Tíminn - 16.06.1974, Síða 18

Tíminn - 16.06.1974, Síða 18
18 TÍMLW Sunnudagur 16. júni 1974 Menn oo mákfni Umbótastefnan hefur reynzt bezt Aldrei aftur Innan skamms er væntanlegur úrskurður Alþjóðadómstólsins i Haag i málum þeim, sem Bretar og Vestur-Þjóðverjar hafa höfðað gegn tslendingum vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 50 milur. Málshöfðunina byggja Bretar og Vestur-Þjóðverjar á landhelgis- samningunum frá 1961, en sam- kvæmt þeim öðluðust þeir mál- skotsrétt til Haagdómstólsins, ef tslendingar færðu út fiskveiðilög- söguna i trássi við þá. Núverandi rikisstjórn reyndi að losa þjóðina undan þessu oki með þvi að segja samningunum upp með eðlilegum fyrirvara. Alþjóðadómstóllinn tók ekki uppsögnina gilda, vegna þess að ekki er að finna nein upp- sagnarákvæði i samningunum. Þótt sú lögskýring Alþjóðadóm- stólsins sé i mesta lagi hæpin, breytir það ekki þeirri staðreynd, að það voru hin verstu mistök af hálfu Sjálfstæðisflokksins, að þannig skyldi gengið frá samningunum, að ekki væri að finna i þeim nein uppsagnar- ákvæði. I öllum öðrum meiriháttar samningum, sem tslendingar hafa gert við aðrar þjóðir, hefur þess verið gætt að hafa greinileg uppsagnarákvæði. Jafnvel Danir gættu þess, þegar þeir sömdu fyr- ir hönd tslendinga við Breta um landhelgismálið árið 1901. Samningurinn, sem þá var gerð- ur, var uppsegjanlegur meö þriggja ára fyrirvara. Vegna djarfrar framgöngu nú- verandi rikisstjórnar kann svo að fara, að það komi ekki að sök, þótt engin uppsagnarákvæði væru i landhelgissamningunum frá 1961. En mistök þeirra, sem gerðu þá, eru ekki minni, þótt eftirmenn þeirra haldi giftusamlegar á mál- um. Þessi mistök hefðu getað orð- ið þjóðinni dýr, og þau eiga að vera henni áminning um að gera aldrei aftur meiriháttar milli- rikjasamninga, sem ekki hafa skýr uppsagnarákvæði. Blendinn flokkur Næsta broslegt er að lesa þau skrif Morgunblaðsins og Þjóðvilj- ans, að flokkar þeirra hafi skýrar stefnur. Þetta er broslegt fyrir þá sök, að Sjálfstæðisflokkurinn er frægur fyrir það að vera flokkur allra stefna, en Alþýðubandalag- inu hefur enn ekki tekizt, vegna innbyrðis ágreinings, að setja sér stefnuskrá. Til sönnunar þvi, að það sé rétt- nefni að kalla Sjálfstæðisflokkinn flokk allra stefna, þykir rétt að vitna til ræðu, sem einn af stjórn- málaritstjórum flokksins, Jónas Kristjánsson, hélt á ráðstefnu Sambands ungra Sjálfstæðis- manna 20. janúar i fyrra, og var siðar birt i timaritinu Stefni. Þar segir m.a. undir kaflafyrirsögn- inni Blendinn flokkur: ,,Ég ætla að skoða Sjálfstæðis- flokkinn á grundvelli þriggja spurninga: 1. Er hann hægri flokkur eða vinstri flokkur? 2. Er hann auðvaldsflokkur eða jafnaðarflokkur? 3. Er hann ihaldsflokkur eða frjálslyndur flokkur? Satt að segja er ekki hægt að gefa einföld svör við þessum spurningum, þvi að flokkurinn er blanda af mörgu. Og blandan lit- ur vissulega út á mismunandi hátt eftir þvi, hvort maður skoðar landsfundayfirlýsingar, aðrar yfirlýsingar frá fundum og ráð- stefnum flokksins eða gerðir þingflokksins á þeim tima, sem hann er i stjórn. Stefnumál og gerðir þurfa ekki að fara saman, ekki sizt við aðild að samsteypu- stjórnum. Þá verður hver fyri.r sig að skilja eitthvað af sinum málefnum eftir heima.” Flokkur allra stefna Eftir að Jónas hefur i alllöngu máli krufið framangreindar spurningar til mergjar, kemst hann að eftirfarandi niðurstöðu: ,,Ég fæ ekki betur séð en hafna ...""I't- ■ ■ verði öllum einföldum skilgrein- ingum á Sjálfstæðisflokknum. Hann er i stefnu og reynd bæði hægri og vinstri flokkur. Hann er i stefnu og reynd bæði auðvalds- og jafnaðarflokkur. Hann er i stefnu og reynd bæði Ihalds- og frjálslyndur flokkur. Kannski er það einmitt þessi fjölbreytni, sem veldur mörgum flokksmönnum vanda við að fóta sig á hinum hugmyndafræðilega grunni. Mér virðist sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafi vitandi og óvitandi komið sér fyrir i miðju þeirra pólitisku stefna, sem ein- kennt hafa Vesturlönd. Hann sé eins konar miðflokkur. Vitanlega er hann meiri hægri flokkur en vinstri flokkur, meiri auðvaldsflokkur en jafnaðar- flokkur, meiri frjálslyndur flokk- ur en ihaldsflokkur.” Þessi lýsing á Sjálfstæðis- flokknum, sem gerð er af einum færasta stjórnmálaritstjóra hans, er næsta glögg. Til þess að afla sér sem mests kjörfylgis, er Sjálfstæðisflokkurinn flokkur allra stefna, allt eftir þvi, sem við á hverju sinni og hverjir eiga i hlut. Með öðrum orðum má segja, að hann sé hreinn hentistefnu- flokkur. Flokkur án stefnuskrár Þá er komið að Alþýðubanda- laginu. Það eru nú liðin ein 7 eða 8 ár siðan það var formlega gert að stjórnmálaflokki. Það gerðist nokkuð snögglega vegna átaka við Björn Jónsson og Hannibal Valdimarsson, og var það notað til afsökunar á þvi, að hinn nýi flokkur hóf göngu sina, án þess að setja sér stefnuskrá. Hins vegar var skipuð nefnd til að undirbúa fullkomna og itarlega stefnuskrá. Þeirri undirbúningsvinnu er enn ekki lokið, eftir rúm sjö ár. Ástæðan er sú, að Alþýðubanda- lagið er svo sundurleitur hópur, sem spannar allt frá Maoistum til ihaldssömustu krata, að ómögu- legt er að setja þvi stefnuskrá, nema einhver þessara hópa yfir- gefi flokkinn. Þvi hefur sá kostur verið valinn til þessa dags að láta flokkinn vera stefnuskrárlausan. Magnús Kjartansson hefur reynt að leysa þetta stefnuskrárleysi á þann hátt að segja flokkinn fylgja islenzkum sósialisma. Magnús hefur hins vegar ekki reynt að skýra hvers konar fyrirbæri þessi islenzki sósialismi er eða á að verða. Enn er hinn islenzki sósial- ismi þvi ekki annað og meira en slagorð i munni Magnúsar Kjartanssonar. Sósíalismi og frjálshyggja Oft heyrist rætt um, að stjórn- málastefnur i heiminum séu aðal- lega tvær, sósialismi og kapital- ismi, sem ýmsir kalla orðið frjálshyggju. Þetta er mikill mis- skilningur. Þegar rætt er um sósialisma, eins og hann hefur reynzt i fram- kvæmd, er allajafna átt við stjórnarhættina i Austur-Evrópu. t stytztu máli má segja, að höfuð- einkenni þeirra stjórnarhátta sé skipulag án frelsis. Þar er reynt að skipuleggja alla hluti sem mest ofan frá, en afleiðing þess verður, að pólitiskt frelsi, og raunar annað valfrelsi einstak- linganna, verður litið eða ekkert. Þótt ýmislegt geti unnizt á með slikri ofskipulagningu, hafa jafn- hliða komið i ljós svo margir og miklir annmarkar, að slikir stjórnarhættir geta ekki þótt eftirsóknarverðir. Þegar rætt er um frjálshyggj- una, er fyrstog fremst haft i huga það stjórnarfar, sem er rikjandi i Bandarikjunum. Segja má, að höfuðeinkenni þess sé frelsi án skipulags. Einstaklingnum er þá gefinn sem frjálsastur taumurinn og öll opinber afskipti höfð sem allra minnst. Afleiðingar þess verða þær, að auður og völd drag- ast mjög á fárra manna hendur, annars vegar blasir við mikill stórgróði tiltölulega fámennrar auðstéttar, en hins vegar örbirgð mikils fjölda, m.a. fjölmenns kynþáttar. Hin harða og óvægna samkeppni leiðir til margvislegra glæpa. Óneitanlega leiðir þetta samkeppnisfyrirkomulag til mik- illa verklegra og tæknilegra framfara, en ókostirnir, sem fylgja þvi, eru lika stórkostlegir. Umbótastefnan Það verður þvi ekki sagt, að þessi tvö stjórnarform, eða ann- ars vegar skipulag án frelsis og hins vegar frelsi án skipulags, hafi gefizt vel. Þess vegna hefur komiðtil sögu þriðja stefnan, um- bótastefnan, sem hefur mótað stjórnarfarið á Norðurlöndum og hjá fleiri vestrænum þjóðum, og borin hefur verið uppi af hófsöm- um jafnaðarmönnum og umbóta- sinnuðum miðflokkum. Einkenni þessarar stefnu er frelsi með skipulagi. Markmið þessarar stefnu er að veita einstaklingnum sem raunhæfast frelsi, án þess þó að verða öðrum að tjóni, og beita til þess hóflegu skipulagi, trygg- ingum og öðrum aðgerðum til að búa jafnt hinum veikbyggða sem hinum sterka mannsæmandi lifs- kjör. óneitanlega hefur þessi stefna náð beztum árangri, og sést það gleggst, þegar borið er saman ástandið á Norðurlöndum annars vegar og i Sovétrikjunum og Bandarikjunum hins vegar. Sígild stefna Ef litið er aftur til áranna 1916- ’30, þegar núverandi flokkaskip- an á tslandi var að mótast, verður mönnum áreiðanlega ljóst, að það er umbótastefna Framsóknar- flokksins, sem bezt hefur staðizt dóm reynslunnar, og er ekki siður I fullu gildi nú en þá. Þeir flokkar, sem nú virðast i mestri sókn i heiminum, byggja einkum á mörgum þeim sjónarmiðum, sem hafa verið leiðarljós Fram- sóknarflokksins frá upphafi, eins og byggðajafnvægi, dreifingu valds, samvinnu og jöfnuði, sem tryggi andlegt og efnalegt sjálf- stæði sem allra flestra einstak- linga. Framsóknarflokkurinn þarfnast þvi ekki neins nýs hug- myndakerfis. Meginstefna hans er stöðugt i fullu gildi, þótt fram- kvæmdaatriðum verði að breyta með tilliti til breyttra aðstæðna. Úreltar stefnur Hið sama verður ekki sagt um stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hún fólst upphaflega I sem allra mestu sjálfræði hinna svonefndu sterku einstaklinga. Rikið átti að skerða sem minnst athafnamögu- leika þeirra. Einkaframtakið átti að leysa allan vanda, og sam- hjálpin og samstarfið á vegum opinberra aðila eða félaga að vera sem minnst. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur hvað eftir annað orðið að hverfa að úrræðum félags- hyggju og samneyzlu, þvi að hömlulaust einkaframtak leysir ekki hin sameiginlegu vandamál. Til þess að fela hina upprunalegu stefnu sina, hefur hann gripið til þess ráðs að vera flokkur allra stefna, eins og Jónas Kristjáns- son lýsir svo vel. Nákvæmlega hið sama er uppi á. teningnum hjá Alþýðuflokkn- um. Hann trúði lengi vel á þjóð- nýtinguna sem hina mestu sálu- hjálp. Jafnaðarmenn hafa ’yfir- leitt alls staðar hafnað henni, þar sem þeir hafa komizt til valda. Þegar Kommúnistaflokkurinn kom til sögunnar, gekk hann enn lengra i þjóðnýtingarmálunum en Alþýðuflokkurinn. Hann hélt lika a morgun, 17. júni er 30 ára af- mæli Lýðveldisins. i þvi tilefni birtum við þessa mynd af Alþingishúsinu við Austurvöil. fram miklu róttækari aðgerðum á mörgum sviðum. Nú minnist arf- taki hans, Alþýðubandalagið, sjaldan orðið á þjóðnýtingar- stefnuna, og er i flestum málum talsvert til hægri við Alþýðuflokk- inn, eins og hann upphaflega var. Þetta er ein af ástæðunum til þess, að Alþýðubandalaginu hef- ur enn ekki tekizt að setja sér stefnuskrá. Það gildir um alla þrjá flokk- ana, Sjálfstæðisflokkinn, Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkinn, að stefnur þeirra eru orðnar úreltar, og þvi hafa þeir orðið að hörfa meira og meira frá uppruna sin- um. Glöggur munur Stefnumörkun flokkanna um þessar mundir ber þess glögg merki, að það er stefna Fram- sóknarflokksins, sem hefur stað- izt bezt. Allir aðrir flokkar en Framsóknarflokkurinn hafa færzt mjög verulega frá upphaf- legri stefnu sinni, og gengið til móts við ýmis sjónarmið Framsóknarflokksins. Þess vegna heyrist nú oft sagt, að erfitt sé að finna mun á stefnu flokk- anna. En þetta má samt ekki villa neinn. Innst inni fylgja flokkarnir meira og minna hinni upphaflegu stefnu sinni, þótt þeir segi annað i orði. Þess vegna verður að taka slikum stefnuyfirlýsingum með varúð. Þeim flokki, sem bezt hef- ur fylgt upprunalegri stefnu sinni, er öruggast að treysta, og það þvi fremur, sem hún er I fullu sam- ræmi við þau sjónarmið, sem menn eru nú sem óðast að gera sér grein fyrir, að eru hin réttu. Þá reynslu hefur tæknibyltingin og þéttbýlisvöxturinn fært mann- kyninu. Sá boðskapur, sem Fram- sóknarflokkurinn hóf að flytja fyrir meira en hálfri öld, um byggðastefnu, samvinnu og jöfn- uð, átti mikið erindi til þjóðarinn- ar þá. Hann á þó enn meira erindi til þjóðarinnar nú. Hann er i fyllsta samræmi við kröfur og þarfir samtimans og lramtiðar- innar. Þvi hefur efling Framsóknar- flokksins aldrei verið mikil- vægari. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.