Tíminn - 16.06.1974, Page 9
Sunnudagur 16. júni 1974
riMiNN
9
inn á næstu grösum og reiði
þeirra sé mikil og útbreidd, þá
mun nýja stærðfræðin blifa i skól-
unum. Engin önnur skynsamleg
leið er til.
Leggja ber áherzlu á að kennsl-
an verði betri en hún er nú i
mörgum skólum. „Afturhvarf til
gömlu reikningskennslunnar væri
það versta, sem komið gæti fyr-
ir,” segir einn kennslufræði-
prófessorinn.
Að hans dómi væri það upphafið
að endalokum nýju stærðfræðinn-
ar ef menntamálaráðherra
Slésvikur-Holsteins héldi fast við
þá ákvörðun að mengi yrðu að-
eins 15% stærðfræðikennslunnar
og ef aðrir menntamálaráðherrar
fylgdu dæmi hans. „Niðurskurð-
ur nýja námsefnisins i minna en
fimmta hluta alls kennsluefnisins
merkir að umbæturnar stöðvast,
áður en þær eru hafnar.”
Um er að ræða þá grein nýju
stærðfræðinnar, sem allir þekkja
nú orðið, am.k. af afspurn, meng-
in. Mengi eru mynduð þannig að
ýmsir hlutir eru taldir upp eða
teknir saman sem heild vegna
eins eða fleiri, sameiginlegra
eiginleika. Mengi getur að dómi
Bertrands Russel i fyrsta lagi
verið asni, ráðherra og kálhöfuð.
í öðru lagi gæti mengi verið allir
þingmenn kristilegra demókrata
og kristilegra sósialista saman-
taldir.
1 skólastærðfræðinni skipta að-
eins mengi af sfðari gerðinni
máli. Að umgangast slik mengi
hefur þann mikla kost að gera
erfið reikningsdæmi, sem þó eru
grundvallaratriði, ljós, og á áður
óþekktan hátt auðskiljanleg.
Að fylla innkaupakörfu, taka af
borði eða leggja bfl, er stærð-
fræðilega séð, verk, sem hafa
áhrif á mengi. Barn, sem virðir
fyrir sér fyrst fjögur glös á borði
en siðan aðeins tvö, skilur senni-
lega betur frádrátt, en ef það væri
þvingað til að viðurkenna, að
4-=-2 = 2, eins og hvert annað
náttúrulögmál.
Raunar eru mengi undirstöðu-
kenning stærðfræðinnar, sem
skilgreinir töluna á þann hátt, að
hún sé sameiginlegur eiginleiki
allra mengja með jafnmörgum
einingum.
Bjartsýnir menn i hópi þeirra,
sem hlynntir eru nýju stærðfræð-
inni, telja að ágreiningurinn
byggist á misskilningi. Ný náms-
grein, mengi, sé ekki til, hugtakið
eitt sé villandi.
Hvorki hefur reikningur verið
aflagður né læra börn mengi i
fjögur ár, satt er það. Rétt er lika,
að mengi eins og þau eru kennd i
barnaskólum, eru mjög ólik
mengjum, sem kennd eru i
háskólum.
Það er einnig rétt, að mengi eru
aðeins hluti nýju stærðfræðinnar i
skyldunáminu. Aðrir hlutar eru
relasjónir eða venzl, flatar-
málsfræði og undirstöðuæfingar i
rökfræði. Barnaskólabörn læra
nú margt, sem áður var aðeins
kennt i framhaldsskólum. Þau
vigta og mæla, nota hringi og
keðjur, byggja turna og skipta
peningum.
Nýju stærðfræðinni bæri vissu-
lega að útrýma, ef alvarlegasta
ásökun andstæðinga hennar væri'
á rökum reist, nefnilega að hún
valdi veikindum hjá börnunum.
En þessi ásökun er ekki tilhæfu-
laus.
Mengi valda eins miklum eða
litlum veikindum og aðrar náms-
greinar. Vafalaust reynir meira
á börn nú i skólum, á götunni, i
foreldrahúsum og annars staðar
en áður. En erfiðleikar þeirra og
tjónið, sem þau verða fyrir eiga
sér margvislegar orsakir.
Orðaaðferðin er einmitt dæmi
þess, hve fjarstætt er að ein
ákveðin námsgrein eða námsað-
ferð geti verið orsök sálrænna og
likamlegra truflana, en hún hefur
árum saman verið umdeild, og er
nú, ásamt mengjum, undir
harðri gagnrýni.
Með orðaaðferðinni læra
byrjendur að lesa og skrifa með
þvi að sjá fyrir sér heil orð, en
ekki fyrst og fremst með hjálp
stafrófsins eins og áður. Það er
ekki fyrr en siðar, að þau læra að
þekkja einstaka bókstafi.
1 skólum i Þýzkalandi eru
fylgjendur orðaaðferðarinnar
annars vegar og hljóð- og staf-
rófsaðferðar hins vegar hættir að
vera i hári saman. Nokkrir upp-
eldisfrömuðir hafa þegjandi og
hljóðalaust horfið aftur til gömlu
„samsetningar” aðferðanna frá
„sundurgreinandi” aðferðinni
(orðaaðferðinni), en flestir nota
hvort tveggja. I millitiðinni hefur
verið gengið úr skugga um það
visindalega,hverjir hefðu á réttu
að standa. Niðurstaðan var: báð-
ir.
Samt sem áður hverfur ekki
andstaðan gegn orðaaðferðinni.
Prófessor i barnalækningum i
Munchen, Theodor Helbrugge,
kom nýlega fram með þá kenn-
ingu, að „orðaaðferðin og meng-
in” „gerðu of miklar kröfur” til
barnanna. „Læknisfræðilegar
rannsóknir” hefðu sýnt að „10-
17% nemendanna hefðu fengið
lesblindu, eingöngu vegna orða-
aðferðarinnar.” Helbrugge geng-
ur út frá að 20% nemenda séu
lesblindir, flestir af völdum orða-
aðferðarinnar.
„Óskiljanlega” telur Renate
Valtin uppeldisfræðingur þessa
kenningu læknisins, en hún hefur
skrifað itarlegt verk um les-
blindu. „Hvers vegna eru þá 22%
barna i Austurriki lesblind, og
þar þekkist orðaaðferðin tæp-
ast?” spyr Renate Valtin.
í V-Þýzkalandi liður um tiunda
hvert barn af alvarlegi lesblindu.
Þetta eru nemendur, sem skrifa
„Dederbed” i staðinn fyrir
„Federbett” og „Ferksampl” I
stað Verkehrsampel”.
Lesblinda hefur verið rannsök-
uð itarlega i V-Þýzkalandi undan-
farin 15 ár. Sú kenning, að lestrar-
og réttritunarerfiðleikar færist
stöðugt i vöxt — andstæðingar
orðaaðferðarinnar halda þvi
gjarna fram — stenzt ekki.
Lesblinda þekkist hins vegar oft
ar nú en áður, en er ekki tekin fyr-
ir heimsku eða leti, — en sá mis-
skilningur dæmdi oft börn á röng-
um forsendum til vistar i sérskól-
um fyrir getulitla nemendur.
Lestrar- og réttritunarörðug-
leikar stafa nær alltaf, að dómi
Renate Valtin, af samspili
margra atriða, bæði sálrænna og
likamlegra. Meðal mikilvægustu
orsaka þeirra eru:
óhæfni til að heyra og bera
fram nákvæmlega
lélegt minni
heilaskaðar á meðgöngutima
eða við fæðingu.
Mikil könnun i Þýzkalandi hef-
ur sýnt, hve mikil áhrif umhverf-
isins, og þá fyrst og fremst
heimilisins geta verið: 72% les-
blindra barna eru úr lágstéttun-
um, en aðeins 28% úr millistétt.
Andstæðingar orðaaðferðar, og
einnig mengjakennslu, hirða ekki
um niðurstöður slikra rannsókna.
Þeir halda fremur fram kenningu
Helds barnasálfræðings frá Stutt-
gart, sem telur þessar námsað-
ferðir ekki samræmast heila
barnsins. Hann álitur „sérstakar
heilastöðvar taka á ákveðinn hátt
við orðum, bókstöfum og tölum”.
Hugmyndin um afmarkaðar
heilastöðvar hefur fyrir löngu
verið afsönnuð með heila-
rannsóknum. Vitað er, að I
mannsheilanum er aðeins eih
skynjamiðstöð, sem tekur við öll-
um sýnum, heyrnum og
tilfinningum, og sendir siðan boð
um þetta til annarra heilastöðva,
en ekki er að fullu ljóst hvernig
það verður.
Alveg eins og það er fjarstætt
að nýja stærðfræðin, sé hún
ástunduð á skynsamlegan hátt,
valdi veikindum, þannig eru
einnig áhyggjur margra foreldra
af þvi, að börnin iæri ekki að
reikna, að öllu ástæðulausar.
Þetta hefur einnig verið sannað
með mikilli rannsókn undir stjórn
stærðfræðingsins og kennslufræð-
ingsins Bauersfeld.
40 bekkjum i Frankfurt var
kennt að reikna annars vegar
með gömlu aðferðinni og hins
vegar hinni nýju. í lok
rannsóknarinnar höfðu báðir
hóparnir nokkurn veginn sömu
reikningskunnáttu.
En nýja stærðfræðin er ekki
kennd við eins góðar aðstæður i
öllum skólum Þýzkalands og i
tilraunabekkjunum i Frankfurt.
Aðurnefnd tilraun til að leysa
Súgfirðingar
Eflið eigin hag og byggðarlagsins
með viðskiptum við kaupfélagið
kaupfélag Súgfirðinga
SUÐUREYRI
Hvaða börn eru á röngum stað? (Mengjaverkefni)
EIN ÞEKKTUSTU
, , AAERKI
[SVflifliBK NORÐURLANDA
BATTEFOæ
TUDOR
7op
RAF-
GEYMAR
6 og 12 volta Sönnak og Tudor
Rafgeymar jafnan fyrirliggjandi
ARMULA 7 - SIMI 84450
r • •-
KAUPFELOGIN
DOMUS
® M flH fl n m
AUSTURSTR/ETI