Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. juni 1974 • TÍMINN 11 „Veslings börnin”. Kennurum gáfust margskonar tækifæri til að búa sig undir að kenna nýju stærðfræðina, siðdeg- is- og helgarnamskeið og út- varpskennsla. Oft hlóð snjóbolt- inn utan á sig: Nokkur þúsund kennarar fóru á námskeið, og kenndusiðan nokkrum þúsundum annarra kennara. Oft voru haldin námskeið áður en námsskráin var tilbúin. Viða voru skólayfirvöld svifasein, en þeir sem réðu útgáfufyrirtækjum skólabóka, höfðu veður af gróða- fyrirtæki. Oft var auðvelt að sam- ræma námsbækur og námsskrár, þvi sumir prófessorar i kennslu- fræði voru höfundar kennslubóka, og áttu li'ka sæti i nefndum, sem sömdu námsskrár. Forleggjarar urðu að vera snarir i snúningum, ef þeir áttu að hagnazt á fyrirtækinu, þvi kostnaður við gerð námsbóka og hjálpargagna er svo mikill, að mörgum skólum er ókleift að Kölncr Stadt skipta um kennslubók aí' fjárhagslegum ástæðum. Innan skamms var markaður- inn fleytifullur af alltof mörgum bókum, sem flestar voru skrifaðar i flýti, og allt of miklu af öðrum gögnum. Kennslubækurnar eru mjög misþungar. Hvernig tengja skal nýju stærðfræðina með sinni mengjakennslu venjulegri reikningskunnáttu er kennaran- um i sjálfsvald sett. En þvi öryggislausari og áhugaminni sem hann er um nýja námsefnið, þvi háðari er hann kennslubók- inni. Hins vegar getur kennari, sem hefur efnið á valdi sinu og þykir það skemmtilegt, bætt úr göllum verstu kennslubókar. Baráttan gegn nýju stærðfræði- kennslunni hefur gert áhangend- um hennar ljóst, að margt þarf að bæta. Ýmislegt bendir nú til að eitthvað gangi saman með áhangendum og andmælendum nýju stærðfræðinnar i Þýzkalandi áður en langt um liður. Hér sýnir Skúli Pálsson, Laxalóni Jon M. Lindberg laxaseiði. LINDBERG r I HEIMSÓKN Hér á landi er nú staddur haf- fræðingurinn Jon M. Lindberg, ásamt konu sinni Barböru, til að kynna sér islenzka silunga- og laxarækt og ræða við fiskræktar- menn. Lindberg er framkvæmda- stjóri Domsea Farms Inc., sem er dótturfyrirtæki bandariska fyrir- tækisins Union Carbide. Megin- verkefni Domsea Farms Inc., er laxarækt i sjó. Fer hún fram rétt norðan við Seattle i Washington- fylki, en þar er einnig heimili Lindbergshjónanna. Jon M. Lindberg gekkst fyrir stofnun félagsins Domesa Farm Inc., er ákveðið var i Bandarikj- unum fyrir þremur og hálfu ári að gera tilraunir með laxarækt i sjó. Það er hinn svonefndi Kyrrahafs- lax sem þeir rækta, en hann mun litið eitt frábrugðinn Atlantshafs- laxinum. í ár búast þeir við að geta selt um 200 tonn af ræktuöum laxi og næsta ár um sama magn, en nú eru þeir að breyta tækni sinni við laxaræktina. Hafa þeir hingað til notað netabúr, sem hafa reynzt of stór, þannig að margur laxinn hefur sloppið út og lent á öngli veiðimannsins eða i net fiskiskipanna. Arið 1976 er hins vegar búizt við að salan á Kyrrahafslaxinum geti orðið um fjögur til fimm hundruð tonn. Jon M. Lindberg hélt fyrirlestur á Hotel Loftleiðum á fimmtudags- kvöldið, og var fundurinn vel sótt- hagkvæmustu viðskiptin gerið þér ávallt hjá kaupfélaginu. Seljum allar fáanlegar nauðsynjavörur á hagstæðu verði. Kaupum islenzkar framleiðsluvörur. Tryggingaumboð fyrir Samvinnutryggingar og Andvöku. Greiðum hæstu vexti af sparifé i innlánsdeild vorri. Það eru hyggindi — sem i hag koma — að skipta við kaupfélag Steingrímsf jarðar HÚLMAVÍK ÚTIBÚ KALDAÐARNESI 0G DRANGSNESI Reynslan hefur sannað — og mun sanna yður framvegis — að ur. Þar ræddi hann um laxarækt I sjó, sýndi kvikmynd frá Seattle og svaraði fyrirspurnum. Jon M. Lindberg er sonur flug- kappans fræga, Charles Lindberg er fyrstur flaug einsamall flugvél sinni yfir Atlantshafið 1927. Charles Lindberg kom hingaö til lands ásamt konu sinni árið 1933, er þau voru á sex mánaða ferða- lagi sinu, til að kanna flugleiðir yfir Norður-Atlantshaf á vegum Pan American flugfélagsins. Jon á tvær systur og tvo bræður, en sjötta barniö, drengur, var myrt eftir að hafa verið rænt árið 1931. Jon, og kona hans Barbara, eru nú i fyrstu heimsókn sinni hér á landi og áttu varla til orð að lýsa hrifningu sinni á landi og þjóð. Hafa þau þegar skoðað Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Segjast þau gjarnan vilja koma aftur og hafa þá börn sin sex að tölu með sér, en þau eru á aldrinum 7-19 ára. Hingað komu Lindberg-hjónin i boði Félags áhugamanna um fiskirækt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.