Tíminn - 29.04.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.04.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 29. apríl 1972 Steingrimur Hermannsson í þingræðu: Vegir á Vestfjörðum verði sem fyrst og sem bezt tengdir vegakerfi iandsins EB—Reykjavik Á fundi i Sameinuðu þingi s.l. þriðjudag mælti Steingrímur Her- mannsson (F) fyrir þingsályktunartillögu þeirri, er hann flytur ásamt öðrum óbreytt- um þingmönnum Vestfjarða um annan áfanga i samgönguþætti Vestfjarðaáætlunar. — Svonefnd Vestfjarða- áætlun hefur alloft verið til umræðu á þessu þingi og er nokkur saga, en aðalástæðan fyrir því að við leggjum þessa tillögu fram, er hins vegar sú, að sú skoðun virðist vera afar ríkjandi nú, þegar rætterum heildaráætlun um samgöngumál i okk- ar landi, að samgöngu- mál á Vestfjörðum séu öll komin í hið bezta horf og sé þar nánast til lokið því, sem gera þurfi með sérstökum vegaáætlun- um. Þetta er alger mis- skilningur, eins og ég vil leyfa mér að leitast við að benda á hér á eftir, sagði Steingrimur í upp- hafi framsöguræðu sinn- ar. Steingrímur sagði siðan: — Fyrst vil ég fara örfáum orðum um aðdraganda þessa máls og sögu þess. Ég hygg, að þvi hafi fyrst verið hreyft á þingi 1959 með frumvarpi um auknar framkvæmdir i vega- Rannsóknastofnun fisk- ræktar A fundi i efri deild Alþingis s.l. fimmtudag mælti Steingrimur Hermannsson (F) fyrir laga- frumvarpi þvi, er hann flytur ásamt Stefáni Jónssyni, um að komið verði á fót Rannsókna- stofnun fiskræktar. Sjálfstæðis- þingmennirnir Oddur Ólafsson og Steinþór Gestsson tóku einnig til máls um frumvarpið og lögðust gegn þvi. Frá umræðunum verður sagt siðar hér i blaðinu. Fálkaorðan Eins og skýrt hefur verið frá i blaðinu, hefur meirihluti alls- herjarnefndar lagt til, að tillaga Þörarins Þórarinssonar (F) um. að aðeins útlendingar verði sæmdir fálkaorðunni, verði sam- þykkt. Minnihluti nefndarinnar, Björn Fr. Björnsson (F), Ingólfur Jónsson (S) og Lárus Jónsson, segja i nefndaráliti sinu, að þeir telji ekki fært að leggja niður orðuveitingar til útlendinga, sem vinna vel að málefnum Islands-. Siðan segja þeir: — Verði islenzka orðan aðeins veitt útlendingum, má búast við Leiðrétting t andlátsfréttinni um Jóhannes úr Kötlum i Timanum i gær var sagt, að Jóhannes hefði fengiö verðlaun fyrir Lýðveldishátiðar ljóð 1944, en Jóhannes fékk 2. verðlaun. Það var skáldkonan Hulda, sem fékk fyrstu verðlaun. gerð á Vestfjörðum og Aust- fjörðum, sem flutt var af Her- manni Jónassyni, Sigurvin Einarssyni og Páli Þorsteins- syni. Frumvarp þetta var flutt fjórum sinnum á þingi, 1959, 1960, 1961 og 1962, og var að lokum visað til rikisstjórn- arinnar. Næsti þáttur þessa máls er samþykkt þingsályktunar- tillögu um 5 ára fram- kvæmdaáætlun til stöðvunar fólksflótta frá Vestfjörðum, sem Gisli Jónsson var 1. flutn- ingsmaður að og samþykkt var 19. april 1963. Það var gert ráð fyrir, aö i lok þess árs lægi fyrir slik áætlun, og yrði hún til 5 ára. Málinu var einnig hreyft með breytingartillögu við fjárlög ársins 1964,1965, 1966 og 1967, þegar Hermann Jónasson og Sigurvin Einars- son báru fram breytingar- tillögu um framlag 10. millj. kr. til vega og 10 millj. kr. til stöðvunar á fólksflótta i sam- ræmi við þá þingsályktunar- tillögu, sem samþykkt hafði verið, eins og ég sagði áður, i april 1963. Þessar aðgerðir allar koma málinu af stað og verða til þess, að hafin er framkvæmd við samgönguþátt Vestfjarða- áætlunar, sem við leyfum okk- ur að kalla svo, með lánsfjár- magn að verulegu leyti frá ákveðnum sjóði Evrópuráðs- ins. Til undirbúnings þeim framkvæmdum voru fengnir hingað sérfræðingar, m.a. Norðmenn, ásamt islenzkum aðilum, sem unnu að þeirri áætlun, sem það fjármagn rann til. t örfáum orðum var sú framkvæmd, sem þar var um að ræða, fyrst og fremst sú að leggja góða vegi, bætta vegi út frá þéttbýliskjörnum Vestfjarða, en að sjálfsögðu skilst öllum, að sú fram- kvæmd er ekki nema íitill þáttur i nauðsynlegri lagfær- þvi, aö þeir, sem heiðra á, telji orðuna hafa litið gildi. Minnihluti allsherjarnefndar telur sjálfsagt, að þær reglur, sem nú gilda um orðuveitingar, verði endur- skoðaðar, og leggur þvi til, að umræddum tillögum (þ.e. tillögum Bjarna Guönasonar (SFV) og Þórarins Þórarins- sonar) verði visað til rikis- stjórnarinnar til nánari athugunar. Breyting á áfengis- lögum Páll Þorsteinsson (F) mælti á fundi i efri deild þingsins s.l. fimmtudag, fyrir frumvarpi þvi, er þingmenn úr öllum stjórn- málaflokkunum flytja um breytingu á áfengislögum nr. 82 frá 1969, þar sem m.a. er lagt til, að fólk niður i 18 ára aldur fái að kaupa vin á vinveitingastöðum. Upplýsinga- og rannsóknastofnun verzlunarinnar Þrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þau Sverrir Hermanns- son, Ragnhildur Helgadóttir og Ellert B. Schram, hafa lagt svo- hljóðandi tillögur fyrir Sameinað þing: Albinei álvktar að fela rikis- • rninni að hlutast til um, að . sjóður veiti sérstakri upp- :nga- og rannsóknastofnun /.lunarinnar hliðstæða fjár- 'sfyrirgreiðslu og aðrar. tvinnugreinar i landinu eru þegai aðnjótandi”. ingu vega i kjördæminu i heild. Ég vil taka fram, að mér sýnist, að það sem þarna hefur verið gert, sé mjög góðra gjalda vert, og er nú ástandið viða á fjallvegum á Vestfjörðum á milli þéttbýlis- staða stórum bætt og vel við- unandi, þó að viða sé stórátök- um enn ólokið. I þessari þings- ályktunartillögu, sem við nú flytjum, leggjum við hins veg- ar höfuðáherzlu á það, að þessir bættu vegir og aðal- byggðir Vestfjarðakjördæmis verði tengdir við vegakerfi landsins. Ég leyfi mér að full- yrða, að ekki mun i öðrum landshluta svo stór hluti af ibúum kjördæmis vera i nán- ast engu vegasambandi við þéttbýli og aðalvegakerfi landsins eins og á Vestfjörð- um, nema e.t.v. kunni að vera á Suð-Austurlandi. En þar á nú aö bæta úr, eins og menn vita, meö mjög myndarlegu átaki. Við gerum með þessari þingsályktunartillögu ekki ráð fyrir þvi, að með sérstakri áætlun verði unnið að fjöl- mörgum nauðsynlegum verk- efnum, eins og lagfæringum vega i byggð, fjörðum og milli þeirra góðu vega, sem nú hafa verið lagðir. Það teljum við vera verkefni vegaáætlunar. Hins vegar hefur komið mjög átakanlega i ljós við störf okk- ar þingmanna Vestfjarða, að undirbúningi að vegaáætlun, eða kafla hennar, sem fjallar um Vestfjarðakjördæmi, að afar stórum þáttum þar verð- ur alls ekki sinnt á hinni venjulegu vegaáætlun. Ég vil aðeins nefna þar örfá dæmi. Tengsl Vestfjarða við aðal- vegakerfi landsins verða að öllum likindum með tvennu móti. Annars vegar suðurhlut- inn tengist með vegi, lagfær- ingu þess vegar, sem nú er um Barðastrandasýslu, en norð- urhlutinn tengist með nýjum vegi um Djúpið, nýjum vegi að ögri og lagfæringu vegar. Ekkert af þessum fram- kvæmdum er nánast hugsan- legt á vegáætlun. Af Djúpvegi er mér sagt, að nú sé aðeins lokið 8—9%. Vegaframkvæmd á Djúpvegi, aðeins að ögri, þar sem enginn vegur er, er áætlað ólokið um 90 millj. kr. Það hefur verið rætt um að ljúka þeirri framkvæmd á þremur árum, og ég vil lýsa eindregnum stuðningi minum við þá ráðagerð og mun gera það, sem ég get. og ég veit, við allir þingmenn Vestfjarða, til þess að svo megi verða. En það verður ekki gert á vegáætlun. Um syðri leiðina er raunar nokkuð svipaða sögu að segja. Þótt þar sé gamall og mjög erfiður vegur, þá eru stórkost- legar framkvæmdir, sem ekki hefur verið hreyft við þar, vegagerð um eða yfir Þorska fjörð eða innfirði Þorskafjarð- ar, vegagerð um hálsa þar, sem ávallt lokast i fyrstu snjó- um og vegagerð um firði, sem eru snjóþungir eins og Vattar- fjörður og fleiri. Ég ætla ekki að telja upp alla þá kafla, sem þar er ólokið og ekki verður gert á minni venjulegu veg- áætlun. Ég vil þó nefna sem dæmi, að ágætur vegur hefur verið lagður fyrir eina erfiðustu heiðina, Þingmannaheiði, en þó er svo, að hann situr þar eins og nokkurs konar eyja, beggja vegna er ólokið köfl- um, m.a. kafla út á svonefnt Hó'rgsnes, sem þar er, og er áætlað, að sá vegur kosti einn 15 millj. kr., og er hann þó ekki nema tiltölulega mjög litill kafli af þvi, sem ólokið er á þessari leið. Það hefur einnig komið mjög i ljós, þegar rætt hefur verið um vegafram- kvæmdir, t.d. i Dýrafirði og i Önundarfirði, sem,eins og ég sagði áöan ætla mætti að fram kvæmd yrði á hinni venjulegu vegal. og vegáætlun, að þar eru stórkostleg átök nauðsyn- leg, athuganir og fram- kvæmdir til þess.að unnt sé að vinna skipulega að endurbót- um á þeim vegum. I Dýrafirð- inum hefur komið til greina og er i athugun að leggja veg yfir fjörðinn innanverðan; þar sem grynningar eru og nes beggja vegna. Það er i fljótu bragði skoðun verkfræðinga, að sú framkvæmd sé hagkvæm. Hún sparar mikla vegalögn um óbyggð svæði innan þess- ara vega yfir fjörðinn og mundi verða arðbær á skömmum tima. En það er ljóst, að slik framkvæmd, sem gæti kostað 30—40 millj. kr., verðú' heldur ekki gerð á hinni almennu vegáætlun. Aftur á móti er einnig ljóst, að vegagerð öll i Dýrafirðinum biður að meira eða minna leyti eftir þvi, að lokið verði þessari athugun og ákvörðun tekin um það, hvort fara beri þarna yfir fjörðinn eða fyrir hann. Mjög svipaða sögu er unnt að segja úr önundarfirði. 1 önundarfirði kemur til greina að fara yfir fjörðinn á þremur stöðum, yfir vaðalinn og yfir útfall hans eða ósinn á tveim- ur stöðum. Verkfræðingar telja einnig, að þessi fram- kvæmd sé hagkvæm og arð- bær, en þarna er aftur sömu söguna að segja. Það verður ekki ráðizt i nauðsynlegar endurbætur á vegum i önundarfirði fyrr en ákveðið er, hvaða leið verður þarna farin. Ég nefni þetta sem dæmi um mjög mikilvæga áfanga i vegamálum Vestfjarða, sem ekki verða framkvæmdir á hinni almennu vegaáætlun, sem er ólokið, og sem standa beinlinis i vegi fyrir eðlilegri framkvæmd vegamála i þessu kjördæmi. Ég vil einnig nefna það, að á þeirri áætlun, sem unnið var að fyrir 3—4 árum, er enn ólokið vissum köflum, eins og frekari lagfæringu Bolungarvikurvegar. Það er ekki lokið malbikun Isa- fjarðarflugvallar, það er ekki lokið vegaframkvæmdum á Breiðadalsheiði, svo að eitt- hvað sé n efnt, og tökum við sérstaklega fram i þessari til- lögu, sem við leggjum hér fram, að þessum þáttum verði lokið hið fyrsta. Þá vil ég segja örfá orð um Strandasýsluna. Strandasýsl- an hefur að okkar viti af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum verið skilin frá okkar kjördæmi að verulegu leyti. M.a. er hún i Norðurlands- áætlun, og við erum þeirrar skoðunar einróma, að þessi aðgreining sé mjög til óhag- ræðis. Við teljum eðlilegra, að hún fylgi þvi kjördæmi, þar sem henni hefur verið skipað. Við viljum hins vegar ekki verða til þess að tefja að nokkru leyti vegafram- kvæmdir i Strandasýslu, hvaðan sem fjármagnið fæst, hvort það er af Norðurlandsfé eða öðru, en leggjum áherzlu á það hins vegar, að i þeirri Steingrfmur Hermannsson. áætlun, sem gerð yrði um vegamál i Vestfjarða*kjör- dæmi, verði lögð áherzla á að tengja Strandasýsluna betur en nú er við aðra hluta kjör- dæmisins með vegum þar yfir heiðar, Tröllatunguheiði eða Laxárdalsheiði, og við leggj- um sömuleiðis áherzlu á, að ef einhverjum hlutum Stranda- vegar verður ekki lokið með þvi fjármagni, sem fáanlegt verður til Norðurlandsáætl- unar, verði gert ráð fyrir þvi að taka það með i þennan þátt Vestfjarðaáætlunar i sam- göngumálum: Ég vil svo að lokum leyfa mér með leyfi forseta að lesa niðurlagsorð þessarar þings- ályktunartillögu, sem skýra ýmislegt af þvi betur, sem ég hef nú lauslega drepið á. Þar segjum við: „Jafnhliða þvi, sem unnið er að hinum stóru framkvæmd- um samkv. sérstakri áætlun, m.a. á sviði vegamála, verður að leggja áherzlu á endur- bætur á vegum i hinum ýmsu hreppum samkv. hinni al- mennu vegaáætlun. M.a. er mjög áberandi á Vestfjörðum, eftir að góðir fjallvegir hafa verið lagðir á milli fjarða, hve vegir um byggð eru lélegir. Viða eru þeir ófærir fram eftir vori vegna skafla og bleytu, þótt hinir nýju fjallvegir séu opnir. Veldur þetta að sjálf- sögðu miklum erfiðleikum og lélegri nýtingu fjallveganna. Ur þessu er nauðsynlegt að bæta hið fyrsta, ef hinir nýju vegir eiga að koma að fullum notum, en eðlilegt virðist, að það sé gert samkv. hinni al- mennu vegaáætlun. Ekki hefur heldur verið gert ráð fyrir svonefndri varanlegri vegagerð i þeirri áætlun, sem hér er lagt til, að gerð verði. Vegna sjávarútvegsins og fiskvinnslu er þó orðið nauð- synlegt að leggja oliumöl, malbik eða steypa vegarkafla i kringum fiskvinnslustöðvar. Svo mun þó vera víðar. M.a. af þessari sömu ástæðu og vegna mikillar umferðar, t.d. frá tsafjarðarflugvelli og út i Hnifsdal. Slikt þarf að kanna sérstaklega. Höfuðtilgangurinn með þessari þingsályktunartillögu er að fá unnið skipulega að þvi að tengja þá nútimavega- kafla, sem hafa verið lagðir á undanförnum árum út frá þéttbýliskjörnum á Vestfjörð- um og á fáeinum stöðum i Strandasýslu, vegakerfi landsins sem fyrst og sem bezt”. Að lokinni ræðu Steingrims tók Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) til máls, og urðu nokkrar deilur milli hans og Steingrims, einkum um söguleg atriði þessa máls. Þykir ekki ástæða til að rekja þær deilur hér. ■ Íh II frét 11 —EB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.