Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 4
pi» r r.n y- r j / -;r^i TÍMINN Sunnudagur 16. júni 1974 Hjartamiðstöð fyrir ungbörn 1 Munchen i Þýzkalandi hefur verih reist hjartamiðstöö, þar sem framkvæmdar eru allar mögulegar hjartaaðgerðir. Þarna er sérstök deild fyrir hjartaveil ungbörn, en fram til þessa hafa ungbörn með vissa hjartagalla ekki náð meira en eins árs aldri alla jafna, þar sem lítlir möguleikar hafa veriö á að veita þeim lækningu. I nýju hjartamiðstöðinni eru sérstök tæki, sem sérstaklega eru ætluð við uppskurði á smá- börnum, og sjáið þið hér einn af minnstu sjúklingum i umsjá hjúkrunarkonu. • Einbýlishús vinsælust A þessu ári verða byggð um 220 þúsund einbýlishús i Frakk- landi, af þvi er segir i opinber- um byggingaskýrslum. Mest hefur verið byggt af litlum einbýlishúsum viðast hvar i Frakklandi, eftir að nokkuð hef- ur dregið úr húsnæðisskorti þeim, sem varð eftir siðari heimsstyrjöldina. Þó eru un'dan tekningar frá þessari reglu i stórum borgum þar sem meira hefur verið lagt upp úr fjölbýlis- húsabyggingum heldur en einbýlishúsabyggingum, eins og eðlilegt má telja. Eru nú einbýlishúsabyggingarnar þriðjungur alls, sem byggt er þar i landi af ibúðarhúsnæði. Engin leikhúskreppa í Sovétríkjunum Samkeppni af hálfu sjónvarps- ins og aðrir erfiðleikar ógna ekki sovézku leikhúslifi. Fjöldi leikhúsgesta eykst stöðugt og meira en helmingur þéirra er undir þritugu. Þetta stafar að verulegu leyti af þvi að fólk hefur kynnzt leikhúsinu i æsku Hér eru um 100 brúðuleikhús og mikill fjöldi barna- og unglinga- leikhúsa. Auk þess er aðgöngu- miðaverð i sovézkum leikhúsum mjög lágt, svo allir hafa efni á að fara i leikhús. 1 Sovét- rikjunum eru færðar upp leik- sýningar á 45 tungumálum, og framlag leikhúsa hinna ýmsu þjóðerna auðgar mjög leikhús- lifið. Leikhúsum fjölgar sifelt. 1970-1975 hafa verið stofnaðir meira en 150 atvinnuleik- flokkar. 2,9 milljónir útlendinga til Sovétrík janna Rúmlega 2,9 milljónir útlend- inga frá 150 löndum heimsóttu Sovetríkin á siðastliðnu ári. ★ Sandiorpnar gróðurlendur ræktaðar upp í norðurhluta sovétlýðveldisins Uzbekistan eru menn teknir að rækta upp gamlar gróðurlendur, sem kunnar eru undir nafninu „Bæirnir 50”. Fornleifafræði- rannsóknir hafa sannað, að fyrir nokkrum öldum voru þarna bómullarakrar og stórir garðar. Siðar hafa ræktarlöndin orpizt sandi frá eyðimörkinni. Sérfræðingar i Uzbekistan eru þeirrar skoðunar, að á þessu svæði séu alls um hálf milljón hektara ræktanlegs lands, og er n nú hafin ræktun þriðjungs svæðisins með hjálp áveituskurða frá næsta stóra áveitukerfi. Greiddi ég þér lokka... Warren Beatty leikur aðalhlut- verkið i nýrri ameriskri mynd, sem er nefnd „Shampoo”. Með honum leika þar Julie Christie og Coldie Hawn, og eru þær báðar yfir sig ástfangnar af hetjunni i myndinni — hetjan er hárgreiðslumeistari, sem er svo vinsæll hjá kvenþjóðinni, að hann þarf ekki nema þvo þeim um hárið, þá verða þær alteknar af hrifningu. Það er sagt i Bandarikjunum, að þeir sem standa að þessari kvikmynd, séu með ákveðinn hárgreiðslu- mann i huga, sem heitir Jon Peters, og er vist feikilega vin- sæll þar vestra. Myndin er oft kölluð „The Jon Peters story”, þvi að saga hans er vist við- burðarik. Stórstjarnan Barbara Streisand féll alveg fyrir honum, og sjást þau hér á myndinni og virðast mjög ást- fangin. Einnig er hér mynd af Warren Beatty, sem leikur hinn töfrandi hárgreiðslumeistara i myndinni nýju „Shampoo”. DENNI DÆMALAUSI Hvað er að? Ég tala að minnsta kosti betri islenzku, heldur en þú itölsku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.