Tíminn - 18.05.1974, Side 11
10
TÍMINN
Laugardagur 18. mai 1974.
Laugardagur 18. mai 1974.
i
TÍMINN
11
GUNNAR GUNNARSSON
SKÁLD 85 ÁRA
A heimili skáldsins viftDyngjuveg I Reykjavlk. Gunnar Gunnarsson ásamt Francisku konu sinni. Franciska er fædd á Jótiandi. Þau giftu sig 20.
ágúst árið 1912. Hún hefur búið manni sinum fagurt heimiii og listrænt.
viti það sjálfur. Að minnsta kosti
ekki án töluverðrar umþenking-
ar.
— Á daglegt lif þitt?
Brenndi
ströndina
Breytingin var auðvitað all-
mikil, en þetta gekk nú allt saman
hægt og sigandi. Borgarættin
gerði mér fært að greiða skuldir,
sem ég illu heilli hafði ratað i — ef
ekki góðu! Þvi annars hefði þetta
allt saman liklega farið öðruvisi.
Þá gátum við Franzisca einnig
leyft okkur að búa við betri kjör
og þurftum ekki framar að svelta
hálfum sulti, en hún hafði fyrst
manna lesið söguna, nefnilega
blaðsiðu eftir blaðsiðu á meðan
hún varð til, og átti margfaldan
þátt i henni — við giftum okkur
fy^ir ritlaunin fyrir fyrsta bindi,
— 300 krónur. Þá vannst mér
einnig meira næði til iðju minnar.
Gat meira að segja leyft mér að
brenna fyrstu gerðina af Strönd-
inni, daginn sem ég var uppá-
klæddur til að færa útgefanda
hana, en varð að biða eftir járn-
brautarlestinni, tók að glugga i
handritið — og leizt ekki á blik-
una. Sem betur fór hafði ég-
manndóm i mér til að fylgja
óbrjálaðri skynjun á siðustu
stundu. Söguna hafði ég samið að
vetrarlagi við örðugar aðstæður.
Bruninn mun hafa farið fram um
sumarsólstöður og fór vel á þvi.
Við höfðum leigt okkur inn úti i
skógi og hlakkað til ánægjulegra
hvildardaga, en i staðinn settist
ég við borð undir glugga og sat
þar lon og don. Bókin kom út um
haustið i sinni núverandi mynd —
sem að minnsta kosti er skárri en
sú, sem varð eldinum að bráð.
Heim eftir
þrjá áratugi
— Hvers vegna fluttist þú heim
til Islands aftur, eftir rúmlega
þrjá áratugi i Danmörku?
— Það hafði alltaf vakað fyrir
okkur. En ég átti ekki beinlinis
upp á háborðið heima. Auk þess
voru ýmsar ástæður, sem ekki
leyfðu það. Um leið og ég taldi
efnahaginn tryggðan, var ekki
lengur eftir neinu að biða. Enda
höfðum við þá um nokkur ár verið
á höttunum eftir jarðnæði heima,
stundum komin á fremsta hlunn
með að festa kaup á t.d. Kolla-
firði, Stóra-Botni, Arnarnesi við
Þingvallavatn — og fleira mætti
telja. Þá var það siðsumars 1938,
að okkur bauðst Skriðuklaustur,
næsti bær við Valþjófsstað, þar
sem ég er borinn og barnfæddur.
Við skruppum heim og gengum
frá kaupunum. Hvort við hefðum
þorað það, hefði okkur grunað að
ný heimsstyrjöld væri i aðsigi,
skal ég ekkert um segja. En það
er sérkenni slikra voveiflegra at-
burða, að þeir koma allajafna að
óvöru. Vonandi eigum við ekki
eftir að lifa fleiri, en sjaldan hefur
verið jafn svart i álinn.
— Hefur veran á tslandi ekki
verið raunveruleg einangrun frá
heimsbókmenntunum og haft
áhrif á framgang þinn erlendis?
Einangrun
á íslandi?
— Ég hef reynt og reyni að
fylgjast með eftir beztu getu. Ég
hef ekki verið mér úti um um-
boðsmann, og það er af sem áður
var, að bækur minar séu að sjálf-
sögðu prentaðar á ný þegar þær
eru uppseldar. En það er þó alltaf
reytingur, og fram til þessa hafa
erlendar höfundartekjur minar
farið fram úr þeim innlendu, og
fremur hækkað en lækkað. Upp á
siðkastið hefur á ýmsa lund orðið
vart vaxandi áhuga. Fyrir einum
fimm árum sneri eitthvert
stærsta skóiabókaforlag Ame-
riku, Twayne & Company sér til
ákveðins manns um að rita
bókarkorn um verk min i flokk,
sem þeir kalla World Authors.
Hann dró þá ein tvö ár á ákveðnu
svari, en gafst þá upp, enda ekki
fær um að taka verkið að sér.
Meira veit ég ekki. En ameriska
útgáfan af Svartfugli er að verða
uppseld og ný prentun fyrirhug-
uð. Þá hafa og Blindhús og Brim-
henda nýlega verið þýddar á
ensku, og þá siðari hefur alþjóð-
legt timarit i Lundúnum tryggt
sér til birtingar, hefur meira að
segja hug á að prenta þær báðar,
og ef til vill einnig endurþýðingu á
Aðventu, áður en þessar þrjár
sögur koma út innan einna
spjalda, sem nú er mikil tizka
þarlendis. Ennfremur er verið að
endurþýða Ships in the Sky og
The Night and the Dream og ný-
þýða Óreyndan ferðalang, og
mun þá Kirkjan á fjallinu loks.
koma út i heild og undir réttu
nafni á enska tungu. Það sem
bagað hefur bókum minum á
ensku, eru afleitar þýðingar.
— Hvernig ber að lita á stöðu
höfundar, sem skrifar fyrir
200.000 lesendur?
Lesendur bóka
— Það fer eftir atvikum, eins og
flest i þessu flókna jarðlifi okkar.
þar ræður kylfa kasti, eins og
dæmin sýna frá landnámsöld til
þessa dags. Það sem er lifvænt
lifir: ljóð, stökur, þjóðsögur og
aðrar stærri og smærri, og annað
með afburðum ritað mál. Lif
höfundar, nefnds eða nafnlauss,
rennur saman við lif þjóðarinnar
á öfundsverðan hátt — hann lifir
sem snar þáttur ómetanlegrar
heildar.
— Er æskilegt að ungir höfund-
ar reyni að tileinka sér erlend
mál með það fyrir augum, að
frumsemja verk sin á þeim, eða
leysa þýðingarmiðstöðvar þenn-
an vanda?
— Þýðingarmiðstöðvum, verð-
launaveitingum iaustureg vestur
og ööru álika brambolti liðandi
stundar hef ég mjög takmarkaða
trú á. Á eftir að sjá nokkur veru-
leg áhrif til góðs af iðnvæðingu
lista i hvaða formi sem er. Og
þetta með höfundana ... Hvort
þeir eigi að reyna sig á erlendum
málum ... Það verður vist hver og
einn að gera upp við sjálfan sig —
og taka afleiðingunum. Um slikt
er ekki hægt að gefa neinar al-
gildar reglur — árangurinn er það
eina, sem máli skiptir. Og að sjá
hann fyrir verður að teljast úti-
lokað.
Ritfrelsi
— Ritfrelsi. Er meira ritfrelsi i
heiminum en það var t.d. fyrir 50
árum?
— Frá þvi ritöld hófst hefur rit-
frelsinu allajafna verið ærið
þröngur stakkur skorinn, og svo
er enn, enda rétta leiðin vandröt-
uð.
— Sýna islenzkir rithöfundar
frelsi hins ritaða og talaða orðs
nógu mikinn áhuga?
— Að þvi er ég bezt veit eru þeir
ekki eftirbátar annarra um þá
hluti, allflestir. En um þá hluti
má lengi deila og sýnist sitt
hverjum.
— Er hugsanlegt að unnt sé með
aðgerðum að auka bóklestur,
bóksölu og framgöngu ritlistar á
tslandi? Þá með hverju?
— Svarið liggur fyrir þar sem
eru Mál og menning, Almenna
bókafélagið, á sina visu Helgafell
— og fleiri mætti telja.
Skáldsagan ódrepandi
— Er skáldsagan lifandi tján-
ingarform á dögum sjónvarps,
leikhúsa, og voldugra fjölmiðla.
— Skáldsagan er ódrepandi —
hrannir tizkunnar hrynja af henni
ósnortinni sem forngrýtisdranga i
ólgusjó sibreytilegrar tizku.
— Er liklegt að þú hefðir, ef þú
værir ungur nú, snúið þér að kvik-
myndagerð eða leikhúsverkum?
— Kvikmyndagerð áreiðanlega
ekki — svo fremi ég væri sá, sem
ég er. Af leikritagerð er ég ekki
alsaklaus, en það er og verður
skáldsagan, sem á hug minn og
hjarta og sem ég lifi og anda i,
enda ódauðleg, svo fremi mann-
kynið þráast ekki i fyrir alla muni
að fyrirfara sjálfu sér.
— Nokkuð sem þú vilt segja
öðrum rithöfundum, islenzkum á
þessum timamótum?
Það þarf auðvitað ekki að
ámálga, að sál málsins er sál
þjóðarinnar, og að tilvera is-
lenzkrar þjóðar og menningar er
aðeins hugsanleg með tunguna að
bakhjalli. Þess vegna ber að fara
varlega i að afmá einkennin um
uppruna málsins i islenzkri staf-
setningu. Afnám zetunnar er að
réttu mati á við mannsmorð og
miklum mun hættulegri tungunni
en slangur erlendra orða, sem
koma og fara og nánast er að likja
við óhreinindi.
Svörin voru komin, spurn-
ingarnar höfðu ef til vill verið of
almenns eðlis, en þær voru ekki
ætlaðar til að standa undir neinni
ævisögu, heldur til að skygnast i
viðhorf hins fræga manns,
skáldsins dáða. — Við áræðum að
bæta fáeinum spurningum við:
Starfsdagur
skáldsins
— Hvernig er starfsdegi þinum
nú háttað?
— Ég fer á fætur klukkan sex,
fimm daga vikunnar og sezt við
skrifborðið. 'Eginið af timanum
fer i að snúa þessum bókum min-
um af dönsku yfir á islenzku, þvi
mér finnst ef mér endist aldur til,
að þá væri nógu gaman ef þessar
bækur væru til á islenzku i minni
eigin gerð. Að visu má gera ráð
fyrir þvi, að hægt væri að þýða
Gunnar Gunnarsson skáld. Myndin er tekin á heimili skáldsins fyrir fáeinum dögum. Gunnar vinnur
enn að ritstörfum þrátt fyrir háan aldur og leggur nótt við dag.
Einn frægasti islendingur
siðari tima er Gunnar Gunnars-
son, skáld og er þá átt viö frægð
innan iandsteinanna og utan. —
Einn vordag, þegar hafið barði
landið og regnið fjöilin i andiitið,
gengum við á hans fund, þvi hann
ætiaði að gera undantekningu og
ciga örstutt samtal við dagblað.
Ef til vill hefur vorið átt sinn þátt
i þvi, en hvað um það, Gunnar
Gunnarsson er nefnilega svo upp-
tekinn við skriftir, að hann lætur
opinbert lif sig engu skipta, held-
ur situr yfir bókum sinum alla
daga og þýðir nú mest eigin verk
á islenzku, en þau voru sem flest-
um er kunnugt skrifuð upphaf-
lega á dönsku.
Það er aö visu ekki nein ný-
lunda, eða tiðindi, að skáld séu
negld niður við skriftir, alla daga
og oft næturnar lika, en sjaldgæft
mun þó, að áttatiu og fimin ára
gamall maður skrifi bók eftir bók
— jafnvel þótt hann geti þakkað
drottni ágæta heiisu og mikið
þrek. Já, drottni og löngum
gönguferðum, kynni einhver að
segja, þvi að hann gengur hvern
dag eina danska milu og fyllir
lungun útilofti. Hjartað slær örar
og hugurinn reikar viðar, og þeg-
ar hann kemur endurnærður
hcim aftur, sezt hann viö
skriftirnar á ný, cftir hóflcga
hvild.
Fyrsta bókin 1906
Gunnar Gunnarsson er fæddur
á Valþjófsstað i Fljótsdal árið
1889 og hann gaf út sina fyrstu bók
árið 1906, Vorljóð, Nokkur kvæði.
Sama árið kom út Móðurminning
og það eru þvi bráðum liðnir sjö
áratugir frá þessum fyrstu rit-
verkum. Siðan rak hver bókin
aðra og nú veit enginn i raun og
veru hve margar útgáfurnar eru
orðnar, þvi að skáldrit hans hafa
verið þýdd á fjölda tungumála, en
frumsamin rit munu vera milli 50
og 60 talsins.
Samkvæmt þeim reiðum, sem
skáldið hefur sjálft á sinum mál-
um, hafa bækur hans verið þýdd-
ar á 20-30 tungumál, en þess er að
gæta, að mikið af útgáfum kemur
aldrei fyrir hans augu. Einhverjir
menn taka þær bara og gefa þær
út og þær lifa sinu lifi fjarri höf-
undi sinum og skapara.
Komið á Dyngjuveg
Það var komið vor og það
rigndi, þegar við námum staðar
fyrir framan hús Gunnars
Gunnarssonar, og það mátti segja
að nú rigndi vorinu beinlinis yfir
fólkið og grámuggulega borgina.
Gunnar býr við Dyngjuveg, hefur
sjávargötu skamma, viðsýnt er
til fjalla og yfir borgina sem
stækkar og stækkar, þvi húsið
stendur efst á klettabrún, eins og
hann sjálfur. Þetta hús reisti
hann sér, þegar hann hætti að
vera bóndi austur á Skriðu-
klaustri, en það varð hann, eftir
að hann settist að á fslandi eftir
áratuga starf i Danmörku við
samningu skáldrita.
Moldin var byrjuð að ilma og
vindurinn strauk landið volgum
fingrum, þegar Gunnar Gunnars-
son opnaði dyrnar á húsi sinu.
Hann heilsaði alúðlega og sýnd-
ist lágvaxnari, en manni virðist
af myndum, en léttur og kvikur i
hreyfingum, er hann leiddi okkur
til stofu. Eftir stutt spjall um alla
heima og geima og landsins gagn
og nauðsynjar, lögðum við fram
fáeinar spurningar og hann las
þær næstum þvi grimmdarlega,
en þó með ákveðinni stillingu
heimsmannsins, sem hefur hreint
borö. Siðan leit hann brosandi upp
og sagði:
— Ég vil heldur skrifa svörin.
Ég breyti hvort eð er svo miklu,
að það gengur betur þrátt fyrir
allt .... og hér koma siðan spurn-
ingarnar og svörin:
Hversvegna
rithöfundur
— Hver var ástæðan til að þú
gerðist rithöfundur?
— Þvi er vandsvarað. Ætli ég
verði ekki að visa til Kirkjunnar á
fjallinu! Þar er rakið, að ýmsar
aðstæður lágu til, að það var það
eina, sem hugur minn frá upphafi
hneigðist til. Og það svo ákaflega,
að ég meira að segja sá i draumi
bækurnar með götunni fram, en
sem betur fór fékk ég ekki talið
þær. Þær voru fleiri en svo.
— Hvers vegna ferðu siðan aö
rita á dönsku?
Aftur er einfaldast að visa til
Fjallkirkjunnar.-Þetta gerðist
nú einu sinni svona — að ýmsum
leiðum. Meira og minna meðvit-
að. Stundum af brýnni nauðsyn.
Enda fór mér að þykja vænt um
dönskuna er fram i sótti.
— Telurðu að danskan hafi haft
afgerandi áhrif á stil þinn? Að
stillinn hefði orðið annar, ef ritin
hefðu verið frumsamin á is-
lenzku?
— Það er vel til — út i það hef ég
aldrei hugsað — sennilega er ein-
faldast að finna svör við þvi að
visindalegum leiðum. Annars var
það lengst af svo, að ég þýddi úr
islenzkunni um leið og reyndi að
koma orðum að þvi á dönsku, sem
er flókið mál og ekki auðritað
fremur en islenzkan — þótt á ann-
an hátt sé. Stundum verður setn-
ing alveg að umturnast, eigi hún
að segja það sama á báðum mál-
um.
Alþjóðahyggja
— Var alþjóðahyggja meiri, eða
minni fyrir heimsstyrjöldina
fyrri?
— Ég er ekki frá þvi, að hún
hafi verið fullt eins mikil, að
minnsta kosti var hún annarrar
og að mér i fljótu bragði virðist,
verðmætari tegundar, enda mikil
skáld uppi um alla Evrópu og við-
ar i hvers hugsandi manns huga.
Nú eru það flokkadrættirnir sem
mörk sin setja og matinu ráða i
nær öllum atriðum, svo að við
jaðrar allsherjar borgara-
styrjöld, einnig i svokölluðum
lýðræðisrikjum.
— Gæti verið að skoða beri til-
raunir Islendinga til að rita á
tungu stórþjóða sem alþjóða-
hyggju, fremur en aðgang að
stórum markaði fyrir verk sin?
— Ég veit svo sem ekki, en það
er til i málinu. Annars eru Danir
engin stórþjóð, en leiðin þaðan út
i heiminn var opnari og greiðfær-
ari en að heiman, ekki hvað sizt
vegna þess, hve fáir góðir mála-
menn skilja islenzku, sem auk
þess er örðugt mál að þýða úr og
ekki nema á fárra færi, sem ráun
ber vitni. Hvað mig snertir voru
þetta sem sagt aðeins aukaatriði,
en áður en varði tóku þau að
skipta nokkru máli. — Aðalatriðið
var, að mér þegar á unglings-
árunum gafst færi til að kynna
mér heimsbókmenntirnar á þeim
frummálum, sem ég skildi og
annars i oftast góðum og stundum
afburða þýðingum. Þetta voru
sannkölluð námsár, þótt ég færi
minar eigin leiðir — eða öllu held-
ur aðallega vegna þess.
Gestur eineygöi
réöi úrslitum
Hvar og hvenær verður þér það
ljóst, að þú ert raunverulega les-
inn höfundur og mikilsmetinn af
almenningi?
-- Það var Gestur eineygði,
sem þar réð úrslitum. Bókinni
var fádæma vel tekið — hún kom
út haustið 1913. Og árið eftir kom
Saga Borgarættarinnar i tveim
bindum, sem varð að endur-
prenta þegar sama ár, og vist alls
hefur verið prentuð þar i eitthvað
á annað hundrað þúsund eintök-
um.
— Hvaða áhrif hafði frægðin á
þig sem höfund?
— Ja, hvað skal segja? Ætli ég
Vinnustofa skáldsins erstór og björt. Gunnar tileinkar sér strangleg
vinnubrögð og færir sér I nyt tæknina, þvi hann skrifar nú á kúlurit-
vél. llér situr hann iöngum við skriftir og þýöir eldri verk sin á islenzku,
þvi að hann vill gjarnan geta gengið frá þeim á móðurmálinu.
þær vel af öðrum, en samt er sú
hugsun áleitin, að ég eigi að gera
þetta sjálfur, snara þeim sjálfur á
islenzkuna.
Danskan er flókið mál og það
eru i rauninni fáir sem skilja
hana. Einmitt þetta: Maður verð-
ur i raun og veru að endursemja
bókina, þvi það er svo margt, sem
hægt er að segja á dönsku, sem
ekki er hægt að segja sömu orðum
á islensku.
Þetta eru mjög gamlar bækur.
Ég var t.d. núna i seinustu viku að
ljúka við SÆLIR ERU EIN-
FALDIR, sem kom út árið 1920,
eða fyrir meira en hálfri öld.
— Ferðu þá kannski mjög
frjálslega með efni i þýðingunni?
— Já, að nokkru leyti. Þó ekki
frjálslegar en það, að ekki er um
endursamningu verksins að ræða.
Ég hef þó gert ýmsa hluti skýrari,
en þeir eru i beinni þýðingu, segir
skáldið að lokum.
Gunnar Gunnarsson leiðir okk-
ur til dyra og það hefur logað
glatt i arninum. Yfir húsi hans er
Frh. á bls. 15
Rætt við skdld, sem skrifað hefur yfir fimmtíu frumsamin verk,
ddð víða um heim. Fyrsta bókin kom út fyrir nær sjö dratugum