Tíminn - 16.06.1974, Qupperneq 13

Tíminn - 16.06.1974, Qupperneq 13
Sunnudagur 16. júni 1974 TÍMINN 13 und mannanöfn, þannig að eitt nafn væri i hverri linu. — Er þá gengið úr frá þvi að aðeins nafn mannsins stæði i lin- unni og ekkert annað? — Nei, ekki þarf það að vera. Þar gæti verið nafn, heimilisfang, aldur og yfirleitt allar þær upp- lýsingar, sem hægt er að fá i þjóð- skrá, svo sem hjúskaparstétt. Seguldiskarnir eru talsvert fljót- virkari, og með þeim þyrfti það ekki að taka nema eina eða tvær minútur að vinna skrá með hundrað þúsund nöfnum, svo við höldum okkur við dæmið, sem þú nefndir áðan, þar sem upplýsing- ar um hvern einstakling voru á- lika tæmandi og i þjóðskrá. Það segir sig sjálft, að þessi af- kastageta er margföld á við það, sem nokkru sinni hefur þekkzt áð- ur, en þá er lika óhjákvæmilegt, að ýmis vandamál komi upp. Til samanburður getum við tekið dæmi af fiskveiðum. Þegar stór- virkir togarar komu til sögunnar, þurfti að gera sérstakar ráð- stafanir til verndar fiskistofnun- um til þess að hin stórvirku tæki hreinsuðu ekki bókstaflega upp öll miðin. Þá fóru menn að huga að strangri löggjöf, þá var farið að tala um að færa út fiskveiðilög- sögu þjóða. Eins er þetta með tölvutækn- ina. Ég held, að i öllum vestræn- um löndum sé unnið að löggjöf um gagnavinnslu og meðferð slikra gagnabanka, ef mér leyfist að nota það orð. Þessi löggjöf stefnir öll að þvi að vernda ein- staklinga eða hópa fyrir misnotk- un slikrar upplýsingasöfnunar. Prinsessan fékk hjúskapartilboð! — Já, misnotkun, — en hvers konar misnotkun gæti helzt verið um að ræða? — í nálægu landi kom fyrir nokkrum árum upp vandamál af þessu tagi. Skrifstofa, sem sá um hjónabandsmiðlun, fékk afnot af segulbandsspólum með upp- lýsingum um ibúa borgar og tók siðan að para saman, eins og bezt var talið við eiga með hliðsjón af aldri einstaklinga, en á spólunum máttj lesa hversu gamlir menn voru, svo og hvort þeir lifðu i heil- ögu hjónabandi eður ei. En hér tókst ekki betur til en svo, að sjálf prinsessa landsins fékk hjóna- bandstilboð — og hafði þó hú- skaparmiðlunin vist ekki ætlað að seilast svo hátt i mannvirð- ingarstigann. Sá er nefnilega ljóður á, að vélar kunna ekki að gera sér mannamun. En þetta tilvik má kalla mein- laust, nánast til þess að brosa að. Það var öllu lakara, sem kom fyrir I Boston i Bandarikjunum, þegar lögregluþjónar þar i stað notuðu sér aðgang að sakaskrá i tölvum og seldu síðan upplýsing- ar um menn dýrum dómum. Lög- reglumennirnir höfðu aðgang að sakaskránni vegna starfa síns, og sfðan sóttu þeir upplýsingar i tölvuna samkvæmt beiðni ákveð- inna aðila, sem vildu fá upplýs- ingar um tiltekna einstaklinga — og það þarf auðvitað ekki að taka fram, að fyrirgreiðslan var ríf- lega borguð. — Þetta athæfi komst upp vegna þess, að kerfið var þannig byggt, að vélarnar fylgdust með þvi sjálfar, hversu margar fyrirspurnir komu frá hverjum notanda. Það kom þá á daginn, að þessir lögreglumenn höfðu fengið óeðlilega margar fyrirspurnir. í þeirri nýju löggjöf, sem ég minntist á áðan, er þó ekki endi- lega verið að hugsa um tölvutæk- ar skrár, heldur engu siður skrár eins og til dæmis sakaskrána, á almennum grundvelli. Hér á landi munu til dæmis vera afarfá, eða jafnvel engin dæmi um mála- ferli vegna misnotkunar upplýs- inga um einkahagi manna, þótt sjálfsagt megi gera ráð fyrir þvi, að meðferð slikra skráa sé ekki alltaf nákvæmlega eins og hún ætti að vera. Og hvað sem öllu öðru liður, þá er alveg sjálfsagt að hafa meðferð einstaklings- bundinna skráa undir smásjá. — En hvernig er bezt hægt að tryggja öryggi einstaklings gagn- vart óleyfilegri hnýsni um einka- hagi hans? — Þar kemur ýmislegt til greina. í fyrsta lagi, að ekki séu haldnar skrár um neinn einstak- ling nema með fullri vitund hans sjálfs. t öðru lagi þarf einstak- lingurinn að fá að vita, hvaða atr- iði það eru varðandi sjálfan hann, sem skráð eru og hafi áfrýjunar- rétt, ef upplýsingarnar eru orðn- ar úreltar eða ef þær hafa i upp- hafi verið rangar, og ennfremur um réttmæti þess, að tilteknar upplýsingar um hann séu skráð- ar. í þriðja lagi þurfa svo bæði einstaklingar og hópar manna að hafa fullan ihlutunarrétt um það, hvernig upplýsingarnar eru not- aðar. Ég skal til gamans nefna mjög einfalt og augljóst dæmi um úr- eltar upplýsingar. Hugsum okkur einstakling — karl eða konu — sem ekki á neinn maka. Þær upp- lýsingar eru vitanlega skráðar á- samt nafni, aldri og heimilis- fangi. Siðan liður eitt ár og ein- staklingurinn gengur I hjóna- band. En hjónabandsmiðlun hefur komizt yfir tölvuskrána og sendir nú einstaklingnum hjóna- bandstilboð! Ætli það hefði ekki orðið skrýtinn svipurinn á okkur (eða konunum okkar), ef við hefðum fengið tilboð frá hjúskap- armiölun fyrsta árið okkar i hjónabandinu? Það mætti vel segja mér það. Og þó er þetta ein- hver saklausasta misnotkun slikra skráa — nánast óhapp. En þetta og ótalmargt margfalt hættulegra, getur gerzt, ef menn fá ekki að fylgjast nákvæmlega með þvi sjálfir, hvað skráð er um persónulega hagi þeirra, og enn- fremur, ef þess er ekki stranglega gætt, að persónulegar upplýsing- ar komist ekki I hendur óhlut- vandra aðila. Ekki verður aftur snúið — En eru ekki þessi tæki bráð- nauðsynleg i nútíma þjóðfélagi, þrátt fyrir þá annmarka, sem á þeim eru? — Jú, alveg tvimælalaust. Hér verður ekki aftur snúið, og hag- ræðið, sem þessi tæki skapa, er slikt, að þau hljóta að verða notuð I æ rikara mæli. Upplýsingarnar, sem Hagstofa Islands hefur á sinni könnu, til dæmis I þjóðskrá eru gifurlega rikur þáttur i opin- berri stjórnsýslu. Það má nefna sem dæmi, að óþarft reyndist að taka manntal árið 1970, með þeim hætti, sem áður hafði tlðkazt, heldur voru grundvallarupplýs- ingarnar unnar upp úr þeim skrám, sem fyrir voru. Þarf ekki að efa, að með þessu hafa sparazt miklir peningar, aðeins i þetta eina skipti. Það er reyndar gam- an að geta þess, að fslendingar, sem urðu fyrstir Evrópuþjóða tií þess að taka manntal, sem mark var á takandi, árið 1703, skuli nú vera teknir að nálgast það að geta lagt manntal niður i þvi formi sem það löngum hefur verið unn- ið. — Nú er tölvufræðin ung vis- indagrein. Fara ekki fram heil- miklar rannsóknir á þessu sviði, og þeim möguleikum sem þessi nýja tækni býr yfir? — Jú, það er geysilega mikið unnið að sliku, bæði sjálfum vél- búnaðinum og fyrirmælunum, sem vélarnar eru látnar vinna eftir, — forritunum, sem ég nefndi áður. Einkum er núna unn- ið mikið starf á sviði tölvugagna- banka. Þegar við erum komin með svona stórvirk tæki, er hægt að fara að tengja upplýsingar saman á marga vegu, sem engan mann hefur órað fyrir til þessa. Við getum hugsað okkur fram- leiðanda véla, til dæmis bifreiða- verksmiðju, eða eitthvað annað. Hver vél er sett saman úr mörg- um pörtum og hver partur aftur úr mörgum hlutum, allt niður i smæstu skrúfur. Alla þessa hluti er hægt að tengja saman I tölv- unni, unz hún getur veitt upplýs- ingar um alla hlutana, sem ákveðin vél er sett saman úr, allt frá hinu stærsta til hins smæsta. Og ekki aðeins það, heldur lika i hvaða tegund vélar þessi að hinn hluturinn kemur fyrir. Þetta get- ur haft gifurlega þýðingu fyrir stórframleiðendur, sem eru með margar og flóknar framleiðslu- einingar i gangi samtimis og þurfa að henda reiður á þeim öll- um. borð, þá gefur það auga leið, að svona stórvirk tæki geta unnið verk, sem engum hefði dottið i hug að hægt væri að framkvæma! — Er ekki gaman að vinna að þessum hlutum, sem eru mann- kyninu svona nýstárlegir? — Jú, það hefur verið ákaflega gaman að fylgjast með þessu. Þótt ég sé ekki gamall að árum, þá hef ég fylgzt með þróun þess- arar tækni siðan árið 1958, og á þeim tima er breytingin ótrúleg. Þetta hefur verið kallað bylting, þvi hefur verið jafnað við iðnbylt- inguna á sinum tima. En þótt breytingarnar hafi verið stór- kostlegar fram að þessu, má þó alveg búast við að við eigum eftir að lifa enn stórtækari byltingu á þessu sviði. Það hefur opnazt nýr heimur, og við stöndum á þrö; skuldi nýrrar aldar. —'VS. Jónsmessumót Jónsmessumót Arnesingafélagsins verður haldið að Árnesi i Gnúpverjahreppi laugardaginn22. júni n.k. Mótið hefst með borðhaldi kl. 19,00. Almenn skemmtun hefst kl. 21,30. Ómar Ragnarsson skemmtir og Rómantrió leikur fyrir dansi Aðgöngumiða að boröhaldinu þarf að panta fyrir miöviku- dagskvöld 19. júnl I Verzl. Blóm og Grænmeti, Skóla- vörðustíg 3 a, simi 16711 eða á simstöðinni Asum. Bilferð verðurfrá Hlemmtorgi (Búnaðarbankanum) kl. 4,30 siö- degis 22. júni og til baka að mótinuu loknu Stjórn og skemmtinefnd. Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubílastærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar ó Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1974.1.FL VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Samkvæmt heimild í 6. gr., LXIII. liður, fjárlaga fyrir árið 1974, sbr. lög nr. 7 frá 13. mars 1974, hefur fjármálaráðherra,. fyrir hönd ríkissjóðs, ákveðið að bjóða út verðtryggð spari- skírteini, samtals að fjárhæð 200 milljónir króna. ‘Lánskjör skírteina eru ó- breytt frá síðustu útgáfu, þau eru lengst til 14 ára frá15.sept- ember 1974, en eiganda ísjálfs- vald sett hvenær hann fær skírteini innleyst eftir 15. sept- ember 1979. Vextir eru 3% áári fyrstu fimm árin, en meðaltals- vextirallan lánstímann eru 5% á ári, auk þess eru þau verð- tryggð miðað við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar. Skírteinin eru skattfrjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og verið hefur, en þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þrem stærðum 5.000, 10.000 og 50.000 krónum. Sala skírteina hefst þriðju- daginn 18. júní og verða þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og innláns- stofnunum um allt land, svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Liggja 'útboðs- skilmálar frammi hjá þess- um aðilum. Júní1974 Þetta er vafalaust aðeins upphafið Ég lit svo á, að við séum rétt að byrja á að krafsa i yfirborðið á þeim miklu möguleikum, sem þessar vélar hafa upp á að bjóða. Þvi að það er engu siður hægt að fóðra þær á menningarlegum og sögulegum upplýsingum en töl- fræðilegum. Þegar upplýsingar eru orðnar véltækar á annað

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.