Tíminn - 05.09.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.09.1974, Blaðsíða 1
r " 1 \ SLÖNGUR BARKAR TENGI ék ■■ __i___ Landvélarhf t Dömur! Nýjung! DRESSFORM fatnaður loks á Islandi iPantið bækling núna 33373 Sjálfvirkur simsvari allan sólarhringinn. Póstverzlunin Heimaval/ Kópavogi. ■- BREYTINGAR Á STAFSETNINGU — hvað segja íslenzkukennarar? — sjá síðu 6 Réttir færðar fram um viku — sjá síðu 3 650 þúsund, takk! — íslenzk frímerki á uppboði í Svíþjóð — sjá síðu 3 Hættunni boðið heim — sjá síðu 8 og 9 Skemmda rva rga r í Kópavoginum — kveiktu í bifreið r~“—— Gsal—Rvik — Stórir hópar spell- virkja hafa á undanförnum árum látið að sér kveða i Kópavogi. Hafa unglingar hópazt saman og farið um með ólátum og unnið mörg skemmdarverk. í fyrrakvöld var t.d. kveikt I óskrá- settri Trabant-bifrcið, og er talið, að þar hafi hópur unglinga verið að verki. Lögreglunni i Kópavogi barst tilkynning um atburðinn um klukkan 23.00 og fór þegar á vett- vang. Ennfremur kom slökkvilið- ið á staðinn og réð niðurlögum eldsins. Bifreiðin stóð I Auðbrekku, skammt frá Skoda-verkstæðinu, en þar nálægt er söluturn, þar sem unglingar koma oft saman, og fara siðan meö látum um nærliggjandi hverfi. — Þetta er orðin anzi mikil plága, þvi unglingar safnast mikið saman við þessa sjoppu, og gera ýmsan óskunda, sagði lög- reglumaður i Kópavogi við blaðamann Timans i gær. Sagði hann ennfremur, að svo virtist, sem þessi skemmdar- starfsemi færi vaxandi, og að lög- reglan væri i nokkrum vand- ræðum vegna þess arna. — Oft á tiðum valda þessir unglingar miklum spjöllum, þeir skemma og brjótast inn I bila, sem standa fyrir utan verkstæði Skoda, en þar er alltaf mikið af bilum. Ennfremur hafa þessir unglingar unnið spjöll á ýmsum öörum eignum. Sagði lögregluþjónninn, að slik- ur atburður væri engin ný bóla hjá þeim i Kópavoginum, þvi þeir hefðu þurft að striða við þessa unglinga I nokkur ár. Hins vegar sagöi hann, að Ikveikjan I fyrrakvöld teldist með alvarlegri brotum,sem þessir óeirðarseggir hefðu staðið fyrir. — Einmitt i nágrenni þessarar sjoppu hafa verið unnin mörg skemmdarverk á undanförnum árum, og þá einnig við Skoda-verkstæöið. Lögregluþjónninn sagði, að oft hefðu sökudólgarnir náðst, þótt i þessu tilfeili hefði enginn verið tekinn til yfirheyrslu. Þingslit í dag? — viðbótar- bensíngjald sex krónur í stað sjö LÍKLEGT er, að aukaþing- inu, sem setið hefur að und- anförnu verði slitið I dag. 1 gær var fjallað um frum- varp til laga um fjáröflun til vegagerðar, og var gerð á þvi sú breyting, að viðbótar- bensingjald á litra skuli vera sex krónur i stað sjö, er upphaflega var gert ráö fyrir, þannig að innflutnings- gjald á bensin verður um sextán krónur samtals á litra. Samsvarandi breyting var gerð á þungaskatti á bif- reiöar, sem brenna disiloliu. Vín eða ekki vín í veizlum? Hvað segja ráðherrarnir um málið? HJ—Reykjavik — Sú ákvörðun nýskipaðs menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráöherra Einar Agústsson utanrikisráð- herra Vilhjáims Hjálmarssonar, að veita ekki áfengi I opinberum veizlum, sem haldnar verða á hans vegum, hefur vakið mikia athygli. Blaðamanni Tlmans lék forvitni á að vita, hvort aðrir ráð- herrar hyggðust feta I fótspor Vil- hjálms, og gerði sér þvl ferð niður á Alþingi siðari hluta dags I gær. Mikið var um að vera I þinginu og erfitt að ná tali af ráðherrunum, þvi að þeir máttu einskis missa.af dýrmætum tima sinum. Blaðamanninum tókst þó að ná tali af nokkrum þeirra og lagði fyrir þá eftirfarandi spurnimgu. Hafið þér hugsað yður að fylgja fordæmi menntamálaráðherra um að veita ckki vln I opinberum veizlum? Einar Agústsson, utani;ikisráð- herra: — Ég hef enn ekki tekið neina Halldór E. Sigurðsson land- búnaðar- og samgöngumálaráð- herra. ákvörðun I þvl efni. Hitt er annað mál, að venja er að veita áfengi I boðurn á vegum utanrikisráðu- neytisins og ég býst við að halda þeirri venju. ....Og þá vitum við það. Fólkið, sem boðið verður i veizlur á vegum utanrikisráðherra, getur að öllum likindum glatt sig við tilhugsunina um, að þar fái það litillega i staupinu. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- orku- og félagsmálaráðherra. Málið hefur enn ekkert verið rætt innan rikisstjórnarinnar og á þessu stigi málsins hef ég ekkert um það að segja. .....Og þar með var Gunnar rokinn á brott, enda beðið eftir honum á öðrum vigstöðvum. Það er vist ekki ofsögum sagt af ann- riki blessaðra ráðherranna okkar núna Halldór E. Sigurðsson, land- Gunnar Thoroddsen iðnaöar, orku og félagsmálaráðherra búnaðar- og samgöngumálaráð- herra. Það var eitt af minum fyrstu embættisverkum, þegar ég tók sæti I siðustu rikisstjórn, að hlutast til um það, að ráðherrar og forseti sameinaðs þings yrðu sviptir þeim forréttindum, sem þeir höfðu haft, hvað kaup á áfengi snerti. Ég hef ekki hugsað mér að ganga lengra I þessum málum og I þeim veizlum sem ég kem til með að veita forstöðu, verður veitt áfengi. Veizlurnar eru yfirleitt haldnar á timabilinu frá 5-7 siðdegis og fæstir menn ná að drekka sig fulla á þeim tima, enda hefur enn ekki komið fyrir, að borið hafi á vlni á gesti, þegar hann hefur farið úr veizlu hjá mér. Matthias Bjarnason, sjávarút- vegs-, heilbrigðis og tryggingar- mál Ég er þvl mjög fylgjandi, að Matthlas Bjarnason sjávarút- vegs, heilbrigðis- og trygginga- málaráöhcrra. dregið verði úr vinneyzlu og sölu víns og gildir það jafnt um hiö opinbera og almenning. En þaö er erfitt að láta venjuna um það að veita vin i opinberum veizlum lönd og leið. Sérstaklega á það við um boð fyrir erlenda gesti og hef ég hvergi komiö I opinbera veizlu erlendis, þar sem ekki hefur verið vln á boðstólum. En ég er ákveðinn i þvi, að I veizlum, sem haldnar verða á minum vegum, verður vin veitt mjög i hófi og mér finnst, aö mjög mætti fækka hinum svo- nefndu „cocktailboðum" bæöi hjá þvl opinbera og öðrum aðiljum. Matthias A, Mathieson, fjár- málaráðherra. Ég hef enn ekki hugleitt þetta atriði. En mér finnst hugmynd Vilhjálms bæði mjög athyglisverð og viröingarverð ...Og ætli margir landar séu ekki sammála Matthiasi um það. Matthlas A. Mathiesen fjármáia- ráðherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.