Tíminn - 25.07.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.07.1973, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 25. júll 1973. Miövikudagur 25. júll 1973. 9 Ég sá hönd koma upp úr gröfinni, segir André og svitnar viö tilhugsunina. — Loks gat ég hlaupiö burtu A kvöldin safnast fólk út I skógana og hlustar á' Voodoo-trumburnar. Þær eiga aö kalla til þá guöi, sem færa þeim dánu ró I gröfunum Á Haiti koma hinir dauðu upp úr gröfunum HIN FAGRA eyjaHalti er senni- iega eina rikiö i heiihinum, þar sem hægt er aö finna tvær tegundir leiöa. — Auk hinna venjulegu, sex feta djúpu grafa eru aðrar, fjögurra metra djúpar meö geysistórum steini ofan á. Eftir að hinn „látni” hefur veriö látinn siga niöur, er steininum velt yfir. Haitibúar foröast þessar grafir og skelfingin lýsir úr andlitum þeirra, ef þeir eiga leið fram hjá kirkjugarði þegar dimma tekur. Undir steininum, í djúpu gröf- inni liggur sem sé „zombie” lif- andi dáinn maður og hann er til bölvunar, bæði sjálfum sér og öllum öðrum, sem koma I snertingu við hann á einhvern hátt. Bara hjátrú? Auðvitaö getum við hin, sem köllumst „upplýst” fólk, brosað að þessu og lýst því yfir, að zombie og þess háttar sé bara hjátrú. En enginn Haitibúi myndi samþykkja það. Þeir trúa þvi statt og stöðugt, að zombie sé fórnarlamb haturs, hafi orðið fyrir barðinu á vondum töfra- lækni og fyrir tilverknað grás dufts og svarts galdurs hafi hann fallið i dá. t gráa duftinu eiga að vera m.a. malaðir lærleggir af manni.... Dáið lýsir sér þannig, að bæði æða- og hjartsláttur stöðvast og manneskjan er eins og látin. Óvinurinn, hvort sem það er eiginkona, sem orðin er leið á manninum, eða öfundsjúk mann- eskja, hefur fengið hefnd sina.. Að smyrja llk er óþekkt á Haiti. Hitinn er svo mikill, að um er að gera, að koma hinum dauðu sem fyrst i jörðina. Aðeins klukku- stundir liða, þar til búið er að moka yfir. Á meðan glymja voodoo-trum- burnar. Þær kalla til guð þann, sem leiðbeina á hinum látna inn i leyndardóma eilifðarlandsins. En hvers vegna er steinninn þungi settur ofan á leiðið? Astæöan er einfaldlega sú, að zombie-inn á að halda sig þar sem hann er kominn, i gröfinni. Þvi allir eru sannfærðir um, að Zombie getur ekki viljað hinum lifandi neitt gott. Hann þýðir bölvun fyrir alla sem sjá hann. Það sést á augunum Fólk á Haiti getur gengið niður aðalstrætiö i Port au Prince, Duvalier-breiðgötu og bent á það fólk, sem er Zombie. Það segir, að enginn vandi sé að þekkja þá úr. Augu þeirra séu sviplaus og allt lif vanti i andlitið. Þeir gangi eins og i svefni. Þeir hafi ekki sjálfstæðan persónuleika og það sé nóg að horfast i augu við þá til að bölvunin nái manni sjálfum. Fyrir gestkomandi frá hinum „upplýsta” heimi, virðist þetta fólk ekkert öðruvlsi, kannske eru þetta bara þeir, sem lifið leikur ekki beinlinis við og eru þess vegna svolitið þunglyndari á svipinn. Það er orðið svo venjulegt að deyfa fólk og eitra fyrir það á Haiti, að yfirvöld hafa samið sérstök lög i von um að það minnki. Þar segir, að sá sem gefi öðrum eitur, með þeim afleiðingum að hann missi með- vitund, verði ákærður fyrir morð- tilraun. Ef þetta gangi svo langt, að fórnarlambið verði grafið, hljóði ákæran á morð. Það óhugnanlegasta við þennan hátt á að „aflífa” fólk, er það, að fórnarlambið vaknar í gröf sinni skömmu eftir að jarðarförin hefur farið fram. Að vakna i kistu, fjóra metra undir yfirborði jarðar, hlýtur annað hvort að ganga endanlega að fólki dauðu, eða gefa þvi ofurmannlegt afl. Til eru dæmi um, að zombie-ar hafi komizt upp úr gröfum sinum. Aðrir eru grafnir upp aftur og vaktir til lifsins með aðstoð voodoo-presta og örvandi lyfja. Þegar manneskja öðlast þannig lif að nýju, veit hún ekki, hver hún er og man ekkert hvað gerðist áöur en hún „dó”. Þessi gleymska þjónar sinum tilgangi fyrir þann, sem óskaði að gera viðkomandi skaðlausan. Hneyksli Til eru hlutir, sem Haitibúar tala helzt ekki um. En ef gengið er á þá, getur maður fengið að heyra sögu um franskan plant- ekrueiganda, sem með aðstoð voodoo-prests lét gera 18 unga menn að þrælum, það er að segja zombie-a, sem hlýddu öllum skipunum, án þess að mögla. Hneykslið komst I hámæli, þegar einn þessara vesælu ungu manna myrti nágrannann, en nágranninn átti einmitt plantekru, sem sá franski vildi gjarnan eignast. Morðið var framið samkvæmt skipun frá honum. Hvað varð um Frakkann, veit enginn. Hann hefur að minnsta kosti hvorki heyrzt né sézt siðan allt komst upp. Onnur hryllileg saga er til um unga vændiskonu, að nafni Germaine. Hún var myrt I Port au Prince og það var sænskur sjómaður, sem framdi morðið. Lögreglan hafði uppi á foreldrum stúlkunnar, sem bjuggu i litlu þorpi. En mikil varð undrunin, þegar I ljós kom, að Germaine var dáin og grafin fyrir einu ári. Gröfin var opnuð og kistan reyndist tóm. Þetta kom lögregl- unni á slóð frú Gigi, sem rak vændishús i Port au Prince. Enginn vissi, hver þessi háa granna kona um þrítugt var, en eftir hreim hennar að dæma, gat hún verið af frönskum ættum. Aðrir töldu, að hún væri af rússneskum uppruna og hefði flúið heimaland sitt, þegar kommúnistar tóku völdin. Stúlkur frúarinnar voru þekktar fyrir fegurð og hversu vel þær sinntu óskum viðskiptavin- anna. Hvernig hafði Germaine komizt i klær frú Gigi? Eftir langar og miklar yfir- heyrslur skýrði frúin loks frá öllu saman: Saga frú Gigi Frúin rak vændishúsið i félagi við Michelle, sem kunni eitthvað fyrir sér I göldrum, og notaði kunnáttuna einungis i þjónustu hins illa. Hún var sérfræðingur i örvandi drykkjum og gat einnig gert manneskju að zombie. Með jöfnu millibili fór Michelle út i þorpin á Haiti I leit að fallegum ungum stúlkum i vændishúsið. Venjulega byrjaði hún á þvi að reyna að múta foreldrum stúlknanna til að láta þær af hendi, en þegar það dugði ekki, greip hún til galdranna. Hún sá til þess að hæfilegur eitur- skammtur lenti i mat stúlkunnar, þannig að hún missti meövitund. Þá tóku hjálparkokkar Michelle við og færðu „likiö” til öruggs felustaðar. Þegar stúlkan svo vaknaði seint og um siðir, var fortið hennar þurrkuð út og hún var viljugt verkfæri. Strik i reikninginn Þaö var með þvi að deyja i alvöru,sem Germainesetti strik i reikninginn fyrir frú Gigi. En þegar er hún ,,dó” i fyrsta sinn, olli hún Michelle vandræðum. Áður en aðstoðarmennirnir gátu komið likama hennar undan, fann fjölskylduvinur einn hana. Hann bar meðvitundarlausa stúlkuna heim til hennar og aðeins tveimur stundum siðar var hún jörðuð. Foreldranir töldu, að hún hefði látizt úr farsótt, sem geisaði i þorpinu. Um nóttina grófu Michelle og menn hennar Germaine upp og fóru með hana i hasti til vændishússins, þar sem hún fékk örvandi lyf og aðhlynningu. Siðan hófst lif hennar sem vændiskonu, ásamt hinum hlýðnu stúlkunum, sem hiotið höfðu svipaða meðferð. Engin þeirra vissi nokkurn hlut um fortið sina. Hönd upp úr gröfinni Haitibúar kæra sig helzt ekki um að tala um zombie-a sina við útlendinga. Þeir kalla þetta bara hjátrú. En ungur maður að nafni André sagði frá þvi, að hann hefði eitt sinn upplifað nokkuð hræðilegt i kirkjugarðinum að næturlagi. Hann sá zombie rifa sig upp úr gröfinni. — Ég hafði verið við voodoo-- messu og var örþreyttur, þegar ég lagði af stað heim, sagði Andfé. Þegar ég kom að kirkju- garðinum, ákvað ég að stytta mér leið yfir hann. Á HINNI fögru eyju Haiti eru tveirheimar. Annars er sá sem allirsjá en í hinum ríkir voodoo — galdurinn sem eitrar tilveru margra. Því ertrúað, að margt fólk sé grafið lifandi og sumt af því geti komizt upp úr gröfum sínum aftur. Það helduráfram lífinu sem lifandi dáið fólk og skelfir alla.. Máninn lýsti upp hvlta legsteinana og það fór hrollur um mig. Skyndilega heyrði ég stundu og stóð eins og frosinn bak við tré. Ég hélt, að ég væri i sliku upp- námi eftir messuna, að ég Imyndaði mér hluti. En þá heyrðist stunan aftur. Ég hélt, að ég myndi deyja úr hræðslu, en gat ekki hreyft mig. Þá sá ég zombie-gröf og steinninn tók að hreyfast. Siðan sá ég hönd koma upp úr gröfinni. Nokkrar hræðilegar sekúndur stóð ég eins og negldur við jörðina, en svo sagði einhver rödd I mér: — Ætlar þú kannske að standa hér og horfa á zombie koma upp úr gröf sinni? Þá var eins og fætur minir losnuðu og ég hljóp allt hvað af tók út úr garðinum. Verndargripir André var sannfærður um að hann hefði orðið vitni að þvi að látinn maður brauzt til lifsins á ný. Aðeins tilhugsunin um það sem hann sá, fékk svitann til að renna I lækjum niðurandlit hans. Til að verja sig fyrir illum áhrifum bar André litinn poka i bandi um hálsinn. 1 honum var samsafn alls kyns hluta, sem voodoo-prestur hafði útbúið með aðstoð töfralækna og átti að vera vörn gegn áhrifum zombie-a. Hjátrú er fyrir þá heimsku, er enginn vandi að segja. En hvað gera ekki sumir, sem forðast að ganga undir stiga, banka i borðið og skelfast svarta ketti? Hvað um skeifur yfir dyrum og lukku- pening i vasanum? Erum við, hin „upplýstu” heldur nokkuð sérlega spennt fyrir að ganga gegnum kirkjugarða um miðjar nætur. ÞýttSB Hann ber voodoo-trumbu. Er voo doo á Haiti aöeins hjátrú? KNÖRR — sjóminjasafn ÞAÐ lyftist heldur en ekki á mér brúnin, þeg- ar ég las i dálkum Land- fara Timans 8. júni s.l. grein eftir Ólaf Þ. Kristjánsson, þar sem hann leiðréttir misskiln- ing, er fram kemur i annarri grein i sömu dálkum hinn 5. mai s.l. eftir B. Sk. að gera hlægilega þá hugmynd að smiða fornaldarskip, knörr, en á þessum skip- um komu landnáms- menn til landsins frá Norðurlöndum og Bret- landseyjum. Fyrstur manna að hugmyndinni um knarrarsmiði mun hafa verið Jón Kr. Gunnarsson, forstjóri Sædýrasafnsins i Hafn- arfirði. Svo er að sjá, sem Jón sé einn þeirra allt of fáu manna, sem ekki lætur hugmyndir sinar fúna i naustum. Hann fékk I lið með sér Þorberg Ólafsson, forstjóra Skipasmfðastöðvarinnar Báta- lóns, þéir fóru til Noregs og skoð- uðu þar fornaldarskip. — Knerrir voru flutningaskip, kaupskip, kubbslegri i lögun og burðarmeiri — þá höfðu engir knerrir fundizt. Þorbergur lét það ekki á sig fá, heldur teiknaði skip með hliðsjón af Gokslaðskipinu,sem er þekkt- ast þeirra skipa, er fundizt hafa, en hafði það hlutfallslega styttra, breiðara og dýpra. Siðan sneru þeir félagar heim, en þá vantaði aura, svo ekkert varð úr smiði. Ekki lögðu þeir árar i bát, þótt móti blési, heldur biðu byrjar eins og fornmenn gerðu forðum. Næst snúa þeir sér til Þjóðhátiðar- nefndar i Hafnarfirði og i Reykja- vik. Indriði G. Þorsteinsson, sem nú er framkvæmdastjóri nefnd- arinnar, tók máli þeirra vel.Hann leitaði fyrir sér um fjáröflun, m.a. hjá útgerðarfyrirtækjum, sem tóku málinu ekki óliklega, en vildu af eðlilegum ástæðum fá að vita um varðveizlu skipsins siðar meir. Það var hugmynd Indriða að láta knörrinnsigla kring um landiö sem sýningargrip og koma inn á hverja höfn, strjálbýlis- mönnum til augnayndis, en að þvi búnu var allt óákveðið. Næst gerist það, að fréttir ber- ast um fund nokkurra skipa i botnleðju Hróarskeldufjarðar, og var eitt þeirra knörr, fyrsti knörrinn, sem fundizt hefur. Þá fór nú að fara fiðringur um hann Þorberg Ólafsson, og siðastliðið sumar stóðst hann ekki lengur mátið. Hann brá sér út til Hróars- keldu og vildi fá að sjá og teikna* skipið. Það mun hann ekki hafa fengið. Af augljósum ástæðum er Dönum annt um þennan dýrgrip sinn og gæta hans eins og sjáald- urs auga sins, og ekki aó ástæðu- lausu, þvi fleiri en Þorbergur hafa áhuga á að sjá og teikna knörrinn. En Danir eru drengir góöir, stendur skrifað, og málalok viðræðna Þorbergs við þá mátti vel við una, eftirþvi, sem efni stóðu til. Samsetningu skipsins verður ekki lokið fyrr en næsta vor, og fyrr er ekki hægt að fá af þvi fullkomna teikningu. Og nú er bezt að snúa aftur að upphafinu. 1 grein sinni bendir ólafur Þ. á, að nlutverk knarrar- ins eigi að vera annað og meira en að vera sýningargripur á 11 alda afmælinu, hann eigi að skipa veg- legan sess i sjóminjasafni, sem brýn nauðsyn beri til að komið sé upp sem fyrst. Að lokum getur Ólafur þess, að i jólablaði (1972) Alþýðublaös Hafnarfjarðar séu viðtöl við niu mæta menn um þetta efni. Sendi hann mér blaðið að beiöni minni, og úr þvi hef ég flestan þann fróðleik, sem hér er fram borinn. Veit ég, að lesend- um verður ekki skotaskuld úr þvi að finna, hvaö er fróðleikur og hvað ég segi frá eigin brjósti. Við lestur blaðsins og viðtal- anna i þvi opnaðist fyrir mér nýr heimur. Þá kemur i ljós, aö hópur manna i Hafnarfirði og nokkurra hér i Reykjavik hefur brennandi áhuga á því að koma upp sjó- minjasafni og hafa fornaidarskip eins og þau, sem landnámsmenn sigldu á, þegar þeir fundu og byggöu ísland, sem miödepil safnsins og aðdráttarafl við myndun þess. Sérstaklega ánægjulegt er að heyra um áhuga þjóðminjavarðar, og er ekki að efa, að þar er um eina sterkustu stoðina að ræöa, þegar til átaka kemur. Ég lét svo ummælt i viðtali, er ég átti við Ólaf Þ. Kristjánsson, að sjóminjasafn ætti sér tvibura- bróður. A ég þar við Siglingasögu íslands, eða kannske ætti hún að heita Saga íslenzkra skipa. Mér finnst þetta tvennt svo náskylt, að hvorugt geti án annars verið, og að vöxtur hvors um sig yrði létt- ari og auðveldari, ef þau yxu upp saman. Þessi skilningur finnst mér vera til staðar hjá þjóð- minjaverði og fleiri viðmælend- um Aiþýðublaðs Hafnarfjarðar, þótt það kæmi ekki skýrt fram. Það er satt að segja tæplega sæmandi fyrir þjóð, sem byggir tilveru sina á fiskveiðum og sigl- ingum, að hafa ekki fyrir löngu skrifað slika sögu. Nóg er til af ritfærummönnum, sem til þess væru hæfir, og má jafnvel finna einn slikan á meðal þessara niu i Hafnarfirði. Ritun slikrar sögu yrði mikið verk og seinlegt, en þó vel vinnandi. Þá vil ég snúa mér aftur að málefni knarrarins. Litil von virðist vera til þess, að hann geti verið tilbúinn á ellefu alda af- mælinu næsta ár. óneitanlega hefði það verið ánægjulegt, að svo hefði getað orðið, þar sem þessi tegund skipa er svo samgróin landnáminu ef svo má að orði komast. Ekki hefði Island fundizt og ekki hefði það verið byggt á þeim timum nema fyrir tilveru þessara haffæru skipa, heldur ekki Græn- land né Vinland hið góða. En enga ástæðu get ég séð til að hætta við smiði knarrarins af þeim sökum, þvi eins og Ólafur Þ. bendir rétti- lega á, þá hefur knörrinn mikil- vægu hlutverki að gegna öðru en þvi að vera sýningargripur á þessu eina ári. Smiðin gæti hafizt á ellefu alda afmælinu, og á þann hátt yrði knörrinn tengdur þeim merku timamótum. Varðveizla knarrarins ætti að vera tryggð með þeirri ákvörðun, að hann verði hluti af sjóminjasafni, þótt ekki sé húsrými til fyrir hann fyrstu árin, þá ætti bráöabirgða skýli að nægja til þess að hann yrði ekki fyrir skemmdum. Með þessari framtiðartryggingu yrði léttara að afla fjár til smiði knarrarins og til sjóminjasafns- ins. Indriði G. Þorsteinsson lætur á áér skilja i viðtalinu, að út- gerðarmenn hafi ekki tekið ólik- lega I það að styrkja fyrirtækið með fjárframlögum ef framtiðar- varðveizla knarrarins væri tryggð sem sýningargrips, og hef ég tröllatrú á þvi,að þeir muni svo gera. Heldur ekki trúi ég öðru en að bankar, sparisjóðir, vá- tryggingafélög og aðrar peninga- stofnanir létu sitt ekki eftir liggja. Og svo er það okkar ótæmandi rikissjóður. Af orðum þjóðminja- varðar má ráða, að ekki komi annað til mála en að sjóminja- safnið verði opinber stofnun, og má þvi vænta nokkurs stuðnings úr þeirri átt, Nú, og svo eru það viö sjálfir, þ.e. almenningur. Það hefur verið hafin söfnun til margra hluta á seinni árum, og þvi þá ekki til að smiða knörr og koma upp sjóminjasafni. Ég tala nú ekki um, ef tækist að vekja áhuga kvenþjóðarinnar. Konurn- ar hafa oft reynzt liðtækar við slik störf. Strandferðin.Hana lizt mér illa á. svo illa, að ég tel ekkert vit i að leggja út i slika siglingu. Skal ég nú færa fram nokkur rök fyrir þeirri skoðun minni. 1 fyrsta lagi. Knörrinn skal vera eins nákvæm eftirliking af knerrinum i Hróars- keldu eins og frekast er unnt. Það þýðir, ma. að seglabúnaður skal vera sá sami. Þessi skip voru ein- sigld og seglið var litið og fer- kantað rásegl. Af þeim sökum náðu skipin ekki jafnlengd. þ.e komust ekkert á móti vindi. Viöa i sögunum er þess getið. að menn biðu byrjar, sigldu ekki fyrr en þeir fengu hagstæðan byr. sömu- leiðis er frá þvi sagt. að þegar þeir fengu mótvind i hafi. þá hrakti þá til baka eða út af leið. Af þessu sést. að skipið er ósjálf- bjarga. ef leiði bregzt. Nú hugsa ég, að einhver róðraútbúnaður sé á skipinu. en til þess að róa þvi þyrfti marga menn. og róður á svo borðháu skipi yrði afskaplega erfiður. Róður og dráttur á skips- bátnum kæmi þvi ekki til greina nema á lygnum sæ. Þess má enn- fremur geta. að þessi skip eru þung i vöfum. og stýri hafa þau ekki. heldur er þeim stýrt með ár. 1 öðru lagi yrði hér um gifurleg- an kostnað að ræða. þvi ekki kæmi annað til mála en að láta dráttarskip fylgja knerrinum alla leiðina. og auk þess yröi knörrinn að vera full-mannaður. Hve stór sú áhöfn ætti að vera. veit ég ekki. en geri ráð fyrir 12 til 20 mönnum Og hvar ætti að fá þá menn. þegar rifizt er um hverja vinnandi hönd. 1 þriðja lagi yrði áhættan mikil. sem með sliku ferðalagi yrði tek- in. og stæöi i mjög óhá^stæðu - hlutfalli við þann ávinning. sem með ferðinni næðist. Hér yrði um að ræða dýrgrip. ómetanlegan og óbætanlegan dýrgrip. og er þa verðmæti hans i krónutölu ekki haft i huga. A f framangreindum ástæðum ræð ég eindregið frá þvi. að i slikt ferðalag sé ráðizt. Ekki er sopið kálið þó i ausuna sé komið. Mörg ljón eru á vegin- um önnur en fjáröflun. svo sem efnisval og útvegun þess og margt fleira. og smáatriðin. sem við köllum svo. geta oft verið býsna erfið viðfangs. En til þess eru erfiðleikar að þeir séu yfir- unnir. er haft eftir mætum manni. Þvi þá ekki að hafa sama hátt á og þeir. sem þessum skip- um sigldu i gamla daga — safna liöi og herja á óvininn. Og það er ég viss um. að menn munu streyma að i tuga — og hundraða- tali um leið og herör er upp skor- in. 1 Hafnarfirði biða foringjarnir gráir fyrir járnum. tilbúnir til orrustu (sem i raun og veru er þegarhafin). og til Hafnarf jarðar skal herfangið flytja. þegar sigur er unninn. Ég vona að hér sé ekkert of- sagt. en ég veit að margt og mikið erósagt. enda er hér um svo stórt mál að ræða. að þvi verður ekki gerð nein skil að ráði i stuttri blaðagrein. Tilgangur minn er fvrst og fremst sá. að vekja at- hvgli sem flestra á þessu merka máli. og vona ég fastlega að þeir sem meira vita og betur geta skrifað bæti hér um og haldi mál- inu vakandi. Ég er nú farinn að eldast og er ekki heilsuhraustur en vona þó að ég fái að tóra svo lengi. að mér auðnist að sjá knörrinn vagga sér á fjarðarbárunni fyrir framan Bátalón i Hafnarfirði. Reykjavik. 25. júni 1973. Jón Eirikssou. fyrrv. skipstjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.