Tíminn - 18.05.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.05.1974, Blaðsíða 1
W\ Auglýsingadeili TÍAAANS Aðalstræti 7 — 76. tölublað — Laugardagur 18. mai — 58. árgangur. 7J\ KOPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Simi 40-102 Halldór E. Sigurðsson fjármólaráðherra um skattbreytinguna: Styrkti sveitarfélögin og stórjók framkvæmdagetu þeirra Yfirtaka ríkissjóðs á framlögum sveitarfélaga til almannatrygginga og löggæzlu nemur 1530 milljónum króna á þessu ári TK-Reykjavík. — Timinn átti vifttal við Ualldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra siðdegis i gær og bað hann að gefa Timanum upplýsingar um það, hve mikill stuðningur við sveitarfélögin hefði i raun falizt i- skatta- breytingungunni, sem hann beitti scr fyrir á árinu 1972. Fjármála- ráöherra sagöi, aö miðað við fjár- lög 1974, að viðbættri þeirri hækkun lifeyristrygginga, sem varö 1. april sl., liti dæmið þannig út, aðsamtals hefði verið létt 1530 milljónum króna af sveitar- félögunum og fært yfir á rikis- sjóð. — Yfirtekinn hlutur rikissjóðs á skuldbindingum sveitarfélag- anna samkvæmt þeim lögum, sem giltu fyrir 1972, nemur 800 rnilljónum króna vegna lifeyris trygginga almannatrygginga- kerfisins og 500 milljónum króna vegna sjúkratrygginganna, þ.e. framlögtil sjúkrasamlaganna frá sveitarfélögunum. Samtals hefur þvi verið létt af sveitarfélögunum byrðum, sem þau hefðu annars orðið að innheimta með útsvörum á ibúa bæjar- og sveitarfélag- anna. Til viðbótar þessu kemur svo yfirtaka rikissjóðs á lögreglu- kostnaði i sveitarfélögunum, en hann hefði lagzt á sveitarfélögin, að óbreyttum lögum. Alls nemur þessi löggæzlukostnaður i sveitarfélögunum 230 milljónum króna, og samtals nema þær byrðar, sem rikissjóður nú axlar, en sveitarfélögin hefðu annars orðið að innheimta af gjaldendum með útsvörum á þessu ári, 1530 milljónum króna. t sambandi við löggæzlu- kostnaðinn vil ég geta þess, að þar hefur mestum byrðum verið létt af útsvarsgreiðendum i Reykjavik. Meira en helmingur af heildarlöggæzlukostnaðinum i sveitarfélögunum fellur til i Reykjavik, eða 130 milljónir af 230 milljónum króna i heild. Þarna er m.a. að finna skýringuna á þvi, hve mörg sveitarfélög hafa getað lagt mikið fjármagn af tekjustofnum sinum til framkvæmda og uppbyggingar. Þarna er t.d. að finna skýringuna á þvi, hve Reykjavikurborg hefur getað hækkað gifurlega framlög sin til framkvæmda. En sagan er þó ekki nema hál.f sögð. Um leið og þessu var létt af sveitarfélögunum og fært yfir á rikjssjóð, var yfirtekinn hlutur einstaklinganna i lifeyris- tryggingunum og sjúkrasam- lögunum, þ.e persónuskattarnir voru felldir niður og þeir felldir inn i tekjuskattinn til rikisins. Þar með greiða einstaklingarnir til þessara þarfa eftir efnum og ástæðum, en áður lögðust þessir nefskattar jafnþungt á þann tekjulausa eða tekjulitla og hátekjumanninn. Ef búið hefði verið við óbreytt skatta- og tryggingalög, hefðu einstaklingar i sveitarfélögum landsins orðið að greiða samtals 2715 milljónir króna i persónu- sköttum til almannatrygginga- kerfisins og sjúkrasamlaganna, auk tekjuskatts til rikisins og útsvars til sveitarfélagsins. Samtals nemur þvi yfirtaka rikissjóðs á hiut sveitarfélaga og einstaklinga i tryggingakerfinu og löggæzlunni hvorki meira né minna en 4245 milljónum króna á þessu ári. Mennskilja kannski, hve mikið átak var hér gert af rikisins hálfu llalldór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra. til að styrkja sveitarfélögin og gera skattheimtuna til sameigin- legra þarfa réttlátari á einstaklingana, þegar þeir vita, að áætlaður tekjuskattur einstaklinga til rikissjóðs á þessu ári nemur 4.100 milljónum króna. eða lægri upphæð en nemur Framhald á 17. siðu. Táknræn mynd úr öngþveitinu í umferöinni i Reykjavik • • —Tímamynd: Gunnar ONGÞVEITI I UMFERÐAR- MÁLUM BORGARINNAR íhaldið hefur skellt skollaeyrum við öllum umbótatillögum BH—Reykjavík. — úrbætur á þvi öngþveiti, er rikir i umferðarmál- um Reykjavikurborgar, eru þess- ar helztar, að áliti fulltrúa Fram- sóknarmanna i borgarstjórn: 1. Gerð verði heildaráætlun um eflingu Strætisvagna Reykjavik- ur, vangnakostur aukinn og bættur og tiðni ferða aukin. 2. Gerö verði athugun á þvi, hvort og þá hvenær hagkvæmt geti orðið að koma upp almenningsflutningaleiðum, sem byggja á innlendri orku. Er þá átt við t.d. svonefnda einteinunga ofan venjulegrar umferðar. 3. Kannað verði, hvort hag- kvæmt geti orðið við erfiðustu umferðarhnúta aö leysa umferð- ina neðanjarðar i stað þeirra miklu umferðarmannvirkja, sem Aðalskipulagið frá 1962 gerir ráð fyrir. 4. Heildarathugun fari fram á umferðarkerfi gamla miðbæjar- ins, þar sem lagt er til grundvall- ar það gatnakerfi, sem nú er, með þeim vandamálum, sem nú rikja. 5. Gerð verði könnun á hugsan- legri dreifingu stofnana um borg- ina. Umferðarmál hefur oft borið á góma í borgarstjórn á liðnu kjör- timabili og borgarfulltrúar k'ramsóknarmanna haldið uppi harðri gagnrýni á ihalds- meirihlutann fyrir sinnuleysi, slóðaskap og vandræðahátt i þessum efnum. En öll úrræði til bóta hafa hlotið sama dóm ihalds- ins, allar tillögur verið felldar eða visað út i nefndamyrkur borgar- kerfisins. Hefur ihaldið einna helzt fengizt til að ræða tillögurn- ar, er fulltrúar þess hafa endi- lega þurft að láta i ljós undrun sina á sifelldum tillöguflutningi i Framhald á 17. siðu. Jarðskjólftarnir í Hvítársíðu: HARÐASTI KIPP- URINN í GÆR ÞVI VIRÐIST ekki að heilsa, að jaröskjálftarnir i Borgarfirði séu að fjara út. Þeir hófust á ný i fyrrinótt, á tiunda timanum i gærmorgun varð jarðskjálfti, sem mældist fjögur stig á Richterskvarða, og uin hálf-þrjú I gærkvöldi annar, sem mældist rúmlega fimm stig. Er það harð- asti kippurinn, sem komið hefur liingað til. Jarðskjálftarnir voru sem fyrr harðastir um miðbik Hvitarsiðu, og hafa sums staðar orðið þar dá- litlar skemmdir, svo sem á Bjarnastöðum, þar sem sprungur hafa komið i fjósveggi. Er þar búið að taka allt lauslegt úr hillum og skápum, svo að það kastist ekki til eða detti niöur við jarðhræringarnar. Jarðskjálftanna hefur einnig gætt talsvert i Hálsasveit og Reykholtsdal, þar sem vörur duttu úr hillum i búð i Reykholti i gær, og hvinur heyrðist niðri i Borgarnesi, er snarpasti kipp- urinn reið yfir. Jarðskjálftar hafa aldrei fyrr mælzt i Hvitarsiðu, en þeir eru nú búnir að standa siðan um siðustu mánaðamót er smá- hræringa fór að verða vart. Nú siðustu daga hafa kippirnir verið svo harðir, að slikar hræringar koma hérlendis ekki nema á eins til tveggja ára fresti. Verðlækkun á mánudaginn: ígildi átta vísitölustiga RÍKISSTJÓRNIN hefur, i samræmi við stefnu sina um viðnám gegn verðbólgu, ákveðið að lækka verð á brýn ustu na uðsy nj av öru m með niðurgreiðslum á verði þeirra. i þessu markmiði verða auknar niöurgreiðslur á verði mjólkur, kindakjöts, rjóma, skyrs, smjörs, osta og kartaflna. llækkun niður- greiðslnanna, sem hér um ræðir, er igildi 8 stiga hækkunar á kaupgjalds- visitölu. Sem dæmi um útsöluverðs- lækkun þá, sem leiðir af þessum auknu niður- greiðslum, skal nefnt, að verð á mjólk i heilhyrnum breytist úr kr. 32.60 á hyrnu i kr. 20.20. Rjómi lækkar úr 66,70 i 49 krónur fjórðungshyrna, skyr úr 73 i 48.40 smjör úr 464 i 2*00 krónur, súpukjöt (frampartur og siða) úr 300 krónum i 183. kótelettur úr 380 i 257 og kartöflur annar flokkur, úr 29.60 i niu krónur. Þetta nýja verðlag tekur gildi á mánudaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.