Tíminn - 11.07.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.07.1973, Blaðsíða 16
3ja ára drengur drukknaði í Miðá SB— Reykjavik — Þriggja ára drengur, Svanur Jóhannsson, drukknaöi i Miöá i Miödalahreppi i Dölum á sunnudaginn. Atvik voru þau, að drengurinn var hjá móður-ömmu sinni að Brautarholti i Dölum. Faðirinn, sem býr i Reykjavik. kom i heim- sókn og fór út að aka með son sinn og sex ára dreng af bænum. Rétt viö brúna á Miðá ók hann bilnum út i ána, liklega til að þvo hann, en þá festist billinn. Gekk þá maðurinn frá og ætlaði að sækja aðstoð, en læsti bflnum og skildi börnin eftir inni. Er hann kom aftur hafði þeim tekizt að opna bllinn og var litli drengurinn horfinn i ána. Lik hans fannst um klukkustundu siðar, litlu neðar i ánni. Þess skal getið, að Miðá er þarna breið, grunn og straumlitil. Brutust inn í íbúð Klp—Reykjavik. í gærdag var brotizt inn imannlausa ibúð i fjöl- býlishúsi i Reykjavik og stolið þaðan um 8000 kr. i peningum og orlofsmerkjum að verðmæti nokkur þúsund krónur. Þjófurinn eða þjófarnir hafa stungið upp hurð á ibúðinni og komizt þangað óséðir og siðan út aftur. Er málið nú i rannsókn hjá lögreglunni, en hún hefur nú hvað eftir annað sent frá sér aðvörun til fólks um að skilja ekki eftir peninga i ibúðum sinum að nóttu til. Og nú má sýnilega fara að bæta við, — og ekki heldur um miðjan dag. á fiskkaupum hér SAMBANDIÐ milli Belgiu og lslands kann aö aukast mjög á næstu mánuöum þ.e.a.s. i fisk- sölumálum. Hingaö til lands eru komnir þrir áhrifamenn frá hafnarbænum Ostende i Belgiu til aö ræða við islenzka útgerðar- menn um möguleika á aukinni og skipulagöri fisksölu islenzkra togara i Ostcnde i framtiðinni, en eins og menn muna seldu fjórir islenzkir togarar i þessum bæ i marz i vetur, á tiltöiulega mjög góöu veröi. Má segja, aö þessar viðræöur nú, séu i beinu framhaldi af þessari sölu i vetur. Þessi menn eru: Raphael Ghys hafnarstjóri i Ostende og fulltrúi fiskkaupenda þar i bæ, Dumarey aðstoðarbæjarstjóri i Ostende og formaður verkalýðshreyfingar- innar og loks Wittevrongel, for- maður útvegsmanna i Ostende. A fundi með blaðamönnum i gær mættuauk þeirra Walter Schmidt fulltrúi fiskumboða i Belgiu og Ingimar Einarsson fram- kvæmdastjóri Félags islenzkra botnvörpuskipaeigenda. Ostende- menn áttu viðræður við for- ráöamenn LÍO og FIB i gær- morgun og hittu einnig að máli menn i viðskiptaráðuneytinu. Greint var frá þvi helzta, sem fram kom i þessum viðræðum, á blaðamannafundinum i gær. 1 stuttu máli er það þetta: Belglskir útvegsmenn (með verkalýðshreyfinguna og bæjar- yfirvöld i Ostende að bakhjarli) hafa mjög mikinnáhuga á þvi að koma á stöðugri og vel skipu- lagörisölu islenzkra togara i Ost- ende hið allra fyrst, sem myndi siöan geta fariö vaxandi stig af stigi i framtíðinni.Þeir hafa ekki lagt fram formlegt tilboð, en segjast myndu geta tekið á móti alltað tveim Islenzkum togurumi viku til að byrja með, sem gæti orðið I lok ágústmánaðar n.k. eða byrjun september. Verðið fyir fiskinn myndi vera mjög sambærilegt þvi, sem Islendingar fá i V-Þýzkalandi. En Belgarnir leggja mikla áherzlu á hin mjög góðu hafnar- og löndunarskilyrði i Ostende, sem og hina mjög ákjósanlegu staö- sctuingu bæjarins. Ostende er á miðju markaðssvæði Efnahags- bandalagsins. Greiðar sam- göngur eru i allar áttir, m.a. á hinn mjög góða markað i Frakk- landi, með ferju yfir sundið á Lundúnasvæðið og yfir til Þýzka- lands. Fullkomnir i frystibilar flytja fiskinn á örskömmum tima til nágranna- rikjanna, en einnig er góður markaður i Belgiu. Hér myndi þvi vera um mjög stöðugan og örugg- an markað að ræða fyrir Islendinga, að sögn Belganna, og þeir bættu þvi við, að fiskneyzla ykist stöðugt i EBE-löndunum og verðið væri hækkandi á fiski. Ef vel tekst til i upphafi, segja þeir, gæti sala islenzku togaranna i Ostende aukizt mjög hratt. Framhald á bls. 15. Fjöldamorð í Mósambík NTB—London. — Að minnsta kosti 400 konur og börn i Mósam- blk I Afriku hafa verið myrt af portúgölskum hermönnum, segir kaþólskur prestur i viðtali við brezka blaðið The Times i gær. Segir hann, að hermennirnir vinni markvisst aö útrýmingu fólks i landinu. A forsiðu blaðsins skrifar faðir Hastings, að árið 1971 hafi farið fram fjöldamorð barna, sem gefi þeim i My Lai ekkert eftir. Þá hafi um 400 manns verið myrt i þorpi einu, á hinn hroðalegasta hátt. Brezki presturinn hefur þetta eftir skýrslum trúboöa i landinu, sem er portúgölsk nýlenda. Trúboðarnir segja, að portúgalir hafi myrt fólkið vegna gruns um að það hafi stutt þjóðfrelsis- •hreyfinguna i landinu, Krelimo. Hafi hermennirnir ýmis- skotið fólkið, brennt það eða barið i hel... Harold Wilson, leiðtogi brezku stjórnarandstöðunnar fór i'ram á það við Heath forsætisráðherra, að aflýst yrði heimsókn portú- galska forsætisráðherrans, Caetano til Bretlands á næstunni. Heath visaöi þvi á bug og sagöi, aö ekki kæmi til mála að aflýsa heimsókninni. I Lissabon sagði talsmaður portúgölsku stjórnar- innar, aðfréttin i The Times hel'ði ekki við rök að styðjast. Sta-rstu (lansliljómsveit á tslandi, Fill-hljómsveitin, er skipuö 18 mönnum og leikur hún i fyrsta skipti opinhcrlcgu i kviild. Þarna má þekkja mörg kunnug andlit. Tímamynd: G.E. ,T rimmlagakeppnin' endist fram á haust — 18 manna danshljómsveit á Sögu ÓV — Reykjavik — Trimmiagakeppnin svokallaöa, sem 1S1 og Félag i gær. F.v. Ghys, (Timamynd: G.E.) Frá hlaöamannafiindinum mcö Belgunum Dumary. Witlcvrongel, lugimar og Sehmidt. Er Ostende framtíðin? Belgar hafa hug islenzkra hljóm listarmanna standa aö í sameiningu hefst i kvöld og veröa þá leikin tiu fyrstu lögin. FIH-hljómsveitin leikur lögin meö aöstoö þriggja söngv- ara og mun hljómsveitin — sem skipuö er 18 hljóöfæraleikurum — síðan leik fyrir dansi. Eins og skýrt hefur verið frá i fréttum var það að frumkvæði 1S1 að efnt var til þessarar danslaga- keppni og bárust FIH, sem sér um framkvæmd keppninnar, hátt i 140 lög. Allmargir útsetjarar vinna nú að útsendingu laganna og hafa þegar lokið við hartnær 40 lög. Bróðurpartinn hefur útsett Magnús Ingimarsson, sem einnig stjórnar hljómsveitinni. Söngvar- ar til að byrja með verða þau Þuriður Siguröardóttir og maður hennar Pálmi Gunnarsson, auk Ragnars Bjarnasonar en siðar munu fleiri söngvarar kynna keppnislögin. Siðan verður haldið áfram á miövikudagskvöldum og sunnu- dagseftirmiðdögum fram eftir sumri og segist Sverrir Garðars son, formaður FIH, búast við að keppninni ljúki ekki fyrr en i september. Fimm siðustu sunnu- dögunum verður útvarpað. Dansað verður á miðvikudags- kvöldum og mun hljómsveit Ragnars Bjarnasonar þá leika fyrir dansi, en eins og áður segir verður það FlH-hljómsveitin, stærsta danshljómsveit hér- lendis, sem leikur fyrir dansi á Hótel Sögu i kvöld. Varla þarf að taka fram að aðeins verða kaffi- veitingar. Aðgangseyrir er kr. 300.- Blaða- og fréttamönnum var boðið á Hótel Sögu i fyrrakvöld, þar sem stóð yfir lokaæfing hljómsveitarinnar fyrir kvöldið I kvöld og bar ekki á öðru en að hljómsveitinni væri lagið að „swinga” skemmtilega og skemmtu hljóðfæraleikararnir sér greinilega hið bezta. „ÞESSI DÓMUR VAR EFTIR PÖNTUN" — sagði Haraldur Ólafsson, þegar dómurinn fyrir skotárásina í Breiðholti var lesinn yfir honum 1 dómsorði segir nánar, að hann skuli sæta 12 ára fangelsi, en þvi til frádráttar komi 202 dagar, sem hann hafi setið i gæzluvarð haldi i hegningarhúsinu við Skólavörðustig. Þá var hann sviftur ökuleyfi ævilangt, vegna umferðalagabrota á sama tima. Einnig er honum gert að greiða allan málskostnað, 90 þúsund krónur auk málsvarnarlauna til skipaðs verjanda sins, Páls S. Pálssonar hrl. Sé fangelsisdómur meir en fimm ár skal samkvæmt lands- lögum áfrýja honum til Hæsta- réttar. Akæruvaldið fór fram á. að Haraldur yrði áfram i gæzlu- varðhaldi, eða i allt að 120 Haraldur ólafsson hlaut 12 ára fangeisi fyrir tilraun til manndrápa i húsinu aö Yrsufelli 11 I Breiðholti I janúar s.l. Klp, Reykjavík. 1 gærmorgun var kveðinn upp dómur yfir Haraldi Óiafssyni, sem þann 14. janúar s.l. gekk vopnaður haglabyssu inn i húsiö að Yrsufelli 11 i Breiöholti og skaut þar m.a. á fyrrverandi tengdamóður sina og mann, sem aðstoðaði viö aö afvopna hann. Hann var dæmdur fyrir tilraun til manndrápa og hlaut liann 12 ára fangelsi. dögum, en þá á Hæstiréttur að vera búinn að kveða upp sinn dóm. Farið var fram á, að Haraldur yrði ekki hafður lengur i hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustig sökum iélegs húsnæðis þar og slæms heilsufars hans. En hann hefur á undanförnum mánuðum verið fluttur á sjúkrahús a.m.k. einu sinni eða tvisvar og hefur Framhaid á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.