Tíminn - 11.07.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.07.1973, Blaðsíða 9
8' TÍMINN Miðvikudagur 11. júli 1973. Miðvikudagur 11. júli 1973. 9 : X lliÉtÍ R £9 * Is&W ' ... .. t Mántanta, Senegal og Mali ■ •WÆmM, I - á# %811 >«► 1*1 b " ■ ■■■■■■:: ■ ' ■ ■ . " : íli.......... Wwœmí wm m m wSMMm :■: W" ' l i wmmmmm w0mmrnM. .':. :. wmsmm ■ „STARF RÁÐUNEYTISSTJÓRA HEFUR VERIÐ ÁNÆGJULEGT lljálmar Vilhjálmssoii I vinnuhcrbergi sinu. Timamynd lih; UM siðustu mánaðamót lét Hjálmar Vilhjálms- son af störfum ráðu- neytisstjóra i félags- málaráðuneytinu eftir að hafa gegnt þvi emb- ætti i 20 1/2 ár. — Ég hefði getað starfað i ráðuneytinu áfram aldurs vegna i 11/2 ár til viðbótar lögum sam- kvæmt, en þessi timi varð fyrir valinu til að hætta, sagði Hjálmar Vilhjálmsson i viðtali við Timann á þessum timamótum. — Ég byrja nú á þvi að fara i venjulegt sumarfri, bætti hann við, — ætli við hjónin höldum ekki austur á gamlar slóðir. Siðan ræðst það hvort ég sný mér að einhverju föstu starfi aftur. Hjálmar fæddist að Hánefs- stöðum i Seyðisfjarðarhreppi. Hann lauk lögfræðiprófi árið 1929 25 ára gamall eftir tiltölulega skamma skólagöngu. Um sumar- ið dvaldist Hjálmar að Hánefs- stöðum, en gerðist um haustið fulltrúi hjá Ara Arnalds bæjar- fógeta á Seyðisfirði. 1. jan. 1930 varð Hjálmar bæjarstjóri á Seyðisfirði og gegndi þvi embætti til 1936, að hann varð sýslumaður Rangæinga meö búsetu i Gunnarsholti. Siðan tók hann við af Ara Arnalds sem bæjarfógeti á Seyðisfirði og sýslumaður i N- múlasýslu 1. júli 1937 og starfaði eystra þar til hann varð ráðu- neytisstjóri 1953. Kona Hjálmars er Sigrún Helgadóttir frá Kirkju- bæjarklaustri. Sýslulnannsstarfið fjölbreytt — Flestar endurminningarnar úr löngu starfi eru ánægjulegar, sagði Hjálmar Vilhjálmsson. — Ég var yfirvald hjá góöu fólki og þurfti yfirleitt ekki að vera að ■setja menn i tukthús eða fást i öðru þessháttar. En leiðasti þátt- urinn i sýslumanns- og bæjarfó- getastarfinu þóttu mér lögreglu- stjóra- og sakadómarastörfin. Ég hef haft ýmsa ágæta kenn- ara, en fyrirrennari minn i sýslu- mannsstarfinu fyrir austan, Ari Arnalds, var sá bezti kennari, sem ég eignaðist i verklegum úr- lausnum, segi ég oft. Hann var mjög reglusamur og hafði hvern hlut á sinum stað og staö fyrir hvern hlut. Mátti margt af honum læra. —Sýslumannsstarfið hlýtur að hafa verið fjölbreytt? — Jú, þaö snerti allt mögulegt, bæði opinber mál, sem sýslu- maður hafði ég t.d. afskipti af sveitarstjórnarmálum, og þar að auki meiri og minni kynni af fólki, einkum eftir að sýslumenn tóku við umboði almannatrygginga. 1 þingaferðum hitti sýslumaður flesta bændur i sýslunni. Allt gat borið að i starfinu, sem var mjög yfirgripsmikið, en maður varð ekki sérfræðingur i ákveðinni tegund mála eins og titt er um lögfræðinga i þéttbýli. Hernámsár á Seyðisfirði — Kom ekki ýmislegt minnis- vert fyrir i starfi þinu, Hjálmar? — Það fór ekki hjá þvi, að ýmis- legt kom fyrir þegar litill staður eins og Seyðisfjörður fylltist af hermönnum á striðsárunum. Þá er eftirminnilegt þegar sprengjum var kastaö yfir okkur úr þýzkum flugvélum. En til allr- ar hamingju fór þetta allt vel, þeir slösuðu að visu fyrir okkur einn dreng, en annað verulegt tjón varð ekki á eignum íslendinga af völdum loftárása. Sjálft hernám Seyðisfjarðar var óneitanlega dálitið broslegt. Daginn, sem Bretar gengu á land hér, kom brezkur togaraskip- stjóri, sem dubbaður hafði verið upp I einkennisjakka og var ekki sem allra hreinastur, arkandi inn á skrifstofuna hjá mér á Seyðisfirði, og i fylgd með honum tveir kiðfættir dátar, með byssur um öxl, og tilkynnti mér, að Bret- ar hefðu hertekið Seyðisfjörð. Nú, ég sagði honum, að litið yrði um varnir, við notuðum ekki byssur hér. Fleira hlægilegt átti sér stað. Bretarnir vildu t.d. halda böll, en til þess þurfti leyfi bæjarfógeta og löguregluþjónn skyldi vera við- staddur samkomurnar. Liðs- foringinn, sem átti að sjá um, að Bretarnir dræpust ekki úr leiðindum hér, kom til min og spurði hvort hann gæti ekki i eitt skipti fyrir öll fengið heimild til að böll yröu haldin á föstudags- kvöldum. Jú, ég tók vel i það. En liðsforingi neitaði að hafa islenzkan lögregluþjón á böllun- um og borga honum kaup, ,,við höfum okkar eigin lögreglu”, sagði hann. ,,Þá fáið þið ekki leyfiö”, svaraði ég. En liðsforingi sagði: ,,Þá dönsum við bara án leyfis”. „Gott og vel. Gerið svo vel. En lögregluþjónninn verður i nágrenninu og skrifar niður nöfn stúlknanna, sem koma á böllin til ykkar. Næstu daga koma þær siðan fyrir rétt og verður gert að borga sekt fyrir að sækja ólög- legar samkomur.” „Vissulega munum við hafa islenzkan lög- regluþjón”, flýtti liðsforinginn sér að skjóta inn I. Ég sagði nú, að okkur heföi samið svo vel, að hann skyldi ekki vera að hafa áhyggjur af kaupi lögreglu- mannsins, sem var að mig minnir eitthvað 15 krónur, það skyldi ég láta greiða sjálfur. „Vissulega munum við borga kaupiö”, bætti iiðsforinginn enn við, „það var auðséð að hann kærði sig ekki um að stúlkurnar yrðu dregnar fyrir lög og dóm fyrir að sækja skemmtanir Bretanna. — Hvernig voru samskipti her- mannanna og Seyðfirðinga? — Þau gengu harla vel. En voru með ólikum hætti meðan Bretarnir voru og eftir að Banda- rikjamenn komu. Bretarnir voru alltaf stelandi, eins og þeir reyndar enn stela fiskinum af miðum okkar. Þeir stálu spýtum og byggðu byrgi f fjallshliðunum, en eigendurnir kvörtuðu. Framhald á bls. 15. HNEYKSLI Hneyksli hjálparstofnana Sunnan Saharaeyðimerk- urinnar, í Vestur-Afríku, eru hin svokölluðu Sahel- lönd, 6 lönd, sem öll voru fyrrum franskar nýlendur, en eru í dag sjálfstæð ríki. Á þessu landsvæði hefur, eins og greint hefur verið frá í f réttum upp á síðkast- ið, ekki rignt að neinu marki og sums staðar nán- ast ekkert, allt síðan árið 1966. Þessi sex lönd eru: Niger, Efri-Volta, Chad, Máritanía, Senegal og Malí. Siöastliðið ár voru þurrkarnir meö mesta móti, að likindum þeir mestu, sem komið hafa á þess- um slóðum siðan árið 1913. Það var i rauninni ljóst þegar i september i fyrra, að uppskeran var af afar skornum skammti vegna þess hve vætan var litil undangenginn rigningartima. Mörgum var hið geysialvarlega ástand ljóst þegar um haustið að meira eða minna leyti, en engu að siöur tóku menn ekki við sér nándar nærri strax. Við vikjum betur aö þvi hér á eftir. Astandið fór hriðversnandi með hverjum mánuði þessa árs, og nú er svo komið að þúsundir manna i þessum löndum hafa þegar látizt vegna fæðu- og vatnsskorts. Sömu sögu er aö segja um dýrin, einkum kýrnar. Þær hafa hrunið niður þúsundum saman undanfarnar vikur, vegna þess að svo til hvergi er deigán dropa að finna til að svala þorstanum. Hjarðirnar reika um i örvæntingarfullri leit að vatni og fara jafnvel allt niður til strandar þar sem þær belgja sig upp af sjó og drepast. Gróðurinn á svæðinu er einnig orðinn afar strjáll og skrælnaður, þar sem hann er. Saharaeyðimörkin er að teygja sig lengra suður á bóginn, skref fyrir skref. Lifi 6-10 milljón ógnað Nú i byrjun júli, er svo málum komið, að lifi 6-10 milljón manna og hundruð þúsunda dýra er stefnt i bráða hættu, ef fæðubirgð- ir berast ekki eða læknisaðstoð og hvers kyns utanaðkomandi hjálp, — og regntiminn fer ekki að byrja. Að visu var búið að dreifa nokkru af vistum, er þetta er rit- að, 3. júli, en samt i mjög óveru- legum mæli. Og regntiminn verö- ur að fara að byrja og það á næstu dögum, annars... En einn hængur er á. Vegna þess hve vistaflutn- ingarnir eru óhemjulega seint á ferðinni, gætu rigningarnar tekiö fyrir þá skyndilega, en þeir hafa mestmegnis farið fram með vörubilum. Þær gætu þurrkaö út heila vegi og gert flutninga á landi mjög erfiöa eöa ógerlega. Þá væri hægt að gripa til loft- flutninga, sem raunar hefur þeg- ar verið gert að nokkru marki, en til þess að þeir tækjust, þarf geysimikið, tafarlaust og sam- stillt átak. Þegar er byrjað að rigna sums staðar á svæðinu. En hvers vegna eru hjálparað- gerðirnar svona seint á feröinni. Víkjum að þvi siðar. Ef regntiminn bregzt einu sinni enn, er hætt við, þrátt fyrir allar björgunaraðgerðir, að ægilegt hallæri riki á svæðinu næstu mánuði, ár og jafnvel áratugi. Ef regnið bregzt, verður uppskeran i haust minni en nokkru sinni undanfarin ár og úthaga hrakar enn. Fjölmargt fleira spilar hér inn i. Harðæri undanfarin ár hafa bókstaflega saxað fólkiö á svæð- inu niður, sérstaklega á siðustu mánuðum. Ýmsar tölur hafa ver- ið nefndar i sambandi við mann- fall og dýradauða. En eftir heimildum frá svæöinu að dæma upp á siðkastið, er ástandið miklu verra nú og hefur verið undan- farin ár en flesta hafði óraö fyrir. Allt bendir til þess, aö jafnvel hundruð þúsunda fólks hafi látizt á liðnum árum beint eða óbeint af völdum hungurs. Og lingerðari bústofninn hefur orðið vantsskor- tinum og snauöum haganum illi- lega að bráð. Þeir átu bara fræið Það er álit sérfróðra að hægt hefði verið að fara aö skipuleggja hjálparstarfið f jórum eða jafnvel fimm mánuðum fyrr, en raun varð á. Enda þótt regntimanum lyki i september s.l.,varö mönn- um ekki að fullu ljóst fyrr en i janúar i vetur, hverjar afleiðing- ar hans voru i raun og veru. Siöan leiö fram i marz, og þá fyrst höfðu Sahel-rikin tekið sig saman um að biðja um alþjóölega hjálp. Sex vikum siðar hófst Matvæla- og landbúnaðarstofnun S.Þ. (FAO) handa við hjálparstarfið, sem fyrst nú fyrir fáum dögum náði að nokkru marki til hinna hartleiknu svæða. Og hver vika, em liður, eykur hættuna á þvi, að erfitt verði að koma hjálp við á svæðinu vegna vegspjalla og af völdum rigninga, eins og fyrr sagði. Það getur orðið tvieggjaður örlagavaldur hvenær regntiminn hefst. Geta má þess til marks um neyðina, að fræ, sem þegar hefur verið sent til Chad til sáningar, hefur verið étið i stað þess að sá þvi. Það var orðið of seint að fara að sá. Hefðu hættumerkin verið greind fyrr og hefðu alþjóðlegar hjálparstofnanir hafiö ráðstafan- ir skjótar, eftir að menn gerðu sér hættuna ljósa væri ástandið i Sahel-rikjunum allt annað nú. Hægt hefði verið aö dreifa mat- vælum, lyfjum og öðru á þurrkatimanum þar sem hann stendur yfirleitt i sex mánuði, frá þvi i nóvember fram i april (á þessu timabili rignir yfirleitt sáralitið eða ekkert). En það fór sem fór. Allt lenti i vitleysu vegna fyrirhyggju- og skipulagsleysis. FAO-Hneyksli? Stoltið Um siðustu helgi lágu um hálf milljón tonna af matvælum, ætluö Sahel-rikjunum, á lager i vestur- afriskum höfnum. Engin farar- tæki, hvorki flugvélar né önnur, fengust til að flytja þau inn á þurrkasvæðið. Þessi matvæli lágu undir skemmdum, og liggja aö öllum likindum enn, meöan hundruð manna fórust úr hungri suður af Sahara. Er hægt að hugsa sér annað eins andvaraleysi og slælegt skipulag? Og það hjá svoköll- uðum alþjóðlegum hjálparstofn- unum! Ekki eiga þessar stofnanir þó alla sökina. Hún deilist á miklu fleiri. Þegar hjálparstarfið hófst loks i vor og ljóst var, að miklum vandkvæðum yrði bundið að koma vistum á staðinn, hefðu þjóðir heims átt að bregðast fljótt við og láta i té eins mikið af flug- vélum og öðrumflutningatækjum og þeim var frekast unnt, ásamt þvi að leggja fram fjármagn. En tilfellið var bara, að „heimurinn” vissi alls ekkerttil skamms tima, hversu alvarlegt ástandið var og hvað var i rauninni á ferðinni. Nefna má fleira, sem til trafala varð. Yfirvöld Sahel-rikjanna, þessara fyrrum frönsku nýlenda, eru orðin langþreytt, úrræðalaus og dofin vegna hinna hörmulegu þurrka undanfarin sex ár. Að visu munu þau yfirleitt hafa þótzt sjá fyrir siöastliðið haust, fljótlega eftir að regntimanum lauk, að uppskeran yrði meö alminnsta móti. Skorturinn var engin ný bóla, og þau hugsuðu sem svo, að þetta hlyti að bjargast eins og undanfarin ár, með einhverju móti. Yfirvöldunum var að mörgu leyti vorkunn. Fleira kom einnig til. Stolt þessara tiltölulega nýsjálfstæðu rikja er mikið. Þeim er það þung raun aö þurfa að snúa sér til hvita mannsins um hjálp, jafnvel til fyrrverandi nýlenduherra. Þvi leiö og beið langt fram á vetur, unz þau lokst sameinuöust i þvi aö leita á náðir hinna alþjóðlegu hjálparstofnana. Fjárhagur þessara rikja er mjög bágborinn, einkum vegna undangenginna harðindaára. Þau eru þvi alls ekki aflögufær sjálf. Og þaö munu liða mörg ár, áður en þeim tekst að rétta úr kútnum, jafnvel þóttfærðist til betri vegar með veðurfarið. Stórgallað eftirlitskerfí Fyrir um fimm árum kom FAO upp varúðarkerfum eða eftirlits- kerfum i 78 vanþróuðum löndum, einmitt til að geta greint merki um ástand eins og það, sem nú er orðið i Sahelrikjunum. 1 septem ber siðastliðið haust gaf þetta kerfi vissulega til kynna, að likur væru á slakri uppskeru. En hins vegarsagðiþaðekkerttilum, hve alvarlegar hörmungarnar yrðu. „Maður okkar á staönum litur út um gluggann hjá sér til þess að athuga hvort rignir, og hringir siðan i Landbúnaðarráðuneytið til að grennslast fyrir um, hvort alvarlegt vandamál sé á ferö- inni”. — Eitthvað á þessa leið lýsti einn háttsettur starfsmaður FAO i blaöaviötali nýverið starfs- aðferðum (samkvæmt markaðri stefnu) eftirlitsmanna stofnunar- innar. Ljóst er orðið að fyrrnefnt varúöar-eöa eftirlitskerfi sem FAO hefur komið upp, er stógall- að. Megingallinn er talinn sá, að i stað þess að nota nútima tækni og alþjóðasamvinnu visindamanna við öflun upplýsinga og láta þær siöan rikisstjórnum viðkomandi landa I té, þá byggist frumeftir- litskerfi FAO að mestu leyti á upplýsingum, sem koma frá við- komandi rikisstjórnum. A þessu ári hefur svo komið i ljós i Sahel- rikjunum, að hér er um hrapaleg mistök að ræða. //Ef við bara hefðum". Eftir allt saman voru þeir menn til staðar á svæðinu sjálfu, sem hefðu getað sýnt greinilega fram á, að hverju stefndi. 1 Dakar höfuðborg eins hinna þurrka- hrjáðu rikja, Senegal, er starf- rækí frönsk veðurathugunarstöð i þágu öryggis almenns flugs. Hún heldur daglega (og hefur haldið) og mjög nákvæmar veðurskýrsl- ur og studdist þar meðal annars við athuganir á 80 stöðum á Sahel- svæðinu. Starfsmönnum þessarar stofnunar varð fljótlega ljóst i fyrrasumar af upplýsingum sin- um, að hverju stefndi. Enda voru tölurnar frá þessum 80 stöðum á þann veg, að hvaða veöurfræðing sem er hefði rekið i rogastanz. Hvað hefur svo einn af ráöa- mönnum FAO um þessa stað- reynd að segja nú? Ekki annað en: „Hefðum við fylgzt með þess- um tölum gegnum allan regntim- ann i fyrra sumar, hefðum við getað sagt nákvæmlega fyrir um hörmungarnar ekki seinna en um miðjan september”. Það var ekki annað! Eitt sinn var lítið þorp i Mali Ekki hafa borizt fréttir frá Sahel-svæðinu nýverið, en þegar siðast fréttist voru komnir i gang nokkrir flutningar með flugi auk vörubilanna. Vonandi hefur tekizt að fá hentugar og nægar flugvél- ar nú. Það er hungur og þorsti hjá mönnum og dýrum i Sahel. Sahara teygir loppur sinar æ lengra suðurá bóginn. Undan öllu saman hrekjast hirðingjar og dýr tugþúsundum saman. Börn og gamalmenni hrynja niður eins og flugur. Hræ nautgripanna, sem hvarvetna má sjá, auka á ömur- leikann. Eitt sinn var þorp i Mali, sem ekki er lengur til. — Stp. ógnartimar I Afriku. — Þessi mynd nægir. Hún er reyndar frá 1969 og sýnir sveltandi börn í Biafra. Astandið er nú hálfu verra i Sahel-rikjunum. iili iii: 11111111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.