Tíminn - 06.09.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. september 1974.
TÍMINN
5
Frá samkomu iVináttuhúsinu 13. júni i tilefni þjóöhátibardags tsiendinga.
Öflugt starf íslands-
vina í Sovét
SJ-Reykjavik — Undanfariö
hefur 19 manna ferðamanna-
hópur frá Sovétrikjunum dvalizt
hér á landi en fararstjóri hópsins
er Anatoly Y. Sorokin aðalritari
vináttufélagsins Sovétrkin-Island
en það hefur starfað i 15 ár. Á
fundi með fréttamönnum greindi
Anatoly frá starfsemi félagsins,
sem hann starfar fyrir en aðal-
stöðvar þess eru i svonefndu
vináttuhúsi i Moskvu, þar sem
slik félög hafa aðsetur og aðstöðu
til samkomuhalds.
— Aöalverkefni félagsins er að
kynna Island ibúum Sovétrikj-
anna, menningu þess, sögu og
lifnaðarhætti landsmanna nú, svo
nokkuð sé nefnt, sagöi Anatoly.
Annað verkefni er að hjálpa
íslendingum til að kynnast
sovézkri sögu menningu og lifs-
háttum.
Blómasöludagar
Hjálpræðishers
WINSTON CHURCHILL kallaði
Hjálpræðisherinn ,,her hinna
hjálpandi handa”. En til þess að
geta hjálpað, þarf Hjálræðisher-
inn á velvilja þinum og stuðningi
að haida. 1 dag og á morgun, 6. og
7. sept., eru árlegir blómasölu-
dagar hersins tii að afla fjár til
liknarstarfs, prédikunarstarfs og
æskulýðsstarfs hans. Einkunnar-
orð söfnunarinnar eru: „Hjálpið
okkur til að hjálpa öðrum”.
Hjálpræðisherinn hefur alla tið
unnið jöfnum höndum að
predikunarstarfi og félagslegu
hjálparstarfi. Þess vegna starf-
rækir hann fjölþættar liknar-
stofnanir og sjúkrahús um viða
veröld, þar sem þjálfað starfsfólk
vinnur fyrir einstaklinginn i
kærleika. Hjálpræðisherinn á
Islandi vinnur I sama anda og
hinn alþjóðlegi Hjálpræðisher, og
frá byrjun starfs hans hér á
Islandi fyrir nær 80 árum hefur
hann átt fjölda vina, sem metið
hafa starf hans og stutt á allan
hátt. 1 dag og á morgun gefst
tækifæri til að stuðla að þeirri
hjálp með þvi að kaupa „blóm”.
Hjálpræðisherinn.
Starf félagsins er margvislegt.
Við höldum þjóðhátiðardag
Islendinga hátiölegan ennfremur
1. desember, lýðveldisdaginn. Við
göngumst fyrir fyrirlestrahaldi
um sögu landsins, menningu og
bókmenntir, fornar og nýjar.
Við skipuleggjum sýningar
m.a. á ljósmyndum og lista-
verkum. Höfum kvikmynda-
sýningar o.s.frv.
Stjórn félagsins skipa 50
manns, en félagar eru bæði
einstaklingar, fyrirtæki, skólar
og aðrir hópar. Meðal þeirra
siðasttöldu eru fiskvinnslumið-
stöð og tónlistarskóli i Moskvu,
sjúkrahús og deild hafrannsókna-
stofnunarinnar I Múrmansk, enn-
fremur áhafnir olluskipa, sem
sigla til tslands. Hóparnir sem
aðild eiga að félaginu eru tólf að
tölu. Félagar eru úr öllum
stéttum og lýðveldum I Sovétrikj-
unum.
Við höfum sent hingað hópa
listamanna árlega undanfarið i
nóvemberbyrjun i tilefni þjóð-
hátiðardags okkar 4. nóvember.
Þrir iistamenn koma hingað að
þessu sinni.
Ferð okkar hingað nú hefur
verið mjög ánægjuleg. Ferða-
skrifstofan Landsýn skipulagði
ferðaáætlun okkar, sem tókst vel.
Og MIR hefur einnig veitt aðstoð.
Þátttakendum hefur verið gert
kleift að hitta starfssystkini sin
hér og heimsækja vinnustaði og
listamenn.
Við bjóðum til okkar hópum frá
islenzka vináttufélaginu MIR og
skipuleggjum ferðir islenzkra
ferðamanna, fyrirlesara og lista-
manna til Sovétrikjanna. Dyr
Vináttuhússins i Moskvu standa
tslendingum ávallt opnar hvort
sem þeir koma i slikum hópum
eða öðru vísi.
— Hvernig fékkst þú áhuga á
Islandi?
— Ég fór aö kynna mér efna-
hagslif Norðurlanda einkum Svi-
þjóðar, en ég er hagfræðingur að
mennt. Kom ég þvi oft i Vináttu-
húsið og þegar staða ritara i
félaginu Sovétrikin-Island losnaöi
sótti ég um hana og fékk. Ég verð
að viðurkenna að i úpphafi hafði
ég meiri áhuga á Sviþjóð en Is-
landi og hugsaði mér að komast
til starfa hjá sænska félaginu
þegar færi gæfist. En það fór á
annan veg. Ahugi minn á Islandi
óx og þótt störf hafi losnað hjá
félaginu Sovétrikin-Sviþjóð hef ég
kosið að vera um kyrrt.
Anatoly Y. Sorokin. Timamynd:
Róbert.
I tilefni 1100 ára afmælis
tslandsbyggðar hafa verið
haldnar margar samkomur á
vinnustöðum og annarsstaðar á
vegum félaga i Sovétrikin-tsland.
Þá opnaði Þór Magnússon þjóð-
minjavörður fyrir helgina
sýningu i Moskvu til kynningar
islenzkri menningu. En hún er
ekki á vegum okkar félags heldur
opinberra aðila.
I OLLUM DEILDUM
ATHUGIÐ að
lokað er ó
laugardögum
SOFASETTIN
eru aftur fyrirliggjandi
í fjölbreyttu úrvali
áklæða - m. a. í leðri
Hringbraut I 2 1
— Sími 10-600
húsiö
. %.