Tíminn - 16.06.1974, Side 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 16. júni 1974
launung að ræða. Við höfum ekkert að fela. Hvað áttu
við?
Jón varð hálffúll við raddblæ hans.
— Ég meinti svosem ekkert illt! Af hverju ertu að
reiðast? Ég átti bara við það, að Eiríkur er að bralla
eitthvaðgegn honum Ólafi. En þaðtekur því ekki að vera
að hugsa um það, sem maður þekkir ekki.
Hann gekk aftur að stakkstæðinu.
— Þú hugsar þá um bátinn og f iskinn? hrópaði Jónas á
eftir honum.
— Það skal ég gera, svaraði hinn.
Jónas hélt áfram eftir götunni. Honum fannst hann
hafa sett málið í klípu. Reykjavík! Þegar Jón hefði
hugsað málið og rætt um það við konuna sína, myndi
hann áreiðanlega koma með efasemdir, því að það var i
rauninni afskaplegá vitlaust af manni að ráðast í slíka
ferð, yfir tvö stórfljót og ótal f jöll, þegar Ingólfur var
svo skammt undan.
Bakarinn var einmitt að taka brauðin út úr ofninum:
— Er nokkuð að f rétta af Eiríki, sagði hann, um leið og
hann fékk Jónasi brauðið og tók við peningunum.
— Hvað ætti það að geta verið? svaraði Jónas.
— Það var verið að tala um það í gærkvöldi á Gisti-
heimilinu, að hann hefði farið leiðar sinnar upp árdalinn
og væri ekki kominn aftur.
— Þú skalt bara segja þeim, að þeir skuli hugsa um sig
og sín mál, sagði Jónas gremjulega. Hann Eirikur er
áreiðanlega færari um að sjá um sig en f lestir aðrir, og
þó að hann skreppi í nokkra daga i burtu til að huga að
málum sínum, veit hann áreiðanlega, hvað hann er að
gera.
Hann fór út úr búðinni. Hér skutu nýir erfiðleikar upp
kollinum. Hvernig átti að vera hægt að forðast augu og
tungur Skarðsstöðvar? Eftir viku myndi allt
plássið suða yfir fjarveru Eiríks, og það yrði
ógjörningur að koma honum frá Fulmar til einhvers
staðar utar á ströndinni, án þess að þessi mauraþúfa
kæmist að raun um það. Og ef Skarðsstöð kæmist að því
sanna, myndi héraðslæknirinn í Stykkishólmi fá að vita
allan sannleikann.
Þegar hann kom út á götuna, hitti hann Helgu Þórðar-
dóttur, sem var á leið upp að húsinu þeirra.
Þegar Helga kom á morgnana, voru mennirnir tveir
alltaf komnir á fætur og venjulegast farnir. Hún
' bjó um rúmin, lagaði til, kveikti undir olíueldavélinni og
hitaði morgunverð, einnig bjó hún til kvöldverð og
vaskaði upp, og fyrir þetta tók hún ekki nema krónu á
viku. Auk þess hugsaði hún um húshaldið heima hjá sér.
Þarna kom hún með sóp í annarri hendinni og mjólkur-
könnu í hinni.
Hún var ein af þessum heiðarlegu, tryggu og
þolinmóðu manneskjum, sem aldrei kvarta eða mögla,
og maður rekst stöku sinnum á. Það er eins og drottinn
skapi slíkar manneskjur öðrum til eftirbreytni — en
næsta oft mæta þær ekki einu sinni skilningi.
Allt frá upphafi hafði Jónas haft áhuga á henni. Við
snertingu hennar færðistallt í lag. Hún var sál hússins og
þegar hann hitti hana núna, var eins og hann hefði f undið
leið út úr öllum sínum vandræðum. Á samri stundu hvarf
honum sá kjánagangur að læsa húsinu til þess að hún
gæti ekki séð tómleikann og ruslið inni.
Hann fór heim með henni, og þegar hann hafði opnað,
sagði hann:
— Helga. Eirfkur er farinn f rá Skarðsstöð, og hann get-
ur aldrei komið hingað aftur, og hann er á stað ekki ýkja
langt í burtu héðan, sem ég má ekki nefna. Hann er í
miklum nauðum staddur. Þú sérð, að ég færði honum
teppin okkar, sængurnar og allt annað sem ég gat f undið.
Helga litaðist um í herberginu, þar sem eftir voru að-
eins rúmstæðin, stólarnir og borðið, einhver fatnaður og
veiðarfæri. Hún var föl, og það fóru viprur um varir
hennar, þegar hún sneri sér að Jónasi Það var rétt eins
og ógæfan hefði hent hana.
— Og hann kemur ekki aftur? Aldrei framár? spurði
hún.
— Nei, aldrei framar.
— Og hvað ætlast þú nú fyrir? spurði Helga. Hvað ætlar
þú að gera hérna i þessu tóma húsi, án hans? Þið tveir
voruð eins og einn maður. Þetta er mikil ógæfa. — Og
Svala — unnusta hans — veit hún þetta?
— Nei, hún veit ekkert ennþá. Og það er hvað erfiðast
f yrir mig að þurfa að segja henni það. Þú hef ur rétt fyrir
þér. Þetta er mikil ógæfa. Og ég hef satt að segja ekki
hugsað mér, hvað ég get gert án hans.
TfmTnrrsagan 22-ctc Elín
Hann settist á stól við dyrnar og fór að lífa á færi, rétt
eins og hann hefði einhvern áhuga á þeim. Helga hafði
sett könnuna á borðið og stillt sópnum upp við stól. Nú
stóð hún við borðið og horfði á Jónas. En það var eins og
hún sæi hann ekki, heldur horfði í gegnum hann og
lengra út. Hún hafði ekki spurt, hvaða ógæfa hefði komið
fyrir Eirík, hún lét sér nægja orð Jónasar fyrir því, að
hann kæmi aldrei aftur.
— Þú skilur það, Helga, sagði Jónas eftir nokkra þögn,
— að enginn má vita af þessu. Enginn, nema ég og þú og
Svala. Ekki einu sinni Stefán Gunnarsson má fá vit-'
neskju um þetta.
X'Svo ég nái i \ Ha, ætlar þú
trp er líera^ Af "\mann þegar ég ) ekki að vera
matreiðslu. fullorðiný rauðsokka?
Auðvitað. En hvað er j
varið i að vera rauð- /
sokka ef ég á engan mann
til að geta sagt það?
Sunnudagur
16.júní
8.00 MorgunandaktSéra Pét-
ur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög-Lllðra-
sveit konunglega lífvarðar-
ins í Kaupmannahöfn og
Sinfóniuhljómsveit Berlinar
leika. Stjórnendur: Robert
Svansö og Robert Stolz.
9.00 Fréttir. CJtdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
11.00 Messa i Frlkirkjunni i
Hafnarfirði Prestur: Séra
Guðmundur Óskar Ólafs-
son. Organleikari: Askell
Jónsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.25 Mér datt það I hug
Séra Bolli Gústafsson i
Laufási rabbar við hlust-
endur.
13.45 Islenzk einsöngslög.Frið-
björn G. Jónsson syngur lög
eftir Jóhann Ó. Haraldsson,
Ingunni Bjarnadóttur,
Sigurð Þórðarson og Svein-
björn Sveinbjörnsson. Ólaf-
ur Vignir Albertsson leikur
á pianó.
14.00 Flóra.báttur með blönd-
uðu efni i umsjá Gylfa
Gislasonar.
15.00 Miðdegistónleikar: Tón-
list eftir Pergolesi
16.00 Tiu á toppnum. örn
Petersen sér um dægur-
lagaþátt.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Barnatimi. Fjölskyldu-
tónleikar Sinfóniuhljóm-
sveitar tslands frá 4. mai.
Leikin verða lög eftir Bizet,
Paul McCartney, Milhaud
og Mincus. Stjórnandi er
Páll P. Pálsson. Einsöng-
vari með hljómsveitinni er
Ruth Magnússon. Einleik-
ari: Reynir Sigurðsson.
Kynnir: Þorkell Sigur-
björnsson.
18.00 Stundarkorn með
Gáchinger-kórnum sem
syngur lög eftir Johannes
Brahms. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Eftir fréttir. Jökull
Jakobsson við hljóðnemann
i þrjátiu og fimm minútur.
20.00 Frá listahátið: Daniel
Barenboim leikur á planó
Siðari hluti tónleikanna i
Háskólabiói á sunnud. var.
20.35 t þotu til Miklagarðs
Heiðdis Norðfjörð les frá-
sögu eftir Katrinu Jósefs-
dóttur.
20.50 Serenata nr. 2 I A-dúr op.
16 eftir Johannes Brahms
Filharmóniusveitin i Dres-
den leikur, Heinz Bongartz
stj.
21.25 Vorþeyr Einar Guð-
mundsson les þýðingu sina á
smásögu eftir Selmu Lager-
löf.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Danslög
Heiðar Astvaldsson velur og
kynnir lögin.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Þriöjudagur
18. júní
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. landsm.bl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55:
Séra Garðar Þorsteinsson
prófastur flytur (a.v.d.v.)
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Sverrir Hólmarsson
byrjar lestur á sögunni
„Krummunum” eftir Thög-
e.r Birkeland i þýðingu
Skúla Jenssonar. Morgun-
leikfimikl. 9.20. Tilkynning-
ar kl. 9.30. Létt lög á milli
liða. Morgunpopp kl. 10.25:
Morguntónleikar kl. 11.00:
Beverly Sills syngur ariur
eftir Gustave Charpentier,
Ambroise Thomas og Gia-
como Meyerbeer með kór
og Kgl. filharmóniusveit-