Tíminn - 03.11.1974, Qupperneq 3

Tíminn - 03.11.1974, Qupperneq 3
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. TÍMINN 3 Áhugasamir Kiwanisfélagar úr Kiwanisklúbbnum Hekiu afi stðrfum á laugardaginn. Frá vinstri: Axel H. Bender, Þorsteinn Sigurfisson, Ásgeir B. Guölaugsson og ólafur Erlendsson. Kiwanismenn seldu 40 þúsund lykla ÞRATT fyrir óhagstætt veöur laugardaginn 26. okt., er Kiwan- ismenn og aöstoöarfólk þeirra seidu „lykilinn” tii styrktar geösjúkum, varö árangur mjög góöur. Endanlegar tölur um fjölda seldra lykla liggja ekki fyrir ennþá.en ljóst er, aö um 40 þúsund „lyklar” hafa seizt. Fast að 1200 manns, Kiwanis- félagar, eiginkonur þeirra og fjöldi sjálfboöaliöa, vann að söl- unni um landið. Kiwanishreyfingin vill hér meö þakka landsmönnum viðtökurn- ar, jafnframt þvi sem minnt er á, að þeir, sem ekki náðist til en vildu láta eitthvað af hendi rakna, geta greitt framlög sin inn á Giró- reikning 32331. Allir bankar, sparisjóðir og pósthús taka á móti greiðslum. Þá er rétt að minnast þess, að annar höfuðtilgangur þessarar söluherferðar var að minna landsmenn á vandamál geðsjúkra. Þess vegna er rétt að itreka það, þrátt fyrir góðan árangur i sölu „lykilsins”, að kjörorðin sem Kiwanishreyfingin valdi fyrir þessu verkefni, eiga ekki bara við einn dag, heldur um alla framtið. „Gleymiö ekki geösjúkum”. Dagur frímerkisins 1974 ÞRIÐJUDAGINN 5. nóv. 1974 veröur I notkun á póststofunni i Reykjavik sérstimpill af þeirri gerð, sem myndin sýnir. Þeir, sem þess óska, geta fengið póstsendingar sinar stimplaðar með þessum stimpli. Þetta er i 15. skipti, sem dags- ins er minnzt hér á landi. Félag frimerkjasafnara kynnir frimerkjasöfnun á þessum degi með þvi að setja upp glugga- sýningar á frimerkjum á ýmsum stöðum I borginni. Þá gefur félagið út sérstök umslög i tilefni dagsins, og fást þau i frimerkja- verzlunum. Skagfirðingafélagið í Reykjavík AÐALFUNDUR féiagsins veröur haldinn I féiagsheimilinu Þinghóii, Kópavogi, sunnudaginn 10. nóvem- ber n.k. kl. 14.30. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. A Kópavogur— Hjálp í viðlögum Námskeið i hjálp i viðlögum fer fram dag- ana 4., 5. og 6. nóvember i Þinghólsskóla og hefst kl. 8 öll kvöldin. Tilvalið tækifæri fyrir húsmæður, starfshópa og félaga- samtök. Kennari á námskeiðinu verður Jón Odd- geir Jónsson. Innritun og upplýsingar á morgun i sima 4-18-66. Tómstundaráð. PIONEŒR sigur- ~ •• viður- kennd látusfu Góðir Laugavegi 66 • Sími 1-43-88 CT- F 7171 STEREO CASSETTE DECK PIONEER ELECTRONIC (EUROPE) n.v SX-1010 2 CHANNEL RECEIVER PIONEER ELECTRONIC (EUROPE)n.v. CS- 3000 A 3-WAY SPEAKER SYSTEM PIONEER ELECTRONIC (EUROPE) n.v. SE- 505 HEADPHONE PIONEER ELECTRONIC (EUROPE)n.v

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.