Tíminn - 29.04.1972, Blaðsíða 3
Laufíardagur 29. april 1972
TÍMINN
3
Kiwanisfélagar afhenda gjöf sína til söfnunar fyrir hjartabilnum. Frá vinstri Asgeir Hjörleifsson, um-
dæmisstjóri Kiwanis yfir tslandi, Eyjólfur Sigurösson, formaður Helku, Elias Jónsson, tormaöur Bí,
Sigurður Samúelsson prófessor, formaöur Hjartaverndar, Páll H. Pálsson, Evrópustjóri Kiwanis og
Kristinn Árnason forseti Kötlu. TímamyndGE.
Heildarlöggjöf um vátryggingarstarfsemina:
„Nauðsynlegt að ríkið hafi
eftirlit með starfsemi
vátryggingarfélaganna”
EB-Reykjavik
—Vátryggingar skipta miklu
máli i nútima þjóðfélagi og varöa
flesta, ef ekki alla, þegna þjóð-
félagsins. Um hendur
vátryggingaraðila' rennur mjög
mikið fjármagn. Það er þjóð-
félagsnauðsyn að vátryggingar
séu reknar á heilbrigðum grund-
velli og gætt sé hagsmuna
vátryggingartaka og vátryggðra.
Vátryggingartakar og vátryggðir
hafa yfirleitt ekki aðstöðu til að
meta fjárhagsaðstöðu þeirra vá-
Jóhannesar
minnzt <
EB-Reykjavik
Aður en gengið var til dagskrár
i Sameinuðu Alþingi i gær,
minntist Eystcinn Jónsson, for-
seti Sameinaös þings, Jóhannesar
skálds úr Kötlum. Fara
minningarorð Eysteins hér á
eftir:
,,Aður en gengið verður til dag-
skrár vil ég minnast Jóhannesar
skálds úr Kötlum, sem andaðist i
Landsspitalanum i gær, 27.april,
72 ára að aldri. Hann átti sæti á
Alþingi sem varaþingmaður
siðari hluta aðalþings 1941, og á
aukaþinginu i júli það ár.
Jóhannes úr Kötlum var fæddur
4.nóvember 1899 að Goddastöðum
i Laxárdal i Dalasýslu. Foreldrar
hans voru Jónas bóndi þar og
siðar i Ljárskógaseli Jóhannes-
son bónda á Svarfhóli i Laxárdal
Halldórssonar og kona hans,
Halldóra Guðbrandsdóttir bónda i
Geirshlið i Hörðudal i Dalasýslu
GuðlaugSsonar. Hann stundaði
nám i lýðskóla i Hjarðarholti i
Dölum veturna 1914-1916 og lauk
kennaraprófi i Reykjavik vorið
1921. Hann var barnakennari á
nokkrum stöðum i Dalasýslu á
árunum 1917-1919 og 1921-1932 og i
Reykjavik 1932-1933. Eftir það
fékkst hann aðallega við ritstörf,
var búsettur i Reykjavik til 1940, i
Hveragerði 1940-1959, en fluttist
þá aftur til Reykjavikur og átti
hér heimili siðan.
Jóhannes úr Kötlum var á
þroskaárum sinum áhugasamur
tryggingaraðila, sem þeir skipta
við og gcra sér i raun grein fyrir
þeim kjörum, sem þeir semja
um. Af þessum ástæðum er nauð-
synlegt, að rikisvaldið, taki að sér
að hafa eftirlit með starfsemi vá-
tryggingarfélaga og fái rúmar
heimildir til að taka i taumana, ef
eitthvað fer úrskeiðis, segir i
greinargerð með sjórnarfrum
varpi þvi um vátryggingastarf-
semina i landinu, sem lagt var
fyrir Alþingi i gær.
—Lög nr. 62 frá 1913 eru algjör-
úr Kötlum
i Alþingi
þátttakandi i ungmennafélags-
hreyfingunni i Dalasýslu og var
siðan um skeið formaður i Félagi
byltingarsinnaðra rithöfunda, og
enn siðar átti hann sæti i stjórn
Rithöfundafélags tslands, Rit-
höfundasambands Islands og
Bandalags islenzkra listamanna.
Hann tók sæti hér á Alþingi
fyrir Sameiningarflokk alþýöu,
Sósialistafókkinn, um skeið á
timum heimsstyrjaldar, er-
lendrar hersetu á Islandi og
veígamikília ákvarðana i sjálf
stæðismálum islenzku þjóðar-
innar. Hann var hugsjónamaður
og öflugur baráttumaður og ein-
lægur i stuðningi sinum við þann
• málstað, sem hann hafði markað
sér.
Jóhannes úr Kötlum er þó fyrst
og fremst kunnur og hans verður
lengi minnzt vegna skáldskapar
hans. Hann fékkst alla tið við
ljóðagerð, en samdi auk þess
nokkrar skáldsögur og starfaði að
þýðingum og útgáfustörfum.
Ljóðskáldsferill hans er langur,
nær yfir hálfa öld, og er þar slegið
á ýmsa strengi. Hann orti þannig
fyrir munn islenzku þjóðarinnar á
hátiðarstundum hennar 1930 og
1944, að metið var til verðlauna,
Alþingi skipaði honum i heiðurs-
launaflokk listamanna, og hann
var tvimælalaust i hópi beztu is-
lenzkra ljóðskálda sinnar sam-
tiðar.
Ég vil biðja háttvirta alþingis-
menn að minnast Jóhannesar úr
Kötlum með þvi að risa úr
sætum.”
lega úrelt og gegna ekki lengur
hlutverki sinu. Þetta hefur is-
lenzkum vátryggingaraðilum
verið ljdst og hafa þvi um nokkurt
skeið lagt til, að sett væri hér á
land< löggjöf um vátryggingar-
starfsemi hliðstætt við það,
sem er i nágrannaiöndum okkar,
segir ennfremur i greinar-
gerðinni.
Þá kemur fram i greinar-
gerðinni, að nefndin,sem samdi
frumvarpið kannaði hvaða félög
og stofnanir reka vátryggingar-
starfsemi hér á landi. Yfirlitið sé
vart tæmandi, en þeir aðilar, sem
þar vanti, muni að likindum reka
hverfandi starfsemi og ekki
skipta máli.
Samkvæmt yfirlitinu eru 19
stofnanir sem reka tryggingar-
starfsemi samkvæmt sérstökum
lögum, þar af 9 bátaábyrgðar-
félög. Þá reka 21 hlutafélag/ 3
gagnkvæm félög og eitt félag á
végufn bifreiöatryggmganeiag-
anna vátryggingarstarfsemi, en
af hlutafélögmum er eitt þrotabú.
Þá eru skráð i firmaskrá 8 erlend
félög, en starfsemi þeirra er
hverfandi og a.m.k. 4 munu hætt
starfsemi, þótt þau hafi ekki verið
afmáð úr firmaskrá enn.
Kaffisala skagfirskra
kvenna
Kvennadeild Skagfirðinga-
félagsins i Reykjavik heldur sinn
árlega Basar og kaffisölu ásamt
leikfangahappdrætti i Lindarbæ
mánudaginn 1. mai nk. kl. 2 e.h.
Margt góðra muna verður á
basarnum og veizlukaffið vel úti
látið. Allur ágóðinn rennur til
þess að styrkja byggingu á
dvalarheimili fyrir aldraða Skag-
firðinga, sem nú er hafin á Sauð-
árkróki og vonir standa til að 1.
áfangi verði tekinn i notkun á
næsta ári. Vöntun er mikil á sliku
heimili i Skagafirði og þvi tilvalið
tækifæri fyrir Skagfirðinga i
Reykjavik og nágrenni að heim-
sækja konurnar i Lindarbæ 1. mai
og styrkja með þvi þetta góða
málefni.
Gestaboð Skagfirðingafélag-
anna verður i Lindarbæ á upp-
stigningardag 11. mai næstkom-
andi kl. 2.30 sd. Þar verður fjöl-
breytt dagskrá og eru eldri Skag-
firðingar hvattir til að fjölmenna
þangað og taka vini sina með.
Kiwanisklubbar gáfu
200 þús. kr. í
hjartabílssöfnunina
OÓ-Reykjavik.
Kiwanisklúbbarnir Hekla og
Katla i Reykjavik afhentu Blaða-
mannafélagi Islands i gær 200
þús. kr. i söfnun, sem félagið
gengst fyrir til kaupa á sérstök-
um bil, sem ætlaður er til flutn-
inga á fólki sem skyndilega fær
kransæðastiflu, eða þarf á bráðri
læknishjálp að halda vegna slysa.
öruggt má telja, að með slikum
bil, sem búinn er fullkomnustu
tækjumfer hægt að bjarga mörg-
um mannslifum, þvi i rauninni er
hér um að ræða gjörgæzludeild,
sem send er þangað sem þörfin er
og sparast með þvi dýrmætur
timi, sem tekur að koma hjart-
veikum eða slösuðum á sjúkra-
hús.
Kiwanisklúbbarnir leggja fram
þetta fé ekki sist i þeim tilgangi
að örfa aðra til að leggja þessu
aðkallandi nauðsynjamáli lið.
Dr. Sigurður Samúeisson, for-
maður Hjartaverndar, skýrði frá,
hve brýnt er að fá slíkan bil til
landsins, er Kiwanisfélagarnir
afhentu gjöf sina. A siðasta ári
var dánartala hjartasjúklinga á
stór-Reykjavikursvæðinu og Suð-
urnesjum 187. Taldi hann að hægt
hefði verið að bjarga mörgu af
þessu fólki ef hjartabill hefði ver-
ið fyrir hendi. Auk þess kemur
billinn að góðum notum,þegar um
alvarleg slys er að ræða. Sigurður
sagði, að reikna mætti með einu
bráðu kransæðastiflutilfelli á
fyrrgreindu svæði á dag. Mun þvi
Tónleikar kirkjukórs
Langholtssafnaðar
Arlegir tónleikar kirkjuKórs
Langholtssafnaðar verða
haldnir nú um helgina. Að þessu
sinni verður flutt tónlist eftir
20.aldar tónskáld að mestu leyti
og einnig nokkur lög eftir hina
gömlu meistara 14. og 15. aldar.
Einsöngvari með kirkjukórnum
er Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
en undirleik annast Gústaf
Jóhannesson. Stjórnandi kirkju-
kórsins er Jón Stefánsson,
organleikari Langholtskirkju.
Þá syngur Barnakór Arbæjar-
skóla og einnig undir stjórn Jóns
Stefánssonar.
Undanfarin ár hafa fjöl-
margir velunnarar kirkju-
kórsins styrkt hann með ár-
legum fjárframlögum og hefur
féð farið i nótnakaup og til
hljóðfæraleikara, sem leikið
hafa með kórnum. Styrktarskir-
teinin gilda á tónleikana, en þeir
fyrri verða i Langholtskirkju á
laugardag og þeir siðari i
Bústaðakirkju eru i dag
sunnudag kl. 17. Aðgöngumiðar
verða til sölu við innganginn.
hjartabillinn áreiðanlega vera vel
nýttur.
Billinn mun kosta með nauð-
synlegum tækjum um 2,5 til 3
millj. kr.
Elias Jónsson, formaður Bl,
þakkaði gjöfina, og sagði að
blaðamannafélagið mundi i ná-
inni framtið leggja mikla áherzlu
á söfnunina, og að vonast væri til,
að nægilegt fjármagn safnaðist á
sem skemmstum tima.
Bókauppboð
á Hótel Sögu
Knútur Bruun heldur sjöunda
bókauppboð sitt á Hótel Sögu,
Atthagasal mánudaginn l.mai
n.k. og hefst það kl. 17.00
Bækurnar verða sýndar að
Grettisgötu 8 milli kl.14.00 og.
18.00 i dag (laugardaginn
29.april) og i Átthagasal Hótel
Sögu mánudaginn l.mai miili kl.
10.00 f.h. og 14.00 e.h.
Alls verða seldar 100 bækur og
verk á uppboðinu, svo sem á
öðrum uppboðum, sem haldin
hafa verið á vegum fyrirtækisins
og liggur frammi itarleg og
flokkuð skrá á uppboðinu.
1. maí hátíðahöld
í Hafnarfirði
l.mai hátiðahöldin i Hafnarfiröi
hefjast með þvi, að safnast
verður saman klukkan hálf tvö
við Fiskiðuverið, en klukkan tvö
leggur kröfugangan af stað, og
verður gengið um Vesturgötu,
Vesturbraut, Hellisgötu, Hverfis-
götu, Lækjargötu og Strandgötu
að Bæjarútgerðinni, en þar hefst
útifundur. Gunnar S. Guðmunds-
son formaður Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna setur fundinn
og stjórnar honum, en ávörp
flytja: Karl Steinar Guðnason
Keflavik, Ólafur Brandsson frá
Hlif, Lárus Guðjónsson frá iðn-
nemum i Hafnarfirði. Lúðrasveit
Hafnarfjarðar leikur við hátiða-
höldin.
Strandamenn
bjóða f kaffi
SB-Reykjavik
Atthagafélag Strandamanna i
Reykjavik býður gömlum
Strandamönnum i kaffi á sunnu-
daginn i Domus Medica milli
klukkan 3 og 6. Þar verða sýndar
myndir úr ferðalagi, sem farið
var sl. sumar og einnig úr Græn-
landsferð Strandamanns.
Strandamenn i Reykjavik
munu vera á sjöunda hundrað, en
á skrá átthagafélagsins eru um
200. Hin árlega kaffidrykkja
félagsins hefur jafnan verið vel
sótt af gömlum Strandamönnum.
Borgarafundur um
umhverfismál í Stapa
Þrettán félög á Suðurnesjum
gangast sameiginlega fyrir
borgarafundi i Stapa I dag. Efni
fundarins er umhvefismál og er
hann haldinn I samvinnu við
Landvernd, en félögin eiga öll
aðila að þeim samtökum.
Framsögumenn verða fjórir og
ræða ýmsa helztu þætti um-
hverfismála, sem snerta
byggðarlögin á Suðurnesjum og
ibúa þeirra:
Ingvi Þorsteinsson, magister
ræðir um gróður og land-
nýtingu, dr. Vilhjálmur Lúð-
viksson, efnaverkfræðingur um
mengun og martvælaiöju, Jón
Jónsson, jarðfræðingur um
jarðmyndanir og neyzluvatn og
Agnar Ingólfsson dósent um
fjöru- og fuglalif.
Fundurinn hefst kl. 14.00 á
laugardag, og verða almennar
umræðureftir framsöguerindin.
Keflavík
Almennur fundur verður i Aðalveri Keflavik laugardaginn 29.
april kl. 15.30. Fundarefni umræður um skólamál og kennsluað-
ferðir. Frummælandi Erlingu Jónsson kennari. Menntamála-
ráðherra Magnús Torfi Ólafsson mætir á fundinum. Allir vel-
komnir. Framsóknarfélag Keflavikur.