Tíminn - 16.06.1974, Síða 7
Sunnudágur'16. júni 1974
‘ TÍMINN
7 .
Þar sem vitað er, og marg-
viðurkennt af ábyrgum aðilum,
að áfengisneyzla landsmanna og
alfeiðingar hennar eru geigvæn-
legt þjöðarböl, ættu allir þjóð-
hollir menn að hefja nú þegar
öfluga baráttu til þess að aflétta
þessu böli.
Ahrifarikt í þessu sambandi má
telja, að uppalendur veiti ungu
fólki vandað fordæmi, sem þvf sé
óhætt að likja eftir til þroska og
skilnings á þvi, að hverjum
einstaklingi sé hollast að byrja
aldrei áfengisdrykkju eða aðrar
skaðanautnir.
Hjá æskufólki býr athafnaþrá
og framkvæmdavilji, sem þarf að
beinast að hollum viðfangsefnum.
Það er verðugt verkefni fyrir
ungt fólk að hefja nú þegar öfluga
baráttu gegn drykkjuskap og
annarri fikniefnanotkun, með þvi
að gerast sjálft bindindisfólk og
fá aðra til þess að afla sér
þekkingar á skaðsemi eiturefna
og illra afleiðinga þeirra, sem
viða um lönd er orðið mesta
vandamál þjóðanna, og hér á
landi geigvænlegt þjóðarböl.
Margir fullveðja menn, sem
eru svó ólánssamir að hafa um
lengri eða skemmri tima verið
tóbaks- og drykkjumenn, viður-
kenna skaðsemi þess og óska
þess af heilum hug aö þeir hefðu
ekki vanizt óreglunni. Þessir
menn geta stutt ungt fólk til
reglusemi með leiðbeiningum og
frásögnum af ógæfu sinni og sýnt
þvi fram á þau sannindi, að með
þvi að byrja aldrei eiturnautn,
verði mannlifið allt
hamingjurikara og fegurra.
Sjálfsagt er að viðurkenna, að
algjört aðflutningsbann áfengis
og annarra eiturefna væri áhrif-
arikast. Með þvi væri sjúkdóms-
orsökin fjarlægð, eins og venja er
lækna til þess að vinna bug á
sjúkdómum. Dæmi eru frá bann-
árunum eftir 1915 um miklu
farsælla liferni fólks. Segja má,
að blessun þjónaverkfallsins i
vetur hafi bent til hins sama. Þá
heyrðust fréttir i fjölmiðlum um
betri reglu og rólegri helgar-
vörzlu lögreglu og um nær tóma
fangaklefa i stað þeirra frétta,
sem algengari eru, um mesta
fylliri verstu ólæti, skemmdir,
bifreiðaárekstra, slys og
mannskaða, sem eru oftast fyrstu
morgunfréttir útvarps á mánu-
dögum og bundnar við helgarfri
fólks frá föstudegi til mánudags,
þeim tima sem menningarlegt og
vel hugsandi fólk notar annars
sér til heilbrigðrar ánægju og
góðra verka,
Komið er i það óefni af
ofdrykkju fólks og eiturnotkun, að
ætlast verður til þess af Alþingi
og rikisstjorn, að settar verði nú
þegar strangar reglur um að tak-
marka verulega sölu áfengis og
að þyngdar verði refsingar fyrir
ólöglega meðferð þess. Meðan
það ófremdarástand, sem nú rikir
i þessum málum, varir, verður
þjóðfélagið að veita hinum óláns-
sömu drykkjusjúklingum og
eiturnotendum hælisvist, hjúkrun
og lækningu. Auðvitað þarf að
byggja drykkjumannahæli og
gera allt sem hægt er til þess að
lina þjáningar hinna sjúku og
hjálpa þeim og aöstandendum
þeirra til betra lifs. En mesta og
fullkomnasta ráöið til þess að
draga úr sjúkdómum af völdum
eiturnotkunar, er að fólkið venji
sig ekki á hana.
Benda má á það, að mikil
framför hefur orðið hér á landi i
heilsugæzlu, og tekizt hefur að
útrýma skæðum sjúkdómum og
halda öðrum niðri. Þrifnaður
hefur, samhliða bættum húsa-
kosti, aukizt, svo óþrif eru ekki
áberandi. Skæðar drepsóttir,
holdsvpiki, barnaveiki og fleiri
sjúkdómar, sem áður herjuðu
hér, eru yfirunnir. Með sameigin-
legu átaki landsmanna, með
forystumenn lækna og heil-
brigðismanna i fararbroddi,
hefur berklum verið nær útrýmt.
Aður lagði „hviti dauðinn” fjölda
manns, oft efnileg ungmenni, i
gröfina, og var um skeiö
skæðasta dánarorsök hér á landi.
Islenzka þjóðin hefur orðið að
heyja haröa baráttu fyrir lifi sinu
og tilveru. Að henni hafa sótt
margvislegar plágur, erlend
ánauð, verzlunarófrelsi og
siglingavandræði, að ógleymdum
hafis, eldgosum og drepsóttum.
Þjóðin hefur þolað þrautirnar og
sigrað margan vanda. Nú þarf
hún að afstýra þvi böli, sem
áfengi, tóbak og önnur eiturefni
valda. öllum ætti að vera ljóst, að
drykkjusýkin er svo algeng hér á
landi, að varla verður á næstunni
rúm á heilsuhælum fyrir allan
þann fjölda. Verða þvi öll öfl, sem
vinna vilja þessu máli gagn, að
samstilla kraftana til þess að
bjarga þvi sem bjargað verður.
Manntalsskrifstofa rikisins,
heilbrigðisyfirvöld og fleiri
stofnanir þyrftu aö taka þannig
manntal i landinu, að ljóst yrði
um ástæður og fjölda eitursjúkra
og annarra, sem neyta áfengis,
tóbaks eða annarra fikniefna. Á
þann hátt fengjust heimildir, sem
styðjast mætti við, þegar leitað er
að aðferðum til að draga úr eitur-
bölinu, en það verður að vera
takmark allra landsmanna, svo
hér geti þróast heilbrigt þjóðlif.
Guðinundur Benediktsson
frá Breiðabóli.
Hús Jóns Sigurðssonar
opið ísienzkum
ferðamönnum
VEGNA sivaxandi ferðamannastraums verður hús Jóns Sigurðssonar,
östervoldgade nr. 12, opið i sumar fyrir islenzka ferðamenn, og aðra,
sem áhuga hafa á að skoða húsið. Gefst fólki þarna tækifæri á að lesa
islenzk blöð og fá sér kaffisopa eða aðra hressingu. Húsið verður opið
daglega frá kl. 14-18 (lokað á mánudögum), en á föstudögum verður op-
ið frá kl. 16-22. Þær Ingunn Jónasdóttir og Maria L. Einarsdóttir, sem
sjá má hér á myndinni, munu annast starfsemina.
KAUPFÉLAGIÐ
selur allar fdanlegar vörur
d hagstæðu verði.
KAUPFÉLAGIÐ
kaupir allar landbúnaðarafurðir.
KAUPFÉLAGIÐ
tryggir líf og eigur yðar hjd
Líftryggingafélaginu
Andvöku og Samvinnutryggingum.
KAUPFÉLAGIÐ
greiðir hæstu fdanlegu vexti af
sparifé í innlénsdeild sinni.
KAUPFÉLAGIÐ
veitir viðskiptavinum sínum beztu
þjónustu d öllum sviðum viðskipta
KAUPFÉLAGIÐ
FRAAA
NESKAUPSTAÐ
T.d. vélar, girkassar,
drif i Benz ’59-’64,
Opel ’62-’66,
Moskvitch ’59-’69,
Vauxhail Viva,
Vauxhall Victor,
og flest annað
i eldri teg. bila,
t.d. hurðir og boddihlutir i miklu úrvali.
Ýmislegt i jeppa.
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10, simi 11397.
Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5
laugardaga.
FÉLAGSAAENN
og aðrir
viðskiptavinir
f
< r; *■
Reynslan hefur sýnt og sannað, að
hagkvæmustu viðskiptin gerið þér
ávallt hjá kaupfélaginu.
BILAVARA-
HLUTIR
NOTAÐIR
VARAHLUTIR
í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ
FRJÁLST
FRAMTAK