Tíminn - 09.02.1974, Qupperneq 7
Laugardagur 9. febrúar 1974.
TIMINN
7
ÍJtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug
iýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
Hlutabréfin voru
sett ofar öllu
Sjálfstæðismenn hafa lagt fram frumvarp
um lækkun á tekjuskatti, sem myndi hafa 4500
milljóna króna tekjurýrnun i för með sér, ef
það yrði samþykkt. Ekki benda Sjálfstæðis-
menn á neina útgjaldalækkun hjá rikissjóði til
að mæta þessu og heldur ekki á neina nýja
tekjuöflun, sem kæmi i staðinn. Óhætt er að
fullyrða, að ábyrgðarlausari tillögur hafa
aldrei verið lagðar fram á Alþingi. Jafnvel
Glistrup hinn danski er ekki svo ábyrgðarlaus,
að hann flytji tillögu um skattalækkun án þess
að benda jafnframt á þá útgjaldalækkun, sem
eigi að mæta henni.
Þessi tillöguflutningur Sjálfstæðismanna
verður þó enn furðulegri, þegar athugaður er
fyrri valdaferill þeirra. Það var eitt af loforð-
um „viðreisnarstjórnarinnar” að afnema
tekjuskatt á almennum launatekjum. I fram-
haldi af þvi beitti fyrri fjármálaráðherra
viðreisnarstjórnarinnar, Gunnar Thoroddsen,
sér fyrir breytingu á tekjuskattslögunum, sem
átti að fullnægja þessu loforði. Jafnhliða felldi
Gunnar skattvisitöluna niður. Skattstigar og
frádrættir stóðu þvi óbreyttir, þótt dýrtið
magnaðist. útkoman varð sú, að skattar urðu
svo háir, að sérfræðingar rikisstjórnarinnar
lögðu til, að skattþegnar fengju bráðabirgða-
lán til greiðslu á sköttum. Jafnframt var
skattvisitala tekin upp að nýju en viðreisnar
stjórnin sleit hana fljótlega úr sambandi við
framfærsluvisitöluna, og hækkuðu skattar þvi
stórlega af sjálfu sér, sökum stóraukinnar
dýrtiðar. Framsóknarmenn fluttu þá tillögur,
þing eftir þing, um það, að skattvisitalan væri
látin fylgja framfærsluvisitölunni. Vegna
baráttu Framsóknarmanna fengust fram
nokkrar leiðréttingar á þessu tvö siðustu
valdaár viðreisnarstjórnarinnar, en samt var
skattvisitalan, þegar viðreisnarstjórin fór frá
völdum, ekki nema 168 stig, en hefði átt að vera
196, ef fylgt hefði verið framfærsluvisitölunni.
Þá var það eitt af loforðum viðreisnar-
stjórnarinnar að gera skattakerfið einfaldara
og óbrotnara. Niðurstaðan varð sú, að það varð
miklu flóknara i valdatið hennar. í stað þess að
fækka sköttum og tekjustofnum, var bætt við
fjöldamörgum nýjum, og mun aðstöðugjaldið
svonefnda vera frægast þeirra skattanýjunga,
sem fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins
fundu upp á viðreisnartimanum.
Á siðasta þinginu, sem viðreisnarstjórnin fór
með völd, beitti hún sér fyrir breytingum á
tekju- og eignaskattslögunum Menn gætu
ætlað af þvi frumvarpi, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur flutt nú, að þar hafi verið
stefnt að þvi að lækka tekjuskatt á einstakling-
um. Þvi var siður en svo að heilsa. Aðalefni
þeirrar breytingar var að gera arð af hluta-
bréfum skattfrjálsan. Alþýðuflokkurinn var
tregur til að fallast á þessa breytingu, en Sjálf-
stæðisflokkurinn neitaði þá að fallast á hækkun
tryggingabóta, nema hlutabréfaarðurinn yrði
gerður skattfrjáls. Þannig var það siðasta
stjórnarverk Sjálfstæðisflokksins að setja
skattfrelsi hlutabréfanna ofar öllu. Ekkert
lýsir betur hinni raunverulegu stefnu Sjálf-
stæðisflokksins i skattamálum.
NikoSaj Patolitsjeff:
Aukin viðskipti Sovét-
ríkjanna og V.-Evrópu
Vestræn fyrirtæki semja til langs tíma
Pompidou forseti mun fara til Sovétrikjanna i þessum mánuði og
mun m.a. ræða við Bresjneff um aukin viðskipti Sovétrikjanna
og Frakklands.
llöfundur þessarar
greinar er utanrikis-
verzlunarráðherra Sovét-
rikjanna. t greininni, sem
er frá fréttastofunni APN,
er sagt frá ýmsum nýjum
viðskiptasamningum, sem
Rússar haga gert yið rikis-
stofnanir og einkafyrirtæki
i Vestur-Evrópu:
t RIKISAÆTLUN Sovét-
rikjann fyrir árið 1974 er gert
ráð fyrir 10% aukningu á utan-
rikisvöruveltu landsins. Það
þýðir, að sovézka utanrfkis-
verzlunin mun þróast hraðar
en allt efnahagslif landsins i
heild. Sósialisku rikin eru enn
sem áður helztu verzlunar-
aðilar Sovétrikjanna, en tveir
þriðju hlutar utanrikis-
verzlunarinnar fara fram við
þau. Efnahagstengsl Sovét-
rikjanna við lönd þriðja
heimsins aukast söðugt. Á
undanförnum tiu árum hefur
verzlunin við þau rúmlega
tvöfaldazt.
Um það bil 16% utanrikis
verzlunar Sovétrikjanna á sér
stað við hin þróuðu auðvalds-
lönd Vestur-Evrópu, og eru
það 70% af vöruveltunni við
iðnþróuð auðvaldslönd alls
heimsins. Verzlunartengsl
Sovétrikjanna og Vestur-
Evrópu verða æ viðtækari og
aukast nú hraðar heldur en i
allri sögu utanrikisverzlunar
Sovétrikjanna. Þess vegna
verða þessi lönd æ
mikilvægari i utanrikis-
verzlun Sovétrikjanna, sem
taka sivirkari þátt i
alþjóðlegri verkaskiptingu,
einkum evrópskri.
SOVETRIKIN hafa áhuga á
auknu alþjóðasamstarfi og
leyna þvi ekki. En þvi má ekki
gleyma að Sovétrikin eru ekki
eins háð utanrikisverzlun og
verzlunarfélagar þeirra. Þau
eru birgari en nokkurt annað
land af hraéfni eldsneyti og
orkulindum. Hið feykilega
mikla efnahagsveldi Sovét-
rikjanna eru til komið næstum
eingöngu vegna þeirra mögu-
leika, sem fyrir hendi voru
innanlands, og þrátt fyrir ytri
aðstæður, (nú framleiða
Sovétrikin einn fimmta hluta
heimsframleiðslunnar)
Niðurstaðan er einf öld áhugi á
áframhaldandi og viðtækari
verzlunarsamningum við
vestrið er til staðar. En
viðræður þessar geta aðeins
farið fram á jafnréttháum
grundvelli, og verið báðum i
hag. Þar er ekki um að ræða
einhvern „sérstakan áhuga”
og þvi siður ófrelsi.
Arangur sá, sem naðst hefur
á sviði efnahagstengsla
Sovétrikjanna og vestursins,
vitnar um, að þessi sjá'lfsagði
sannleikur nýtur æ meiri
skilnings. A undanförnum ár-
um hafa utanrikisviðskiptin
við lönd Vestur-Evrópu kom-
izt á nýtt stig.’Verið er að
koma á langvarandi gagn-
kvæmu samstarfi á grundvelli
langtima samninga og sátt-
mála. Slik skjöl hafa verið
undirrituð til tiu ára við
Finnland, Frakkland, Austur-
riki og Vestur-Þýzkaland.
Viðræður um samþykkt slikra
sáttmála standa yfir við
ttaliu, England og Belgiu.
I Vestur-Evrópu eru ýmist
ekki fyrir hendi eða ekki
nægileg framleiðsla á ýmsum
tegundum hráefna, hálf-
unninnar vöru, eða eldsneyti,
sem Sovétrikin hafa lengi flutt
út. Þar má nefna ljósmálma,
skóg, spón, kol, oliu, oliu-
vörur, gas, asbest, bómull og
ýmsar neyzluvörur.
Vestur-evrópsk lönd flytja
til Sovétrikjanna mikið af
stálplötum I bila og spennu-
breyta, einstakar tegundir
ljósmálma, efnavörur, ullar-
band og fleira.
SKIPTI á tækjum og vélum
eru mjög mikilvæg i viðskipt
um Sovétrikjanna við Vestur-
Evrópu. Um margra ára bil
hafa Sovétrlkin keypt mikið
af vélum og tækjum frá
Vestur-Evrópu fyrir efna- og
timburiðnaðinn, i bifreiða-
verksmiðjur, byggingar-
iðnaðinn og i léttaiðnaðar- og
matvælaverksmiðjur.
Góður árangur á sviði
sovézkrar vélsmiði gerði kleift
að auka útflutning á vélum,
tækjum«gýmiss konar tækni
til Vestur-Evrópu. Sovétrikin
flytja út málmskurðarvélar,
skruðgröfur, dráttarvélar,
bila, flugvélar, skip og fleiri
tegundir véla. Einnig eru flutt
út ljósmynda- og kvikmynda-
vörur, útvarpstæki og sjón-
vörp. Hafinn hefur verið út-
flutningur á einkaleyfum á
framleiðslu iðnaðarvara, sem
fundnar hafa verið upp og
framleiddar i Sovétrikjunum
og nýjustu tækniaðferðum.
SAMNINGAR um samstarf
við fyrirtæki i Vestur-Evrópu
um nýtingu náttúruauðlinda i
Sovétrikjunum og byggingu
iðnaðarfyrirtækja i Sovét-
rikjunum á jöfnunargrund-
velli er tiltölulega nýtt form
utanrikisverzlunar.
Slikir samningar eru fólgnir
i þvi.aðerlend lán eru fengin til
framkvæmda, og fyrir lánsféð
kaupa sovézk fyrirtæki tækja-
útbúnað. efni og nauðsynleg
einkaleyfi. Lánin eru greidd
með vörum. sem þessi fyrir-
tæki framleiða. Jöfnunarvið
skipti suðla að langvarandi
og traustum tengslum milli
aðilanna.
Samstarf á jöfnunargrund-
velli gerir Sovétrikjunum
kleift að flýta fyrir nýtingu
náttúruauðæfa og auknum
fra mleiðslum æt t i. Áhugi
verzlunarfélaga okkar er
fólginn i þvi, að annars
vegnar tryggja þeir sér stórar
pantanir frá Sovétrikjunum á
tækjaframleiðslu, en fá hins
vegar ýmsar nauðsynlegar
iðnaðarvörur og hráefni frá
Sovétrikjunum samkvæmt
langtimasamningum.
UNDANFARIN ÁR hafa
verið gerðir samningar um
sölu á sovézku jarðgsi til 20-30
ára til rikisfyrirtækja og fyrir-
tækja i Austurriki, ttaliu.
Vestur-Þýzkalandi. Frakk-
landi og Finnlandi. Jafnframt
gassölunni hafa náðst
samningar um kaup á pipum
með breiðu þvermáli, vara-
hlutum i vélar og tækjum fyrir
gasiðnaðinn, og fer greiðslan
fram með gasi.
Frönsk fyrirtæki munu taka
þátt i sölu á tækjum til
Timburverksmiðjunnar i Úst-
Ilimsk á árunum 1975-’76. en
greiðslan fyrir þau fer fram i
tréni.
Gerður hefur verið
samningur við Itölsku eína-
verksmiðjurnar um samstarl'
við finnsk fyrirtæki um
byggingu á timburverksmiðj-
um i Sovétrikjunum.
Samningar standa yfir við
Vestur-Þýzkaland um
byggingu málmiðnaðarverk-
smiðja i Sovétrikjunum við
járnmálmsnámurnar i Kúrsk.
Þetta verða umfangsmikil
viðskipti við Vestur-Þýzka-
land, og fara þau einnig fram
á jöfnunargrundvelli. Einnig
hafa verið gerðir slikir
samningar við Bandarikin og
Japan.
Slik langtima verzlunar- og
efnahagstengsl efla traustið.
skapa góðan efnahagsgrund-
völl fyrir hagstæða þróun
st jórnm álatengsla m illi
Evrópulandanna og hafa góð
áhrif á stjórnmálaástandið á
alþjóðavettvangi.
(APN)
-Þ.Þ.