Tíminn - 16.06.1974, Síða 33

Tíminn - 16.06.1974, Síða 33
Sunnudagur l'6. júni 1974 TíWÍNN 33 i garði drottningar. Næstelzta prinsessan var á verði, og fór fyrir henni eins og þeirri elztu. Ekki var hún bet- ur heima i tóvinnunni. Þegar risinn kom heim um kvöldið, lá við að hann sprengdi i sér hljóðhimnurnar með reiðiöskrunum, sem hann rak upp, þegar hann sá, að prinsessan hafði setið auðum hönd- uin. Hann reif i prin- sessuna, lúbarði hana og fleygði henni út i hænsnakofann til systur sinnar. Þar lágu þær báðar og gátu hvorki hreyft legg né lið. Sama kvöldið fór yngsta systirin á vörð i kálgarðinum. Fór eins fyrir henni og hinum systrunum, þvi að risinn rændi henni. Morguninn eftir skip- aði risinn henni að vinna sömu verk og hann hafði áður ætlað systrunum. Mjólkaði hún kúna og rak hana á beit. Siðan gerði hún sér hafra- graút. Þá kom fólkið smávaxna og bað hana um grautarspón. Hún sagði þeim að fara og ná sér i skeiðar til að borða með. Þau hlupu þá i burtu og koinu aftur með trjáflisar og gler- brot. Allir fengu graut, urðu vel mettir, tóku siðan ofan litfögru húfurnar og hlupu á brott. Litill drengur dróst aftur úr og hinkr- aði við. Prinsessan spurði hann eftir hverju hann væri að biða, kvaðst hann fús til þess að vinna fyrir hana, einkum þó, ef hún hefði tóvinnu handa sér, hún þætti sér allra verka skemmtilegust. ,,Nú, jæja,” sagði prinsessan, ,,nóg hefi ég af ullinni, en kaup get ég ekki greitt þér”. ,,Ekki set ég það fyrir mig,” sagði stráksi. ,,En þú verður bara að geta upp á nafninu minu, þegar ég kem aftur með ullina.” Prinsessan fékk hon- um ullina og hann hvarf á braut. Undir kvöldið barði gömul kona að dyrum og baðst gistingar. Prin- sessan kvaðst ekki geta hýst gesti, en spurði, hvort konan hefði nokkr- ar fréttir eða slúðursög- ur að flytja. Hún vonað- ist eftir fréttum af móð- ur sinni. Gamla konan hafði engar markverðar fréttir að flytja og prin- sessan kvaðst ekki þora að hleypa henni inn i húsið, meðan risinn væri að heiman. Gamla kon- an varð þvi að leita sér að náttstað uppi i heiði. Hún gekk stöðugt hærra og kom loks að klettaborg nokkurri. Þar hugði hún vera gott skjól fyrir næturvindin- um, sem næddi um hruman likama hennar. Hún sveipaði um sig kápunni og hreiðraði um sig i lynginu undir klettunum. Hún var i þann veginn að sofna, þegar hún heyrði rödd úr klettinum, sem sagði: ,,Hæ, hæ og hó! Tætið þið og tætið! Kembið þið og' kembið, þvi kallaður er ég Flónið. Spinnið þið og spinnið! Hæ, hæ og hó!” Gamla konan reis á fætur og gægðist fyrir hornið á klettaborginni. Sá hún þar ljósglætu leggja út um rifu á klettinum, og innan við rifuna sá hún smávaxið fólk önnuin kafið við tó- vinnu. Ljóshærður strákhnokki þ eittist á Merkjasala Sölufólk óskast til að selja merki þjóð- hátiðardagsins 17. júni. Merkin eru af- greidd að Garðastræti 3 i dag frá kl. 13.00 e.h. og á morgun frá kl. 9.00 f.h. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavikur. Viðskipti við okkur bæta hag beggja kaupfélag Rauðasands HVALSKERI milli þess og söng við raust: ,,Tætið þið og tætið! Kembið þið og kembið, þvi kallaður er ég Flónið. Spinnið þig og spinnið! Hæ, hæ og hó!” ,,Svona nú,” sagði sú gamla, ,,þarna fæ ég þó eitthvað að segja frá.” Hún þaut nú sem fætur toguðu, svo hratt, að hún dró á eftir sér skóþveng- ina, þegar hún kom að húsdyruin risans. Þegar prinsessan heyrði frásögn gömlu konunnar, hleypti hún henni inn með glöðu geði. Hún veitti henni húsaskjól yfir nóttina, eldaði handa henni indælan hafragraut og faldi hana siðan á öruggum stað. Myrkrið var þvi nær skollið á, þegar ljós- hærði drengurinn kom aftur. Hann bar á öxl sér vefjarstrangann úr ull- inni, sem prinsessan hafði fengið honurn. En ekki vildi hann sleppa stranganum, fyrr en prinsessan hefði getið nafnsins. „Heitirðu Grámann?” spurði prinsessan. ,,Nei,” sagði strákur og hoppaði upp af kæti. ,,Heitirðu þá Glókoll- ur?” spurði prinsessan, en drengurinn veltist um af hlátri. ,,Þá heitirðu lika Flón!” sagði prinsess- an. Þegar stráksi heyrði þetta, kastaði hann frá sér stranganum og hljóp burt. ( Þýtt SI) Seljum á hagstæðu verði allar nauðsynjavörur, búsáhöld, fatnað, vefnaðarvöru, snyrtivörur, gjafavörur Einnig timbur og ýmsar aðrar byggingavörur. Tökum landbúnaðarvörur í umboðssölu. kaupfélag Grundfirð nga GRUNDARFiRÐi ° Meó Heimilistryggingu er innbú yðar m.a. tryggt gegn eldsvoóa, eldingum, sprengingu, sótfalli, snjóskriöum, aurskrióum, foki, vatnsskemmdum, innbrotsþjófnaói o.fl. í Heimilistryggingu er innifalin ábyrgóartrygging fyrir tryggingataka maka hans og ógift börn undir 20 ára aldri, enda hafi þessir aóilar sameiginlegt lögheimili. Tryggingarfjárhæóin er allt aó kr. 1.250.000 - fyrir hvert tjón. i Heimilistryggingu er örorku- og dánartrygging húsmóóur og barna yngrj en 20 ára, af völdum slyss eöa mænuveikilömunar. Örorkubætur fyrir húsmóður og börn, nema kr. 300.000,- fyrir hvert þeirra vió 100% varanlega örorku. Heimilistrygging Samvinnutrygginga er nauðsynleg trygging fyrir öll heimili og fjölskyldur. SAMVINIMJTRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.