Tíminn - 16.06.1974, Síða 16
16
f/yill/iiT
TÍMINN
atTí ílf lll fk f '| ISQ RÍHf ,t
Sunnudagur 16. júni 1974
Háspennullnan sést hér liggja yfir hluta húsgrunnsins, en undanþága hefur verið veitt til byggingar
þess hluta hússins, sem þegar sést á myndinni. Mun fjarlægðin frá linu að sperrunni, sem næst er,ekki
vera meiri en um 5,5 metrar. Timamynd: Röbert
HÆTTULEG
HÁSPENNULSNA
— sem stendur í miðju nýju
byggingahverfi við Ártúnshöfðann
-hs-Rvik. Ekki alls fyrir löngu
gerðist það, að stórt vinnutæki frá
islenzkum aðalverktökum lenti i
háspennulinu, 66000 volta, sem cr
á Ártúnshöfðanum. Engin slys né
skemmdir urðu við óhappið, en
þetta varð til þess, að menn fóru
að lita i kringum sig. Þarna við
linuna er verið að reisa mikið
stálgrindahús, og er greinilegt, að
grunnur þess fer undir linuna.
Búið er að reisa nokkrar spcrrur,
og snéri blaðið sér til Rafmagns-
eftirlitsins með þá spurningu,
hvort ekki væri of nálægt linunni
••yggt-
Fyrir svörum hjá Raf-
mangseftirliti rikisins varð
Friðþjófur Hraundal. Hann sagði,
að ekki yrði leyft að byggja húsið
undir linuna, þ.e. á allan
grunninn, en það sem þegar væri
risið, fengi að standa þrátt fyrir
það, að þar með yrði húsið innan
við 10 metra frá linu, sem er lág-
mark, ef ekki eru gerðar sérstak-
ar varúðaráðstafanir.
Sagði Friðþjófur, að þessi lina
væri falltraust, svo sem það er
kallað, en þá er það undir mati
Rafmagnseftirlitsins komið,
hvort byggingar eru leyfðar
innan 10 metranna. Þetta var á
■sinum tima metið og bygging
leyfð, að hluta, en þá kom það upp
úr kafinu, að útreikningar
borgarverkfræðings varðandi
staðsetningu á húsinu voru rang-
ar. Munaði þar um 1 metra, og
var á ný farið fram á undanágu
Kom til greina að láta hús
byggjandann rifa eina sperru, en
frá þvi ráði var horfið, af ýmsum
ástæðum, m.a. vegna lána, sem
hann hafði tekið út á vissa stærð
af húsu. Var endanlega ákveðið
hjá Rafmagnseftirlifeinu að leyfa
þvi, sem þegar hetur risið, að
standa, en mikiar öryggisráð-
stafanir verða gerðar, þannig að
ef svo ótrúlega skyldi vilja til að
linan félliú húsið, þá „leysi hún
út” á stundinni og nálægir menn
eiga aðvera algjörlega óhultir.
Fleiri aðilar eiga þarna
byggingarlóðir, og þrýsta
væntanlega framkvæmdir mjög á
það að linan verði flutt, en hún
flytur Akurnesingum rafmagn og
er i eigu Rafmagnsveitna
rikisins. Stendur til að fjarlægja
linuna og láta linuna frá Geitháls-
stöðinni að Korpúlfsstöðum taka
við hennar hlutverki. Er sú lina
130 kV, en ekki tilbúin ennþá.
Friðþjófur sagði, að fjar-
lægðarákvarðanir við háspennu-
Hnur væru settar til varnar hús-
um, linunni við húsbruna,
mönnum á þaki húss eða við
vinnu nálægt þvi, og svo til að ná-
lægð mannvirkja torveldaði ekki
viðhald linunnar. Sagði hann, að
Rafmangsefptirlitið hefði fyrir
sitt leyfi heimilað byggingu hluta
hússins, en ef til vill gætu Raf-
magnsveitur rikisins, sem eig-
andi linunnar, sagt nei, ef þeim
litist svo á, að torveldara yrði að
halda linunniviðog reka hana en
ella.
Að lokum benti Friðþjófur
Hraundal á það, að hér á landi
væru mun strangari fjarlægðar-
ákvæði heldur en annars staðar á
Norðurlöndum, en i a.m.k. einu
atriði væru ákvæði ekki nógu
'ströng. Heimilt er nefnilega að
leggja háscennulinu i þriggja
metra fjarlægð frá brekkubrún
eða mishæð, þar sem t.d. al-
menningur á leið um.
Til sölu:
LAND/ROVER disel ’64
Útungunarvél fyrir 2000 egg
ásamt klakvél
10 kýr, vorbærur.
Opið milli 2 og 7.
LANDBUNAÐARÞJONUSTAN
Skúlagötu 63 — Sími 2-76-76
Til sölu:
Vörubill ’67 fóðurflutningabill með
nýrri dælu i góðu standi, má einnig
nota sem pallbil. Senuiferðabill
Ford D 300 með vönduðu húsi,
útbúið til hestaflutninga.
Opið milli 2 og 7
LANDBÚNAÐARÞJÓNUSTAN
Skulagötu 63 — Sími 2-76-76
Heimabyggð
aukinn hlut rikisins við hafna-
framkvæmdir á minni stöðun-
um. sem léttir geysilega undir
hjá þeim og gerir þeim kleift
að ráðast i stórframkvæmdir.
Sama máli gegnir um sjúkrahús
og elliheimili, en hér er einmitt
byrjað á slikri stofnun, —
heilsugæzlustöð/ sem jafn-
framt er sjúkrahús og elli-
heimili. Þáttur rikisins i þessum
framkvæmdum hefur gert okk-
ur þetta kleift. Nú, rekstraraf-
koma hinna smærri byggðar-
laga hefur breytzt mjög til
batnaðar við breytingar á lög-
unum um tekjustofna, sem gerð
voru i tið núverandi rikisstjórn-
ar.
— Hvað er að segja um at-
vinnuástandið hjá ykkur á
Ólafsfirði?
— Hérna á Ólafsfirði er nú
varla hægt að segja, að ástandið
hafi verið mjög slæmt, nema
hvað vinna var stopul oft á tið-
um — en viðhorfin eru allt önnur
i dag. Ástandið hefur stórbatnað
með komu skuttogarans, vinnan
öruggari og jafnari, og þetta á
enn eftir að færast i betra horf,
þegar annar togari kemur.
Frystihúsin hafa verið i upp-
byggingu á þessu timabili, og
það er augljóst, að atvinnulifið
er mikiu styrkara.
— Er ekki bjartsýni i mönn-
um vegna þessa?
— Jú, hérna fjölgar fólki
einmitt um þessar mundir, en
það hefur verið rólegt i þeim
efnum fram að þessu. Nú er
mikið byggt hérna á Ólafsfirði,
— alls staðar verið að byggja.
— Heldur þú ekki, Armann,
að byggðastefna rikisstjórnar-
innar verði þung á metunum i
kosningunum 30. júni?
— Ég tel engan vafa á þvi.
Þessi rikisstjórn hefur beint
meira fja'rmagni út i hin smærri
byggðarlög en áður hefur gerzt,
og áhrifin af þessu eru nú að
koma i ljós.
„ólafi treysti ég, Jó-
hannessyni"
Karl Agústsson.útgerðarmað-
ur á Raufafhöfn, sagði okkur að
það gegndi eiginlega sama máli
með alla staðina fyrir norðan og
austan.
— Það passar eiginlega sama
prógrammið fyrir alla þessa
staði, sagði Karl. Atvinnulifið
hefur alveg snúizt við á þessum
stöðum. Með komu skuttogar-
anna er alveg útilokað þetta
árstiðabundna atvinnuleysi, og
það setur sannarlega sinn svip á
mannskapinn. Bjartsýnin hefur
kviknað hjá fólkinu á ný og von-
irhafa glæðzt. Eftir dauðu árin,
þegar sildin hvarf, voru ýmis
vandamál, sem við hérna höfum
orðið að glima við, syo sem
endurbyggingu frystihússins,
sem brann, og útvegun fjár-
magns. Svona höfum við verið
að feta okkur áfram, og sem
sagt, á siðustu árum hefur at-
vinnuleysisvofunni verið bægt
frá. Andrúmsloftið er allt annað
en það var.
— Er þá ekki mikið um
byggingar og heimilisstofnun
hjá ungu fólki hjá ykkur á
Raufarhöfn?
— Jú, nú er ekki um annað að
ræða en áframhaldandi búsetu á
staðnum, fólk hefur fiutt mikið
hingað, og margt ungt fólk hefur
sett sig niður og er að byggja
yfir sig. Það er mikið um
byggingar, eitt var að komast
undir þak i gær. Það var byrjað
á mörgum húsum I fyrrahaust.
— Hvernig hafa aflabrögðin
verið hjá ykkur?
— Við höfum haft nógan fisk.
Það var ágætur afli i vetur, bæði
hjá togara og bátum, en hann
var tregur i vor. Nema i grá-
sleppunni. Það var alveg mok-
afli i grásleppunni. Ætli það hafi
ekki verið saltaðar einar 1600
tunnur af hrognum.
— Og heldur þú ekki, að menn
vilji hafa áframhald á þessu
ástandi, Karl?
— Ég get nú bara sagt fyrir
mig, að Ólafi treysti ég, Jó-
hannessyni, og það mættu fleiri
menn eins og hann Stefán, vin-
ur, Valgeirsson vera á þessu
þingi. Ég er hræddur um, að það
þurfi einurð og festu til þess, að
það fari ekki úr böndunum, sem
áunnizt hefur.
/, Blessaöir verið þiö —
þetta er gjörbylting"
Guðmundur Jónsson i
Grimsey var ómyrkur i máli,
þegar við röbbuðum við hann og
spurðum hann um atvinnu og
horfur á þessu nyrzta byggða
bóli landsins.
— Hér hefur orðið gjörbylting
i atvinnuháttum i tið rikis-
stjórnar Ólafs Jóhannessonar.
Við höfum endurbyggt allan
bátaflotann, hér hefur verið
komiðupp nýju fiskmóttökuhúsi
með flatningsvél og hausunar-
vél og öllum nýtizku tækjum,
þeim fullkomnustu, sem nú er
vöi á. Það vantar bara mann-
skap. Fleiri hendur til að vinna
störfin. Það kom hingað Frans-
maður, og við tókum hann og
drifum hann i vinnu. Það er
unnið hérna dag og nótt.
— Hvað eru margir bátar
gerðir út frá Grimsey núna?
— Það eru vist orðnir 14 bát-
ar, þar af eru fjórir þilfarsbát-
ar, 3 ellefu tonna.
— Og hvernig fiskast?
— Hér verður allt i fiski. Þeir
komu með allt upp i 2 tonn i bát i
gær, og svona er þetta dag eftir
dag. Aflinn er alltaf að aukast.
Ungu mennirnir sækjast eftir að
komast á sjóinn. Þetta er þeim i
blóð borið.
— Og þá er náttúrlega nóg
vinna i landi?
— Það er unnið eins og hægt
er og við höfum rétt undan. En
það vantar fólk hingað. Hérna
væri gott fyrir svona 140 manns,
Forðizt
voðann
— varizt
„viðreisn"
x-B
en þá kemur að húsnæðisleys-
inu. Við erum i vandræðum með
húsnæði.
— Er ekki verið að byggja i
Grimsey?
— Jú, hérna eru 3 ibúðarhús i
smiðum, eitt komið undir þak.
Svo erum við að kaupa tvö tilbú-
in hús til að setja hérna upp.
Það er alltaf sótt á okkur með að
fá að vera hérna, en við getum
bara ekki útvegað húsnæði.
— Byltingin hefur sem sagt
orðið veruleg á liðnu kjörtima-
bili á atvinnuháttum Grimsey-
inga?
— Blessaðir verið þið þetta er
gjörbylting. Þetta er allt annað
núna.
— Heldurðu, að Grimseying-
ar hafi áhuga á, að kjósa aðra
rikisstjórn yfir sig?
— Æ, nei, það held ég ekki —
það skil ég ekki. Við stöndum
saman, Grimseyingar i flestum
málum. Ég held það séu eitt-
hvað tveir á öðru máli, en við
hinir styðjum við bakið á Ólafi
Jóhannessyni og hans mönnum
eftir fremsta megni.
OPIO
Virka daga Kl. 6-10e.h.
Laugardaga kl. 10-4 e.h.
..Ö<BILLINN BÍLASALA
HVERFISGÖTU 18-sími 14411
Eingöngu:
VÖRUBÍLAR
VINNUVÉLAR
‘^DS/OÐ^
SÍMAR 81518 - 85162
SIGTÚNI 7 - REYKJAVÍK
SIG. S. GUNNARSSON
^Sbílaleigan
felEYSIR
CAR RENTAL
V24460
í HVERJUM BÍL
PIONEER
ÚTVARP OG STEREO
CASETTUTÆKI
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
TS 21190 21188
LOFTLEIÐIR
Viðgerðir á fólksvögnum
Höfum til sölu fólksvagn.
Skiptivélar frá Danmörku.
Bílaverkstæðið
EKILL
BRAUTARHOLTI 4, SÍMAR: 28340-37199