Tíminn - 16.06.1974, Qupperneq 17

Tíminn - 16.06.1974, Qupperneq 17
Sunnudagur 16. júni 1974 TÍMINN 17 Sínum augum lítur hver á — selinn Leikfélag Reykjavíkur: Selurinn hefur mannsaugu eftir Birgi Sigurðsson Leiktjöld: Jón Þórisson Tónlist: Áskell Másson Ljósastjórn: Gissur Pólsson Leikstjórn: Eyvindur Erlendsson Selurinn hefur mannsaugu er að verulegu leyti reistur á sama grunni og Pétur og Rúna. Auð- sætt er, að dansinn kringum gullkálfinn er ekki höfundinum að skapi. Að hans viti er lifs- hamingja hér á jörðu ekki fólgin I skrautkastala og fögrum sumarbústað i skauti islenzkrar náttúru, dýrindisklæðum og fin- um bil, fullkomnum heimilis- tækjum og ferðum til sólarlanda tvisvar á ári, eða með öðrum orðum i þungri pyngju og aukn- um lifsþægindum. Það verður að segja það eins og er, að leikskáldið, Birgir Sigurðsson, hefur ekki vaxið við þessa nýju hugsmið sina. Sjón- deildarhringur hans hefur hvorki vikkað né þrengzt. Hann hefur ekki fært út kviarnar i heimspekilegum skilningi né sálfræðilegum. Hann snýst sem sagt enn þá um sama heygarðs- hornið að þvi er virðist. Ef hann ætti meira viðsýni og dýpri mannþekkingu, mætti með réttu skipa honum á bekk með betri leikskáldum hér á landi. Margur verður af aurum api, segir hið fornkveðna, en ef tií vili ekki allir. Gárungunum væri jafnvel trúandi til að segja, að Birgir Sigurðsson, fengi út- brot á sálina i hvert sinn, sem hann heyrir aura eða auðmenn nefnda. Þótt han skýli sér stundum á bak við óljós orð, má samt sem áður lesa sitthvað milli linanná. Það er þráfaldiega gefið i skyn, að auðvaldsstefna standi mönnum fyrir þrifum. Sé auð- valdi og fulltrúum þess komið á kné, þá sé björninn unninn og ei- lifðarlausnin fundin. Þá kasta selirnir með mannsaugun hamnum, ganga á land og verða loks að sönnum mönnum, sem leyfa aðeins öpum að leika sér að aurum. En er þetta ekki helzti mikil einföldun eða hrein- lega sagt einfeldni? Má vera að lifið verði ekki alltaf „óviti”, en hitt er vist, að það verður aldrei fullviti. Þótt takast megi að deila brauði bróðurlega út milli manna, biða samt ekki ótal vandamál lausn- ar — mál, sem varða m.a. guð, okkar nánustu og náungann. Við það eitt, að hætta að dansa kringum gullkálfinn verður lifið ekki tómur dans á rósum eftir leiðis og mannleg samskipti óslitinn kærleikur. Nei, lifið er gáta og barátta, hlátur og grát- ur. 1 raun réttri fjallar Selurinn hefur mannsaugu um efni, sem höfundur var búinn að gera full skil i Pétri. og Rúnu. Sú frum- raun i leikskáldskap var svo lofsverð, að búast hefði mátt við öðru en einberri endurtekningu. En enda þótt efnisvalið sé ákaflega umdeilanlegt, er per- sónusköpun höfundar yfirleitt hnitmiðuð og stilvis. Hann ljær Hönnu, Hans, Dengsa, þjófnum, Dodda og skutlara hverju sitt svipmót og lundarfar. Þótt Gamli sé dreginn mörg- um sterkum dráttum, er hann samt aðeins málaður i einum lit og skortir þvi rétt blæbrigði. Þar sem Vestfjarðarþokan fylg- ir Systu eins og skuggi, þá sjá- um við hana aldrei i fullu ljósi og hlýtur það að teljast til nokk- urs baga. Lýsing Birgis á móðurinni er hvorki frumleg persónugerð né eftirminnileg. Hún er eins og lifandi eftirmynd mæðra úr þúsund og einni bók. Málfar Birgis Sigurðssonar er heflað i krók og kring og mælsk- an mikil. Stiltöfrar hans sverja sig stundum i ætt við texta bibli- unnar eins og eftirfarandi orð þjófsins sýna: „Það er betra að hafa eina hönd til að þiggja með en tvær hendur til að stela með. Þú hefur tvær hendur”. Sjálfs- lýsing Hönnu, sem hér fer á eft- ir, hittir lika beint i mark. „Guð. Hvað það er dásamlegt að vera til, finna púkana sprikla og hlæja inni i sér. Hlusta hvernig þeir hlæja hver upp i eyrun á öðrum. Og hlæja hæst sjálf. Svo hátt, að ekkert verður nema hlátur, finna hvernig þeir ham- ast og steypa sér kollhnis á taugunum i brjóstinu á þér, láta þá hanga og teygja þær milli sin i hlátri, heyra þá djöflast i þinu eigin búri, þar sem þú er lokuð inni með þeim og getur ekkert nema skemmt þeim og þér, þangað til hláturinn er orðinn svo hár og stór, að hann gleypir sjálfan sig. — og þá ferðu að gráta”. tmyndaða ökuferðin á verk- stæðinu er og prýðileg hugdetta og sama er að segja um táknræn stökk Dengsa úr apalandi yfir i mannaland og siðan i sniglaland og loks aftur i mannaland, eða réttara sagt fram og aftur. Skilningur leikenda á hlut- verkum sinum er réttur og túlk- un þeirra þvi jafnan blæfögur og eðlileg. Þótt Guðmundur Páls- son hafi ef til vill aldrei átt betri leikstundir en á þessari sýn- ingu, þá er það samt þeim Guð- rúnu Ásmundsdóttur og Stein- dóri Hjörleifssyni, sem tekst hins vegar að skapa eftirminni- legustu persónur leiksins og svipmestu. Leikstjórn Eyvindar Erlends- sonar er slétt og felld, en ekkert þar yfir. Hún er ekki nándar nærri eins góð og ég hafði gert mér vonir um. Stundum er gangur leiksins svo snigilslega hægur, að manni þykir vera ek- ið i fyrsta gir, þegar bezt væri að aka i þriðja. í annan tima gerist allt með eðlilegum hraða. Að lokum vill sá, sem þetta ritar, ekki láta hjá liða að geta þess, að honum þykir leikritaval Leikfélags Reykjavikur orðið býsna einlitt. Reykjavikll. júni Halldór Þorsteinsson BJÖRN JÓNSSON UM GREIÐSLU ORLOFSFJÁR i ÞREM dagblöðunum birtust 14. þ.m. greinar um reglugerðar- breytingu um orlof, sem afgreidd var í félagsmálaráðuneytinu 1. febrúar s.l. og birt var i Stjórnar- tiðindum 28. s.m. Ennfremur komu þar fram mótmæli frá for- ystumönnum I nokkrum verka- lýðsfélögum gegn breytingu þess- ari og kemur þar fram, að téð breyting er álitin skerða rétt til orlofs, sem fólk hafi haft. En breytingin er engin önnur en sú, að fastur starfsmaður skuli telj- ast sá, sem hafi samkv. lögum, samningum eða venjum þriggja mánaða uppsagnarfrest i stað eins mánaðar frests áður. Varðandi þann bagalega mis- skilning, að hér sé um skertan or- lofsrétt að ræða þykir mér rétt og nauðsynlegt að skirskota til 2. gr. laga um orlof, en þar segir orð- rétt: „Lög þessi rýra ekki viðtækari og hagkvæmari orlofsrétt sam- kvæmtöðrum lögum, samningum eða venjum.” I 1. gr. reglugerðar nr. 150 21. júni 1972 og i breytingu á þeirri reglugerð frá vorinu 1973 er þetta ákvæði 2. gr. laganna enn áréttað og eru þau reglugerðarákvæði ó- breytt, enda mundi annað breyta lögunum, sem auðvitað er útilok- að. Tilvisun til nefndra laga- og gildandi reglugerðar ætti þvi gagnvart öllum þeim, sem lita vilja á mál þetta af raunsæi og sanngirni að vera fullgild sönnun fyrir þvi, að allt tal um réttinda- skerðingu er úr lausu lofti gripið og að hver sá starfsmaður, sem hingað til hefur átt rétt til óskerts kaups i orlofi sinu, þess kaups sem gildandi er, þegar hann fer i orlof, á hxnn enn óskertan. Hefði einhver vafi á þessu atriði leikið hefði ég að sjálfsögðu gengið úr skugga um að svo væri ekki með viðtækara samráði en ég taldi nauðsynlegt með tilliti til aug- ljósra ákvæða, sem hér hefur ver- ið greint frá. En hver var þá tilgangurinn með skilgreiningunni um, að sá teldist fastur starfsmaður, sem ætti rétt á 3ja mánaða uppsagn- arfresti? Hann var og er sá einn að ráða bót á þvi ófremdará- standi, sem rikt hafði varðandi greiðslur atvinnurekenda til giró- kerfisins, sem samkomulag hafði verið gert um milli aðila vinnu- markaðarins og að mæta fjölda óska frá verkafólki, sem ekki fékk réttmætar og oft engan lög- skildar skilagreinir frá glrókerf- inum og átti þvi hvergi nærri fullt öryggi fyrir þvi, að það fengi or- lofsfé sitt greitt, þegar það tæki orlof. Ein meginástæðan fyrir vangreiðslum atvinnurekenda var talin, án vafa, sú að þeir ættu of auðveldan leik með að fullyrða, að þeirra verkafólk væri allt á LOÐSKINNASÝNING Á HVANNEYRI AÐALFUNDUR sambands isl. loðdýraræktenda SÍL, var hald- inn s.l. miövikudag i búnaðar- skólanum á Hvanneyri i Borgar- firði. Formaður stjórnar SIL. Ásberg Sigurðsson, borgarfógeti, setti fundinn og bauð félaga og gesti velkomna. Sérstaklega hina er- lendu gesti, sem voru Knud Arne Mörk, forstjóri norska loðdýra- sambandsins og fulltrúi hans Kristófer Rygg. Einnig fulltrúa Hudson’s Bay, London, þá Cyril Fullaway, forstjóra og Barry Philipps, skinnamatsmann. Formaður þakkaði sérstaklega Magnúsi Jónssyni, skólastjóra á Hvanneyri, fyrir þá velvild að lána húsnæði skólans fyrir þenn- an aðalfund sambandsins, sem hann taldi marka timamót i starf- semi þess. En þetta er i fyrsta sinn, sem skinnasýning er haldin hér á landi, ásamt sýnikennslu i flokkun og mati skinna. Knud Arne Mörk setti upp þessa norsku skinnasýningu og skýrði hana og leiðbeindi þátttak- endum. Er skinnasýningin einn fyrsti árangur af þvi starfi, sem stofnað var til á s.l. hausti milli islenzka og norska loðdýrasam- bandsins. Að skinnasýningunni lokinni héldu erindi dr. Stefán Aðal- steinsson, efnafræðingur, um rannsóknir sinar á frjósemi minka o.fl., Sigurjón Bláfeld, ný- ráðinn ráðunautur i loðdýrarækt um leiðbeiningarstarf i þágu loð- dýrabúanna og Mr. Cyrle Fulla- way, um markaðsmál, ástand og horfur. Að lokum fóru fram aðal- fundarstörf og voru eftirtaldir menn kosnir i stjórn Sambands- ins: Asberg Sigurðsson, Rvk, for- maður, Jónas Halldórsson, Svalbarðströnd, varaformaður, Ásgeir Pétursson, Rvk, ritari, Leifur Tómasson, Akureyrí, gjaldkeri og Reynir Barðdal, Sauðárkróki, meðstjórnandi. mánaðaruppsagnarfresti, þótt svo væri ekki eða þá að takmörk- uðu leyti. Koma lika hér inn I myndina lögin um réttindi og skyldur tima- og vikukaupsfólks, sem eru þannig úr garði gerð, að oft er mjótt á munum um það, hver telst eiga mánaðaruppsagn- arfrest eða ekki. Sá réttur getur lika bæði unnist og glatazt hvenær sem er á orlofsárinu og skapar það rugling og óvissu um orlofs- greiðslur. Af framangreindu ætti að vera ljóst, að reglugerðarbreytingin, sem ég játa mig að sjálfsögðu á- byrgan fyrir, hefur það eitt i för með sér að allir orlofsþegar hafa nú fulltryggt að fá 8.1/3% af laun- um síðasta orlofsárs gegnum girókerfið, eftir þeim reglum, sem þar um gilda og fullt sam- komulag er um — en eiga siðan ó- tviræðan kröfurétt á hendur vinnuveitenda á þvi fé, sem að þvi greiddu kynni að skorta á að full- um gildandi launum á orlofstim- anum samkvæmt áður gildandi venju verði náð. Ég læt svo að lokum i ljósi fullt traust mitt á þvi, að félagsmála- ráðuneytið muni vera reiðubúið til að staðfesta með úrskurði, ef með þarf, þær skýringar og þann skilning, sem ég hér að framan hefi gert grein fyrir. Og enn það, að ég tel orlofslögin og fram- kvæmd þeirra þurfi gagngerðar endurskoðunar og endurbóta við. Björn Jónsson. RICHARD BECK: \ Heim um íoftin blá Tileinkað Loftleiðum þrítugum Byr er undir báðum vængjum, bláa vegu drekinn fagur svifur austur undir stjörnum, ofar nætur skýjum, hraður. Hraðar fer þó hugur glaður hans,-er seiða ættarstrendur, réttir móti honum hendur heimaslóða nóttlaus dagur. Gott er i þeirri dýrð að dreyma drauma gamla, um sig streyma finna vorsins hörpuhreima.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.