Tíminn - 29.04.1972, Síða 12

Tíminn - 29.04.1972, Síða 12
12 TÍMINN Laugardagur 29. april 1972 okkar. ííg i'ann að kinnarnar minar urðu brennheitar af reiði, og einhver kaldhæðni var komin i rödd Jónatans, sem ég aldrei haföi fyrr heyrt. — Þú ýkir alveg óskaplega, Kay, Ég hef ekki beðið þig að Ijúga — það eina, sem ég hef beðið þig um er að vera svolitið varfærin, ef væri farið að tala um’ foreldra þina. — En hún má fá að vita allt- saman. . . . — Auðvitað, en það er ekki bráðnauðsynlegt að hún fái að vita allt strax. — En hverju breytir það. . . . fyrreöa seinna. . .? Enginn getur breytt staðreyndum. Og hvers- vegna skyldi sambúð foreldra minna vera svo þýðingarmikil á þinu heimili? Ef ég hefði verið iráskilin, hefði ég að vissu leyti getað skilið þetta. Ef viö eigum að gifta okkur, Jónatan, verður hún að samþykkja mig alveg eins og ég er - bæði mig og mitt fólk. — Ef? Ó Kay........ Við horfðumst skyndilega i augu, og féllumst siðan i faðma. 011 reiði, allur misskilningur var farinn veg allarar veraldar. Ég grét ofurlitið, og Jónatan þurrkaði bliðlega af mér tárin. Eg er svo leið yfir þvi hvað ég gat orðið reið, sagði ég. Ilann kyssti mig. — En það var ég, sem gal' þér ástæðuna til þess, sagði hann fullur iðrunar. Við héldum svo áfram að biðja hvort annað afsökunar, og loks sagði Jónatan auðmjúklega: — Kay, viltu min vegna vera þolinmóð. Mamma er elskuleg manneskja, en þetta með skiln- aðinn er þyrnir i hennar augum, og ég vil ekki að þessir fyrstu samfundir skemmist að óþörfu. — Allt i lagi, Jónatan. Hann leit á armbandsúrið sitt, og rak upp undrunaróp. — Ja, nú verð ég svo sannarlega að slá i, og vagninn þaut nú eftir veginum með ofsahraða. Ég þekkti húsiö af myndum, sem Jónatan hafði sýnt mér. Eairfield var stórt hús, byggt i victoriönskum stil. — Hér skemmtum við okkur vel i æsku, sagði Jónatan, og það gat ég vel skilið. Hús sem þetta, með háaloft, kjallara, krókum og kimum, hlaut að vera hraunasta paradis fyrir börn, en kannski ekki alveg eins mikil paradis fvrir húsmóðurina. — Þau eru áreiðanlega inni i dagstofunni við skulum læðast inn og koma þeim að óvörum, sagði Jónatan, þegar hann hafði lagl bilnum. Eg gat ekki annað en brosað að honum. hann var alveg eins útlits eins og ódæll strákur, sem gat átt von á skömmum. Við læddumst gegnum hálf- myrkvað fordyrið, sem var búið þungum, gamaldags húsgögnum. Við heyrðum óm af mannamáli, og fundum lykt af góðum mat. Þetta var þá heimili Jónatans, en á sama augnabliki og ég sté inn fyrir dyrnar, fann ég annan persónuleika. Kannski var þetta heimili Jónatans, en þaö var Mildred Blaney, sem réði hér rikjum. Við læddumst að hurð, sem Jónatan opnaöi. Við heyrðum hrópað af mikilli hrifningu, og tvö börn hlupu á móti okkur. Ég sá mörg andlit, sem öllumöllum var að mér. Ég gat erfiðislaust gefið þeim öllum nafn — og svo gekk öldruð kona hratt til okkar. Jónatan tók hana i faðminn og kyssti hana, en hún þrýsti sér að honum með ástúðlegum orðum. Það var eins og þau hefðu ekki séð hvort annað i marga mánuði, en það var samt ekki nema ein einasta nótt, sem hann hafði verið i burtu frá henni. Svo ýtti hún honum frá sér og snéri sér að mér með opinn faðminn. — Svo þetta er min nýja dóttir — Kay, kæra, ég er svo glöð að fá, þó á end- anum, að sjá þig hérna heima hjá okkur. Hinar fölu varir hennar snertu aðra kinnina á mér. Ég hafði oft og mörgum sinnum reynt að búa til i huga minum hynd af móður Jónatans, en hann hafði aldrei sagt mér hvernig hún liti út. — Ég vil ekki segja meira en það að hún er óviðjafnanleg og að þú munt óhjákvæmilega elska hana, hafði hann sagt. — Ég vil að þú gerir þér þinar eigin hug- myndir um hana. Og ég hafði gert þær margar. En engin þeirra likt- ist þessari smávöxnu, hold- skörpu, litlaúsu konu, sem stóð fyrir framan mig. A meðan hún talaði við mig með sinni hljóm- lausu rödd, sagði ég við sjálfa mig að ég mælti ekki dæma hana við fyrstu sjón, að þegar ég kynntist henni frekar, mundi ég ugglaust finna hina hlýju, móðurlegu konu, sem ég vænti að hitta. Hún gekk fram að hurðinni, og Jónatan spratt upp til þess að opna fyrir hana. — Jæja, fyrst þið eruð komin, verðég að athuga hvort maturinn er ekki alveg eyðilagður. . . . hún brosti stutt til min, og horfði svo á Jónatan. — Ég skal ekkert vera að fást um það þó þú hafir gefið þér góðan tima á leiðinni, hún er reglulega yndisleg. Jónatan horfði með nokkru fáti til klukkunnar. — Mamma, viö erum ekkert of sein. . . . i mesta lagi um einar fimm minútur. Hún benti brosandi á hann með visifingri. — Siðan hvenær eru fimm minútur ekki of seint. Hann tók utanum hana og lyfti henni upp. — Settu mig niður. . . . og það strax. Hún andvarpaði litillega, og sló glaðlega til hans. — Bara ef þú segir að þú hefir fyrirgefið okkur. . . . — Þú óþægi strákur. . . . Þetta sama hélt áfram um stund, en endaði vist með þvi að okkur var fyrirgefið ,,i þetta sinn”. Allir hlóu, en ég horfði á þetta sjónarspil með ógeðfelldni. Ég tók eftir að sigri hrósandi svip brá fyrir i augum Mildred Blaney, og ég leit af henni til Jónatans i einhverskonar upp- námi. Hér á þessu heimili var Jónatan ekki maðurinn, sem ég hafði kynnzt, ekki hinn káti, þóttafulli, glæsilegi Jónatan, sem ég hafði lofað eiginorði, heldur nánast hlægilegur skólastrákur á gelgjuskeiði. Hversu satt hann hafði sagt: „þegar þú giftist mér, giftist þú einnig allri fjölskyldu minni”. Ég hafði hlegið áð þessari fyndni, og sagt að það væri einmitt það sem ég vildi. En þá vissi ég ekki það, sem ég veit nú með fullri vissu, að Mildred Blaney átti son sinn og stjórnaði honum jafn fullkomlega nú, eins og þegar hann var ný- fæddur lagður i fang hennar. Og ég hafði lofað að giftast manni, sem hékk i pilsfaldi móður sinnar. Ég átti sem sé að ganga út i hjónaband mitt með þeirri nokk- uð kynlegu vitund, að tengda- móðir min væri minn hættu- legasti keppinautur. 2. Kapituli. Meðan við sátum til borðs, og Mildred Blaney bar fram ágætan mat, fór ég að hugleiða það,hvort ég hefði séð ofsjónir um há- bjartan dag, þegar ég fann, að það sem fram fór i dagstofunni fyrir stuttri stundu, var skugga- myn d af þvi, sem ógnaði minni eigin lifshamingju. Ég horfði fast á móður Jónatans meðan hún skar steikina, og enn sá eg, svo ekki var um að efast, hver það var sem réði lögum og lofum á þessu heimili. En þetta var nokkuð, er ég vissi áður, og ég hafði dáöst að henni fyrir það. 1 mörg ár hafði hún verið ekkja, og alein hafði hún alið börnin sin upp og haldið heimilinu saman. HÚn hafði skapað rammgert fjölskyldu — lif. Var það nokkuð undarlegt þótt börnin hennar litu upp til hennar, elskuðu hana? Mig langaði til að sannfæra siálfa mig, og ég fann afsakanir i hundraðavis henni til handa. Ég sagði við sjálfa mig að, margir karlmenn kæmu fram við mæður sinar eins og smástrákar. Nú, var það ekki einmitt það drengilega i fari Jónatans, sem hafði i fyrstu vakið tilfinningar minar gagn- vart honum? Ég ásakaði sjálfa mig fyrir afbrýðisemi, og að máltiðinni lokinni, hafði mér heppnazt að sannfæra sjálfa mig um þai^að það hefði verið ég sjálf, sem hefði hegðað mér bjánalega. A Fairfield var engin þjónustu- stúlka né þjónn, og eftir mið- degisverðinn hjálpuðust allir að þvi að bera af borðinu. Jónatan og Dorian, maður Stellu, brettu upp ermarnar og bundu svuntur framan á sig. Þeir þvoðu nefni- lega upp leirtauið, og það var alveg greinilegt/að það var ekki i Lárétt 1) Tittur,- 6) Sokkar - 10) Kind,- 11) Tré.- 12) Afundið.- 15) Met,- Lóðrétt 2) Ættingi,- 3) Horfi.- 4) Litill þurrkur,- 5) Skæli,- 7) Hress.- 8) Litið.- 9) öskur,- 13) Væti,- 14) Grjóthlið.- X Ráðning á gátu No, 1094 Lárétt 1) Indus,- 6) Holland,- 10) Ak,- 11) ID,- 12) Listiðn - 15) Slæmt,- Lóðrétt 2) NiL-3) USA.-4) Ahald,-5) Oddný,- 7) Oki - 8) Lát,- 9) Nið,- 13) Sæl.- 14) Ilm.- HVELL G E I R I D R E K I Hugsaðu bér. TriaorA Frigiar byggja skip sem upphelur þyngd1 arlögmálið. Þao gæti, borið ótakmarkaðan Jarm... 'p” / • og þeir notuðu það . (il r sjórána! / © Bcil's - Oraumur heimskauta búanna er takmarka laus fæða. Og við höfum hana: Iæiðinlegt að heyra, ivi ef hú seuir hniS i'i.i.h ilvar er ykkar ,,hreið ur” hér?,_______________ Aðalstöðvar ykkar kallast „Hreiorio '! . nvar er hað? her bergið ijlillfilii. LAUGARDAGUR 29. april 7.00 Morgunútvarp. t vikulokin kl. 10.25: Þáttur með dagskrárkynningu, simaviðtölum, veðráttu- spjalli og tónleikum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Vfðsjá Haraldur Ólafs- son dagskrárstjóri flytur þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 Stanz . 16.15. Veðurfregnir. A nótum æskunnar. 17.00 Fréttir. Könnun á áfengismálum . 17.50 Lög leikin á sekkjapipu. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Söngvar i léttum dúr, 18.25 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 í sjónhending. 20.00 Hijómplöturabb Guð- mundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 20.50 Smásaga vikunnar: „Launabótin” eftir Albert Miller, 21.20 Lög úr leikhúsi Sveinn Einarsson kynnir: — loka- þáttur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Laugardagur 28. apríl 17.00 Slim John. Ensku- kennsla i sjónvarpi. 22. þátt- ur. 17.30 Enska knattspyrnan. 18.15 íþróttir. Umræöuþáttur um frjálsi- þróttir, þjálfun og syrpa af iþr. mynduin m.a. frá fim- leikameistaramóti islands og körfuboltaleik ÍR og Ar- manns. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Hve glöð er vor æska. Brezkur gamanmynda- flokkur. Potter á villigötum. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.50 Nýjasta tækni og visindi. Farþegaflugvélum lent i dimmviðri. Ónæmisfræði — visindagrein i hraðri þróun. Frjósemi alisvina aukin. Frelsi undir eftirliti — fylgzt með atferli villtra dýra. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.15 Vitið þér enn? Spurn- ingaþáttur i umsjá Barða Friðrikssonar. Keppendur Eirikur Eiriksson frá Dag- verðargerði og Jóhann Gunnar Ólafsson, fyrrver- andi sýslumaður. 21.45 Brotna krukkan. (Der Zerbrochene Krug). Þýzk biómynd frá árinu 1937, byggð á samnefndu gaman- leikriti eftir Heinrich von Kleist (1777-1811). Leik- stjórar Gustav Uciczy og Emil Jannings, sem einnig leikur aðalhlutverk mynd- arinnar. Þýöandi Kristrún Þórðardóttir. t-herbergi ungrar heirnasætu hefur brotnað forláta krukka. Móðir stúlkunnar skundar til Adams dómara og ákærir unnusta hennar, Ruprecht bónda, fyrir verknaðinn. Adam er ekki meö öllu ókunnugt um raunveruleg endalok krukkunnar góðu, en vill af góðum og giidum ástæðum ekki flika þeirri vitneskju sinni. Nú vill svo illa til, að Walther yfirdóm- ari er þarna staddur á eftir- litsferð. Hann vill vera við- staddur réttarhöldin, og Adam færekkert tækifæri til að þagga málið niður. 23.05 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.