Tíminn - 16.06.1974, Page 30

Tíminn - 16.06.1974, Page 30
30 TÍMTNN ' Sunnudagur lfi. júni> 1974 Maria var 18 ára gömul, þegar hún gekk I klaustur. kaupfélag Stykkishólms STYKKISHÓLMI býður félagsmönnum og öðrum viðskipta- vinum góðar vörur við hagstæðu verði. Það er yður i eigin hag að efla heimabyggðina og skipta við kaupfélagið — hvort sem um er að ræða vörukaup eða vörusölu. Kaupum fisk af bátum til frystingar og söltunar. kaupfélag Stykkishólms STYKKISHÓLMI 18 ára Stokkhólmsstúlka gekk í klaustur: KÆRLEIKUR AAINN NÆGÐI EKKI TIL ÞESS AÐ VERÐA NUNNA Fyrir einu ári, þegar Maria frá Stokkhólmi var 18 ára, fór hún til London til þess að verða nunna. Hún ætlaði að ganga i reglu Móður Teresu. Hún fékk að vinna meðal sjúkra og heimilislausra, hún gaf fólki að borða og lét það fá fatnað, hún gróf skurði og vann þrælavinnu Var þetta leiðinlegt? Nei, aldrei. Nunnur eru glaðar og skemmtilegar, segir Maria. Samt tókst henni ekki að verða nunna. Hér segir hún hreinskilnings- lega frá klausturlifinu. NUNNA verður að helga sig starfi sinu 24 tima á sólarhring. Mér tókst það ekki. Nunnuhlut- verkið krefst meiri kær- leika heldur en ég hef yf- ir að ráða. Á siðasta ári trúði Maria frá Stokkhólmi, sem þá var 18 ára göm- ul, að hún gæti lifað sinu lifi i klaustri. Hún trúði þvi i raun og veru, að eftir niu ár gæti hún ver- ið orðin nunna. Hún hélt til London til þess að helga lif sitt reglu Heilags Franciskusar þar. Eftir eitt ár I London hefur hún nú gefizt upp. Hún er komin aftur heim til Stokkhólms og farin að vinna i fatahreinsun. Klausturlíf- ið olli henni ekki vonbrigðum, heldur er hún vonsvikin vegna eigin þrekleysis og skorts á þrautseigju. — Ég vildi óska þess, að ég heföi getað verið þarna kyrr, en ég var ekkert sérlega skemmtileg þar, segir hún. — Mér féll ekki trúarbragða- kennslan i skólanum. Ég var nán- ast guðleysingi, og fannst allt tal um trúarbrögð hreinasta vit- leysa, og mætti ekki i timunum. — Þegar ég var tólf ára hætti ég i skóla. Arið eftir var ég yngsti nemandinn i „öldungadeildinni”. Þar tók ég sex stig, og ætlaði mér aö ferða forskólakennari, en varð þreytt á þessu öllu saman og fór i listaskóla, en þar gefst ég lika upp. — Ég fann engan tilgang i þvi, sem ég var að gera. Nokkrum sinnum reyndi ég að svipta mig lifi. Ég gat alls ekki skilið, að til væri nokkur hlutur, sem hægt væri að trúa á — ég trúði ekki að GUÐ væri til. — Sumarið, sem ég var fimmtán ára fór ég að gera mér ljóst, að veröldin væri ekki sem verst. Ég fór að sjá, að einhver tilgangur var með þessu öllu. Ég fann GUÐ bak við þetta allt, en hann var aðeins óhlutlægur, en þó sá, sem öllu stjórnaði, án þess þó að elska. — Þegar mér fór að verða ljóst, að hann var eitthvað annað og meira en ég fyrst hélt og væri kærleikurinn sjálfur, hvarf ótt- inn. Maria leitaði til margra trúar- hópa. Hún kynnti sér trú Jehovanna, hún heimsótti kvekara. Hún las um hindúisma og búddhatrú, en henni fannst eins og ekkert af þessu væri raunverulegt, heldur eintómt orðagjálfur. Það var ekki fyrr en hún fór að kynna sér kaþóska trú, að hún fann eitthvað af þvi, sem hún hafði verið að leita að, og hjá kaþólskum dvaldist hún um stund I Rögle-klaustri á Skáni. — Mér féll vel við kaþólikkana, ekki vegna þess að þeir væru betri heldur en aðrir kristnir menn. Þeir voru álika hálfvolgir i trúnni margir hverjir og aðrir. En þeir töluðu um Guð sinn en reyndu þó ekki að þvinga trú sinni upp á mig. Kaþólskan er meira lif en orð. t kaþólskum kirkjum er Guð alltaf nærri. Mótmælenda- kirkjur eru hins vegar lausar við allan guðdóm. — Margir hafa skipt um trú vegna þess að það hefur verið i tlzku. Það getur verið skemmti- legt i eina viku eða þar um bil. Þess vegna hefur verið ákveðið, að fólk þurfi að kynna sér trúar- brögðin samfleytt i eitt ár áður en það fær að skipta um trú og ger- ast kaþólskt. Þess vegna fór ég að læra það, sem til þurfti. Ég bjó og lærði hjá Birgittinunum i Vadstena i fjóra mánuði. Ég reyndi að spyrja sem flestra spurninga, og þar þýddi ég meðal annars bókina um Móður Teresu. Þá skyldist mér, að ég var á réttri leið. Þremur dögum siðar var ég tekin I kirkjuna og bað um að fá vitnisburð um að ég væri sannrar trúar. Ég var þá búin að ákveða, að ég skyldi fara til London og ganga i reglu Móður Teresu. — Þar var ég i fjóra mánuði. Viö störfuðum meðal heimilis- lausra og sálsjúkra — meðal fólks, sem reynt hafði að fremja sjálfsmorð. — Við gáfum fólki mat og klæði og aðstoðuðum útigangskonur. Starfið var mjög innihaldsrikt. Við höfðum mikið að gera, en ég fann, að ég gat ekki gert mikið meira en það allra nauðsynleg- asta fyrir þetta fólk, þar sem ég var svo nýbúin að taka kaþólska trú. — Þess vegna fluttist ég til reglu heilags Franciscusar, sem einnig er i London, en það er klaustur, þar sem mest er um bænir og igrundun. Ég vann þar, og veit nú, að bænin getur raun- verulega hjálpað. — Franciskusarnunnurnar eru betlinunnur. Systurnar lifa af þvi, sem þeim er gefið. Stundum vinna þær smávægileg störf fyrir söfnuðinn. Til dæmis sauma þær. í „reglunum” stendur, að nunn- urnar skuli ávallt fasta. Hins veg- ar er vinnan i klaustrinu svo erfið, að maður verður að borða. Maturinn er þó ekki mikill og mjög fábreyttur. Dagurinn skiptist að mestu sem hér segir: X Kl. 5:30 er farið á fætur og beðizt fyrir og fylgzt með messu fram til klukkan 9. X Morgunverður: — sneið af þurru brauði og þunnt kaffi. X Unnið i trjágarðinum. Til dæmis stungin upp beð eða grafn- ir skurðir, og annað, sem teljast má erfið vinna. X Kl. 14 bæn og hádegisverður — egg, baunir, stundum fiskur, en aldrei kjöt. X Eftir hádegisverðinn er aftur byrjað að vinna, og þá er aðallega saumað eða unnið að leirkera- gerð. X Kl. 16 er bænastund — hug- leiðsla og lestur ritningarinnar. Þá er gengið til matsalarins og lesnar ritningargreinar á leiðinni. 1 kvöldverð er brauð og te. X Kl. 21 er ljósið slökkt og eftir bænastund er gengið til hvilu. Við fengum þó ekki að sofa ró- lega. Beint fyrir utan klefann minn var brunabjalla. Klukkan 12 á miðnætti var henni hringt hátt og lengi, til þess að vekja alla. Þá vöknuðu lika þær, sem annars hefðu átt að mega sofa, og ekki áttu neinum skyldum að gegna. — Kominn var timi til þess að biðjastfyrir. Þær, sem voru orðn- ar nunnur þurftu að fara á fætur fjórtán nætur i röð, þvo sér úr isköldu vatni og klæða sig. Við höfðum yfirleitt ekki ráð á oliu til „ meiri afköst mea - stjornu avél / Ný tækni. Rakar í jaf na, lausa múga. Rífur ekki grassvörðinn. Hreinna hey. KS 80 D. Vinnslubreidd 2,8 m. Lyftutengd. Leiðbeiningabók á íslenzku. B ÞORHF íð .. reykjavi'k SKÓLAVÖROUSTÍG 25 TRAKTORAR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.