Tíminn - 05.09.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.09.1974, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 5. september 1974. TÍMINN 11 Okkar bezti bakvörður kominn út í kuldann... Landsliðsnefndin telur AAagnús Þorvaldsson ekki einn af okkar beztu knattspyrnumönnum „VIÐ TELJUM þessa leikmenn sterkustu knattspyrnumenn landsins”, sögðu landsliösnefnd- armennirnir, þegar þeir lögöu fram lista meö nöfnum þeirra leikmanna, sem eiga aö mæta Belgiumönnum á sunnudaginn. Já, menn gátu ekki annaö en brosað, þegar þeir renndu augun- um yfir listann, með nöfnum leik- mannanna 16. Það kom fljótlega i ljós, að landsliösnefndin hafði örugglega verið i draumalandi, þegar hún valdi landsliðshópinn. A listann vantaði nöfn leikmanna eins og Magnúsar Þorvaldssonar. bakvarðarins snjalla úr Vikingi, Jóns Gunnlaugssonar, klettsins i vörn Akranessliðsins, og Karls „litla” Þórðarsonar, sóknar- mannsins snjalla af Skaganum, sem lék landsliðsvörnina svo grátt i pressuleiknum á þriðju- dagskvöldið. Landsliðshópinn, sem valinn var fyrir leikinn gegn Belgiu- mönnum, skipa eftirtaldir leik- menn: Þorsteinn Ólafsson, Keflavik Magnús Guðmundsson', KR Eirikur Þorsteinsson, Vikingi Björn Lárusson, Akranesi Jón Pétursson, Fram Marteinn Geirsson, Fram Jóhannes Edvaldsson, Val Karl Hermannsson, Keflavik Grétar Magnússon, Keflavik Guðgeir Leifsson, Fram Ásgeir Eliasson, Fram Teitur Þórðarsson, Akranesi Matthias Hallgrimsson, Akranesi Gisli Torfason, Keflavik Atli Þ. Héðinsson, KR Ásgeir Sigurgvinsson, Standard Liege Fjórir leikmenn úr hópnum, sem lék gegn Finnum, hafa verið settir út úr liðinu. Það eru þeir Sigurður Haraldsson, Val, Magnús Þorvaldsson, Vikingi, Jón Gunnlaugsson, Akranesi og Óskar Tómasson, Vikingi. í staðinn fyrir þessa leikmenn koma þeir: Björn Lárusson, Magnús Guðmundsson, Jón Pétursson og Asgeir Sigurvins- son. Það er gleðilegt að sjá nafn Björns Lárussonar á listanum, en það er jafn furðulegt að sjá, að nafn Magnúsar Þorvaldssonar er horfiðaf listanum. Já,okkar bezti vinstri bakvörður er nú kominn út I kuldann, Hverjir leika fyrir hann gegn Belgiumönnum? Jón Birgir einvaldur BIRGIR BJÖRNSSON-.hefur veriðráðinn „einvaldur” Islenzka landsliðsins I handknattleik, fyrir næsta keppnistimabil. Hann mun einnig sjá um þjálfun á landslið- inu til aðbyrja með, eða þar til að erlendur þjáifari verður ráðinn. Þetta kom fram á fundi hjá HSt i gær. Sigurður Jónsson formaður HSt, sagði að mikill áhugi væri hjá erlendum þjálfurum, einkumm frá austur-blokkinni, sem hefðu áhuga á að þjálfa islenzka landsliðið. Sigurður sagði, að með þvl að fá erlendan þjálfara hingað, myndi verða hleypt nýju blóöi i islenzkan handknattleik. Mörg verkefni biða islenzka landsliðsins i vetur, liðið mun taka þátt i þremur handknatt- cg hann mun þjálfa ísienzka landsliðið, þar til erlendur þjálfari verður ráðinn leiksmótum erlendis. Fyrsta verkefni landsliðsins er 4ra landa mót i Sviss, þar sem V-Þjóð- verjar, Ungverjar, Svisslend- ingar og Islendingar taka þátt i. Þetta mótferfram i Sviss dagana 24.-28. október n.k. Þá tekur landsliðið þátt i móti i Póllandi um mánaðamótin janúar-febrúar 1975. Þar keppa f. og B-lið Pól- lands, Rúmenia og ísland. Islenzka liðið tekur siðan þátt i Norðurlandamótinu i handknatt- leik, sem fer fram i Ðanmörku i byrjun febrúar 1975. A þessu sést, að það verður mikið að gera hjá islenzkum handknattleiks- mönnum i vetur. —SOS Pétursson, skriðdrekinn úr Fram, eða jafnvel Eirikur félagi Magnúsar úr Vikingi? Furðulegt. Grunur leikur á þvi, aö Jón Pétursson verði látinn leika stöðu vinstri bakvarðar — a.m.k. lék hann stöðu bakvarðar i pressu- leiknum. Ef landsliðsnefndin ætlar að láta þennan þunga leikmann taka stöðu Magnúsar, þá má hún fara að athuga sinn gang. Það verður gaman að sjá, hvaða leikmaður verður látinn taka stöðu Magnúsar. Hver sem það nú verður, er sá leikmaður örugglega ekki öfundsverður. I landsliðshópnum eru nú tveir hægri bakverðir, þeir Björn Lárusson, sem verður að öllum likindum látinn leika þá stöðu gegn Belgiumönnum, og Eirikur Þorsteinsson, Ef Eirikur verður látinn leika stöðu vinstri bak- varöar, þá verður Jón Pétursson varamaður fyrir miðverðina. Þar með tekur hann sæti Jóns Gunn- laugssonar, sem nú hefur verið settur út i kuldann. Þetta er einnig allfurðulegt, þvi að Jón Pétursson kemst ekki með tærnar, þar sem nafni hans af Skaganum hefur hælana. En nú skulum við til gamans stylla upp islenzka landsliðinu, sem verður að öllum likindum látið byrja inná gegn Belgiu- mönnum: Þorsteinn, Björn, Jón P., Marteinn, Jóhannes, Ásgeir, Guðgeir, Karl, Grétar, Teitur og Asgeir Sigurvinsson. — SOS. Þeir koma MARGIR heimsfrægir knatt- spyrnumenn koma hingað með Belgiska landsliðinu i knattspyrnu, sem leikur gegn islenzka landsliðinu á sunnu- daginn á Laugardalsvellinum. Frægastan má nefna hinn snjalla Paul van Himst, sem ertalinn einn skotfastasti leik- maður, heims, hann hefur leikið 78 landsleiki fyrir Belgiu. Þá kemur Raoul Lambert, snjall spilari, sem leikur með F.C. Brugge. Einnig má nefna félaga Asgeirs Sigurvinssonar úr Standard Liege, Wilfried van Moer (33 landsleikir), og markvörðinn Christian Piot. Við munum segja nánar frá belgiska liðinu siðar. KSI segir stopp á bréf Knapps ELLERT SClIRAM..formaöur KSt, sagði á blaðamannafundi i gær, að stjórn KSt hafi stöövaö bréfasendingar Tony Knapp, þjálfara KR-liðsins, til UEFA. En eins og komiö hefur fram hér á siðunni, þá ætlaði Knapp að senda bréf til UEFA, þar sem hann kvartaöi yfir dómgæzlu isienzkra dómara. Ellert sagöi, að stjórn KSÍ heföi bent Knapp á, að hann sendi ekki út bréf, á meðan hann væri þjálfari Islenzka lands- liðsins. Fundur hjá HK Allir þeir drengir, sem ætla að iðka handknattleik hjá HK i Kópavogi I vetur, eru eindregið hvattir til að mæta á fundi i Kárs- nesskóla stundvlslega kl. 8 i kvöld. Þjálfarar 2„ 3. og 4. flokks mæta á fundinum. Vetrarstarfið rætt og skipulagt — nýir félagar velkomnir. —Stjórnin. RUTH FUCHS.... setti heimsmet I spjótkasti kvenna I Róm. SIGTRYGGUR... sést hér I leik gegn tR sl. vetur. IR-ingar fá liðsstyrk Sigtryggur Guðlaugsson frá Akureyri hefur gengið í raðir þeirra Stórskyttan I handknattleik, Sigtryggur Guðlaugsson frá Akureyri, sem lék með Þórsliöinu s.l. keppnistlmabii 11. deiid, hefur nú.gengið i raðir IR-inga. Þessi snjalii handknattleiksmaður, sem var einn af markhæstu leikmönnum 1. deiidar sl. keppnistimabil, mun áreiöan- lega styrkja ÍR-liðið mikið I vetur — hann er bæði góöur sóknar- og varnarleikmaður. Þá mun Brynjólfur Markússon, sem lék með Akureyrarliðinu KA sl-keppnistimabil i 2. deild, þar sem hann var markhæstur, leika aftur með IR i vetur, og einn.ig Asgeir Ellasson, sem var við nám að Laugarvatnisl. vetur. A þessu sést, að IR-liðið fær mikinn liðsstyrk. Liöið er nú byrjað að æfa að fullum krafti undir stjórn Þórarins Eyþórssonar. -SOS. FUCHS SETTI HEIMS- MET í SPJÓTKASTI á Evrópumeistaramótinu í Róm Heimsmethafinn í spjótkasti kvenna, Ruth Fuchs frá Austur-Þýzkalandi, setti nýtt heimsmet i spjótkasti á Evrópu- meistaramótinu i Róm á þriðjudagskvöldið. Hún kastaði spjótinu 67.2 m og reyndist henni ekki erfitt að næla sér i gullið. Jaqueline Todten frá A-Þýzkalandi varð önnur, kastaði 62.10 m, en i þriðja sæti varð Natasa Urbanic frá Júgóslaviu, sem kastaði 61.66 m. Rússinn Valeri Brozov varð Evrópumeistari i 100 m hlaupi. Hann er talinn nær ósigrandi og sigraði örugglega, hljóp vega- lengdina á 10.27 sek. Annar var Italinn Pietro Menna, sem hlaut bronsið i 200 m i Munchen á OL. Hann hljóp á 10.34 sek. Irena Szewinska varð öruggur sigurvegari i 100 m hlaupi kvenna. Hún sigraði olympiu- meistarann og heimsmeistarann frá A-Þýzkalandi, Renate Stecher, og kom i mark sekúndubroti á undan henni — eða á 11.13 sek. Stecher varð önnur á 11.23, en i Evrópu- meistaramótinu i Helsinki 1971 sigraði hún. Þá hljóp hún tvivegis á 11 sek. sléttum. Hún endurtók það afrek á Olympiuleikunum i Munchen, en þar vann hún bæöi 100 og 200 m hlaupið. I þriðja sæti lenti Andre Lynch frá Bretlandi á 11.28 sek. Finnska stúlkan Mona-Lisa Oursiaine varð að láta sér nægja sjötta sæti á 11.42 sek.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.