Tíminn - 01.11.1973, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Fimmtudagur 1. nóvember 1973.
b íum
m
|X
&
I
Nýjustu
kennslutæki
Skipulögð hefur verið stöðug
sýning á nýjustu kennslutækj-
um, hjálpartækjum og skóla-
húsgögnum fyrir almenna skóla
f skóla nr. 226 i Moskvu. Allir
sýningarmunirnir hafa verið
hannaðir og framleiddir i
„Rannsóknastofnun skólatækja
og tæknilegra kennsluaðferða”
við Uppeldisfræðiakademiu
Sovétrikjanna. Hinar nýjutækni
legu kennsluaðferðir eru i sam-
ræmi við vaxandi kröfur kennsl-
unnar og þróun visinda og verk-
fræði. Þær hjálpa til við að veita
börnunum fyllri og nákvæmari
vitneskju um námsefnið, gera
útskýringar á flóknu efni auð-
veldari og starf kennarans
verður áhrifameira. Þúsundir
kennara og skólastjóra viðs
vegar að úr Sovétrikjunum og
frá 20 erlendum löndum hafa
séð sýninguna. Af þeim þúsund
tækjum, sem til sýnis eru, hefur
þegar verið hafin fjöldafram-
leiðsla á 700. Tækin henta bæði
fyrir skóla i borgum og sveitum.
Á árinu 1973 hefur sovézka
stjórnin lagt fram 8000 rúblur til
viðhalds allra tegunda
almennra skóla og til að sjá
þeim fyrir nýjustu tækjum.
☆
Sendu mér
gullfisk í pósti
Maður nokkur i London hefur
leyst stóra og erfiða þraut, en
hún er( hvernig senda megi fiska
i pósti, og reyndar, hvernig hægt
sé að halda lifinu i fiskum yfir-
leitt,án þess að þeir séu hafðir i
vatni eða sjó. Dýrafræðingurinn
Tom Uavensdale i Deptford
hefur helgað sig þessu verkefni
mörg undanfarin ár, og nú
heldur hann, að hann sé kominn
til botns i málinu. Lausnin nefn-
ist Propoxate 7464 og er fengið
úr lyfi, sem framleitt er i
Belgiu. Svo virðist, að hver sá
fiskur, sem gleypt hefur þetta
efni,geti lifað#þótt hann sé ekki
hafður i sjó eða vatni i 48
klukkustundir. Fiskurinn er lif-
andi þrátt fyrir það, að hann liti
út fyrir að vera dauður. Og um
leið og hann kemur aftur i sitt
rétta umhverfi,færist i hann lif.
Ravensdale hefu reynt þetta
efni sitt mörg hundruð sinnum,
og árangurinn hefur ætið verið
jafngóður. Einu sinni sendi
hann gullfisk i pósti til vinar
sins og lét fylgja með honum
bréfsnepil, þar sem á stóð, að
vinurinn skvldi skella fiskinum i
vatn, um leið og hann fengi
hann, og sjá svo, hvað gerðist.
Fiskurinn fór þegar að synda,
eins og sendandinn hafði ætlazt
til, og viðtakandinn vissi ekki,
hvaðan á hann stóð veðriö.
Ravensdale segir, að með þess-
ari aðferð megi nú senda fisk
hvert sem er i heiminum, i
rannsóknarskyni, og hefðu slik
ferðalög engin áhrif á velliðan
fisksins. Það væri sem sagt
hægt að senda sildartorfu, væri
hún til, milli heimsálfa, og setja
hana i sjóinn á nýju hafsvæði,
hvenær: sem væri, og veiða
hana svo næsta dag og setja
hana i siidartunnu á næsta
sildarplani.
■ f í ' w
Fi
Of margar
regnhlífar
t Paris á heima gamall maður,
sem lifir rólegu lffi'og lifir á
eignum sinum. Hann heitir
Houpiin,og hefur hann það helzt
sér til dægrastyttingar að fara á
uppboð. Eitt sinn kom hann á
uppboð sem oftar. Þá var rign-
ing og hann vantaði regnhlif, og
á skránni sá hann að regnhlifar
voru þarna i boði. Þegar
uppboðshaldarinn kom að regn-
hlifunum,þá fór Houplin karlinn
að bjóða i. Hann fékk boðið fyrir
nokkra franka, þvi að enginn
bauð á móti honum, en þegar
hann átti að fara að taka við
regnhlifinni, þá var það ekki ein
regnhlif — heldur 29, sem hann
fékk fyrir þesssa litlu upphæð.
Hann ók með bunkann heim til
sin. — Eftir að hann hafði gefið
öllu sinu venzlafólki regnhlifar,
voru samt ennþá eftir 15 stykki.
Honum datt nú ráð i hug til þess
að losna við þær. Það var enn
rigning og hann labbaði með
þær út i Luxemburggarðinn og
settist þar. Þegar einhver gekk
fram hjá,bauð hann regnhlif til
sölu, fyrir smáupphæð. En i stað
þess að þiggja gott boð, fór
fólkið og náði i lögregluþjón og
vakti eftirtekt á þessum regn-
hlifasala. Hann hefði áreiðan-
lega stolið regnhlifunum og væri
nú að reyna að koma þýfinu i
peninga. Lögreglan fór með
Hopulin á næstu stöð og gat
hann sannað þar sakleysi sitt.
Slapp með áminningu um að
verzla ekki óleyfilega á
almannafæri. En þar með var
ekki allt búið. Þegar hann
laumaðist heim á leið með regn-
hlifarnar sinar. datt honum i
hug að leggja þær undir tré i
garðinum til þess að losna við
þær, en þá sá lögregluþjónn til
hans og fór aftur btað Hopulin á
sömu lögregustöðina. Urðu þeir
hissa þar að sjá aftur manninn
með regnhlifarnar! Nú fékk
hann ávitur fyrir að skilja eftir
drasl á almannafæri. — Loks för
hann aftur til uppboðshaldarans
og bað hann um að selja regn-
hlifarnar fyrir sig. Það tókst, —
og fékk hann nú helmingi meira
verð fyrir regnhlifarnar, sem
eftir voru,'en hann hafði greitt
fyrir þær allar áður.
Hjónabands-
auglýsing með
mörgum skilyrðum
t blaði einu i Philadelphia i
Bandarikjunum stóð nýlega
auglýsing, sem var dálitið sér-
kennileg. Það var fimmtug
kennslukona, sem var að aug-
lýsa eftir manni. Þetta átti að
vera fyrirmyndar maður, helzt
átti hann að vera skraddari og
hafa góða vinnu og vera reglu-
samur. Hann mátti hafa hund,
en barn mátti hann ekki eiga,
átti að vera skapgóður, en ekki
rauðhærður. Ekki mátti hann
vera gamall og ekki kominn af
irskum ættum, og ekki mátti
hann heldur vera frá New York,
þvi að þar fara menn að draga
sig eftir konum annarra manna,
undir eins og þeir eru komnir i
hjónaband, sagði kennslukonan.
— Siðast þegar fréttist hafði hún
ekki fengið neitt svar!
DENNI
DÆMALAUSI
llvaða dásamlegi ilmur er
þetta? Hnetusmjör.