Tíminn - 16.06.1974, Qupperneq 6
6
/"•TÍMINN
• - Sunnudagur 16.‘júní 1974
■ ’
-
Þverdalur I Aöalvlk (1936)
fjöru, sjá myndir. Drangurinn,
sem nesið ber nafn af sést i
baksýn t.v. Skammt undan
landi liggur Grimsey á
Steingrimsfirði, hlunnindaey,
sem prýðir mjög umhverfið. Við
Gröntved tókum jurtategunda-
tal á þessum slóðum og var sú
skrá birt i Náttúrufræðingnum.
Á leiðinni til Bjarnarfjarðar og
á Svanshóli, þar sem við gist-
um, rifjuðust upp fornar sagnir I
Njálu. Svanur bjó forðum á
Svanshóli og þótti kunna tals-
vert fyrir sér. Segir svo m.a. i
sögunni: ,,Þá tók Svanur til
orða og geispaði mjög, nú sækja
að fylgjur Ósvifs.” Þjóstólfur
spratt upp og tók öxi sina. „Lit-
ils mun við þurfa,” segir Svan-
ur. Hann tók geitarskinn og
vafði um höfuð sér og mælti:
„Verði þoka og verði skripi og
undur öllum þeim, er eftir
sækja”. Eftirreiðarmenn
rammvilltust I þokunni, týndu
hestum og vopnum, en sumir
lentu i fenjum. Snéru þeir aftur.
Oft mun vera æði þokusamt á
hálsinum sunnan Bjarnarfjarð-
ar. Nú býr á Svanshóli Ingi-
mundur,oddviti og góður bóndi.
Við komum i Asparvik til
Bjarna bónda, sem nú býr i
Bjarnarhöfn. Kjarr er i Aspar-
vikurdal. Hefur einhvern tima
vaxið þar ösp, eða hefur hana
rekið á fjörur?
þetta? Ég gisti i Þverdal á
Sæbóli i Aðalvik. Sjá mynd af
bæjunum þar. Frá Þverdal eru
bræðurnir Kristjánssynir:
Klemenz kornræktarfrömuður
og Sverrir sagnfræðingur. Enn
var fært frá i Þverdal sumarið
1936. Mikill burknagróður prýð-
ir snjódældir kjarr og urðir i
Aðalvik. Á mynd sést kirkju-
staðurinn gamli Staður i Aðal-
vik handan við Staðarvatn undir
gróðurlitlu fjalli, 29. ágúst 1936.
Ýmsir þjóðkunnir prestar hafa
setið á Stað, t.d. Snorri siðar
kenndur við Húsafell, og Vigfús
kenndur við galdra. Það eru
rúmar tvær aldir siðan. Mjög
þrengdi að hag manna þarna
nyrðra þegar hafis lagðist að
landi. 1 vatninu og Staðará, sem
úr þvi rennur vex stórvaxin
langnykra og myndar flækjur.
Nú eru Hesteyri, Aðalvik o.fl.
byggðir á norðanverðum
Vestfjörðum komnar i eyði.
Gamlir ibúar sækja þó þangað á
sumrin og nýta hlunnindi.
Seint i ágúst 1936 athugaði
undirritaöur gróður þar á Hest-
eyri og i Aðalvik á Ströndum.
Heldur var kuldalegt um að lit-
ast þar nyrðra eftir nýafstaðið
hret. Hafði snjóað langt niður i
hliðar, en siðan húðrignt. En nú
létti suddanum að mestu og sá
til sólar. Á Hesteyri var sildar-
verksmiðja og talsvert athafna-
lif i þá daga. Farþegaskip komu
þar við. Ég hafði bækistöð i húsi
Snæbjarnar læknis. 1 klettunum
ofan við slld'verksmiðjuna vex
hliðarburkni, fágæt tegund, sið-
ar einnig fundin i Grims-
hamarskleif á Snæfjallaströnd.
Lágvaxið birkikjarr, bælt af
snjóþyngslum, vex við fjarðar-
botninn. Gróðurfar hér nyrðra
hefur breytzt allmjög síðan
þessar byggðir fóru I eyði. Allt
er nú gróskulegra, kjarrið eykst
og miklu meira ber á ýmsum
blómjurtum en áður, t.d. fiflum
og sóley.
Sumar ræktaðar
skrautjurtir haldast furðulengi
I göröunum. 1 Aðalvik voru tvö
þorp, Sæból og Látur. Inn á
Aðalvik leituðu skútur oft undan
norðanveðrum i gamla daga.
Höfðu eyfirzkir sjómenn sagt
mér margar sögur þaðan og frá
Horni: „Hann Bedúel I Vik réri
með volga görn norður og niður
á fulldýpi og það brá ekki sili”.
Hvaða skilning leggið þið i
Á Drangsnesi 1947
1 ágústbyrjun 1947 vorum við
J. Gröntved (danskur grasa-
fræðingur) i grasaferð um
Steingrimsfjörð og Bjarnar-
fjörð. Þá var lif og fjör i
Drangsnesi sildarsöltun I full-
um gangi strandferðaskip við
bryggju, margir bátar þar og i
A Drangsnesi 1947 (Sildarsöitun)
XXVI
Svanshóli i Bjarnarfiröi (1947)
Hesteyri (1936)
Staöur I Aöalvik (1936)
Ingólfur Davíðsson:
D/99T °9 DUIQ j _ _
i gamla i daga