Tíminn - 16.06.1974, Síða 31
Su'nnúdágur 16. júnf 1974
TÍMINN
Þetta þarf að gera til þess að verða nunna:
Hafa samband við eitthvert klaustur og hitta abbadisina og umsjónarnunnu ung-
systranna að máli nokkrum sinnum. Einnig þarf heilbrigðisvottorð og meðmæli frá
safnaðarprestinum.
2.
Eftir nokkurn tima er hin væntanlega nunna tekin inn i klaustrið við einfalda athöfn,
og verður hún þá postulant eða reynslusystir I minnst eitt ár.
Siðar eru nunnurnar látnar greiða atkvæði um væntanlega nunnu, og að þvi loknu
verður stúlkan ungsystir, eða novis i tvö ár. Þá er stúlkan komin I regluna, en hefur
þó ekki unnið nein heit.
4.
Eftir enn frekari atkvæðagreiðslu fær stúlkan að vinna heit, sem ekki er þó hiö
endanlega fyrir eitt ár i senn, I sex ár að minnsta kosti.
5
Eftir að minnsta kosti niu ár vinnur hún svo nunnuheitiö (Það má brjóta, ef hún
skiptir um skoðun og vill losna úr klaustrinu).
vatnshitunar. Þá var byrjað að
biðjast fyrir, og stóð bænastundin
til kl. hálf þrjú. Eftir þessar
fjórtán nætur máttu nunnurnar
sofa rólegar I eina nótt, en svo
upphófst nýr bænatimi. Ég þurfti
ekki að biðjast fyrir á þessum
tima sólarhringsins nema fjórar
nætur i hverri viku.
— Við vöndumst þvi að fara á
fætur i myrkrinu — það var alltaf
dimmt i kleíanum. Já, það var
myrkur i öllum vistarverum,
nema þar sem unnið var eða les-
ið.
Þrisvar i viku komu systurnar
saman i pislarvættissalnum, en
sagt var að systurnar berðu sig
með bareflum. Bareflin voru búin
til úr samanvöfðum keðjum, en i
sitt hvorum enda voru hringir,
sem haldið var i.
— Ég sá eitt slikt barefli, og ég
skildi þetta alls ekki. Maður
getur þó ekki látið sér á sama
standa, jafnvel þótt maður þurfi
ekki sjálfur að taka þátt i þessu,
en þess þurfti ég ekki, þar sem ég
var ekki orðin fullgild nunna.
— Astæðan fyrir þvi, að ég varð
smátt og smátt fráhverf reglunni
var m.a. sú, að mér var ekki ljós
tilgangurinn með „sjálfshegning-
unni”.
— Ég geri mér grein fyrir þvi,
að þessi lýsing á klausturlifinu
gerir það ekki spennandi, en
sannleikurinn er sá, að það var
ekki alltaf sem verst. Það er þó
vissulega rétt, að það getur verið
óþægilegt að ganga um i þykkum
ullarfatnaði allt árið um kring —
og vera berfætt meira að segja
um hávetur. Maður vandist þessu
þó. Allar konurnar voru mjög
glaðar og ánægðar. Gleðisvipur-
inn var svo sannarlega engin upp-
gerð. Nei þetta var sönn gleði.
— Ég minnist jólanæturinnar,
þegar systurnar dönsuðu og
sungu og blésu i lúðra. Við „lyft-
um okkur svo upp” á sunnudög-
um. Við átum meira að segja
stundum góðgæti, og lásum
stundum bréf, sem einhver hafði
fengið. Það kom meira að segja
fyrir að við spiluðum plötur. Syst-
urnar léku sfundum leikþætti sér
til skemmtunar. Þá klæddust þær
gömlum síitnum fötum, eða
saumuðu búninga úr ónýtum
gluggatjöldum, og voru með
heimatilbúnar hárkollur úr garn-
afgöngum á höfðinu. Leikþættirn-
ir voru einnig heimatilbúnir og
óskaplega skemmtilegir. Við
hlógum svo mikið, að við vorum
að springa. 1 klaustrinu leyndust
fjölmargar konur, sem höfðu
mikla hæfileika á þessu sviði. Svo
sungum við og lékum á hljóðfæri.
Það er tæpast til svo ólagvls
manneskja, að nunnunum takist
ekki að lokka fram hjá henni
hæfileika til þess að syngja eða
spila. Þetta voru skemmtanir á
borð við beztu skólaskemmtanir
og við dönsuðum villta Indiána-
dansa.
— Mér þótti aftur á móti erfitt
að sætta mig við að fá ekki að
skrifa bréf til vina minna. Ég
fékk reyndar leyfi til þess að
skrifa einni vinkonu minni, sem
hafði lent i vandræðum, en ég
fékk ekki að halda uppi bréfavið-
skiptum til frambúðar við nokk-
urn mann. Maður hafði leyfi til
þess að skrifa foreldrum sinum
annan hvorn mánuð.
— Mér skildist þó, að þessar
reglur voru ekki settar reglnanna
sjálfra vegna. Mér leið ekki sem
verst þarna, og að vissu leyti var
ég eins og yngsti meðlimurinn i
stórri fjölskyldu. Abbadisin hafði
alltaf nægan tima til þess að ræða
við mig um vandamál min. Ég
var ekki skömmuð, þótt mér
gengi illa að fella mig að um-
hverfinu.
— Nunnur, sem setjast að fyrir
fullt og allt i klaustri, gera það
vegna þess að þær vilja að lif
þeirra hafi einhvern tilgang.
— Margir halda þvi fram, að
stúlkur „gangi i klaustur” vegna
óhamingjusamrar ástar eða
vegna einhverra kynferðisvanda-
mála. Ég er samt sem áður hand-
viss um, að Ofelia hefði ekki get-
að sætt sig við klausturlifnaðinn.
Maður verður að yfirvinna svo
margt áður en manni verður fylli-
lega ljóst, að bænin sé jafnmikils
virði og hún i raun og veru er.
Skirlifið er ekki það erfiðasta. Við
höfum svo mikið að starfa, og i
klaustri vantar fólk hugmynda-
flug til alls sliks.
— Hlýðnin er það erfiðasta. Ég
var svo sem aldrei beðin um að
gera neitt afbrigðilegt, en samt er
ekkert eins erfitt og að fá aldrei
að ákveða sjálfur, hvað maður á
að gera, að fá aldrei að láta undan
þreytutilfinningu, að fá aldrei að
draga sig i hlé.
— öllum er skylt að hlýða, og
þegar heyrðist i bjöllunni varð
maður að hlýða kallinu. Ég var
ekki nægilega stór i sjálfri mér til
þess að geta hugsað eingöngu um
aðra.
— Þegar ég yfirgaf klaustrið
gerði ég það ekki i æsingi. Ég
þurfti ekki að berjast fyrir þvi að
fá frelsið aftur. Enginn reyndi að
telja mig á að vera kyrr. Það er
nefnilega ekkert auðveldara en
að fá að hverfa á brott úr klaustri.
— Ég gafst sem sagt upp eftir
eins árs klausturdvöl. Klukkan
tólf á hádegi dag nokkurn gekk ég
inn til abbadisarinnar og sagði
henni, að ég gæti ekki lengur ver-
ið i klaustrinu. Klukkan 14 sama
dag var ég að yfirgefa klaustrið.
Allir voru svo alúðlegir við mig,
og hjálpuðu mér að taka saman
föggur minar, og spurðu mig
hvort ég væri með nóg af pening-
um.
— Ég átti kærleikann til Guðs
eftir i brjósti minu. Ég vissi þó, að
hann var ekki nægilega mikill til
þess að ég gæti fórnað þvi, sem
mér var ætlað að fórna.
— Nú þori ég ekki lengur að
trúa þvi, að mér takist að gera
nokkurt stórvirki, og ég ætla þvi
að reyna að vera trú i smáu. (Þýtt
FB)
Stórbætt
þ jónusta
við
GOÐAFOSS
Útibú Kaupfélags Svalbarðseyrar við
GOÐAFOSS
veitir ferðamönnum margvíslega þjónustu:
Vistleg og rúmgóð kjörbúð
Viðlegubúnaður
Veiðibúnaður
Ssso
Heitar pylsur — Kaffisala
Snyrting
BENZÍN OG OLÍUR
Opið kl. 9-21 Helga daga kl. 11-21
KAUPFÉLAG
i þessari kapellu tóku nunnurnar iklaustrinu á móti gestum.