Tíminn - 16.06.1974, Side 19

Tíminn - 16.06.1974, Side 19
TÍMINN Sunnudagur 16. júni 1974 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, sími 26500 — af- - greiðsiusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Efnalegt sjálfstæði Það leikur ekki á tveim tungum, að efnahags- legt sjálfstæði er undirstaða bæði stjórnmálalegs og menningarlegs sjálfstæðis. Fátt er þvi mikil- vægara fyrir smáþjóð en að tryggja efnahagslegt sjálfstæði sitt. Þótt mikið hafi áunnizt á þeim 30 árum, siðan islenzka lýðveldið var endurreist, hefur engri stjórn tekizt að ná þeim tökum á efna- hagsmálum, að verðbólgu hafi verið haldið nægi- lega i skefjum. óumdeilanlega gerir mikil verðbólga hið efnahagslega sjálfstæði veikara en ella. Þetta er ein af ástæðum þess, að Framsóknar- flokkurinn telur, að efnahagsmálin eigi að verða aðalmál næsta kjörtimabil. Sú rikisstjórn, sem þá fer með völd, á að vinna að sem viðtækustu samstarfi um efnahagsmálin, bæði innan þings og utan. Um þetta segir svo i kosningaávarpi framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins, eftir að það hefur verið rakið, að flokkurinn muni beita sér fyrir enn öflugri byggðastefnu, batnandi lifskjörum og alhliða framfarasókn: ,,Það er frumskilyrði þes, að allt þetta megi takast, að öruggri skipan verði komið á efna- hagsmál þjóðarinnar. Það hefur núverandi rikis- stjórn ekki tekizt, frekar en fyrri stjórnum, enda erfiðara verið um vik en oftast áður, m.a. sökum óvenjumikilla verðhækkana á erlendum vörum. Siðan lýðveldið var endurreist 1944 hefur engri rikisstjórn tekizt að hafa hemil á verðbólgunni, og er þetta þvi varhugaverðara, sem lengra er haldið áfram á þessari braut. Að ýmsu leyti ætti að vera auðveldara nú en oft áður að ná tökum á þessum málum, þar sem afkoma manna er yfir- leitt góð. Það, sem á skortir, er nægileg samstaða flokka og stétta til að kippa þvi i lag, sem miður fer, eins og hinu sjálfvirka kerfi vixlhækkana verðlags og kaupgjalds. Framsóknarflokkurinn telur, að það eigi að vera höfuðverkefni rikisstjórnar og Alþingis á næsta kjörtimabili að vinna að lausn efnahags- málanna með viðtæku samstarfi innan þings og utan. Nú fyrir kosningarnar hefur flokkurinn lagt fram itarlegar tillögur um nauðsynlegar undir- búningsaðgerðir, sem hann reyndi að ná sam- komulagi um milli allra flokka þingsins. Það samstarf tókst þvi miður ekki að sinni, enda munu stjórnarandstöðuflokkarnir hafa talið klókara að taka enga afstöðu fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn mun láta það verða sitt fyrsta verk eftir kosningar að reyna að nýju að koma á viðtæku samstarfi um efnahagsmálin og stefna að þvi að tryggja þannig afkomu þjóðarbús, atvinnuvega og almennings og áfram- haldandi framfarir. Framsóknarflokkurinn vill vekja sérstaka athygli á þvi, að það hefur aldrei gerzt fyrr en nú, að fyrir frumkvæði forsætisráðherra hafa rétt fyrir kosningar verið lagðar fram á Alþingi rót- tækar tillögur um efnahagsmál, og þjóðinni jafn- framt skýrt frá þvi, hve alvarlegt ástandið er, ef óheft verðbólga helzt áfram. Fyrrverandi rikisstj. hafði þvert á móti þann hátt á að leyna þjóðinni þvi, hvernig komið var, með þvi að gripa til verðstöðvunar fyrir kosningar og láta lita þannig út, að allt væri i lagi. Þetta sýnir bezt, að Framsóknarflokkurinn álitur, að ekki verði leng- ur dregið að snúast með samstilltu átaki gegn vandanum, enda er það undirstaða áframhald- andi framfarasóknar og atvinnuöryggis.” 19_ Norman Cousins, Long Island Press: Eru heimssögulegar breytingar í aðsigi? Viðsjdrnar milli risavelda kommúnismans ENSKI sagnfræðingurinn A.L. Rowse sagði einhvern- tima, að þeir, sem uppi væru þegar heimssögulegar breyt- ingar væru að gerast, gerðu sér sjaldnast grein fyrir þeim. Sovétmenn og Bandarikja- menn hafa orðið að endurmeta og ákveða að nýju eðli og undirrót öryggis sins og allrar stefnu i utanrikis- og öryggis- málum yfirleitt vegna slikrar heimssögulegrar skapa- skiptabreytingar, sem enginn gerir sér enn fulla grein fyrir. UPPHAFLEGA hafði stefna Sovétmanna það höfuð- markmið að stuðla að byltingu hvarvetna um heim. Kommúnistaflokkar viðsveg- ar um lönd reyndu að koll- varpa þjóðfélögum kapital- ista, og nutu oft og einatt fjár- framlaga frá Moskvu til þeirr- ar starfsemi sinnar. Nokkuð var dregið úr þess- ari viðleitni fáum árum eftir byltinguna i Rússlandi. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að þarfir sósialismans inn- an Sovétrikjanna voru látnar ganga fyrir öllu öðru. ÞETTA var þó i eðli sinu öllu fremur breyting á aðferð- um en endanlegu markmiði. Valdhafarnir i Moskvu van- ræktu aldrei nein hugsanleg tækifæri, sem gáfust, þegar verulegrar spennu tók að gæta eða öngþveiti rikti einhvers staðar. Snemma á valdatima' Krustjoffs var raunin meira að segja sú, að þeir Kremlar- leiðtogar reyndu að notfæra • sér af fremsta megni hvern þann veikleika, sem fram kom I innanlandsmálum Banda- rikjanna eða utanrikisstefnu þeirra. NU virðist hins vegar ljóst, að Sovétmenn hafi gersam- lega skipt um stefnu i utan- rikismálum. Leiðtogar Sovétrikjanna lita ekki fram- ar svo á, að þeir geti á nokk- urn hátt haft hag af sundrungu i Evrópu eða Bandarikjunum. Siður en svo. Moskvumenn leggja sig meira að segja alla fram um að viðhalda stöðug- leika á Vesturlöndum og treysta hann. Sú farsótt stjórnmálaöng- þveitis og upplausnar, sem herjað hefur i Englandi, Frakklandi, Vestur-Þýzka- landi og Italiu, hefur valdið Sovétleiðtogunum þungum áhyggjum. Fjarri fer, að þeir fagni Votugáttarhneykslinu og raunum Nixons i þvi sam- bandi. Þeim Kremlarherrum er þetta þvert á móti mikið kviðaefni. HVAÐ veldur þessari gjö- breytingu á viðhorfum? f fyrsta lagi er á það að lita, að ókyrrð og upplausn hvar- vetna um heim eykur likurnar á, að Kina Maoista aukist fylgi. Kinverjar vilja ólmir koma málum svo fyrir, að stjórnar- og hugmyndafræði- miðstöð heimskommúnism- ans verði talin vera i Kina. Leiðtogar Sovétmanna lita ekki framar á Bandrikjamenn sem höfuðféndur sina, heldur Kinverja. Ágreiningurinn við þá snýst ekki aðeins um sam- keppnina um hugsjónalega forustu heimskommúnism- ans, heldur ekki siður um yfir- ráðin á sameiginlegum landa- mærum i Asiu. Kinverjar vilja endur- heimta mörg þúsund fermilna landsvæði, sem herir Rússa- keisara hrifsuðu undir sig á sinni tið. Sovétmenn hafa hins Mao -vegar alls ekki i hyggju að láta neitt af þessum landsvæðum af hendi. ÞESSIR erfiðleikar Sovét- manna I austri valda þvi, að þeim er enn meira kappsmál en ella að gæta öryggis sins i vestri. Bandarikjamenn hafa svo að undanförnu orðið að endurskoða og endurmóta alla stefnu sina i öryggismálum, einmitt með tilliti til Sovét- manna og Kinverja. Fyrir rúmum áratug eða svo sáu sumir bandariskir forustumenn þann möguleika i hillingum, að út brytist styrjöld milli Sovétrikjanna og Kinakommúnista, og sú barátta riði báðum að fullu. En mikil breyting hefur nú orðið á i þessu efni og hilling- arnar, sem menn áður sáu i draumi, ásækja þá nú sem martröð. EKKERT gæti valdið Bandarikjamönnum og raun- ar öllu mannkyni, meiri háska en kjarnorkustyrjöld milli hinna tveggja risavelda kommúnista. Það er eitt af mikilvægustu keppikeflum Henry Kissingers, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna að reyna að komast að raun um, með hvaða hætti megi helzt takast að draga úr viðsjám milli valdhafanna i Peking og Moskvu. Honum er manna ljósast, að styrjöld milli þessara stór- velda gæti orðið að stórháska- legum alheimsvoða. Af þess- um sökum er festa og stöðug- leiki i stjórnmálum i Asiu Bandarikjamönnum jafnmikil höfuðnauðsyn og kyrrð og festa á Vesturlöndum er fyrir Sovétmenn. ÞANNIG horfir heimsgang- urinn við á þvi herrans ári 1974. Hann er allur annar en flestir héldu fyrir svo sem áratug að hann yrði, og raunar öfugur við það, sem margir gerðu sér beinlínis vonir um á þeirri tið. Brezjneff Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.