Tíminn - 18.05.1974, Qupperneq 14

Tíminn - 18.05.1974, Qupperneq 14
14 TÍIVHNN Laugardagur 18. mal 1974. aðen sjómanninn í Eiríki, og það hafði alls ekki hvarf lað að honum, að Svala liti við honum. En núna, þegar hún hafði forsmáð hann sjálfan, tók hann að sjá eins og í spegli mótstöðumanninn, sem forlögin höfðu fengið hon- um. Því lengur, sem hann hugsaði málið, því sannfærðari var hann um að Helgi Stefánsson hefði rétt fyrir sér í grun sínum um, að annar væri kominn í spilið, og hann var viss um, að þetta væri Eiríkur. Hann yf irgaf skrifstof una og hélt heim á Hótel Zoéga. Ólaf ur var Islendingur, sem merkir það, að honum var i blóð borin allskonar hindurvitni um forlögin, álög og galdra. Á yf irborðinu var hann nútímamaður — hann las blöðin, hafði áhuga á stjórnmálum álfunnar, hann hafði komið til London, Kaupmannahafnar og Parísar — en í hjarta sínu var hann viðs f jarri nútímanum. Hann var ekki síður en Svala trúaður á fossbúann, en hefði verið minnztá það, hefði hann—sem Svala hefði ekki gert — hent gaman að þessu öllu. Hann trúði á skyggnigáfu og spádóma, og með mestu leynd sótti hann andatrúarsam- komur. Þegar hann gekk eftir götunni, var hann fremur að hugsa um Eirík en um Svölu. Eiríkur hafði skyndilega sprottið upp úr jörðinni fyrir f raman hann eins og andstæðingur, og það lagðist í hanri sem eitthvað illt. Það var óeðlilegt, að ókunnur maður skyldi koma til Skarðsstöðvar og ýta honum til hiiðar. AAeðan hann fékk sér hressingu, braut hann heilann um málið. Ef myrkraöfl stæðu að baki Eiríki, þá var nauðsynlegt, að hann, Ólafur, leitaði til þeirra, sem fær- astir væru til að veita honum aðstoð á þeim sviðum. i Reykjavík þekkti hann þó nokkra, sem myndu geta látið honum í té töf rameðöl gegn álögum, en hann óskaði eftir kröftugri aðstoð, og hann vissi, hvar hana var að fá, enda þótt það kostaði hann nokkra f yrirhöf n. Hann hafði komið farangri sínum fyrir á hótelinu, og nú pantaði hann reiðhest. Hann hafði keypt farmiða með ,,Sterling" til Kaup- mannahafnar, en skipið átti ekki að sigla fyrr en á laugardag, og þar sem ekki var nema miðvikudagur, hafði hann þrjá heila daga til ráðstöfunar, sem var hon- um meira en nóg. Klukkan var hálf eitt, þegar hann reið út úr Reykjavík og hélt eftir veginum framhjá laugunum til Þingvalla. Alltfrá þvíhannfór yfir Elliðaárnar, hafði leiðin legið jafnt og þétt upp á við, og nú lá hún yfir griðarmikið hæðardrag, alsett mosa og klöppum. Ekkert lifandi var þarna sjáanlegt, nema stöku hrafn á stangli. Hér og þar stóðu steinvörður, sem reistar höfðu verið til að marka leiðina yf ir heiðina, og þessi langa röð af vörðum — allar með stein út úr hliðinni — var eins og röð ömurlegra og þögulla betlara, sem biðu hreyfingarlausir. Leiðin frá Reykjavík til Þingvalla er einhver sú auðnarlegasta og óhugnanlegasta í heimi í augum þess, sem fer hana einsamall, og þessar steinverur gerðu hana sizt huggulegri. Vindurinn næðir um heiðina, og við og við heyrist stöku kvartandi fuglsgarg, en þegar Ólafur Guðmundsson fór þessa leið, tók hann hvorki eftir hröfn- unum né fuglsgarginu, og heldur ekki auðninni um- hverfis. Enda þótt hugur hans væri fullur af myrkum hindurvitnum, var hann ekki móttækilegur fyrir óhugnaði veðurs og umhverfis. Hann staldraði í hálfa klukkustund við sæluhúsið, þar sem ferðamenn njóta þess að finna skjól fyrir snjóf júk- inu á veturna. Síðan hélt hann áfram. Um sjöleytið kom hann upp á hæðarbrún á heiðinni, þar sem er útsýni yf ir Þingvalla-sléttuna. Allskonar málskrúð hafa ferðamenn tekið sér í munn um þennan stað, og hafa sumir gengið svo langt að líkja f jallahringnum við hvítklædda engla. Á þeim dögum, þegar eldurinn var allsráðandi, þegar allt landið sauð og kraumaði, þegar brennisteinsskýin myrkvuðu landið, sem var að hlaðast upp af ösku, með stórfljótum af bráðnu grjóti, hóf gríðarmikill hraungúll sig upp í loftið og hjaðnaði síðan niður án þess að springa, og varð að Þingvalla-sléttunni — sex kílómetra langri f löt. Suðvesturhluti hennar myndar bakka gríðar- mikils stöðuvatns. Nú var vatnið og sléttan umkringd f jallahring, alveg eins og á þeirri tíð, þegar eldurinn kulnaði og sólin brauzt í gegnum brennisteinsmóðuna. En þótt hæðadrögin í kring séu nú vaxin iðjagrænu grasi og þar spretti alls- konar blóm, sem maður finnur sér til mestu undrunar hvarvetna, vofir engu að síður myrkur elztu tíma yfir þessu hringsviði. Og það er þetta myrkur, sem gerir staðinn svo furðulegan. Andartak hélt Ólaf ur aftur af hestinum og horfði f ram fyrir sig. Hann var vel kunnugur á þessum slóðum og hafði iðulega veitt urrðia i vatninu og i Soginu, sem renn- ur úr því. Loks hélt hann áf ram eftir klettaskorningnum niður á sléttuna. Hann fór yfir brúna, sem liggur yfir Öxará. Gamla steinbrúin, sem geymir í hleðslum sínum blóðsteinana, sem afbrotamenn fyrri tíma létu líf sitt við, er nú horf in, og í stað hennar komin trébrú. En djúpi, dimmi hylurinn, þar sem ógæf usömum konum var drekkt, er enn á sínum stað. Hann leit sem snöggvast á hann, um leið og hann reið framhjá bóndabænum á vinstri hönd og veitingastað úti iliiill Laugardagur 18. mai 7.00 Morgunutvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Oddný Thorsteinsson heldur áfram að lesa „Ævintýri um Fávís og vini hans” eftir Nikolaj Nosoff (24) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Létt tóniist Louis van Dijik og trió hans, Stan Getz o.fl. leika. 14.30 iþróttir Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 15.00 tsienzkt mál Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 15.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Þegar felli- bylurinn skall á” eftir Ivan Southall Sjöundi þáttur. 16.00 Fréttir. 16.15. Veðurfregnir. TIu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 Laugardagslögin. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Stund með Gunnari skáldi Gunnarssyni Sveinn Skorri Höskuldsson flytur erindi um skáldið og verk þess. Sigurjón Björnsson ræðir við Gunnar, og lesnir verða kaflar úr verkum hans. 21.15. Illjómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Ilanslög 23.55. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. A meðan, þau nálgast heílinn r Manny! Ertu orð inn vitlaus? ! ‘ vMANNY!! JI Þarna er loftbillinn |Dalla~Manny og Clark ^“flugstjóri geta ekkf ftverið langt undan! fl Heldurðu að hann sjái Hver nig? Hann hefur ekki ~ V aimn i hnakkannm »■ Þekkirðustrák i bekknum minum, sem er kallaður ■Frissi?/ Hann sagði, að þú Ég held Held- værir hlægilegastur ég verði ] urðu það?' af öllum i skólan/aevareiður. y Veiztu ekki, ■— ' hvort þú /y verður æva- reiður? hvað það? með Það fer eftir, hve stór Frissi er. Laugardagur 18. mai 13.00 Bæjarmálefnin, Umræð- ur i sjónvarpssal i sambandi við bæja- og sveitastjórna- kosningarnar, sem fram eiga að fara 26. mai næst- komandi. 1 þessum þætti ræða frambjóðendur frá Akureyri og Hafnarfirði um sjónarmið sin i bæjarmál- um, og hefur hvor hópur tvær klukkustundir til um- ráða. 17.00 Jóga til heilsubótar 17.30 íþróttir. 20.00 Fréttir 20.20 Veöur og auglýsingur. 20.25 Læknir á lausuni kili. 20.50 Ugla sat á kvistLÞessi ugla verður sú siðasta að sinni, og er hún helguð gamanvisnasöngvurum og hermikrákum, sem verið hafa fólki til skemmtunar á liðnum árum. Meðal gesta i þættinum eru Arni Tryggvason, Jón B. Gunn- laugsson, Karl Einarsson og Óm ar Ragnarsson. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.40 Tiu litlir Indiánar (And then there Were None) Bandarisk sakamálamynd frá árinu 1945, byggð á sög- unni „Ten little Niggers” eftir Agöthu Christie. Leik- stjóri Rene Clair. Aðalhlut- verk Barry Fitzgerald, Walter Huston og Judith Anderson. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Tiu gestum er boðið að koma i heimsókn til fjarlægrar eyjar. Enginn þeirra þekkir gestgjafa sinn, og gestirnir þekkjast ekki heldur innbyrðis. Ekki hefur fólkið lengi dvalið á eynni, er dularfullir atburð- ir taka að gerast, og gestirnir hverfa sporlaust hver af öðrum. 23.20 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.