Tíminn - 01.11.1973, Blaðsíða 3
TÍMINtí
Fimmtudagur 1. nóvember 1973.
Dr. Guðmundur
Pálmason
verðlaunaður
AIllD 1954 stofnaði frú Svan-
liildur Ölafsdóttir, stjórnarráðs-
fulltrúi, „Verðlaunasjóð dr. phil.
Ólafs Danielssonar og Sigurðar
Guðmundssonar arkitekts”.
Tilgangur sjóðsins er m.a. að
verðlauna islenzkan stærðfræð-
ing, stjörnufræðing eða eðlis-
fræðing, og skal verðlaununum
úthlutað án umsókna. Verðlaunin
heita „Verðlaun Ólafs Daníels-
sonar”, og námu þau 20 þúsund
krónum, sem hafa nú verið
hækkuð vegna verðbreytinga i 100
þús. kr.
Stjórn sjóðsins hefur að þessu
sinni veitt dr. Guðmundi
Pálmasyni, forstöðumanni jarð-
hitadeildar Orkustofnunarinnar,
verðlaunin fyrir brautryðjanda-
starf i heilsteyptri jarðeðlisfræði-
legri könnun á jarðskorpu
Islands.
Aður hafa hlotið verðlaun úr
sjóðnum dr. Leifur Ásgeirsson
prófessor, samkvæmt ákvörðun
sjóðstofnanda, dr. Trausti
Einarsson prófessor og Þorbjörn
Sigurgeirsson prófessor.
Akureyrartog-
ararnir koma
heim í dag
SVALBAKUR og Sléttbakur,
skuttogararnir, sem Utgeröar-
félag Akureyringa keypti í Fær-
eyjum i sumar, eru nú loksins að
koma heim til Akureyrar í dag,
eftir langa togstreitu ytra. A leið-
inni frá Klakksvik komu þeir við i
Bodö i Noregi og tóku þar 12
þúsund fiskkassa.
Strax verður tekið til við
breytingar á skipunum á Akur-
eyri og komast þau þvi ekki á
veiðar alveg á næstunni.
Togararnir voru áður með
frystirými og þar sem flökunar-
vinnan fór fram, verður nú gert
aðgerðarpláss. Gísli Konráðsson,
forstjóri ÚA sagði Timanum i
gær, að áreiðanlega yrði til
nægur mannskapur á nýju skipin,
þegar þau færu út, en eftir ætti að
koma i ljós, hvort tækist að
manna gömlu skipin lika. — sb
„Eiturskýið"
bara
kvöldroði
— segir
veðurf ræðingurinn
— Hefurðu ekki heyrt talað
um ónotalega birtu? spurði
Jónas Jakobsson veðurfræð-
ingur, er við leituðum álits
hans á frétt í Morgunbluöinu
i gær um „eiturský yfir
Bjargtöngum”. Ég held, að
þetta hafi bara vcrið kvöld-
roði. Ég get ekki látið mér
detta annað i hug.
Þarna hafa verið óvenju-
lega sterk litbrigði, þegar
sólin var að siga, og þau hafa
haft einhver óþægileg áhrif á
fólk, sagði hann ennfremur.
Ég get að visu hvorki skýrt
þá kenningu sálfræðilega né
sjónfræðilega. Ég er að
minnsta kosti vantrúaður á
eiturský, sem einhver
ólyfjan hafi lekið úr.
Vestmannaeyjar:
Vatnsleiðslan
brátt
VÆNTANI.EGA munu Vest-
mannaey ingar bráðlega frá
vatnsleiðsluna, sem skemmdist i
gosinu, i lag á ný. Að sögn Páls
Zóphónfassonar, bæjartækni-
fræðings, er búið að finna báða
enda hennar, sitt hvorum megin
í lag
við hrauntangann, sem rann yfir
hana neðansjávar, og unnu við
það áhöfn Lóðsins og Guðmundur
Guðjónsson, kafari. Fjórir inenn
frá danska fyrirtækinu, NKT,
sem upphaflega hannaði og kom
leiðslunni fyrir, eru væntanlegir
til Eyja i dag og mun tenging
fljótlega verða reynd.
Páll sagði að allt væri tilbúið til
tengingar. Búið er að skera og
koma fyrir múffum og milli-
stykkjum, en hin sterka járn-
benta leiðsla verður siðan tengd
með plastleiðslu til bráðabirgða.
Hefur öll þessi undirbúningsvinna
verið unnin af heimamönnum, en
eins og áður sagði munu danskir
sérfræðingar sjá um tenginguna.
RÁÐSTEFNA FRAMSÓKN-
ARMANNA UM
SVEITARSTJÓRNARMÁL
DAGANA l(i. og 17. þessa mánað-
ar mun Framsóknarflokkurinn
efna til ráðstefnu um ýmis mál-
efni, sem sérstaklega varða
sveitarstjórnir. Verður ráðstefna
þessi haldin á Ilótel Esju og hefst
klukkan fjögur á föstudaginn og
stendur fram á laugardagskvöld.
Þess er óskað, að sem flestir
sveitarstjórnarmenn, sem fylgja
Framsóknarflokknum að málum,
komi á ráðstefnuna og taki þátt i
þeim störfum, sem þeir fara
fram. Þátttöku ber að tilkynna
skrifstofu flokksins að Hring-
braut 30 i Reykjavik, simi 24480.
Fundarstjórar á ráðstefnunni
verða bæjarfulltrúarnir
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir úr
Hafnarfirði og Guðmundur G.
Þórarinsson úr Reykjavik, en sett
verður ráðstefnan af Kristjáni
Benediktssyni borgarráðsmanni.
Siðan flytur Ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra ávarp en þvi
næst ræðir Bjarni Einarsson,
bæjarstjóri á Akureyri, um tekju-
stofnalögin og reynsluna af
siðustu breytingum á þeim. Lýk-
ur þessum fundi með fyrirspurn
um og umræðum.
Á föstudagskvöldiðhefst fundur
að nýju klukkan hálf-niu með
erindi Tómasar Arnasonar um
starfsemi Framkvæmdastofnun-
ar rikisins með tilliti til sveitar
félaga. Á eftir verða fyrirspurnir
bornar fram og umræður hafðar.
A laugardaginn verður ráð-
stefnunni fram haldið klukkan tiu
að morgni, er Alexander Stefáns-
son i ólafsvik flytur erindi um
landshlutasamtök sveitarfélaga.
Að loknu matarhléi hefst fundur
klukkan eitt, og þá flytur ölver
Karlsson i Þjórsártúni erindi um
lánasjóð sveitarfélaga og bjarg-
ráðasjóð, en siðan kemur erindi
Á UNDANFÖRNUM vetrum hef-
ur Félag áhugamanna um
sjávarútvegsmál haldið uppi
reglulegu fundarhaldi, þar sem
flutt hafa verið fræðsluerindi um
margvisleg efni varðandi sjávar-
útveginn. Að sumrinu hefur starf-
semin legið niðri.
Félagið er nú að hefja vetrar-
starfið. Leitast mun verða við á
fundum vetrarins að taka til um-
ræðu ýmsa þætti og vandamál
sjávarútvegsins á liðandi stund.
Fyrsti fundur þessa vetrar
verður i Kristalsalnum að Hótel
Loftleiðum i kvöld og hefst klukk-
an hálf-niu. Þar mun Gils Guð-
mundsson, formaður fisk-
veiðilaganefndar, reifa málin, og
tala um frumvarp fiskveiðilaga-
Steingrfms Hermannssonar um
undirbúning næstu sveitarstjórn
arkosninga. Umræður fara fram
eftir þessi erindi öll, og geta menn
þá borið fram fyrirspurnir, likt og
daginn áður.
Einar Agústsson utanrikis-
ráðherra mun svo slita ráðstefn-
unni.
nefndar. Þetta er frumvarp til
laga um veiðar með botnvörpu,
flotvörpu og dragnót i fiskveiði-
landhelginni, sem lagt var fram á
siðasta þingi, en afgreiðslu þess
frestað til þessa þings.
Sjávarútvegsráðherra mun
mæta á fundinn og svara l'yrir-
spurnum um þessi mál. Búast má
við, að ýmsir framlaksmenn i
sjávarútvegi muni mæta á fund-
inn, svo vænta má ljörugra og
væntanlega gagnlegra umræðna.
1 stjórn félagsins eru nú dr.
Jakob Magnússon formaður, dr.
Jónas Bjarnason ritari og Þór-
oddur Th. Sigurðsson gjaldkeri,
en i varastjórn eiga sæti Loftur
Júliusson, Eyjólfur Marteinsson
og Þorsteinn Arnalds.
Áhugamenn ræða
útvegsmál í kvöld
Okko Kamu kom til lands-
ins á síðustu stundu
ÞRIÐJU tónlcikar Sinfóniu-
hljómsveitarinnar vcrða f kvöld,
og verður Finninn Okko Kamu
stjórnandi, sem hér er kunnur frá
lokahljómleikum sinfóniuhljóm-
sveitarinnar á siðasta starfsári,
en einleikari verður Walter
Trampler — þýzkur maður, sem
undanfarin ár hcfur lcikið með
öllum helztu hljómsveitum i
Evrópu og verið tiður gestur á
listahátiðum. Leikur hann á
meistaraviólu, sem hræðurnir
Hieronymus og Antonio Amati
smiðuðu i kringum 182Í), sem sagt
á æskuárum llallgrims Péturs-
sonar.
1 gær horfði svo um skeið, að
stjórnandinn, Okko Kamu, myndi
ekki ná hingað i tæka tið, en
siðdegis i gær rættist úr þessu, og
náði hann hingaö um fimmleytið,
svo að allt getur farið fram eins
og til var ætlazt. En Okko Kamu
er mjög eftirsóttur hljómsveitar-
stjóri, enda hefur hann hlotið
fyrstu verðlaun i svonefndri
Karajan-hl jómsveitarstjóra-
keppni.
Einleikarinn, Walter Trampler, Páll Pampichler og tveir fiðluleikarar. —Tímamynd: GE.
3
Mbl. dæmir sig
ómerkt
Eins og kunnugt er hefur
Mbl. gagnrýnt mjög kynningu
landhelgismálsins méðal er-
lendra þjóða og talið, að rikis-
stjórnin og starfsmenn hennar
liafi gengið slælega fram i þvi
starfi. Einkum hefur Mbl.
beint spjótum sinutn að Hann-
esi Jónssyni, blaðafulltrúa
rikisstjórnarinnar, en hiti og
þungi kynningarstarfsins hef-
ur hvflt á hans herðum. Sann-
leikurinn er og sá, að Hannes
Jónsson hefur uuuið þrekvirki
i sinu starfi, og liefur hann þó
ekki liaft nema eina vél-
ritunarstúlku til aðstoðar við
margþætt og mjög erilsamt
starf.
i gær dæmir Mbl. sjálft
gagnrýni sina og árásir á
Hanncs Jónsson dauðar og
ómerkar i grein, sem einn af
blaðainönnum Mbl„ Magnús
Finnsson, skrifar frá llull
undir fyrirsögninni: „Aróöur
islands var stcrkari en okk-
ar”.
Dómur
Austin Laings
Fyrirsögnin er sótt i viðtal
við Austin Laing, fram-
kvæindastjóra sambands
brezkra togaraeigenda. Varla
gætu menn hafnað þcssum
dómara á þeiin grundvelli, að
hann væri málstað islands um
of vilhallur, enda felst i þess-
um dómi Austin Laings nokk-
nr sjálfshirting, þar sem hann
hefur verið i forsvari fyrir
þcirri áróðursherferð gcgn
okkur, sem hrezkir togaraeig-
endur greiddu fyrir stórfé og
fengu öflugustu og þekktustu
ániðursfy rirtæki (public
rclation) til að rcka.
i viðtali blaðam. Mbl. við
Auslin Laing segir hinn siðar-
nefndi m.a.:
.... áróður íslands fyrir
málstað sinum liefur veriö
slcrkari en okkar — liann hef-
ur gengið hetur i fólkið, og
inenn hafa alls ekki skilið
ásta'ðurnar fyrir gcröum okk-
ar. Þetta hefur jafnvel komið
fram ineðal heztu vinaþjóða
okkar Breta.”
Dóist að Ólafi
og Heath
Um viðræður ólafs Jó-
hannesso nar og Edwards
lleath segir Austin Laing m.a.
i þessu viðtali við Mbl.:
„Niðurstöðurnar eru enn
trúnaðarmál, svo að ég get þvi
miður ekki fjallað um þær
efnisiega við yður, en þér
mcgiö hafa það eftir mér, að
eg dáist að forsætisráðherrun-
um, sem ég tcl, að hafi báðir
sýnt mikla stjórnmálalega
(lirfsku. Ileath með þvi að
draga brezka flotann til baka
og Jóhannesson mcð þvi að
lara heim til stjórnar sinnar
með þessar tillögur. Við skilj-
um mæla vcl vandamál for-
sætisráðherra islands og
stjórnar hans, sem aðeins hcf-
ur eins þingmanns meirihluta
i þinginu. Ég held, að við ætt-
um að veita ráðhcrrunuin
tveimur verðskuldaða viður-
kenningu lyrir að hafa reynt
að Ijúka þessari lciðindadeilu,
og ég vona, að þeir nái
árangri, þótt niðurstöðurnar
bafi nijiig miklar takmarkanir
i för með sér fyrir brezka
tocaraflotann.”
Segist hafa
skilning
l niðurlagi viðtalsins segir
svo m.a.:
„Ég spurði nú Austin Laing,
livort hann áliti, að islenzkir
togarar gætu komið og landað
afla sinum i brezkum höfnum.
Laing sagðist vona, að af þvi
gæti orðið jafnskjótt og bráða-
Framhald á bls. 19