Tíminn - 16.06.1974, Side 21
20
TÍMINN
Sunnudagur 16. júni 1974
Sunnudagur 16. júni 1974
ÞAU HAFA SÉÐ VÍK
VAXA ÚR GRASI
— rætt við Einar Erlendsson og
Þorgerði Jónsdóttur í Vík í Mýrdal
t-
Sá maður, sem hvað
gjörst þekkir sögu Vikur
i Mýrdal, er Einar Er-
lendsson, faðir Erlends
Einarssonar forstjóra
Sambands islenzkra
samvinnufélaga. Einar
fluttist ásamt fjölskyldu
sinni til Vikur 1898, þá
þriggja ára gamall, ólst
þar upp og hefur búið
þar alla tið. Þegar hann
kom til Vikur, var þar
aðeins eitt ibúðarhús
neðan Bakka, sem kall-
að er. Einar þekkir þvi
manna bezt til vaxtar og
viðgangs kauptúnsins,
og á þar raunar sjálfur
ærinn hlut að máli, þvi
að hann gegndi um langt
skeið ábyrgðarmiklum
og giftudrjúgum störf-
um i þágu Kaupfélags
Vestur-Skaftfellinga, og
þar með Vikur og
héraðsins alls, þvi að
kaupfélagið hefur verið
burðarásinn i atvinnu og
félagslegum framförum
þar eystra og um það
sammerkt með fjölda
annarra kaupielaga og
samvinnufyrirtækja
viða um land.
Þvi lá beint við að sækja heim
þau hjón Einar og konu hans,
Þorgerði Jónsdóttur, þegar
blaðamaður Timans átti leið um
Vik i Mýrdal fyrir skömmu.
I viðtalskorni þvi, sem hér fer á
eftir, er aðeins vikið að fáum
þáttum i hinu fjölþætta ævistarfi
Einars, enda yrði það langt mál,
ef vikja ætti að öllu, þvi að af
mörgu er að taka.
— Ég er i heiminn kominn að
Engigarði i Mýrdal hinn 1. febrú-
ar 1895, sagði Einar, þegar við
höfðum komið okkur fyrir við
stofuborðið á heimili þeirra
hjóna. Foreldrar minir voru þau
Ragnhildur Gisladóltir og Er-
lendur Björnsson eða Bjarnarson,
eins og hann skrifaði nafnið sitt.
Ég var einn fimm systkina, sem á
legg komust.
— Þú komst ungur til Vikur?
— Já, þegar ég var þriggja ára
fluttumst við búferlum til Vikur,
og þar reisti faðir minn sér
ibúðarhús, sem var annað ibúðar-
húsið neðan Bakka. Þar var að-
eins eitt hús fyrir, sem Einar
Hjaltason reisti, en þeir voru
bræður Hjalti faðir Einars og
Gisli afi minn.
Faðir minn var smiður, og
Halldór Jónsson bóndi, kaupmað-
ur og útgerðarmaður mun hafa
eggjað föður minn á að flytjast til
Vikur og setjast þar að. 1 Vik
stundaði faðir minn smiðar og
sjósókn.
— Ólikt hefur verið um að litast
i Vik þá og nú?
— Hætt er nú við, segir Einar og
klmir. Þegar ég man fyrst eftir
mér, voru hér sárafá hús, fjögur
eða fimm, að mig minnir. Siðan
óx byggðin smátt og smátt og
fólki fjölgaði. Atvinnu höfðu
menn fyrst og fremst af verzlun-
inni og sjóróðrum, þar til þeir
lögðust af um 1941 eftir stórslys,
sem varðum þær mundir. Annars
voru slysfarir tiðar, og margir
áttu um sárt að binda af þeirra
völdum.
— Þú hófst starfsaldur þinn
ungur að árum?
— Ég byrjaði innanbúðar hjá
Bryde, þegar ég var á þrettánda
ári. Aðdragandi þess er það atvik,
sem mér er hvað minnisstæðast
úr bernsku minni. Þetta var 1907,
og þannig var, að ég var heima
við og var að skera pabba nef-
tóbak eitt sinn sem oftar. Þá
kemur i heimsókn Gunnar Ólafs-
son verzlunarstjóri hjá Bryde, en
hann var kunningi foreldra minna
og kom stundum heim. Ég heyri
að þeir fara að tala saman, faðir
minn og Gunnar, og legg við eyr-
un, þvi að ég var forvitinn eins og
unglingum er titt. Þá heyri ég að
Gunnar segir við pabba: ,,Á ég
ekki að taka strákinn i búðina?”
Mér varð svo mikið um, að ég
vissi hvorki i þennan heim né
annan.
— Það var nú ekki nema von að
þér yrði mikið um, unglingnum,
skýtur Þorgerður inn i. Það var
litið svo upp til búðarmannanna,
þeir þóttu næstum eins og æðri
verur, finir og stroknir með hvit-
an flibba.
— Já, það er kannski nokkuð til
I þvi, segir Einar og brosir, þegar
honum verður hugsað til þessa.
— Jæja, heldur hann áfram, ég
byrjaði i mai og var i búðinni
fram I slátt, og kaupið var að mig
minnir 25 krónur þennan tima.
Næstu árin vann ég hjá Bryde,
sem reyndar hét Ingjald Peter
Bryde fullu nafni, á sumrin og
gekk i skóla á veturna, þangað til
1914, en þá var ég eitt ár hjá Guð-
laugi Br. Jónssyni, sem rak
verzlun hér i Vik og i Vestmanna-
eyjum.
— Samskipti Mýrdælinga og
Eyjamanna hafa verið mikil á
þessum árum, eða hvað?
— Já, það voru alltaf mikil
samskipti þeirra á milli, sérstak-
lega eftir að vélbátarnir komu til
sögu. Mjög margir fóru i útver til
Eyja.
— Hvenær hófstu störf hjá
kaupfélaginu?
—1916 fór ég að vinna hjá kaup-
félaginu, en hafði þá verið eitt ár
við störf hjá Þorsteini Þorsteins-
syni, sem verið hafði verzlunar-
stjóri hjá Bryde, en siðar keypt
verzlunina. Nú, siðan vann ég all-
an minn starfsaldur i þágu kaup-
félagsins, þar til ég hætti fyrir fá-
um vikum, enda er heilsan farin
að bila, segir Einar.
Þvi má skjóta hér inn, að eng-
inn færsamt bilbug á honum séð,
þótt hann sé nú nær áttræður,
enda kom i ljós siðar i samtali
okkar, að hann sinnir enn ýmsum
verkefnum fyrir kaupfélagið,
sem eru þess eðlis, að hann getur
fengizt við þau heima fyrir.
— Kaupfélagið hefur með öðr-
um orðum verið tiu ára, þegar þú
hófst störf þar, Einar. Kaupmenn
hafa væntaniega litið kaupfélagið
heldur óhýru auga á þessum ár-
um, eða hvað?
— Auðvitað litu kaupmenn kaup
félagið hornauga, en þó get ég
ekki sagt, að verulegir úfar hafa
risið með þeim framan af, en sið-
ar versnaði sambúðin, þegar póli-
tik hljóp i málið.
Benedikt Gislason frá Hofteigi
fór um þessar mundir um landið
og hélt fundi á vegum Sambands-
ins.
Einhverju sinni átti að halda
slikan útbreiðslufund i Vik, en
kaupmenn vildu fá að sitja hann
og höfðu uppi nokkurn liðssöfnuð,
væntanlega til þess að spilla
fundinum, þannig að brugðið var
á það ráð að halda fundinn úti i
Reynishverfi, til þess að fá
fundarfrið.
— Þú stundaðir einnig sjóróðra
héðan frá Vik?
— Já, ég var nokkuð til sjós, og
var m.a. nokkrar vertiðir for-
maður á bát, sem við áttum fjórir
saman og hét Svanur, sexróinn
bátur. Hásetarnir voru
verzlunarmenn hér, þvi að litið
var að gera i verzlunum á
veturna.
Oft var teflt á tæpasta vaðið i
fiskiróörum, og einnig við út- og
uppskipun á vörum hér við sand-
inn. Landleiðin opnaðist ekki fyrr
en um 1940, en áður var öllum
afurðum skipað út héðan af
sandinum.
Ég minnist þess, að sérstaklega
var erfitt að skipa út kjötinu, sem
var i 160 kilóa tunnum. Þær voru
fluttar á hestum fram að sjó og
skipunum lagt eins nærri landi og
tök voru á. Síðan var sá háttur á
hafður, að tveir menn tóku tunn-
una á milli sin og gösluðust með
hana út að bátnum. Stærstu skip-
in tóku allt að 30 tunnum i hverri
ferð.
— Ekki getum við minnzt svo á
vöruflutninga, að við látum ekki
að einhverju getið hins fræga
skips, Skaptfellings?
— Nei, það er af og frá. Skapt-
fellingur var- rösklega 60 tonna
skip i eigu héraðsbúa, og var um
það félag, sem fjöldi manns átti
hlut að. Skaptfellingur kom að
miklum notum. Hann tók stund-
um furðu mikið, þótt hann væri
ekki stærri en þetta. Eitt sinn
kom hann t.d. með 90 tonn af salti
hingað austur, en þá var hann nú
hlaðinn. Annars var það svo, að
einu sinni á ári kom hingað flutn-
ingaskip með vörur beint að utan,
en væri ekki hægt að losa það hér
vegna brims, var þvi siglt til
Reykjavikur og vörunum skipað
upp þar, og þær siðan sóttar á
Skaptfellingi. Oft var ekki hægt
að skipa upp eða út langtimum
saman vegna brimróts við sand-
inn. Ég minnist þess t.d., að einu
sinni var ekki hægt að afgreiða
Skaptfelling i fimm vikur sam-
fleytt.
Skaptfellingur kom hingað 1918.
Siðar keypti Helgi Benediktsson
hann, og öll striðsárin var hann i
förum til Englands.
— Þú vékst að þvi hér að fram-
an, Einar, að frændi þinn og nafni
Hjaltason hefði fyrstur reist hér
ibúðarhús neðan Bakka, en siðan
faðir þinn. En hér hafði þá verið
rekin verzlun um nokkurt skeið?
— Já,hér voru auðvitað bæirnir
Suður-Vik og Norður-Vik. 1896
reisti Einar Hjaltason svo ibúðar-
hús hér neðan Bakka, og 1898
fluttumst við hingað. Þá hafði
verið verzlun hér um alllangt
skeið. Bryde flutti fyrst hingað
gömul hús frá Eyjum, en 1895
byggði hann nýtt hús, þar sem nú
er búð kaupfélagsins.
Siðan fór fólk að tinast hingað
smátt og smátt, og má segja að
fólki hafi fjölgað hér nokkuð
fljótt. Eftir Kötlugosið 1918 komu
t.d. nokkrir, aðallega úr Álfta-
veri. Eftir það var fjölgunin ákaf-
lega hægfara, og raunar litil sem
engin á timabili upp úr 1920.
Svo eflist hér þjónusta ýmiss
konar og verzlun, aðallega á veg-
um kaupfélagsins, sem var stofn-
að 1906 eins og við drápum á áð-
an.
— Þú hefur auðvitað farið á
fjall á yngri árum, Einar?
— Já, ég seig töluvert á árunum
1921-’27. Þegar farið var i fjall,
voru menn sjö saman. Sex sátu
undir, sem kallað var, og einn
seig I tvöföldum vað. Þetta
kölluðust stórsig. Lengsta sigið
var 96 faðmar. Maður hafði mikl-
a skemmtun af þessu og svaf
ekki nóttina áður fyrir tilhlökkun.
Faðir minn og nokkrir aðrir höfðu
Útfjallið, sem við köllum, á leigu.
Farið var i fjallið i ágúst i 17. og
byrjun 18. viku sumars. Helgin,
þegar sigum lauk, var kölluð
fýlahelgin.
Fýllinn var rotaður með þar til
gerðu verkfæri, sem kallað var
fýlaklappa. Þetta var tréskaft
með járnhaus á öðrum endanum,
einna likast smáexi. Á hinum
endanum var ól, sem menn
brugðu um úlnliðinn. Stundum
stóð svo á, að ekki var hægt að
koma klöppunni við, segir Einar
og hlær, en þá varð maður bara
að bita fýlinn i hausinn.
Oft var ljót á manni verkunin,
þvi að maður varð hálfgegndrepa
af lýsi eftir daginn og þurfti að
þrifa sig allan hátt og lágt.
— Þeir létu sig nú hafa það
sumir sigamennirnir að sofa i
gallanum allan veiðitimann, seg-
ii Þorgerður, en þá urðu þeir lika
að gera sér að góðu að sofa úti i
hlöðu, þvi að lyktin af þeim var
miður góð, þegar þeir komu
heim, allir útataðir i spýju, sem
Mýrdælingar kalla fýlabrýlu.
— Já, það var ljóta verkunin,
segir Einar brosleitur. Nú, fengn-
um var skipt i sjö hluti, og ég
minnist þess, að stundum var
veiðin svo góð, að 150 komu I hlut.
Fýllinn var svo verkaður þann-
ig, að fyrst var hann reyttur og
sviðinn og siðan saltaður. Eftir
svona hálfan mánuð var hann
farinn að taka saltið, sem kallað
var, og þá mátti fara að gæða sér
á honum.
— Fýllinn hefur aldrei verið
verkaður á annan máta, reyktur
t.d.?
— Nei, fýllinn var ekki reyktur,
en lundinn var það aftur á móti.
— En þið hafið lika tekið fýl að
vetrarlagi?
— Já, mikið var veitt af vetrar-
fýl I Vikurklettum og Reynis-
hverfi. Sumir lifðu mikið til á
honum. Þá var byrjað i nóvember
og haldið áfram veturinn út.
Vetrarfýllinn var veiddur I háf.
Það verkfæri var u.þ.b. sex álna
langt skaft með högld á endanum,
og I hana gengu s.k. spækur,
þannig að þetta var likast vaffi.
Að framan var strengt selgarn
Pétursey Ifjöruborftinu I Vik. Hún hefur nú fyrir alllöngu fengift samastaft á byggftasafninu aft Skógum.
Hér má sjá Farsæi f lendingu vift Vfkursand. Ekki var heiglum hent aft stunda sjö frá Vfk eins og ráfta
má af þessari mynd, og var þó oft verra f sjó en f þetta sinn.
TÍMINN
21
■iPawiUÞ..'. , 1--71*
Frú Þorgerftur Jónsdóttir og Einar Eriendsson á heimili sfnu í Vfk
Tfmamynd Róbert,
eða snæri og poki festur á, og i
honum hafnaði fuglinn, þegar
slegið var fyrir hann.
Menn sátu á vissum stöðum,
sem kallaðar voru setur, en það
fór nokkuð eftir vindátt, hvar bezt
var. Oft var mikið af fýl við berg-
ið i austanátt. Sagt var að fýllinn
væri við, þegar hann flaug mikið
við bergið.
— Jæja, Einar, nú höfum við
litillega vikið að fáeinum þáttum
úr ævi þinni, en þó höfðum við
ekki enn minnzt á þann, sem er
hvað veigamestur.
— Rétt er það, segir Einar, og
litur hýru auga til frú Þorgerðar.
— Þú ert Mýrdælingur, Þor-
gerður, eins og Einar, eða er ekki
svo?
— Jú, ég er Mýrdælingur, og hef
alið allan minn aldur i Mýrdaln-
um, og þá lengst af i Vik, nema
hvað ég var einn vetur á Patreks-
firði.
Foreldrar minir voru þau Jón
Brynjólfsson og Rannveig
Einarsdóttir. Ég fæddist hinn 20.
janúar 1897 að Höfðabrekku, og
átti þar heima, þangað til ég var
niu ára, en þá fluttumst við til
Vikur.
—- Einar lét þess getið' áðan,
Þorgerður, að sá atburður úr
bernsku hans, sem honum væri
hvað minnisstæðastur, væri að-
dragandi þess, að hann gerðist
innanbúðarmaður hjá Bryde. Nú
langar mig til þess að spyrja þig,
hvaða atvik sé þér minnisstæðast
úr uppvexti þinum.
—■ Já, ýmislegt er manni auð-
vitað minnisstætt, en ég get nefnt
eitt atvik, sem brenndi sig svo inn
I minni mitt, að ég hef aldrei
gleymt þvi siðan. Það er e.t.v.
ekki stórfenglegt i augum ann-
arra, en segir þó að minu áliti
töluverða sögu. Þannig var, að á
meðan ég þótti of ung til annarra
meiri háttar verka, rak ég og sótti
kýrnar. Við vorum tvær saman
um þetta verk, ég og stalla min úr
nágrenninu, sem var á svipuðu
reki, og rétt er að geta þess strax,
að hún var tökubarn. Jæja, i þá
daga fékk maður að eiga upptin-
ingslagðana sina, og það var eitt
sinn að við stöllur fundum nærri
hálft reyfi. Nútimabörnum þætti
sennilega litið til þess koma, sem
hægt er að fá fyrir slikt, en okkur
þótti heldur en ekki hafa hlaupið á
snærið hjá okkur. Þegar við höfð-
um skiiað kúnum af okkur, fórum
við fyrst heim til hennar og vor-
um glaðar mjög og sýndum hús-
móður hennar reyfið eða filuna,
sem við köllum. Þá segir konan
óðara, að þetta hljóti að vera af
gemsunum þeirra, sem sóttir hafi
verið inn á afrétt i gær, og tók af
okkur ullina. Okkur sárnaði þetta
óskaplega, og fátt hefur brennt
sig eins inn i minni mitt. Og mér
finnst þetta auk þess sýna hvilik-
ur munur er á tiðarandanum þá
og nú, þvi að ég hygg, að ungling-
um nú þætti harla litið til þessa
fundar okkar koma.
Mér datt það lika i hug, þegar
hann Einar var að tala um, hvaða
kaup hann hefði fengið, þegar
hann byrjaði hjá Bryde, eða 25
krónur fyrir nokkra mánuði, að
ekki fékk ég nema átta krónur á
mánuði, þegar ég fór fyrst i vist,
og var ég þó uppkomin mann-
eskja, þegar það var.
— Fundum ykkar Einars hefur
borið saman hér i Vik?
— Já, við vorum leikfélagar
hér, og þar kom að við giftum
okkur ...24. júli 1920, skýtur Einar
inn i.
— Já, og svo reistum við okkur
hús hér I Vik 1922 og eignuðumst
þrjú börn, þau Erlend, sem nú er
forstjóri Sambandsins, Steinunni,
sem búsett er i Los Angeles, og
Erlu, sem á heima á Sauðárkróki.
Þegar hér var komið sögu var
orðið áliðið kvölds og við kvödd-
um þau hjónin og þökkuðum þeim
fyrir ánægjulegt spjall og góðan
viðurgjörning og héldum af stað
áleiðis til Reykjavikur i nætur-
myrkrinu.
Erlendur, faðir Einars, var
smiftur ágætur og smiftafti m.a.
mörg áraskip. Hift mesta þeirra
var Farsæli, sem hann smiðaði
1924. Þvi miður hlaut Farsæll
sömu örlög og mörg önnur ágæt
skip — þegar hætt var að nota
hann, var ekki um hann hirt, svo
að nú er hann týndur og tröllum
gefinn.