Tíminn - 12.02.1974, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 12. febrúar 1974.
TÍMINN
11
íslandsmeistara
titilinn í
Fjörðinn...
Glæsilegir yfirburðir FH-liðsins í
1. deildarkeppninni í handknattleik.
FH-ingar unnu Víking 21:18
NORÐMENN
STÓÐU SIG
MJÖG VEL
— þeir gerðu jafntefli við
A-Þjóðverja i handknattleik
í skemmtilegum leik
Með því að sigra Víking á
sunnudagskvöidið varð FH
ísiandsmeistari i hand-
knattleik karla árið 1974.
úrslit leiksins urðu þau að
FH skoraði 21 mark en
Víkingur 18.
Leikurinn var afar skemmti-
legur og vel leikinn á köflum.
Fjögur fyrstu mörkin i leiknum
voru skoruð úr vitaköstum.
Gunnar Einarsson hinn snjalli
leikmaður FH skoraði þrjú mörk i
röð, öll úr vitum og kom FH yfir i
3-0. Einar Magnússon skoraði
fyrsta mark Vikings úr viti og
Sigfús Guðmundsson bætti þvi
öðmi við af linunni. Vikingar tóku
þá Viðar og Gunnar úr umferð
allan leikinn og fengu þeir Stefán
H og Skarphéðinn það hlutverk að
gæta þeirra og gekk það ekki allt
of vel Viðar slapp oft úr gæzlunni
og átti þá góða spretti og gaf góð-
ar linusendingar sem gáfu mörk.
Um miðjan fyrri hálfleik var
staðan 5-3 fyrir FH og var Hjalti
búinn að verja mjög vel þar á
meðal viti frá Einari og skot af
linu. Vikingar voru óheppnir og
voru búnir að missa boltann og
eiga skot i stöng og slá. Á 20. min.
DANIR
TÖPUÐU
AFTUR
Sviar sigruðu Dani i báðum
landsleikjunum i handknatt-
leik, sem þeir léku fyrir helg-
ina. Sviar sigruðu á þriðju-
daginn 10:10 i Kaupmanna-
höfn, og siðan sigruðu þeir
15:14 i Ystad i Sviþjóð á
lim mtudagsk völdið.
jöfnuðu Vikingar 6-6 en Olafur
Einarsson skoraði sjöunda mark
FH en Einar M. bætti tveimur við
fyrir V i king og kom þeim yfir i 8-
7. Ólafur jafnaði fyrir FH og Við-
ar kom þeim yfir i 9-8, en Stefán
jafnaði fvrir Viking og staðan i
hálfleik var 9-9. Seinni hálfleikur
var afar jafn framan af og skipt-
ust liðin á að vera yfir. FH komst
i 11-10 en Skarphéðinn og Sefán
bættu tveimur mörkuð við fyrir
Viking og breyttu stöðunni i 12-11
Vikingi i vil. ólafur skoraði þá tvö
mörk og kom FH yfir i 13-12 en
Einar jafnaði fyrir Viking úr viti
en ólafur kom svo FH yfir aftur
með góðu marki. Um miðjan
seinni hálfleik var staðan 15-14
fyrir FH en Vikingur jafnaði og
FH svaraði fyrir sig með þremur
mörkum og breyttu stöðunni úr
15-15 i 18-15. Birgir Finnbogason
varði viti frá Einari og varði
mjög vel siðustu min. leiksins.
Vikingar virtust ekki þola spenn-
una siðustu min. og FH komst i
20-16, en Einar skoraði 17. mark
Vikings og Ólafur skoraði 21.
mark FH og Vikingar áttu svo
siðasta orðið i leiknum og Einar
skoraði 18. mark Vikings úr viti
og leikurinn endaði með sigri FH
sem fyrr segir 21-18. Ólafur
• HEIMS-
• MET
• í KÚLU
George Woods Bandaríkja-
maðurinn sterki, bætti heims-
met sitt i kúluvarpi innanhúss
á laugardaginn, þegar hann
varpaði kúlunni 22.01 metra á
móti i Kaliforniu. Metið er
betra en heimsmetið utan-
húss.
Einarsson sýndi einn sinn bezta
leik með FH, sem hann hefur
leikið i vetur, og skoraði hann 7
mörk einnig voru þeir Hjalti og
Birgir góðir i markinu og vörðu
þeir oft frábærlega vel. Einar
Magnússon sýndi ágætan leik og
var hann beztur hjá Viking ásamt
þeim Páli og Stefáni.
Mörkin i leiknum skoruðu:
FH: Ólafur 7, Viðar 4 (2 v), Gunn-
ar 4 (4 v), Auðunn og Birgir 3
hvor.
Vikingur: Einar 7 (4 v), Ólafur og
Stefán 3 hvor, Sigfús og Skarp-
héðinn 2 hvor og Páll 1,— GKK.
Norðmenn komu á óvart um
helgina. þegar þeir gerðu
jafntefli, 19:19, við Austur-
Þjóðverja i landsleik i hand-
knattleik, sem fór fram i A-
Þýzkalandi Norðmenn lcku
tvo landsleiki gegn A-Þjóð-
verjum, og fór sá fyrri fram i
I.eip/ig á laugardaginn. Hon-
um lauk með sigri A-Þjóð-
verja 16:18 (13:8). Ilarald
Tyrsal skoraði flest mörk
Norðmanna. eða þrjú en þeir
Iteiner Ganschow og Wolf-
gang Lakemaeher skoruðu
flest mörk A-Þjóðverja eða
fimm hvor.
Á sunnudaginn léku liðin
aftur, og varð þá jafntefli,
19:19, eftir að A-Þjóðverjar
höfðu haft yfir 12:9 i hálfleik.
Þessi árangur er mjög góður
hjá Norðmönnum. þegar það
er haft i huga, að A-Þjóðverj-
um er spáð miklum fram^a i
HM-keppninni i handknatt-
leik.
ÍSLANDSMEISTARAR FH...ásamt Hallsteini Hinrikssyni (lengst til hægri). FH-ingar gáfu honum ts-
landsmeistaratitilinn i 70 ára afmælisgjöf.
Axel óstöðvandi
— hann skoraði 14 mörk gegn Haukum, og þart nú aðeins
að skora 2 mörk til að nó 100 marka takmarkinu
Rússinn er
kominn....
Rússneski þjálfarinn, Iouri Ilytchev, sem þjálfaði
1. deildarlið Vals i knattspyrnu siðasta keppnis-
timabil, kom til landsins sl. fimmtudag. Hann
stjórnaði Valsliðinu i Reykjavikurmótinu i innan-
hússknattspyrnu á sunnudaginn, og tók Gunnar,
Ijósmyndari Timans, þá þessa mynd af honum,
þar sem hann fylgist með leik Vals og Fram.
Fram átti ekki í miklum
erfiðleikum með Hauka á
sunnudagskvöldið og sigr-
aði þá með 13 marka mun,
eða 33-20. Axel Axelsson
skoraði hvorki meira né
minna en 14 mörk, og vant-
ar þvi aðeins 2 mörk til að
ná hundrað marka tak-
markinu, en hann á eftir að
leika 2 leiki.
Haukar byrjuðu vel og komust i
2-0 með mörkum Guðmundar
Haraldssonar, en Arnar Guð-
laugsson skoraði fyrsta mark
Fram. Haukar bættu þvi þriðja
við, en Fram svaraði með 3
mörkum og komst yfir i 5-3. Leik-
urinn var leiðinlegur, og sigur
Fram var aldrei i hættu Haukar
sýndu lélegan leik, það var eng-
inn baráttukraftur i liðinu. og
virtist sem þeim va>ri sama.
hvernig leikurinn endaði. Spurn-
ingin var aðallega um það, hve
Framsigurinn yrði stór. I hálfleik
var7 marka munur, eða 13-6 fyrir
Fram. sem hélt áfram að siga
hægt og rólega fram úr Haukum
og komst i 17-7, eða 10 marka
mun. Markamunurinn var mest-
ur um miðjan seinni hálfleik, eða
14 mörk, og sýnir það hversu
miklir yfirburðir Fram voru.
Staðan var þá 24-10. Axel og
Björgvin voru búnir að eiga mjög
góðan leik. og Axel búinn að gefa
margar fallegar linusendingar á
Björgvin. Það er ekki að sökum
að spyrja, þegar Björgvin fær
boltann á linuna, þá liggur boltinn
i netinu. Guðjón var búinn að
verja ágætlega, og var þáttur
hans i þessum yfirburðasigri
Fram ekki litill. Á 20. min. var
staðan 26-13 fyrir Fram. og var
Hörður Sigmarsson búinn að
skora öll mörk Hauka i seinni
hálfleik, eða 7, en Hörður var
skástur þeirra Haukaleikmanna,
og skoraði hann alls II mörk i
leiknum, en helminginn úr vitum,
eða 6. Það er enginn vafi á þvi. að
Fram verður með i baráttunni
um annað sætið i 1. deild. Hauk-
um tókst að laga stöðuna i 27-17.
en Fram bætti við 3 mörkum og
Haukar skoruðu tvö. og staðan
var orðin 30-19 fyrir Frant. Hauk-
ar bættu svo einu við, en Fram
svaraði með þremur mörkum. og
leiknum lauk með yfirburðasigri
Fram. 3.3-20.
Ingólfur Öskarsson vakti mikla
hrifningu, þegar hann brunaði
fram völlinn einn og óvaldaður.
stoppaði svo við vitateig Hauka
og kallaði á Axel og lét hann um
að skora. og var það 32. markið i
leiknum og 14. mark'Axels. Bezt-
an leik hjá Fram áttu þeir Axel.
Björgvin og Sigurbergur. en
skástir hjá Haukum voru Hörður
og Elias .Jónsson.
Mörkin i leiknum skoruðu:
Haukar: Hörður 11 i6v.i. Elias
4, Guðmundur 2. Sturla. Stefán og
Ólafur 1 hvor.
Fram: Axel 14 (4 v.). Björgvin
6. Ingólfur, Pétur og Sigurbergur
3 hver, Arnar 2. Stel'án og Hannes
1 hvor. —GKK—
1. DEILD
1 ll-liðið stefnir nú að þvi að vinna
l. dcildar keppnina i handknatt-
leik, með fnllu húsi stiga. Staðan
er nú þessi i 1. deild:
FH 11 11 0 0 260: : 185 22
Fram 12 6 3 3 261 : 230 15
Valur 11 6 2 3 216 : 197 14
Vikingur 12 5 2 5 262: 260 12
Haukar 11 2 4 5 201 : 233 8
Armann 10 2 3 5 147 : 161 7
ÍR 11 2 3 6 213 : 263 7
Þór 10 1 1 8 181 :239 3
MARKHÆSTl’ ME.N.N:
Axel Axelsson, Fram 98(39'
Einar Magnúss. Vik. 86 (45)
Viðar Simonarson, FH 74 i 13'
Hörður Sigmarss. Hauk. 73 (25)
Gunnar Einarsson. FH 70 (21'