Tíminn - 21.12.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.12.1973, Blaðsíða 13
Köstudagur 21. desember 1973. TÍMINN Frá dagsins önn Stundum virðist svo, sem sumum þeim, sem telja sig sér- fróða um listir og bókmenntir. sé ömun að bókum. sem kenndar eru við þjóðiegan fróð- leik, svo sem ævisögur og minningabækur venjulegra manna. Hætt er við þvf. að hver sagan verði annarri lík á margan hátt. Þó mun það vera sönnu nær, að engu minni liking verði innbyrðis með bókum i öðrum flokkum, svo sem ýmiss konar skáldskap, sem er i tizku þá og þá. Eg fæ ekki séð, að minninga- bækur séu verri afþreyingar- lestur en hvað annað. Og það er svigrúm fyrir öll tilþrif ritlist- arinnar i þeirri grein: Orðsnilld frásagnarlist, stilbrögð hvers konar, og lýsingar á öllum fyrir- bærum mannlegrar tilveru rúmast þar. Og slikar bækur verða naumast gerðar án einhverra þjóðlifsmynda og þar með fræðslu um það mannfélag, sem við lifum i eða erum sprott- in úr, en þekking á þjóðlffi sinu og þvf, sem einir og aðrir búa þar við, er ekki fánýtasti þáttur menntunar. Með þessum fáu inngangs- orðum vildi ég færa rök að þvi, hvað mér finnst gleðilegt við það, að þjóðlegur fróðfeikur af þessu tagi er stundaður, bækur skrifaðar og lesnar. Hér verða nú nokkrar slikar bækur kynntar með örfáum orðum: Halldór Pétursson: Sól af lofti liður Þættir úr lifsreynslusögu Þor- bjargar Guðmundsdóttur Ijós- móður frá Ólafsvfk. Skuggsjá. Saga Þorbjargar er saga fátækrar sveitastúlku, sem er svipt æskuunnusta sinum þegar hún gengur með barn þeirra, fer siðar i ljósmóðurnám án nokkurrar fyrri skólagöngu og er siðan ljósmóðir og sjómanns- kona i Ólafsvik. Þessir þættir úr sögu hennar sýna meðal annars, að sá skilningur er ei algildur, að fátækt og basl kalli alltaf og einungis fram illmennsku. Þorbjörg segir þarna ýmsar skritlur og smásögur, m.a. af séra Árna Þórarinssyni. Sumar þær sögur eru góðar, svo sem sagan um skottu Jóns á Haust- húsum. Þátturinn um Steinunni móðursystur Þorbjargar, móður Jóhanns skálds, er sönn og minnisverð mannlifsmynd. Enn er þess að geta, að Þorbjörg hefur verið draum- spök og vitrast sitt af hverju með slikum hætti: höfund, en eigi að siður vel vert. Sjöunda bókin i heilarsafn- inu — Undraflugvélin — er ný- komin út. Þessi nýja barnabók Ármanns heitir Niður um strompiuu.sem raunar er reyk- háfur. Strompur var og er ofur- litið annað i minum huga, en liklega hefur Laxness og al- menningur þegar löggilt reyk- háfsmerkinguna i málinu, svo að ekki er um þetta að fást. Þetta er saga frá Eldgosinu i Vestmannaeyjum, segir frá dreng, sem flýr eldinn með móður sinni eins og aðrir, en eftir komuna lil Reykjavikur bregður hann á það ráð, að áeggjan ungrar vinkonu sinnar, að gerast laumufarþegi i flugvél til Eyja, siga þar niður um reykháfinn á húsi, sem er að fara undir hraun, og bjarga litlum hvolpi frá hungurdauða. Þetta verður hetjulegt björg- unarverk. Þótt ýmislegt sé með nokkrum ólikindunv i sögunni, er varla um það að fást. þar sem skrifaö er fyrir börn. Sagan er bráðskemmtileg, og ýmissi gamansemi um fólk ofið i, utan hins eiginlega sögu- þráðar. Ármann kann vel aðsegja frá, og hann ritar ljósan og ein- faldan stil. Málfar hans er slétt og felit og aldrei tyrfið. Sagan kemst ætið prýðilega til skila án mikilla málalenginga. Guðjón Vigfússon: Sýður á keipum Guðjón Vigfússon, skipstjóri á Akraborginni, segir frá siglingum sinum og veraldar- svolki og misjöfnu mannlifi heima og erlendis. — Bókaút- gáfan Orn og örlygur: Guðjón Vigfússon hefur frá mörgu að segja, þvi að hann var árum saman úti i Danmörku. Þar var hann ekki aðeins venju- legur farmaður, heldur komst hann lika i sjóherinn danska, auk þess sem hann saumaði og seldi gluggatjöld i kóngsins Kaupmannahöfn og var þar meindýraeyðir. Siðan var hann svo á islenzkum skipum af ýmsu tagi. öll er frásögn Guðjóns hispurslaus og yfirlætislaus. Þó hann hafi tekið þátt i svaðil- förum eins og i siglingum með fisk til Bretlands á striðs- árunum finnst enginn ýkju- hreimur hjá honum. Guðjón segir eðlilega frá ýmsum atvikum, þar sem honum þykir, sem aðrir hafi farið öfugt að. Má þar nefna, að honum þóttu réttar reglur og mannasiðir sniðgengnir, þegar menn hækkuðu i tign hjá Eimskipafélaginu, og hann telur skipherrann á Þór eiga sök á þvi, að Laxfoss náðist ekki af strandstað. Frásögn hans af sliku er róleg og reiðilaus. Guðjón skýrir það, að sér hafi tekizt bærilega að mæla fyrir minni kvenna þannig: ,,Ég hugsa aðeins um móður mina, sem öllum vildi hjálpa og gera gott”. Sú mynd, sem ég á af Guðjóni eftir lestur bókarinnar, er á þá lund, að hann sé maður góðgjarn, frjálslyndur og fordómalaus, sem beiskjulaust minnist sársauka og sælu frá margbreyttum og misviðra- sömum æviferli. Cæsar Mar: Siglt um nætur Sjóferðaminningar, — Prent- smiðjan Leiftur. Samkvæmt þvi, sem segir á bókarkápu og auglýsingum, mætti ætla að hér væri einkum sagt frá siglingum um kafbáta- slóðir Þjóðverja 1917 og 1918. Svo er ekki. Sögumaður tók sér far ásamt fleiri Norðurlanda- búum með brezku flutninga- skipi til Noregs. Þar varð hann svo sjómaður, lengst á strand- ferðaskipi innan skerja, en stundum þó á sildveiðibátum. En það er ekki nema rétt Þessir kostir hafa gert bækur hans svo vinsælar, sem raun ber vitni. Baltasar hefur teiknað nokkrar myndir i bókina, og þær tala sinu máli betur en flest orð. Útgáfan öll er smekkleg og vönduð. —AK Stefán Júliusson: Haustferming, — skáldsaga. Setberg. Þessi saga hefur nokkra sér- stöðu, skilur sig frá öðrum skáldskap samtimans. Þetta er nútimasaga. Slika sögu var ekki hægt að segja fyrir örfáum árum. Hún er helguð þjóðlifi okkar á liðandi stund. Hún er ávöxtur af reynslu manns, sem ,,kennir til i stormum sinna tiða”. Fermingarbarnið, sem er söguhetja þessarar bókar, er 14 ára stúlka, sem lent hefur utan- garðs, svikizt frá skólanámi os..frv. Hins vegar hefur hún hlotið gáfur og táp i svo rikum mæli, að sizt er undir meðallagi. Mörgu eldra fólki er það ráð- gáta hvers vegna ungt fólk lendir á villigötum svo oft sem raun ber vitni. Nú skulum við ekki láta gamlar hugmyndir binda okkur. Hins vegar skulum við þó ætlast til þess, að fólk verði dugandi þátttakendur i mannlegu félagi og geti lifað i liðlega helmingur bókarinnar, sem er sjóferðasögur höfundar. A blaðsiðu 132 byrjar kafli, sem heitir: Býlin á nesinu. Þar með vindur höfundur sér formála- laust i skáldsögu, þar sem söguhetjan byggir höfn og stofnar til stórútgerðar á eyði- býli á afskekktu nesi einhvers staðar á landi hér. Það er eftir- tektarvert i þeirri sögu, að Þórður, sem er kaupmaður i fyrri hlutanum, er allt i einu orðinn kaupfélagsstjóri, þegar á hana liður og helzt það úr þvi. Frekar hefði ég kosið, að bókin væri fyllt með sjóferða- sögum. Þó er rett að geta þess, að þegar sögumaður er ávarpaður með nafni á norsku skipunum er hann nefndur Arne, en á mynd, sem birt er i bókinni af farseðli yfir Norðursjó, dagsettum i Newcastle, 5-mai 1917, er hann nefndur Cæsar Hallbjörnsson, enda er höfundur sonur Hall- bjarnar Oddssonar prests i Gufudal og bróðir Páls kaupmanns og rithöfundar. Vigfús Kristjánsson: í ólgusjó lifsins Vigfús Kristjánsson segir hér minningar sinar frá ýmsum köflum ævinnar. Auk þess er siðasti kafli bokarinnar minningar móður hans, sem hann hefur skrifað eftir henni. Höfundur gerir þá grein fyrir þvi, að hann varð rithöfundur, að i Vikingslækjarætt var móðir hans sögð hafa andazt 1905, en það var faðir hans sem þá dó. ,,Ég reyndi að fá þetta lagfært, en þvi var lofað, en aldrei lagað. Ég sá þá eina úrræðið að gefa út Sagnaþætti”. Þá fékk hann fræðimannastyrk 1955. Fyrir þvi dreymdi hann, að hann væri á gangi i Hljóm- skálagarðinum, ,,með ljóslitan nýjan hatt á höfðinu og fór hann vel”. En 1960 dreymdi hann aftur á móti, að maður kæmi „aðvifandi og gripur hattinn minn og kastaði honum i götuna”. Hatturinn fauk og náðist ekki og Vigfús fékk ekki fræðimannastyrkinn framar. — Slik var draumspeki hans. Jósefina Njálsdóttir: Draumar og dulskyn Þorsteinn Matthiasson skráði. — Ægisútgáfan. Þetta er að visu ekki venjuleg minningabok, heldur drauma- bók og fyrirburða. En þar sem þeim fyrirbærum fylgir oft greinargerð um ástæður og sátt við sálft sig og sina nán- ustu. 1 þessari sögu eru lftil rök færð að þvi hvers vegna Sólveig er orðin sú, sem hún er, ósátt við mannfélagið og i uppreisn gegn umhverfinu. Það gerist áður en þessi saga byrjar. En lýsing hennar er hvorki ósennileg né dæmalaus. Sagan ér svo einkum af skiptum hennar við kennara sinn, hálffimmtugan sóma- mann, en úr allt öðrum heimi. Þessi saga verður ekki rakin hér. Hins vegar skal bent á það, að hún túlkar ýms meginsann- indi og höfuðrök mannlegra örlaga. Lifsviðhorf stúlkunnar gjörbreytist, þegar ábyrgðartil- finning hennar vaknar. Þá fær lif hennar tilgang. Staðföst góðvild, sem engan veginn á þó skylt við stjórnlaust eftirlæti, vinnur hjarta villingsins, þó að það taki sinn tima. Sagan skilur við lesandann með góða von um gæfulegri framtið en efni virtust til. Það er meðfram vegna þess, að stúlkan er ekki orðin háð áfengi né öðrum nautnalyfjum. Stefán Júliusson bendir lesendum sinum á skuggahliðar og misferli, sem er veruleiki lið- andi stundar. En hann gerir það i bjartri trú á mannlegt eöli og gildi þess, sem er ofar allri tizku, — góðvild og ábyrgðartil- finningu, — hyrningarsteina mannlegrar farsældar fyrr og siðar. — II. Kr. umhverfi verður bilið ekki svo langt frá þeim bókum. sem fyrr voru taldar. Jósefina er af Strandamönnum komin, fædd fjórum árum fyrir aldamót og hefur lifað lengstan hlut ævinnar á Ströndum, en efri árin þó i Reykjavik. Draumar hennar og vitranir eru þjóðleg fyrirbæri, sem ekki er nóg að afgreiða með þvi, að hrista höfuðið og tala um vitleysu, ofskynjanir o.þ.h. Sum þessi fyrirbæri eru vitranir og fyrirboðar, sem við kunnum ekki að skýra svo, að beinum sönnunum verði viðkomið. En veruleiki, sem við ekki skiljum og staðreyndir, sem við kunnum ekki að skýra, er engu siður athyglisverður þáttur mann - lifsins. Torfi Halldórsson: Brjóstbirta og náungans kærleikur Torfi á Þorsteini RE 21 segir frá sitt hverju til sjós og lands beggja megin réttvisinnar. Þessi seinni minningabók Torfa Halldórssonar er sundur- lausir þættir og smásögur, allir i stil hins þjóðlega, hispurslausa sögumanns. Toifi hefur sjálf- sagt áratugalanga þjálfun i þvi að segja sögur mönnum til hressingar. Nafn sitt dregur bókin af smyglsögum, þar sem sagt er frá þvi, að menn vilja flytja með heim frá útlöndum drykkjar- föng til að gleðja vini og þyrsta kunningja, þó að ekki sé ætlazt til sliks af þeim i lögum. Um það segir Torfi liprar sögur, þar sem vel kemur fram rik og sterk löngun fólks til að njóta slikrar fyrirgreiðslu: ,,Konan ber strax upp erindi sitt og segir, að fyrir dyrum standi hjá sér mikið afmælishóf, og nú sé hún komin til að biðja skipstjórann að hjálpa sér um eitthvað, sem lifgað geti upp á selskapinn. Hann hljóti að vita hvernig það sé, að vera með margt gesta, sem margir eða kannski flestir, séu vanir að hafa vín um hönd á slikum mannafundum, og svo séu allir skrælþurrir og hangi allt kvöldið niður af sér eins og á þeim hvili líflátsdómur”. Skipstjórinn sagðist skilja þetta og konan fór erindi fegin. En seinna frétti hann, að veizlan hefði endað svo, að einn gest- anna lá eftir kjálkabrotinn og annar með glóðarauga. Það voru ýmsar fleiri afleiðingar þessa innflutnings, sem skipstjórinn sá eða frétti af. Og svo segir Torfi: „Skipstjórinn okkar hafði ekki samvizkubit af þvi að hafa hlunnfarið rikið um tollana af brennivini. Það voru hvort eð var blóðpeningar, en honum féll ekki að eiga hlut að afleiðingunum af innflutningi vins. Hann hét þvi með sjálfum sér, að hér eftir skyldi liann láta rikið um að fylla þegna sina". Það getur orðið samvizku- raun að láta náungans kærleika leiða sig til að láta eftir mönnum hvað sem er, samkvæmt þeirri lifsreynslu, sem hér liggur til grundvallar. Ég held að það sé satt og ýkju- laust hjá Torfa Halldórssyni, að vinnan á fiskibátaflotanum vestra i hans ungdæmi hai'i verið keppni — iþróllakeppni. Þessi bók er e.t.v. ekki fyrst og fremst heimild um það, en hún er heimild um mannlif vestur við Djúp, — á sinn hátt örugg heimild. II.rk. \ióllt anddk$t straufria sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjof, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina i svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Innflutningsdeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 17080

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.