Tíminn - 09.02.1974, Page 4
Má bjóða þér 5000
ára gömul brauð??
Brauö hafa verið bökuð ár-
þúsundum saman. Sannanir
fyrir þvf fengust i fornleifarann-
sóknum i Egyptalandi, er vis-
indamenn voru að rannsaka
grafhvefingu Tutankhamuns
konungs. Þar fundu fornleifa-
fræðingar brauð, sem talin eru
um 5000 ára gömul, og voru þau
margvisleg að lögun, t.d. i lag-
inu eins og fiskar, vasar, fuglar
-og Sfinxar. Frakkar hafa þótt
mjög færir bakarar og þar voru
taldar — fyrir fyrri heims-
MaðurJane
Fonda fyrir rétti
Þessi mynd var tekin nýlega,
þegar Jane Fonda var að yfir-
gefa dómshúsið, eftir að maður
hennar Tom Hayden hafði verið
kærður fyrir að óviðurkvæmi-
legt orðbragð og framkomu i
réttarsalnum. Tom Hayden
heldur á smábarni þeirra hjóna
undir jakkanum sinum.
styrjöldina — a.m.k. 20 mis-
munandi brauð i bakaríum, fyr-
ir nú utan allar tegundirnar af
kökum og sætabrauði. í Vin eru
bakarar sérstaklega frægir fyr-
ir kökulengjur, — sem auðvitað
eru kallaðar Vinarbrauð, — Er
sagt, að 27 mismunandi tegund-
ir af vinarbrauðum sé algengt
að sjá I góðum brauðbúðum i
Vin. 1 rannsókn, sem yfirvöld i
Vinarborg létu einu sinni fara
fram I sambandi við efnagrein-
ingu á brauðum og kökum, þá
komu fram yfir 12.000 mismun-
andi tegundir, en sumar þeirra
voru erlendar brauðtegundir. í
Louisiana i Bandarikjunum eru
bakarar skyldugir að merkja
brauðin með dagsetningu i
skorpurnar, og einnig að hafa
sérstakt merki fyrir hverja
brauðgerð. Með þessum sér-
stöku merkjum á sjálfum
brauðunum er svo hægt að
sanna hvaðan brauðið er, — ef
einhverjar kvartanir berast,
eöa brauðið þykir svikið á ein-
hvern hátt, — jafnvel þó að það
sé keypt i stórverzlunum, sem
selja brauð frá mörgum brauð-
gerðum.
Erfiðir dagar
framundan
78% Frakka trúa þvi, að mjög
alvarlegir efnahagsörðugleikar
séu nú framundan i Frakklandi.
Þetta kom fram i könnun, sem
gerð var á vegum SOFRES,
sem er þekkt stofnun i Frakk-
landi og efnir oft til skoðana-
kannana meðal fólks um ýmiss
efni. Þá kom einnig fram I sömu
könnun að 63% álita að efna-
hagsvandræðunum fylgi einnig
vandræði á sviði stjórnmála þar
I landi. Til samanburðar má
geta þess, að þegar sams konar
könnun var framkvæmd I ágúst
siðast liöinn, bjuggust aðeins
56% þeirra, sem spurðir voru
við efnahagsvandræðum. 21%
þeirra, sem nú bjuggust við
vandræðum, kenndu oliuskort-
inum um, 72% vildu að vand-
ræðin yrðu leyst I samvinnu við
önnur aðildarriki Efnahags-
bandalagsins. Aðeins 10% vildu
að Frakkar reyndu að leysa
vandann sjálfir meðal annars
með tollahækkunum.
TÍMINN
Laugardagur 9. febrúar 1974.
Kínverskir bergrisar
Viða hér á tslandi má sjá
skemmtileg andlit i klettum.
Þessir skrýtnu karlar (eða
kerlingar), sem þarna virðast
vera að skeggræða eru samt
ekki af islenzku bergi brotnir,
þvi að þeir eru á ströndinni við
Petchilli i Kina. Þeir eru ósköp
broshýrir að sjá, og eru'Iiklega
að ræða um Maó foringja!
Vaknað eftir tuttugu óra svefn
Nadezjda Lebedina, sem
sofnaði árið 1954, vaknaði ekki
fyrr en árið 1973. Hún fæddist i
Úkrainu, vann ung á samyrkju-
búi, gifti sig, missti mann sinn i
heimsstyrjöldinni siðari og gifti
sigafturog eignaðist dóttur
1949. Arið 1954 fór henni að veit-
ast erfitt að halda sér vakandi.
Svo sofnaði hún dag nokkurn og
var flutt á sjúkrahús, þar sem
hún var i næstum fimm ár.
Þaðan var hún flutt heim,
steinsofandi. í ágúst sl. dó
mamma hennar og Nadezjda
segir, að vitundin um það hljóti
að hafa náð til hennar.
Hún settist upp i rúminu og
sagði: ,,Er mamma dáin?”
Þetta voru hennar fyrstu orð
eftir næstum 20 ár. Nú hefur hún
vanizt þvi, að dóttir hennar,
sem var fimm ára, þegar hún
sofnaði, er nú orðin 25 ára og
orðin verkfræðingur. Og að
mennirnir fara i geimferðir.
O.fl. nýjungum verður hún að
venjast. Læknarnir hafa hjálp-
að henni til að koma vöðvakerf-
inu i lag aftur með sjúkraæfing-
um. Bráðlega verður hún alveg
búin að ná sér.
☆
Baldvin var máður nefndur,
smiður og mikil hamhleypa, og
gerði sömu kröfur til annarra og
sjálfs sin. Hann var tileygur og
horfði jafnan útundan sér á
menn. Eitt sinn gerðist það, að
vinnufélagi hans gerði Baldvin
svo fokvondan, að hann jós úr
skálum reiði sinnar yfir mann-
inn góða stund. Þegar Baldvin
loks gerði lát á máli sinu, sagði
sá, sem skammadembuna hafði
fengið, eins rólega og búast
mátti við:
— Það er leiðinlegt með þig,
Baldvin minn, að þú skulir
aldrei geta litið nokkurn mann
réttu auga!
Viltu setja diskana i.
...Leyfðu mér að hvisla dálitlu i
eyrað á þér.
DENNI
DÆMALAUSI