Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. Umhverfisnefnd Vísindi og rannsóknir stuðla mjög aö þróuninni i Úral. í Úraldeild sovézku visindaaka- demiunnar eru starfandi yfir 2000 vísindamenn. 1 öllu Úral eru 227 visindastofnanir meö sam- tals 30 þúsund manna starfsliði. Um það bil 40 háskólar og aðrar æörimenntastofnanirveita fólki menntun á fjölmörgum sérsvið- um visindanna. Hvarvetna i Úral gnæfa bræðsluofnar og verksmiðjureykháfar með skóga og fjöll i baksýn. And- rúmsloftið er þó enn hreint, svo er fyrir að þakka framlagi vis- indamanna og ibúanna sjálfra. öll iönfyrirtæki eru búin öflug- um hreinsitækjum. íbúar héraðsins geta enn glaðst yfir fögru landslagi og kristaltæru vatni I fljótum og vötnum. ekki mynd. Bursta skal tennurnar á réttan hdtt Aðein 10% allra ibúa á Vestur- löndum hafa sæmilega heil- brigðar tennur, að þvi er segir i skýrslum frá heilbrigðismála- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta er enn alvarlegra heldur en þessar tölur gefa tilefni til að ætla, sem er nú reyndar nógu slæmt, vegna þess að ibúar Vesturlanda eru eða eiga að vera þeir menntuðustu og bezt upplýstu i heiminum. Spyrja þá margir, hvernig háttað sé tann- heilsu annarra jarðarbúa. Þau 90%, sem ekki voru nefnd hér á undan, eru með miklar tann- skemmdir og hafa orðið að láta draga úr sér tennur að ein- hverju ráði. Ekkert nema gott eftirlitmeð tönnum getur breytt þessari staðreynd, en það er ekki nægilegt að fylgjast vel með tönnunum og bursta þær, þvi það er ekki sama hvernig tennurnar eru burstaðar. Fyrst og fremst verður tannburstinn að vera góður. Hann má hvorki skemma glerjung tannanna né tannholdið i kringum þær. Svo verður að bursta tennurn- ar niður á við, og upp en ekki þvert á þær. Börn I leikskólum i Þýzkalandi fá kennslu i þvi, hvernig á að bursta tennurnar, en það eru ekki allir, sem hafa fengið kennslu svo snemma, né heldur siðar i lifinu. Þess vegna hefur nú verið tekin upp sú regla i æðri skólum i Þýzkalandi, að kenna nemendum að bursta tennur sinar, og er þessi mynd einmitt frá einum slikumskóla. Hér eru það snyrtisérfræðingar, sem æfa sig i að bursta tennurn- ar. Hraðskreiðasta mótorhjól í heimi Nú hafa borizt góðar fréttir fyr- ir mótorhjólaáhugamenn. Akveðið hefur verið að halda á- fram framleiðslu á hraðskreið- asta og aflmesta mótorhjóli i heimi TTS-E frá Miinchen. Nokkrar lagfæringar hafa átt sér stað á hjólinu, en þrátt fyrir það hefur framleiðendunum, sem eru i Altenstadt I nánd við Frankfurt, tekizt að halda verð- inu niðri, og er þess meira að segja að vænta, að verðið kunni að lækka nokkuð. Hjólið er með silfurgljáandi húð, sterkum ljósum, og kraftmikilli flautu. Nú geta þeir, sem áhuga hafa á mótorhjólum dáðst að þessu meistaraverki hér á myndinni, og borið það saman við það, sem þeir sjálfir eiga. sfeWKam „Viltu fá að vita um álit unga fólksins I dag.” V Hvað er þelta, á að taka botn- langann. Mér sýnist réttara að hafa það krufningu. DENNI DÆMALAUSI Jú, mig langar f súpu. Þú minntist ekkert á að það væri aspas i henni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.