Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 32

Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 32
32 TÍMINN , .Sunnutlagur 16. júni 1974 - Prinsessan og risinn Einu sinni voru kóng- ur og drottning á Rauðs- ey. Þau áttu þrjár fallegar dætur. Þau bjuggu i kastalanum og voru hamingjusöm, þar til kóngurinn dó einn góðan veðurdag. Þá flutti ekkjudrottningin með dætrum sinum i lit- ið hús. Þær urðu að láta af hendi öll auðæfi sin, og annar kóngur tók við völdum i kastalanum. Þannig er lifið, þvi mið- ur! Þar skiptast á skin og skúrir. En drottningin og dæt- ur hennar voru nú ekki á þvi að setjast niður og syrgja forna frægð. Þær voru hjartanlega ánægðar með húsið, þótt lítið væri, kálgarðana, túnið og kúna sina. Allt gekk eins og i sögu, þangað til þær tóku eftir þvi, að farið var að stela kálhausum úr garðinum. Elzta dóttirin kvaðst ætla að vera á verði næstu nótt og reyna að komast að þvi, hver þjófurinn væri. Um kvöldið sveipaði hún um sig skikkju sinni og fór á vörðinn. Tunglið kom upp, og undir mið- nætti sá hún, hvar geysi- stór risi klofaði yfir kál- garðsvegginn rétt eins og hann væri smáþúfa. Var það eðlilegt, þvi að veggurinn náði honum aðeins i ökkla. Fór ris- inn nú að taka upp kál- hausana. Lét hann þá i körfu, sem hann hafði meðferðis. Kóngsdóttirin kunni ekki að hræðast. Hún gekk þvi til risans og var hvergi hrædd. Spurði hún hann, hvers vegna hann væri að stela kál- inu þeirra. Risinn sagði aðeins: „Þegiðu, stelpa, annars tek ég þig lika.” Þetta var nú ekki beinlinis kurteislega sagt, enda reigði prinsessan sig og jós nú skömmunum yfir risann. Það hefði hún ekki átt að gera, því að risinn þreif I hana, þeg- ar hann var búinn að fylla körfuna, og fleygði henni ofan á kálið. Siðan hélt hann heim til sin. Þegar heim var kom- ið, fékk hann henni verk að vinna, þvi að hann kærði sig ekki um að fylla húsið af iöjulausu kvenfólki. Fyrst varð hún að mjólka kúna og reka hana á beit. Þvi næst átti hún að þvo dyngju af ullarreyfum, sem lágu á gólfinu í kastala risans, þvo ullina og tæja, kemba og spinna og vefa siðan úr henni dúka i fatnað. Þegar risinn var far- inn út, mjólkaði prin- sessan kúna og rak hana á beit, en þegar hún ætl- aði að byrja á ullar- þvottinum, vissi hún ekki, hvernig vinna skyldi verkið. Þá eldaði hún sér hafragraut, ‘og þegar hún var að borða hann, fylltist eldhúsið af smá- vöxnu fólki, ljóshærðu og langleitu. Bað það hana að gefa sér svolit- inn graut, en hún svar- aði aðeins: ,,Nei, ég gef ekki neinn grautarspón, hann nægir mér varla, litlu flón.’” Þegar risinn kom heim um kvöldið og sá, að hún hafði ekki átt við ullina, varð hann ofsa- reiður og öskraði svo, að nærri lá, að þakið fyki af húsinu. Hann lúbarði prinsessuna og fleygði henni siðan út i hænsna- kofa. Kvöldið eftir fór hann á nýjan leik að stela káli DAN BARRV Herrar minir^ Slökkvið á \Ferjurnar og frúr. Viðlþessu greyiA munu veðjum. ‘ > þaö er búið / íflytja ; ^ yVað loka spila ykkur til ^'vitinu. ^ ^ jarðar. r Þessa Guðrúnu Hversu langt .kemsthún undan. Gott Hvellur. Það er búið að‘ koma upp um hringinn. Og einnig um ræn ) jingjana. Alla nema foringjann. ■ Eins ‘og þessa yfir- gefnu geimstöð, Hér er að hvil 4. World rights reserved. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.