Tíminn - 16.06.1974, Page 2

Tíminn - 16.06.1974, Page 2
2 TÍMINN Sunnudagur 16. júni 1974 Sunnudagur 16. júní 1974 Vatnsberinn: (20. jan.-18. febr) Eitthvaö hefur komið fyrir á vinnustaðnum, sem þú skalt nota daginn i dag til að kippa i lag. Simtal eða vinarvottur gæti gert kraftaverk. Annars skaltu sinna fjölskyldunni sem mest I dag og búa þig undir morgundaginn. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Hafirðu geymt einhver verkefni til þessarar löngu helgar, þá skaltu flýta þér að ljúka þeim af, þvi að upp úr hádeginu og á morgun er hætt við, að þú hafir nóg fyrir stafni. Vinir úr fjar- lægð koma mikið við sögu. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Þessi dagur og morgundagurinn hafa mikið að segja fyrir þig. Þú umgengst margt fólk þessa hátiðisdaga, og litur út fyrir, að eftir þér verði tekið á þann hátt, sem kemur sér vel fyrir þig, og þá, sem þér þykir vænst um. Nautið: (20. april-20. mai) Þú færð einhver tiðindi i dag, og ekkert útlit fyrir annað en fagnað og gleði. Þú ættir að varast að fara út i rökræður um þessa helgina. Þfi ert undir það sterkum tilfinningalegum áhrifum, að dómgreindin er rugluð. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) íþróttamenn, sem fæddir eru undir tvibura- merkinu, mega búast við þvi, að dagarnir verði þeim sigursælir og ánægjulegir. Ef til vill vinna þeir afrek, sem þeir hafa ekki náð áður en nafni þeirra verður haldið á lofti. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Það litur út fyrir, að einhver samvinna, sem til stóð um helgina, fari út um þúfur. Þú skalt vera viðbúinn öllu, og þá axla byrðarnar sjálfur. Það er ekki sá vandi að þú ráðir ekki við hann. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Sennilega verður dagurinn rólegurogþægilegur, og þú ættir að nota hann til a sinna andlegum efnum. Fjölskyldan er undir mjög góðum áhrif- um frá þér, og það er rómantiskur blær yfir kvöldinu og morgundeginum. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Þú ert kannski ekki i sem allra beztu skapi framan af degi, en það lagast, þegar á hann liður, og þú færð ánægjulega heimsókn, sem kemur þér á óvart. Morgundagurinn verður skemmtilegur viö gamlar endurminningar. Vogin: (23. sept-22. oktj Þetta verður annasamur sunnudagur og jafnvel erfiöur. Þú kemur miklu i verk, og það verður bæði þér og öðrum til yndis og ánægju, að svona vel skuli hafa tekizt til og morgundagurinn verður alveg einstakur. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Það er eitthvað i sambandi við peningamálin, sem varpar skugga á daginn, og þt er liklega ráðlegast að reyna að leiða þau hjá sér með öllu i dag — sérstaklega ef einhver gamall vinur eða kunningi kemur með uppástungu. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þetta er mesti indælisdagur og’tilvalinn til úti- lifs. En það er óþarfi að fara langt, þvi að gleðin er oft nær manni en mann grunar. Einhver, sem þér þykir vænt um, hefur samband við þig. Steingeitin: (22. des.-19. jan). Það, sem þér fannst áður aukaatriði, fær nú aukna þýðingu. En mundu það i dag, að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Ef þú gætir þin vel og neytir alls I hófi, ætti morgundagurinn að geta orðið hinn ánægjulegasti. t 14444 T 25535 mn FDiR bílale|ga WLUnLtlUin CAR RENTAL BORGARTÚN 29 Dagskráin 17. júní í Reykjavík ÞJ ÓÐ H ÁT ÍÐARHÖLDIN i Heykjavik 17. júni verða með líku sniðu og i fyrra. Þó er dagskráin heldur meiri en verið hefur og er hún I niu liðum. Ólafur B. Thors, forseti bæjar- stjórnar, leggur blómsveig frá Reykvikingum á leiði Jóns Sigurðssonar i kirkjugarðinum við Suðurgötu, og leikur lúðra- sveitin Svanur bæði þar og á Austurvelli, en þar verður hátiðin sett af Má Gunnarssyni, formanni þjóðhátiðarnefndar. Forseti ts- lands, dr. Kristján Eldjárn, legg- ur blómsveig frá islenzku þjóð- inni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Á Austurvelli flytur forsetinn ávarp og karlakórinn Fóstbræður syng- ur. Halla Guðmundsdóttir flytur Ávarp Fjallkonunnar, eftir Matthias Jochumsson, en ávarpið samdi Matthias i tilefni þúsund ára afmælisins, 1874. Guðþjónusta verður I Dóm- kirkjunni kl. 11:15. Fyrir hádegi munu lúðrasveitir leika við elli- heimilin Grund og Hrafnistu. Skrúðgöngur verða frá Hlemm- torgi, Miklatorgi og Melaskóia og hefjast þær klukkan eitt eftir há- degi og lýkur öllum á Lækjar- torgi, en þar verður barna- skemmtun klukkan tvö. Þar verða fjölþætt skemmtiatriði, söngur, leikþættir og fleira. Sundmót verður i Laugardals- sundlaug,en 17.júni-mótið hefst á Laugardalsvellinum klukkan hálf fjögur. Knattspyrnuleikur milli borgarstjórnar og embættis- manna borgarinnar mun án efa vekja mikla eftirtekt, en hann verður klukkan fimm á Laugar- dalsvellinum. Leikurinn stendur i 2x10 minútur. Þar verða meðal annars fjórir fyrrverandi lands- liðsmenn, þeir Albert Guðmunds- son borgarráðsmaður, Hermanna Hermannsson forstjóri Sundhall- arinnar, Helgi V. Jónsson borgar- endurskoðanda og Gunnar Guð- mundsson framkvæmdastjóri Laugardalshaliarinnar. Þetta verður án efa mjög skemmtileg keppni, en dómari verður Guð- mundur Jónsson óperusöngvari. Dansað verður á sex stöðum i borginni: við Austurbæjarskóla, Breiðholtsskóla, Langholtsskóla, Melaskóla, Árbæjarskóla og Fellaskóla. Hljómsveitir á þess- um stöðum verða Experiment, Tilfinning, Haukur Morthens, Ragnar Bjarnason, Brimkló og Ernir. Hátiðinni verður slitið klukkan tólf á miðnætti. Dagskrárstjóri verður Klemenz Jónsson, en þjóðhátiðarnefnd skipa: Már Gunnarsson, Július Hafsteiri, Kolbeinn Pálsson, Böðvar Pétursson, Öskar Péturs- son og Hilmar Svavarsson. Minnismerki þjóðhátiðarnefnd- ar verður selt á 70 kr. stykkið, en ágóði af þeirri sölu rennur i Minnismerkjasjóð e;ns og undan- farin ár. Minnismerkjasjóður var stofnaður á 10 ára afmæli lýð- veldisins, og er ætiunin að reisa minnismerki i tilefni 1100 ára afrpælis tslandsbyggðar, og mun Sigurjón Ólafsson gera það merki. Eindregin tilmæli þjóðhátiðar- nefndar eru til Reykvikinga um að draga fána sina að húni 17. júni, og að verzlanir skreyti glugga sina með myndum og fán- um. VÉLHJÓLA VERZLUNIN í Dunhaga 23 selur Gold Top hanzka og stígvél, NGK-kerti, leðurjakka með stríp- um, stál-stýri, Melton gleraugu, andlitshlífar í litum fyrir 3 & 5 punkta (smellu)hjálma. Póstsendi út á land s'n), , Verzlumn 'Iq Hannes ólafsson Dunhagi 23 LEGGJANIÐURFISKMATIÐ? -hs-Rvik. i gær var haUlinn 41. að- alfundur Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda. Verður siöar reynt að segja frá þvi helzta, sein fram kom á fundinum, en hér verður aðeins getið eins atriðis, sem fram kom i skýrslu stjórnar. Þar segir svo: Á stjórnarfundi i Sölusambandi isl. fiskframleið- enda, sem haldinn var 16. janúar, kom fram bréf frá sjávarútvegs- ráðuneytinu þess efnis, að það hygðist leggja Fiskmat rikisins niður, en þess i stað koma á fót nýrri stofnun, sem fengi sömu eða svipuð verkefni, þó með eitthvað breyttum hætti og öðrum mönn- um. Um þetta efni átti stjórn S.t.F. að gefa umsögn, og urðu miklar umræður um þetta, en að loknum þeim umræðum var eftir- farandi bókað: „Stjórn S.l.F. kemur ekki auga á, að frumvarpið geri ráð fyrir neinum þeim skipulagsbreyting- um i fiskmati, sem réttlæti nýja lagasetningu. Hins vegar telur stjórnin eðlilegt, að ferskfiskmat og sildarmat verði tekið til endur- skoðunar innan ramma gildandi laga svo og mat á söltuðum hrognum”. ! Engan í útlegð É til Ástralíu x-B Morgunverður kl. 8 í Hóbæ BH-Reykjavik. — Borgarráð Reykjavikur hefur tekið til með- ferðar umsókn Svavars Kristj- ánssonar, er sótt hefur um veit- ingaleyfi fyrir Hábæ, Skólavörðu- stig 45, og var á fundi þess 11. júni tekið fram, að borgarráð hefði ekkert á móti þvi, að almennur veitingarekstur verði leyfður i garði veitingahússins, þó ekki vinveitingar. Leyfi heilbrigðiseft- irlitsins skyldi vera áskilið. Veitingahúsið Hábær hefur gegnt nokkurri sérstöðu meðal veitingastaða borgarinnar, og garðurinn þar er nýmæli, sér- staklega eftir það nýjasta, sem sé að opna með morgunverði kl. 8 á morgnana. Hefur garðinum verið breytt til samræmis við islenzkt umhverfi, að svo miklu leyti sem aðstæður leyfa. Þarna er seldur matur: tiltölulega ódýrir fiskrétt- ir og iburðarmeiri og dýrari rétt- ir. Þar eru og aðstæður til að taka á móti ferðamannahópum, ef pantað er með nokkrum fyrir- vara.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.