Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 26

Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 16. júni 1974 með ungu fólki með ungu fólki með ungu r ' , ... .....—.1^ „Það er hægt að mat- reiða skemmtiefni á svo margvíslegan hátt" — Rætt við Jónas R. Jónsson Jónas R. Jónsson er islendingum að góðu kunnur. Hér fyrr ó árum söng hann með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins/ t.d. Flowers og Náttúru/ og vann sér alls staðar hylli sem góður söngvari. Um hríð söng hann með félaga sínum Einari Vilberg, og gerðu þeir m.a. garðinn frægan, þegar þeir tóku þátt i söng- lagakeppni i Japan á siðastliðnu ári. Jónas er sonur hjónanna Margrétar Sveinsdóttur og Jóns Aðalsteins Jónas- sonar. Eiginkona Jónasar er Helga Benediktsdóttir, og eiga þau eina dóttur, Margréti. I komandi alþingiskosn- ingum, 30. þessa mánaðar, er Jónas í framboði fyrir Framsóknarf lokkinn, og skipar hann 6. sæti listans í Reykjavík. Jónas R. Jónsson hefur verið umsjónarmaður vin- sælustu skemmtiþátta,s sem íslenzka sjónvarpið hefur boðið upp á. I fyrra: Kvöldstund í sjónvarpssal, og í vetur: Ugla sat á kvisti. Hefur Jónas, og hans samverkamenn hjá sjónvarpinu, hlotið mikið lof fyrir þættina, og óhætt er að segja, að þeir séu vel að því komnir. Skemmtiþættir hafa átt erfitt uppdráttar hér á landi, og á fyrstu árum sjónvarpsins voru margar tilraunir geröar, en allar mistókust þær meira og minna. Þaö var ekki fyrr en Jónas tók aö sér umsjón meö skemmtiþáttum fyrir sjónvarpiö, aö árangurinn varö fyrir ofan meöallag. Og meö fenginni meiri reynslu á þessu sviöi, héldu þættirnir áfram aö batna, og þegar þeir eru bornir saman viö þá erlendu skemmti- þætti.sem sjónvarpiö hefur sýnt, má hann vel viö una: megum viö raunar öll vel viö una. t vetur hefur Jónas haft þaö til siös I „Uglunni” aö ræöa iitillega viö sina skemmtikrafta, og þá i leiöinni lagt fyrir þá nokkrar spurningar. Mér fannst þvi vera kominn timi tii aö sækja Jónas heim og biöja hann aö svara nokkrum spurningum fyrir siðuna. Jónas býr eins og sakir standa I forcldragaröi, þvi afhendingu húss hans, sem er I byggingu, hefur seinkaö og i fá hús aö venda, þvi aö fyrri Ibúöin var seld. Ilann er aö sporörenna siöasta bitanum, þegar ég kem i gættina. Þá sezt ég bara og biö, horfi á regnið berja rúðurnar og þigg kaffibolla úr höndum húsfreyj- unnar. Svo kemur strákurinn og fær sér lika kaffi, — og áöur en varir er viötaliö byrjaö. Og þá er eins gott aö fylgjast nægilega vel meö frá byrjun. „Kjarni málsins er hunzaður og eingöngu horft I formsatriðin.” — Ertu hættur aö vinna hjá sjónvarpinu? — Þegar vetrardagskránni lauk, var minum samningi einnig lokiö, og ég veit ekki hvort ég held áfram, — þvi ég hef fengið neitun hjá sjónvarpinu um fastráðningu. Hins vegar hefur mér verið boðið að halda eitthvaö áfram sem lausráöinn starfsmaður. — A hvaða forsendum færöu neitun um fastráðningu? — Sjónvarpiö gerir þá kröfu, að ég hafi stúdentsmenntun til að fá inni sem fastráðinn starfsmaður. Þeir hafa nefnilega þann háttinn á að senda sina starfsmenn i menntun erlendis, en vegna þess að ég hef ekki stúdentspróf, segjast þeir ekki geta sent mig utan til menntunar. Hins vegar benda þeir mér á „greiðfæra” leið: Þú getur farið út og menntað þig á eigin kostnað, t.d. i stjórn upptöku, — og þá yrðum við fyrstu mennirnir til að taka á móti þér. Hér er stúdentsprófið, sem þeir horfa svo mjög i, allt i einu hætt að gilda. Aðalatriðið hjá þeim virðist vera þetta: Ef þú hefur stúdents- próf, borgum við allan kostnað. Ef þú hefur ekki stúdentspróf, borgar þú sjálfur allan kostnað. Dæmi svo hver sem vill. Kjarni málsins er hunzaður og eingöngu horft i formsatriðin. Ég vil taka það skýrt fram, að með orðum minum er ég ekki að deila á einn eða neinn persónulega. — Þú vildir kannski segja okkur frá muninum á lausráðn- ingu og fastráöningu? — Þá vetur, sem ég hef séð um skemmtiþætti fyrir sjónvarpið, hef ég fengið fasta greiðslu fyrir hvern þátt, en ekki verið á föstum viku- eða mánaðarlaunum. Sem dæmi um greiðslu sjón- varpsins til min má nefna, að i einum þættinum fékk bassa- leikari, sem einnig var stjórnandi hljómsveitar, tæplega 150% hærri greiðslu fyrir sinn skerf til þáttarins en ég fékk fyrir umsjón hans. Og söngvari, sem syngur eitt lag, fær tæpan helming af launum minum. Lausráðning þýðir einnig enga eftirvinnu, engar tryggingar, og ég hef ekki fengið neitt orlof. 1 sambandi við orlofið er rétt að geta þess, að mér þykir það furðu sæta, aö rikisfyrirtæki skuli ekki greiða orlof ofan á öll laun, — þar sem þaö atriði er komið inn i lög. Ég hef itrekað leitað réttar mins i sambandi við þetta mál, — en svörin eru á þá leið, að orlof til min sé ekki einu sinni til umræðu. Þá er vinnuaðstaðan fyrir neðan allar hellur, og ég hef til að mynda ekki skrifborð. Raunar má segja, að þættirnir séu unnir á göngunum. Það er aðeins einn kostur við lausráðningu: Ég er ekki bundinn stimpilklukku, og get þvi ráðið minum vinnutima að mestu leyti. Hins vegar er vert að taka það fram, að við gerð svona þátta er maður aldrei búinn að ljúka þætt- inum fullkomnlega, — ég get ekki hætt á ákveðinni minútu og sagt við sjálfan mig: Jæja, Jónas, þá er vinnutima þinum lokið. Sem dæmi um það, hversu erfitt er að fá fastráðningu hjá stofnuninni, veit ég að Jón Þórarinsson dagskrárstjóri hefur barizt fyrir þvi að fá dagskrár- fulltrúa sinn fastráðinn. Hann er yfir hlaðinn störfum og það var ekki fyrr en i vor, að hann fékk ráðninguna i gegn. — Hvaö vinna margir hjá Lista- og skemmtideild sjón- varpsins viö efnisöflun? — Ég er eini maðurinn, sem hefur fullt starf að efnisöflun innan Lista- og skemmtideildar- innar, — og það hefur verið mitt aðalstarf i tvö ár. Hjá miðlungsstórum sjón- varpsstöðvum erlendis sjá fimm menn um það starf, sem mér einum er ætlað að inna af hendi, — samt gera islenzkir áhorfendur auðvitað sömu kröfur til okkar skemmtiþátta. Þó má ekki skilja þetta svo , að ég áliti mig fimm manna maka, heldur er ég með þessu að benda á starfsmenna- fæðina hjá Sjónvarpinu. — Það er kannski ekki óeðlileg spurning, Jónas, hvort þú sért búinn aö tæma brunn fslenzkra skemmtikrafta? — Já, þessi spurning hefur oft borizt mér til eyrna, og margir furða sig á þvi, hversu lengi er hægt að halda svona þáttum gangandi. Það má segja, að ég sé i raun- inni búinn að tæma þennan brunn, þ.e. aö flestir islenzkir skemmti- kraftar hafa komið fram i þátt- unum. Hins vegar erum við, sem sjáum um þessa þætti, farnir að lita öðrum augum á skemmtiefni. og þaö eru fjölmargar hugmyndir sem ég og Egill Eðvarðsson stjórnandi upptöku, höfum til ihugunar, ef framhald verður á okkar samstarfi. Það er nefnilega hægt að matreiða skemmtiefni á svo margvislegan hátt, og listin er að gera þættina þannig úr garði, að allir hafi gaman af. Það er von okkar, að þegar fólk stendur upp frá sjónvarpinu á laugardagskvöldi til að slökkva á fræðsluþættinum um börnin i Kina, hafi allir haft einhverja ánægju af þættinum, og um leið okkar starfi. — Má skilja sföustu orð þín svo, aö þú sért óánægður meö helgar- dagskrá sjónvarpsins? — Já, mér finnst að sjónvarpið ætti að hafa mun meira af léttu og skemmtilegu efni um helgar. Mér finnst það vera réttur sjón- varpsnotenda að fá skemmtiefni um helgar. Sérstaklega finnst mér að sjónvarpið ætti að hugsa um utanbæjarfólk, sem býr við skemmtanafæð og hefur ekki allt of mörg tækifæri til að fara á skemmtanir. Þar á sjónvarpið að vera góður gestur og rétta þeirra . . . við gerð svona þátta er maður aldrei búinn að ljúka þættinum full- komlega, — ég get ekki hætt á ákveðinni minútu og sagt við sjálfan inig: Jæja, Jónas, þá er vinnutima þinum lokið. ,,t»að er von okkar, að þegar fólk stendur upp frá sjónvarpinu á laugardagskvöldi til að slökkva á fræðsluþættinum um börnin i Kina, — hafi allir haft einhverja ánægju af þættinum, og um leið okkar starfi. með ungu fólki með ungu fólki með ungu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.