Tíminn - 29.04.1972, Qupperneq 1
BÍLSTJÓRARNIR
AÐSTOÐA
smm
SeWIBlLASTOÐIN HT
EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR
96. tölublað — Laugardagur 29. april 1972 — 56. árgangur.
Stjórnarfrumvarp vegna framkvæmdaáætlunar 1972
Ríkisskuldabréf
gefin út að upp
hæð 500 millj. kr.
Reynt að afla 467 millj. lánsfjár á erlendum mörkuðum
EB-Reykjavik
Stjórnarfrumvarp um aö fjár-
málaráðherra verði heimilt fyrir
hönd rikissjóðs að gefa út til sölu
innanlands rikisskuldabréf eða
spariskirteini aö fjárhæð allt að
500 millj. kr., var i gær lagt fyrir
Alþingi. i athugasemdum frum-
varpsins segir, að gert sé ráð fyr-
ir, að fé það, sem aflast með
þessu móti, verði nýtt bæði til
opinberra framkvæmda og til að
bæta fjárþörf fjárfestingarlána-
sjófta, þannig aft um 140 millj. kr.
gangi til ioinberra framkvæmda
og 360 millj. kr. til fjárfestingar-
lánasjóða.
Ennfremur er i frumvarpinu
farið fram á heimild að ábyrgjast
innlcnd eða erlend lán, samtals
að jafnvirði allt að 330 millj. kr.
vegna Fiskveiðasjóðs, allt að 81
millj. kr. vegna Laxárvirkjunar
til framkvæmda þar og allt að 56
millj. kr. vegna Aburðarverk-
smiðjunnar til stæfekunar hennar.
Ennfremur er farið fram á heim-
ild að ábyrgjast allt að 60 millj.
kr. erlent lán til byggingar flutn-
ingslina raforku á Norðurlandi.
— Sökum mikilla opinberra
framkvæmda og fjárþarfar fjár-
festingarlánasjóða er séð, að ekki
verður unnt að afla alls nauðsyn-
legs fjármagns innanlands. Þvi
verður þess freistað að afla láns-
fjár á erlendum mörkuðum, segir
i athugasemdum frumvarpsins.
Ennfremur segir, að við ráðstöf-
un hins erlenda fjármagns sé
miðað við, að féð gangi annars
vegar til gjaldeyrisaflandi mál-
efna, þ.e. fiskveiða, og hins vegar
til framkvæmda, sem draga muni
úr gjaldeyrisþörf þjóðarinnar i
framtiðinni, þ.e. raforkufram-
kvæmda og áburðarframleiðslu.
— Þá kemur fram i athugasemd-
unum, að nú er i athugun hvað og
hvenær flutningslinu raforku á
Norðurland yrði hagkvæmast
fyrir komið.
I sjöttu grein frumvarpsins er
greint frá þeim framkvæmdum,
sem lánsfé það, er aflast með sölu
rikisskuldabréfa eða spariskir-
teina verður varið til. Um þetta
segir svo i athugasemdum frum-
varpsins:
„Heildarfjáröflun til þeirra
opinberu framkvæmda, sem 6.
gr. þessa frumvarps tekur til,
nemur 640 millj. kr., en auk þess
hefur þegar verið aflað um 100
millj. kr. i formi happdrættisláns
til byggingar Skeiðarársands-
vegar. Til ráðstöfunar eru 200
millj. kr. spariskirteinalán frá
desember s.l., endurgreiðsla eldri
spariskirteinalána er áætluð 300
millj. kr., og hluti opinberra
framkvæmda af nýrri spariskir-
teinaútgáfu nemur 140 millj kr.
Til viðbótar þessari fjárhæð er
ráðgerð ný spariskirteinaútgáfa
vegna fjárfestingarlánasjóða að
fjárhæð 360 millj, kr., þannig að
samtals verða boðin út spariskir-
teini fyrir 500 millj. kr., sem er
veruleg aukning frá fyrri árum.
Spariskirteini rikissjóðs hafa
áunnið sér góðan markað, og hafa
siðustu útgáfur sýnt, að mikil og
almenn eftirspurn er eftir þeim.
Telur rikisstjórnin, að skilyrði
séu nú hagstæð til útgáfu veru-
Frh. á bls. 15
Það var mikiö bjargaö i Sundahöfninni I gær. Ekki voru þó neinir í
bráðum lffsháska þar, en bjargað samt. Það voru 20 nemar I Lögreglu-
skólanum sem þarna voru að æfa sig I aö bjarga mönnum úr sjó og
notkun tækja til björgunarstarfsemi. Siguröur M. Þorsteinson, yfirlög-
regluþjónn, stjórnaði björgunarkennslunni. Tfmamynd Gunnar.
Edvard Lövdal fullyrðir:
Norðurbakki hefur ekki
verið lýstur gjaldþrota
OÓ-Reykjavik.
— Greiðsluerfiðleikar fyrir-
tækis eru ekki hið sama og
fjársvik, og ég fullyrði að
eignir Norðurbakka h.f. eru
mun meiri en skuldunum
nemur, sagði Edvard Lövdal,
stjórnarformaöur og fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins i
viðtali við Timann. Það er al-
rangt, að Norðurbakki h.f.
hafi verið kærður vegna starf-
semi sinnar en hitt er annað
mál, að gerðar hafa verið fjár-
kröfur i eignir fyrirtækisins,
þar sem ekki hefur verið hægt
að standa við allar fjárhags-
skuldbindingar. En enginn
kröfuhafa hefur farið fram á
að Norðurbakki h.f. verði tek-
inn til gjaldþrotaskipta.
1 Timanum hefur verið full-
yrt að „ævintýrafyrirtækið”
væri gjaldþrota, og_að borizt
hafi kærur frá kaupendum
sumarbústaða, sem fyrirtækið
er að reisa i Grimsnesi, vegna
vanefnda við þá. Harmar
Timinn að hafa ekki aflað sér
nægra upplýsinga um málið
og treyst um of á heimildir,
sem ekki áttu við rök aö styðj-
ast.
I vetur var bú eins af hlut-
höfum Norðurbakka h.f. tekið
til gjaldþrotaskipta. Rak hann
fyrirtæki, sem var óviökom-
andi rekstri Norðurbakka h.f.
og varð það fyrirtæki gjald-
þrota. Er þvi ruglaö þarna
saman tveim óskyldum fyrir-
tækjum, þvi ástæðulaust er að
taka Norðurbakka h.f. til
gjaldþrotaskipta, eins og mál-
in standa og eignir þess standa
fullkomlega fyrir skuldum.
— Um þá staðhæfingu, að ég
hafi farið huldu höfði, til að
forðast skuldunauta, sagði
Edvard, að hann hafi ávallt
mætt hjá borgarfógetaemb-
ættinu og öðrum embættum
þegar hann var kvaddur þang-
að végna málefna Norður-
bakka h.f., sem varðaði mál-
efni áðurnefnds hlúthafa
Norðurbakfea, sem varð gjald-
þrota og eins hjá sýslumanni i
Arnessýslu. Og ég hef ekki
reynt að dyljast fyrir neinum,
þótt verið geti að menn hafi
reynt að ná i mig án árangurs.
— Við byrjuðum á bygg-
ingarframkvæmdum i Grims-
nesinu i júnimánuði i sumar
og ætluðum að reisa 20 hús.
Bráðlega lenti fyrirtækið i
greiðsluerfiðleikum vegna
þess, að loforð um fjárhags-
lega fyrirgreiðslu brugðust.
Þá voru tvö hús seld og eru
það einu húsin, sem búið er að
selja og höfum við staðið við
allar okkar skuldbindingar
vegna þeirra. Er þvi algjör-
lega úr lausu lofti gripið, það
sem blaðið segir um að margir
kaupendur hafi lagt fram
bótakröfur vegna þess að við
höfum ekki staðið við skuld-
bindingar við þá, og að þeir
hafi greitt fyrirfram upp i
kaupin. Við höfum aðeins selt
tvö hús og það er sami aðilinn,
sem keypti þau bæði.
— Þeir aðilar, sem kröfu,
eiga á Norðurbakka h.f. eru
allir tryggðir fyrir þvi að fá
sína ljármuni, þar sem öruggt
er að eignir fyrirtækisins eru
mun meiri en skuldum nemur.
Auk þeirra tveggja húsa, sem
búið er að selja, er búið að
reisa grindur að sex og til við-
bótar 12 lóðir á mismunandi
byggingastigi. Ef fyrirtækið
væri gjaldþrota eins og Tim-
inn hefur haldið fram
ekki að eyða tima
þetta þar sem ég hef eingöngu ,
starfað að málefnum félagsins í
frá áramótum, en er hins veg-
ar viss um,að hægt verður að
halda framkvæmdum áfram,
þvi öruggt er að nógir kaup-
endur fást að þessum húsum,
Frh. á bls. 15
3 og Tim-
n, væri ég
minum i L
' ninflAnrtn
53 brezkir að
veiðum á
sama blett-
inum við
Suð-austur-
land
KJ-Reykjavik
Fimmtiu og fimm brezkir og
vestur-þýzkir togarar voru á
fimmtudaginn að veiöum suður af
Hvalbak við Suöausturland.
Fimmtiu og þrir togaranna voru
brezkir, en alls voru þennan dag
72 brezkir togarar aö veiöum viö
landið.
Erlend veiðiskip reyndust alls
vera 97 aö veiðum við landiö
talningardaginn, og er þaö með
meira móti, þótt ekki sé um met
aö ræða. Þennan dag voru 16 v-
þýzkir togarar að veiðum við ís-
land, 6 franskir, 1 belgiskur og
einn linuveiöari frá Færeyjum og
annar frá Noregi. Það, sem vekur
mesta athygli viö þessa talningu
erlendu veiðiskipanna er, hve
margir brezku togaranna eru á
sömu miöunum og gefur þaö til
kynna, að þarna hafi verið gott
fiskiri. Þegar Landhelgisgæzlan
taldi erlendu veiðiskipin fyrir
nokkru, var stór floti brezkra
togara við Suö-vesturlandið en
annars eru Bretarnir að veiðum
allt i kringum landið.
Ekki höföu Hornafjaröarbátar
orðið fyrir neinni áreitni af
völdum brezku togaranna, enda
hafa þeir lagt net sin undan
Ingólfshöfða að undanförnu.
SLAND
EIÐITAKMÖRK-FISHERY LIMIT
. DÝPTARLÍNA-DEPTH CURVE
iviynUin al talningakorti Land-
helgisgæzlunnar, sýnir ljóslega
hvar brezku togararnir voru að
veiðum á fimmtudaginn, en hvert
x táknar einn togara. O táknar v-
þýzka togara og F táknar franska
togara