Tíminn - 12.02.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.02.1974, Blaðsíða 4
14 TÍMINN Þriðjudagur 12. febrúar 1974. Körfuknattleikur: íslandsmeistar arnir úr leik IR-ingar töpuðu fyrir Ármanni 87:84 á laugardaginn. Þeir hafa nú tapað tveimur leikjum í röð í I. deildar keppninni Ármann lagði islandsmeistara iK i körfuknattleik að velli á laugar- daginn i spennandi og jöfnum leik i iþróttahúsinu á Scltjarnarnesi. Leikurinn var mjög spennandi undir lokin, og þegar aðeins 9 sek voru til leiksloka, fékk Anton Bjarnason gullið tækifxri til að jafna, 8(i:H(i — þegar hann brun- aði einn fram völlinn. Ilinum snjalla Jóni Sigurðssyni i Ár- manni tókst að hindra Anton á siðustu stundu, fyrir neðan körfu- hringinn Dómarar leiksins dæmdu viti.en Antoni brást boga- listin i vitaköstunum. Ármenning ÞRÓTT- ARAR EFSTIR Þróttur hefur nú tekið forustuna i 2. deildar keppninni i handknatt- leik. Þróttarar sigruðu Keflvik- inga 24:14 á sunnudaginn i iþróttahúsinu i Njarðvikum. Þróttur, KK og (irótta bcrjast nú um 1. deildar sætið, og er staða liðanna nú þessi i 2. deild: Þróttur 11 9 0 2 244:196 18 KR 11 8 0 2 242:190 16 Grótta 9 7 0 2 221:188 14 ar náðu knettinuin, og þeir inn- sigluðu sigurinn á siðustu sek. leiksins, þcgar Guðmundur Sigurðsson (bróðir Jóns) skoraði körfu úr vitakasti. Leikurinn var mjög jafn i fyrri hálfleiknum, og skiptust liðin á um að hafa forustu. Þegar staðan var 33:33 á 17. min., skipti þjálf- ari Ármanns, Ingvar Sigurbjörnsson, alveg um lið — hann tók alla fimm leikmenn liðs sins út af og lét fimm óþreytta inn á I staðinn. Það dugði ekki, þvi að IR náði 43:39 forustu fyrir leikhlé. I siðari hálfleik lét Ingvar sterkustu leikmenn byrja inn á — þeim tókst að jafan 46:46 á 3. min. og komast yfir 54:46. IR-ingar jöfnuðu síðan 63:63 og komust yfir 78:71, þegar rúmar 3 min voru til leiksloka. Ármenningar tóku þá góðan sprett og jöfnuðu 78:78, og siðan var leikurinn mjög spenn- andi, en honum lauk með sigri Ármanns, 87:84, eins og fyrr seg- ir. Hallgrimur Gunnarsson, Jón Sigurðsson, og Simon Ólafsson, áttu mjög góðan leik hjá Ár- mannsliðinu. Jón dreif spilið áfram, Hallgrimur skoraði marg- ar glæsilegar körfur með lang- skotum á þýðingarmiklum augnablikum, og Simon náði mörgum fráköstum i sókn og vörn. Kristinn Jörundsson bar af i ÍR- liðinu, en þeir Agnar Friðriksson og Anton Bjarnason áttu mjög slæman dag, sérstaklega undir lokin, þegar þeim mistókst oft illa. Stigahæstu leikmenn voru: Ar- mann: Hallgrimur 24, Jón 18 og Simon 12. 1K: Kristinn 34 og Agn- ar 22. — SOS. STAÐAN Njarðvikingar unnu HSK i 1. deildar keppninni i körfuknatt- leik, 75:70. Þeir tóku forustuna i upphafi leiksins og komust fljót- lega i 28:11. Leikmenn HSK söx- uðu á forskotið, og þegar 5 min. voru til leiksloka, var staðan (>(i:fi:i fyrir UMFN, en ieiknum lauk eins og fyrr segir 75:70. Staðan er nú þessi i 1. deildinni i körfuknattleik: KR 5 5 0 434:361 10 Valur 6 5 1 549:478 10 1R 642 550:420 8 Armann 5 3 2 402:395 6 1S 523 392:322 4 UMFN 6 2 4 465:494 4 HSK 5 1 3 365:382 2 UMFS 6 0 6 389:540 0 SNÆFELL VANN Á AKUREYRI Snæfell frá Stykkishólmi var sigursælt á Akureyri um helgina. Liðið lék þar tvo leiki i 2. deildar keppninni i körfuknattleik, og sigraði þá báða. Á laugardaginn vann Snæfell IMA 57:47, og á sunnudaginn Þór 51:42. Fram vann Gróttu i 3. deildar keppninni 71:35 á sunnudaginn i iþróttahúsinu á Seltjarnanesi. KNAPP ER KOMINN Enski knattspyrnuþjálfarinn Tony Knapp, sem mun þjálfa KR-liðið i sumar, er nú kominn til landsins, og mun hann byrja af fullum krafti með KK-liðið nú i vikunni. Nú eru þrir erlendir þjálfarar komnir, George Smith til Keflavikur, Tony Knapp til KK og Louri Ilytchev til Vals. Aðrir erlendir þjálfarar, sem munu þjálfa Víking, Skagamenn og Vestmannaeyinga, eru nú væntanlcgir til landsins. Akureyringar eru enn að leita fyrir sér um þjálfara, og hafa þeir haft samband við rússnezkan þjálfara, danskan og v-þýzkan. Það mun skýrast á næstunni, hvaða þjálfari kemur til Akureyringa. Nú er tækifæri til að læra á skíðin 1 gær hófst á vegum Skiðasam- bands Islands skiðakennsla fyrir almenning við skiðaskálann i Hveradölum. Skiðasambandið hefur ráðið til þessarar kennslu tvo mjög færa kennara, þá Hannes Tómasson, sem kennt hefir undanfarin þrjú ár við skiðaskölann i Geilo i Noregi, svo og Frakkann Gilbert, sem þjálfar nú reykviska skiðakeppendur. I athugun er að fá fleiri skiðakenn- ara erlendis frá, og mun M-agnús Guðmundsson, sem hefur verið skiðakennari i Sun Valley i Bandarikjunum undanf. 10 ár, koma hingað i næsta mánuði. Kennslan fer fram eftir ákveðnu kerfi, sem er mjög einfalt, og nokkrar kennslustundir á viku gefa Tólki möguleika til nokkurs undirstöðulærdóms. Kennt er i tveggja klst. önnum, og kaupir fólk sér miða fyrir þær annir sem þeim henta. Kennsluannirnar eru sem hér segir: Kl: 10:30-12:30 Kl: 14:00-16:00 Kl: 17:00-19:00 Kl: 20:00-22:00 Kennt er alla daga vikunnar nema á laugardögum og sunnu- dögum, og er verð fyrir kennslu- önnina kr. 500.00 fyrir fullorðna en kr. 300.00 fyrir unglinga frá 12- 16 ára, en þeir verða með sér- tima. Siðar er ráðgert að taka upp kennslu fyrir börn innan 12 ára aldurs. Fyrirkomulag þetta er frá- brugðið þeim námskeiðum, sem áður hafa verið haldin. Hér þarf ekki að innrita sig i neitt sérstakt námskeið, heldur kaupir fólk sér þann tima, sem hentar hverjum og einum. Aldrei verða fleiri en 15 i kennsluhópi. Aðgangskort eru seld i Umferðarmiðstöðinni alla daga, og hægt er að velja um margar ferðir i Hveradali á hverjum degi. Með kennslu þessari vill Skiða- samband Islands koma til móts við óskir hinna fjölmörgu, sem bætzt hafa i hóp hinna áhugasömu skiðaiðkenda á undanförnum árum. PUNKTAR... íslenzk knattspyrna í brezkum blöðum GEORGE Smith,, enski þjálfarinn, sem Keflvíkingar réðu, hyggst kynna íslenzka knattspyrnu á Bretlands- eyjum næsta sumar með því að skrifa dálka í blöð í Manchester. Smith var lengi leikmaður hjá Manchester-City og á fjölmarga vini í blaðamanna- stétt. Það hefur ekki áður gerzt, svo að vitað sé, að skrifað hafi verið reglulega um íslenzka knattspyrnu i erlend blöð. Aftur á móti hafa birzt óreglulega fréttir i kunnum mánaðarritum um íslenzka knattspyrnu. Fyrsti stórleikurinn framundan Nú er búið að ganga endanlega frá flóðlýsingu malarvallarins á Fram-svæðinu. Voru Ijósin prófuð s.l. föstudagskvöld, og reyndust vel. Er hér um full- komnustu lýsingu á knattspyrnuvelli í Reykjavík að ræða, ef flóðlýsingu Melavallarins er sleppt. Flóðljósin á Fram-vellinum verða vígð einhverja næstu daga, og þá væntanlega með leik bikarmeistara Fram og Islandsmeistara Kef lavíkur, en sem kunnugt er tapaði Keflavík aðeins einum leik á siðasta ári, úr- slitaleiknum gegn Fram i bikarkeppninni. Yrði leikur þessara aðila nú fyrsti stórleikur ársins á knatt- spyrnusviðinu. Heimaleikir ekki seldir Sú yfirlýsing Ellerts B. Schram, formanns KSÍ, að KSÍ hyggist ekki selja „heimaleiki" islenzka lands- liðsins úr landi, en það kom fram í viðtali við Ellert í sunnudagsblaðinu, hefur vakið talsverða athygli. Er hér um verulega stefnubreytingu að ræða frá því, sem gilti i stjórnartíð Alberts Guðmundssonar. Leggur Ellert áherzlu á, að KSÍ hafi skyldur gagnvart íslenzkum knattspyrnuáhorfendum. Þeir félagar, Ellert og Bjarni Felixson, munu halda utan á föstudaginn og ganga frá leikdögum í Evrópu- keppni landsliða. Hvað gera borgaryfirvöld? Sú stefna KSi að leika „heimaleiki" á islenzkri grund, er tvímælalaust rétt. Sömuleiðis ættu íslenzku félagsliðin að fylgja því fordæmi. . Keflvíkingar hafa alla tíð haft þá stefnu að leika heima og heiman, þótt stundum hafi verið teflt á tvær hættur f járhags- lega. Það er skylda borgaryfirvaIda að létta undir með félögum, sem leika heima, með því að hliðra til með vallargjöld. Á síðasta ársþingi Knattspyrnuráðs Reykjavíkur var samþykkt að skora á borgaryfirvöld að fella niður leigugjöld af leikjum Reykjavikur- félaga, sem þátttaka i Evrópukeppni og leika heima. Þessi tillaga hefur legið i salti hjá íþróttaráði Reykja- vikur, en væntanlega líður ekki á löngu, áður en af- staða verður tekin til málsins af hálfu borgaryfir- valda. Óónægðir óhorfendur i sambandi við Reykjavíkurmótið í innanhússknatt- spyrnu, sem leikið var á sunnudaginn, vakti það mikla óánægju hjá áhorfendum, að þeim var gert að greiða aðgangseyri tvivegis. Keppnin hófst f Ijótlega eftir há- degi og stóð f ram að kvöldmatarleyti. Þá var gert hlé á . keppninni, en henni síðan f ram haldið eftir kvöld- miat, og fóru þá fram útslitaleikir. Var þá seldur sér- stakur aðgangur. Skiljanlegt er, að tryggum knattspyrnuáhuga- mönnum f innst mikið að greiða tvivegis fyrir að horfa á sömu keppnina, en á það ber að líta, að framkvæmd keppni eins og þessarar er dýr, og einhvern veginn verður að standa undir kostnaði við húsaleigu. Sérstakt tækifæri Eins og fram kemur i frétt annars staðar, hefur stjórn Skiðasambands islands beitt sér fyrir sér- stökum námskeiðum fyrir byrjendur á skíðum. Þessi námskeið er sérstaklega aðgengileg, og er þess að vænta að almenningur notfæri sér þau. Margir kaupa dýran skiðaútbúnað, en hafa takmarkaða kunnáttu á skiðum vegna þess, að ekki hefur farið fram skíða- kennsla í nágrenni borgarinnar að neinu marki. Nú er tækifærið hins vegar, og hvetur íþróttasiðan sem f lesta til að notfæra sér námskeið Skiðasambandsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.