Tíminn - 16.06.1974, Qupperneq 15

Tíminn - 16.06.1974, Qupperneq 15
Sunnudagur 16. júni 1974 TÍMINN 15 nýkominn heim úr fyrstu utanlandsförinni HJÁ OKKUR eru staddir tveir ungir menn, Snorri Sigfús Birgis- son og Jón Þorsteinn Gunnarsson. Þeir félagar eru nýkomnir heim úr Færeyjaferð, og þar sem það er gamall og góður siður, að spyrja menn frétta, er þeir hafa verið að heiman, þótti ei illa við eiga að leita hjá þeim frétta. Og liggur þá fyrst fyrir að spyrja: — Hvernig stóð á þvi, að þið brugðuð ykkur til Færeyja? — Við erum báðir i mennta- skólanum við Tjörnina i Reykja- vik. Þar höfum við starfrækt kór siðast liðin tvö ár,og nú datt okk- ur i hug að ljúka starfi þessa.vetr- ar með þvi að fara i söngför til einhvers nálægs lands. — Hvers vegna urðu Færeyjar fyrir valinu? — Það var nú vist einfaldlega vegna þess, að það var ódýrara að fara þangað en annað, en auk þess var okkur kunnugt um vin- arhug Færeyinga i garð okkar ís- lendinga, svo okkur þótti þetta vel við hæfi. Nú, við skrifuöum svo menntaskólanum I Þórshöfn I Færeyjum og komumst I sam- band við Eyðunn Sörensen, tón- listarkennara skólans. Hann tók erindi okkar eins og bezt varð á kosið, og þá var ekki annað eftir af okkar hálfu en að búast til ferð- ar. — Hvenær lögðuð þið svo af stað? — Við fórum héðan 26. mai og komum aftur 2. júni, eftir viku- dvöl i Færeyjum. — Hve margir eru i kórnum ykkar? — Við erum fjörutiu, en auk þess voru i Færeyjaferðinni Þór Vigfússon menntaskólakennari, Hildur Hákonardóttir vefari og Magnús Guðmundsson miðasölu- maður. Þór kynnti kórinn á tón- leikunum, og gerði það á fær- eysku siðari hluta ferðarinnar. Stafaði það af þvi, að við heyrðum það hjá nokkrum áheyrenda okk- ar, að þeir kærðu sig ekkert um að kynningin færi fram á dönsku, eins og gert hafði verið i fyrri- hluta ferðarinnar, en aftur á móti skildu þeir islenzkuna ekki alveg nógu vel. Við fengum þá kyning- una skrifaða á færeysku, og þann- ig fór hún fram eftir það. Ferðakostnaður og fyrirgreiðsla — En það kosta allir hlutir pen- inga. Hvernig fóruð þið að þvi að standa undir ferðakostnaðinum? — I upphafi skólaársins ákváðum við að mynda visi að ferðasjóði. Við náðum sambandi við nokkur fyrirtæki hér i bænum fyrir siðustu jól, og þau voru svo vinsamleg að selja okkur talsvert af jólakortum fyrir lágt verð. Þessi kort gátum við selt aftur með verulegum hagnaði. Siðan héldum við hlutaveltu i skólanum og má segja, að við værum þá bú- in að koma okkur upp allgóðum sjóði. Þessu næst gengum við á fund borgarstjóra og mennta- málaráðherra, sem báðir tóku okkur mjög vel. Er ekki að orð- lengja það, að bæði rikið og Reykjavikurborg studdu okkur. Auk alls þessa lagði skólafélagið okkar ákveðinn skerf til fararinn- ar. Þessir peningar nægðu fyrir fargjaldi fyrir allan hópinn, og reyndar ofurlitið meira. — Selduð þið ekki lika aðgang að tónleikunum i Færeyjum? — Jú. Færeyingar töldu alveg einsýnt að við seldum aðgang. Fyrstu hljómleikarnir voru haldnir i Sandavogi. Þar var að- gangseyririnn sex krónur dansk- ar fyrir fullorðna, en þrjár fyrir börn. Undir lok þessara hljóm- leika gerðist það, að Þór Vigfús- son varð þess var, að einhver studdi við bakiðá honum. Þar var þá kominn Sigurður Pétursson, skólastjóri i Sandavogi og vel- gerðamaður okkar þar. Þegar siðasta laginu var lokið, sagði Sigurður við Þór, að i hléinu hefði hann (þ.e. Sigurður) átt tal við konur, sem hefðu verið nærri þvi reiðar yfir þvi, hve lágt var selt inn á tónleikana. Sögðu þær, að þetta væri alltof ódýrt fyrir þenn- an söng. — Það þarf þá vist ekki að spyrja um viðtökurnar? — Nei, sannarlega ekki. Þær voru i einu orði sagt frábærar. Við vorum i rauninni allan timann með færeyskt fylgdarlið i kring- um okkur, sem hugsaði um alla skapaða hluti fyrir okkur. Vafa- laust eigum við þó Eyðunn Sören- sen mest að þakka. Hann skipu- lagði alveg timann sem við vor- um i Færeyjum, og i rauninni held ég, að án hans aðstoðar hefði þessi ferð varla verið framkvæm- anleg. — Hve viða sunguð þið? — Við sungum á fimm stöðum: Sandavogi, Þórshöfn, Oyra- bakka, þar sem við vigðum sal nýs skólahúss, næst sungum við i Fuglafirði og loks i Klakksvik. Höfum einnig sungið fyrir íslendinga — Kannski við snúum okkur þá að kórnum ykkar. Hafið þið ekki haldið tónleika hér á landi? — Við fórum til Akureyrar i fyrra og sungum þar. í vetur sungum við I Arnesi og á Hvoli, og svo er það Færeyjaferðin, hún er okkar siðasta verk til þessa. Innan kórsins er félag, sem heitir Kvæðamannafélag menntaskólans viðTjörnina. 1 þvi eru aðeins tveir menn, Ólafur Bjarni Guðnason og Snorri Sigfús Birgisson, segir Snorri Sigfús og brosir við. Þetta félag syngur ein- göngu Islenzkan tvisöng upp úr þjóðlagabókinni hans séra Bjarna. — En hvað sunguð þið fyrir Færeyingana? — Efnisskráin var fjölbreytt, og á henni voru bæði islenzk og erlend lög, aðallega þó þjóðlög: alls voru lögin rétt um tuttugu. Við minntumst áðan á viðtökurn- ar. Þvi má bæta við, að I Klakks- vik bauð bæjarstjórinn öllum kórnum til hádegisverðar, og rektor menntaskólans, Arinbjörn Mortensen, bauð okkur til kvöld- verðar og eyddi siðan með okkur drjúgum hluta eins eftirmiðdags til þess að sýna okkur Kirkjubæ , hinn gagnmerka sögustað, um leið og hann sagði okkur sögu hans. Höfum mikinn hug á auknum sam skiptum við Færeyinga — Urðuð þið varir við mikinn tslandsáhuga i Færeyjum? — Já, mjög mikinn. Það var skrifað um tsland i færeysk blöð á meðan við vorum þar: meðal annars sáum við heilsiðugr. um stjórnmálaástandið á tslandi, bæjarstjórnarkosningarnar og fleira. Við vitum ekki, hvort eitt- hvað var eða verður skrifað um þesa ferð okkar, það var að minnsta kosti ekki komið neitt um okkur i blöðunum, þegar við fór- um heim. En tónleikarnir voru auglýstir, bæði i útvarpi og blöð- um, auk auglýsingaspjalda, sem hengd voru upp. — Tónleikarnir hafa þá verið vel sóttir? — Já, mjög vei. Okkur telst svo til, að um átta hundruð manna hafi hlustað á okkur Áheyrendur voru aldrei færri en hundrað og oftast um tvö hundruð. — Þið berið þá væntanlega góðan hug til frænda vorra, Fær- eyinga, eftir þessa vel heppnuðu ferð á þeirra fund? — Já, hvort við gerum. Eftir ferðina hefur vaknað hjá okkur mikill áhugi á þvi að efla sam- skipti fslendinga og Færeyinga. Þvi veldur ekki aðeins hin mikla vinsemd þeirra i okkar garð, heldur engu siður hitt, að við get- um áreiðanlega margt af þeim lært. —vs. 1 Kirkjubæ. Sendinefnd á ráðstefnuna SENDINEFNI) islands á 2. fundi hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðauna, sem hefst i Caracas þann 2«. þ.m., verður skipuð svo sem hér segir: Hans G. Andersen, ambassa- dor, sem er formaður nefndarinn- ar. Jón L. Arnalds, ráðuneytis- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins. Már Elisson, fiskimálastjóri. Jón hafréttar- Jónsson, forstöðumaður hafrann- sóknarstofnunarinnar. Gunnar G. Schram, varafastafuiltrúi fslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Bene- dikt Gröndal, alþingismaður. Gils Guðmundsson, alþingismaður. Þórarinn Þórarinsson, alþingis- maður. Finnbogi R. Valdimars- son, fyrrv. bankastjóri. Þór Vil- hjálmsson, prófessor. Ekki er gert ráð fyrir að nefndarmenn sitji ráðstefnuna heldur muni þeir skiptast að nokkru á'um að sækja fundina. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ [ Stöðug 1 atvinna í öllum ■ ■ kauptúnum x-B

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.