátt. Það fer vart á milli mála, að i þessari bók birtir Páll Hallbjörns- son fleiri og fjölbreytilegri hliðar á höfundahæfileikum sínum en í nokkurri af sínum fyrri bókum — og er þó hvergi fjallað um sjó- mennskuna í þetta sinn. Sögur þessar eru af ólíkasta tagi, allt frá sönnum ferðaminn- ingum erlendis frá og úr íslenzk- um óbyggðum og til hreinnar fantasíu sem ýmist skírskotar til draumaveraldar, framhaldslífa eða ókominna tíma. f þeim sögum skipar Páll sér mjög í sérflokk meðal íslenzkra höfunda í dag, og kynni sumum að detta í hug skyldleikinni við frænda hans, Benedikt skáld Gröndal, og er þá ekki leiðum að líkjast. Gott dæmi um það er hin forvitnilega smá- saga „Framúrstefnuskáldið", sem óefa* mun vekja mikla athygli og umræðu, því að svo ólík er hún öllu öðru i sem Páll hefur skrifað fram til þessa. Þar kemur hahn fram sem ádeiluhöfundur, grípur á lofti þau vópmsem honum þykir hafa verið beint að því sem gott er og fagurt — og sendir þau til baka. Af allt öðrum toga er svo sagan „Eftirminnilegur dagur“, sem er hugljúf bernskuminning, sönn og áhrifamikil í einfaldleika sínum, og svo lærdómsrík á sinn hátt, að hún mætti vel eiga heima í úrvals lestrarefni fyrir börn og unglinga. Páll Hallbjörnsson hef- ur nú eignazt fastan lesendahóp um land allt, sem bíður bóka hans með eftirvæntingu. Þessi bók á það sammerkt með fyrri bókum hans, að hún er skemmtileg af- lestrar, fjallar um margbreytileg- ustu lífssvið og viðhorf og hefur mannbætandi áhrif á hvern sem hana les, það gerir hin jákvæða afstaða höfundarins til alls, sem lífsanda dregur. Benedikt Benjamínsson, sögu- maður bókarinnar var um aldar- fjórðungsskeið Strandapóstur. Hann hóf starf sitt. á hörðu ári \ 1918 og fór þá frá Stað í Hrúta- firði að Árnesi í Tréákyllisvík, seinna alla leið norður t: Ófeigs- fjarðar. Um norðurhluta Stranda- sýslu var á þeim árum órudd leið, víða torfær og hættusöm og þvi enginn veifiskata vegur. Frásögn Benedikts er trú heim- ild þeirra lífshátta sem útskaga- búin varð að temja sér, ætti hann að komast óbrotinn gegnum önn aldarfarsins. Hann lætur hvergi mikið yfir sínum hlut, en atburðir og aðstæður bera starfi hans bezt vitni. Saga hans er jafnframt brot úr sögu margra merka samtíðar- manna, því að oftast var hann leið- sögumaður beirra er lögðu leið sína um útskaga þennan. FRÓÐI TILKYNNING UM LÖG- TÖK í MOSFELLSHREPPI 22. nóv. s.l. voru úrskurðuð lögtök vegna ógreiddra útsvara, aðstöðugjalda og fasteigna- gjalda, álagðra í Mosfellshreppi árið 1971. Lögtök fyrir gjöldum þessum geta farið fram að Iiðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessar- ar, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Einar Ingimundarson. y * * Ódýrir varsdaðir svefnbekkir tii söiu Sendum í póstkröfu út á land, ef óskað er. Upplýsingar á Öldugötu 33. Sími 19407. fÚTBOÐÍ „ Tilboð óskast í byggingu barna- og unglingaskóla í Breiðholti hér í borg, sem nefndur verður Fella- skóli. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 5.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudaginn 20. desember 1971. kl. 11,00 f.h. m FRlMERKI — MYNl & j| Skrifið eftir ókeypis |r .fP F^imerkjam'ðstöðin, j| Skrilavörðustie 21 A K* INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 * Hef opnað tanniæknastofu að Háteigsvegi 6. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 21055. JÓHANN GÍSLASON, tannlæknir. Sinfóniuhljómsveit íslands: TÓNLEIKAR í Háskólabíói fimmtudaginn 2. des. kl. 21,00. Stjórnandi: David Atherton. Einleikari: Iona Brown, fiðluleikari. — Efnisskrá: Forleikur að Beatrice og Benedikt, eftir Berlioz; Fiðlukonsert eftir William Walton og Sinfónía nr. 1 eftir Beethoven. Aðgöngumiðar seldir í hókahúð Lárusai Blöndal Skólavörðuptíg 2 og bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, Austurstræti 18.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.