Tíminn - 23.08.1973, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Fimmtudagur 23. ágúst 1973.
Vísindamennirnir
flykkjast til Parísar
Um það bil tveir þriðju hlutar
franskra visindamanna og
rannsóknarfólks á sviði visinda
býr i Paris eða nágrenni.
Franska stjórnin hefur gert
ýmislegt til þess að þetta hlut-
fall breytist, en án árangurs
fram til þessa. Reyndar var
komið á fót eðlisfræðirannsókn-
arstofnun i Grenoble og efna-
fræðistofnun i Strassborg, en
þetta hefur ekki borið tilætlaðan
árangur. Astaðan er sú, að
meirihluti franskra visinda-
manna virðist óska eindregið
eftir þvi að fá að búa i Paris eða
nágrenni hennar. Þar hafa lika
öll stærstu fyrirtæki landsins,
sem starfrækja rannsóknarstof-
ur, aðsetur sitt, og flestar aðrar
helztu visindastofnanir landsins
eru þar niðurkomnar. Um
helmingur æðri prófa i landinu
eru tekin i Paris, og þar eru
lagðar fyrir 60% allra doktors-
ritgerða.
Tvíburasamtök
þinga
Starfandi eru Alþjóðasamtök
tvibura, og hyggjast þau efna til
móts, i Springfield i Illinois i
Bandarikjunum, 31. ágúst næst-
komandiog til 3. september. Er
þetta 39. árlegt þing tvibura, og
er öllum tviburum á Islandi
boðið að taka þált i þessu þingi.
I Tviburasamtökin voru stofnsett
árið 1934, og er þeim ætlað að
bæta andlega, félagslega og
menningarlega aðstöðu tvibura
iheiminum. Arið 1939 var haldið
fjölmennasta tviburaþingið til
þessa, og var það i Fort Wayne i
Indiana i Bandarikjunum. Sóttu
það um 2500 tviburar og auk
þeirra um 25.000 aðrir, sem
komu aðallega tll þess að
fylgjast með úr fjarlægð, þvi
sem fram færi. Forsetar sam-
takanna eru Marlin Roos og
Melba (Roos) Novack tvibura-
systkinin frá Illi nois. A þinginu
verður margt skemmtilegt gert.
Til dæmis verða þar valdir
likustu og ólikustu tviburarnir,
þeir yngstu og elztu fá einhverja
viðurkenningu og sömuleiðis
þeir tviburar, sem komnir eru
lengst að til þingsins. Þeir sem
bera sigur úr býtum fá verð-
launastyttur, að sjálfsögðu tvi-
burastyttur. Allir tviburar, sem
áhuga hafa á, geta tekið þátt i
þessu þingi, en þar sem nokkuð
stuttur timi er til stefnu er ekki
trúlegt, að islenzkir tviburar
geti farið til þingsins. Hins
vegar geta þeir islenzkir tvi-
burar, sem áhuga hafa á félag-
skapnum skrifað til for-
mannanna, eða ritaranna, sem
eru Judy Stillwagon og Julie
Kirk, utanáskriftin er
International Twins Assn., 114
N. Lafayette Dr. Muncie,
Indiána, 47303, USA.
Myndin er af Melba Roos
Novack, Judy Stillwagon og
Julie Kirk, og Marlin W,- Roos.
Bandarikjunum, og þar kostar
frá 50012500 krónur á sólarhring
fyrir hvern hund. I borgunum
Carmel og Walkill i New York
riki eru hundaheimili, þar sem
rúm er fyrir um eitt hundrað
hunda, og eru þessi heimili allt-
af yfirfull bæði tvö. Ef hundur-
inn sem til Aranwood kemur er
vanur að fá nautasteik heima
hjá sér fær hann það lika þar.
Annars hljóðar venjulegur mat-
seðill eitthvað á þessa leið: hálft
pund af soðnu nautakjöti eða
kindakjöti. Stappaðar gulrætur,
laukur og aspargus. I herbergj-
unum eru teppi, rúm og matar-
diskar, sem hægt er að hækka
og lækka eftir stærð gestsins
hverju sinni. Þá stendur i
bæklingnum, að hundaheimilið
sé sérstaklega skreytt og málað
I mjög fallegum og samstilltum
litum. Litirnir verða þó liklega
ekki til að gleðja aðra en hunda-
eigendurna, sem koma með
þessa ferfættu vini sina til
dvalar á heimilinu, þar sem
hundrarnir sjálfir eru litblindir.
Franskt
heimsmet
Frakkar eiga heimsme't sem
þeir eru ekki hreyknir af. Þar i
landi deyr flest fólk úr skorpu-
lifur sem kölluð er, en sá sjúk-
dómur er afleiðing drykkju-
skapar. Opinberar skýrslur sem
spanna árin 1965 til 1969 og birt-
ar voru fyrir skömmu sýna að 35
af hverjum eitt hundrað þúsund
Frökkum eyja af þessum völd-
um á ári hverju. Dánartala
karla var 49,7 af hverjum
hundrað þús., en dánartala
kvenna var 20,8. Hættast var
fólki á aldrinum 55 til 74 ára.
Sjaldgæfust er skorpulifur i
Bretlandi þar sem aðeins 2,8
deyja af völdum hennar. Meðal
Bandarikjamanna er talan 11,7,
meðal Japana 10, 7, Vestur-Vjóö
verja 23,3 Kanadamanna 7,1 og
25,2meðal ítala, en þeir drekka
mikið af vini eins og Frakkar.
Engar tölur voru tiltækar um
þetta hvað áhrærir Sovétrikin
og Austur-Evrópulöndin. Aðeins
tvö lönd i heiminum komast ná-
lægt Frökkum, þ.e. Chile með
34,7 og Austurriki með 30,4. Þó
er einn staður i veröldinni, þar
sem dánartala vegna skorpu-
lifrar er mun hærri en i Frakk-
landi. Það er Vestur-Berlin þar
sem 44,3 ibúar af hverjum
hundrað þús. deyja úr þessum
sjúkdómi.
hundar
1 bæklingi einum stendur:
Aranwood, nýtizkulegt og glæsi-
legt. Aranwood leggur metnað
sinn i góða þjónustu. Það er
aðeins fyrir þá beztu. Þetta er
þó ekki auglýsing fyrir fimm
stjörnu hótel, eins og mætti i-
mynda sér, heldur er þetta
leyfisheimili fyrir hunda i New
Jersey. Rekstur hundahótela er
blómstrandi atvinnuvegur i
Heppnir
,,Að sjálfsögðu var það vegna —Getur þii þá lánað mér belti—?
garðsins sem við keyptum það.
DENNI
DÆMALAUSI
Ég skellti ekki hurðinni hjá
Wilson. Hann gerði það sjálfur.